Morgunblaðið - 25.03.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.03.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982 Electrolux örbylgjuofnar eru feti framar Stiglaus styrkstilling 10 stiglausar styrkstill- ingar frá 25—100% Jöfn hitun í Electrolux-ofninum er snúningsdiskur óþarfur. Geisladreifir ofnsins sér um aö allt hitnar jafnt. Fullkomið öryggi reynd- asta framleiðanda í heimi. Ofninn er framleiddur hjá Tappan, dótturfyrirtæki EÍec- trolux í USA, sem hefur fram- leitt örbylgjuofna í 30 ár, leng- ur en nokkur annar. Tæknilýsing: H:380 mm. B:546 mm. D:380 mm. Afl: 1500 W. Örbylgjur: 600 W. Tíðni: 2450 HZ. Þyngd: 25,5 kg. Auðveld þrif Slétt innra byröi ofnsins og glerplatan á botni hans tryggja aö þrifin veröa auðveld. Ofninn getur bæði verið frí- standandi eða innbyggður. Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1A. Sími86117 íslensk tunga og bókmennta- verðlaun Norð- urlandaráðs eftir Hörð Bergmann Fyrir skömmu birti Morgun- blaðið viðtöl við þrjá þingmenn, sem sátu síðasta Norðurlanda- ráðsþing, um þá kröfu að þeir sem skipa dómnefnd vegna bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs verði að skilja íslensku. Allir eru þingmennirnir sammála um réttmæti kröfunnar og Stefán Jónsson hnykkir heldur betur á og segir skv. frásögn Mbl. 12.3.: „Við megum ekki láta frændum okkar haldast það uppi að fara með okkur eins og einhverja annars flokks þjóð.“ Mér finnst vont að meta hvort er meira út í hött: krafan eða hin tilvitnuðu ummæli. Sé krafan um íslenskukunnáttu bókmennta- fræðinganna sett fram í alvöru verður það að fylgja að þeir geti einnig lesið finnskar bókmenntir á „En hvers vegna skyldi þetta allt vera svona slæmt, gera okkur aö „annars flokks þjóð“ í norrænu samstarfi? Ganga menn e.t.v. með þá grillu að íslenskar nútímabók- menntir beri af því sem skrifað er annars staðar á Norðurlöndum?“ móðurmáli höfundanna. Hvar eru þeir ágætu fulltrúar sem við ætl- um að senda í það starf? Og hvernig getur það talist sanngjörn krafa til'bókmenntafræðinga ann- ars staðar á Norðurlöndum að þeir skilji íslensku, sem þeir hvorki nota í starfi sínu eða námi. Er ekki mikilvægara að gera aðrar kröfur til þeirra sem vinna þetta vandasama verk? Það er hægt að viðurkenna gildi þess að nefnd- armenn skilji allir íslensku — en það er að mínum dómi óraunhæft að gera það að skilyrði. Stefán Jónsson varpar fram þeirri spurningu hvort rétt sé að halda áfram þáttöku í því starfi, sem fram fer í sambandi við bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs, að óbreyttri skipan. Þeirri spurningu má velta fyrir sér út frá ólíkum forsendum. En óneitanlega virðist það heldur undarleg álykt- un að þessu samstarfi beri að hætta nú. Við höfum nefnilega notið eins konar forréttinda á þessu sviði norrænnar samvinnu sem öðrum — hlotið bæði menn- ingarlegan og fjárhagslegan ávinning — þegið meira en við höfum lagt fram. Ágæt þýðing á tveimur frambærilegum íslensk- um bókmenntaverkum, árlega síð- an úthlutun verðlaunanna hófst 1962, hefur átt sinn þátt í að koma þeim verkum til útgefenda og les- enda á Norðurlöndum. íslenskir höfundar hafa tvisvar hlotið verð- launin og verk þeirra og íslenskar bókmenntir yfirleitt fengið kynn- ingu um öll Norðurlönd í sam- bandi við það. Og í augum þeirra sem reyna að meta menningu til fjár, hlytur þetta að teljast ódýr kynning. Við borgum nefnilega ekki nema 0,9% af kostnaðinum við opinbert norrænt samstarf. En hvers vegna skyldi þetta allt vera svona slæmt, að gera okkur að annars flokks þjóð —“ í norrænu samstafi? Ganga menn e.t.v. með þá grillu að íslenskar nútímabókmenntir beri af því sem skrifað er annars staðar á Norður- löndum? Að við eigum að vera reiðir og móðgaðir fyrir að hafa hlotið verðlaunin í tvö skipti af tuttugu? Óneitanlega hafa svona grillur skotið upp kollinum hvern- ig sem á því stendur. E.t.v. má skýra þær þannig að um einhvers konar sambland af stolti og minnimáttarkennd sé að ræða. Og engum þarf í rauninni að koma á óvart þó að alþingismenn vilji láta berast kjósendum sínum til eyrna að þeir hafi ríkan metnað fyrir hönd þjóðar sinnar og tungu. Það er í sjálfu sér ágætt. Bara að þeir slíti okkur ekki út úr gagn- legu norrænu samstarfi í hita leiksins. Þau slit yrðu nefnilega hvorki íslenskri tungu eða menn- ingu til ávinninings. Benidorm Beint leiguflug Góöir gististadir ATH.: OKKAR VERÐ BROTTFARARDAGAR: 2/6, 23/6, 14/7, 4/8, 25/8, 15/9. FERÐASKRIFSTOFAN NÓATÚNI 17. SÍMAR 29830 og 29930.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.