Morgunblaðið - 25.03.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.03.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982 47 Stórsigur Frakka FRAKKAR gersigrudu slaka Norð- ur-íra 4—0 í vináttulandsleik í knattspyrnu í gærkvöldi og lék liöið þó án þeirra Platini, Roucheteo, Tig- ana og Six. Staðan í hálfleik var 2—0 og skoruöu Bernard Zenier og Alain Ouriol mörkin. iean Francois Larios skoraði úr víti í síðari hálfleik og Bernard Genghini bætti fjórða markinu viö rétt fyrir leikslok. Þetta var fjóröi sigur franska landsliðsins í röð og hefur liðið skorað í þeim 12 mörk. Virðast Frakkar ætla að vera sterkir á HM, en fyrsti mótherjinn þar er enska landsliðið. Þess má geta, að Pat Jennings lék ekki í marki íra, í fyrsta skiptið í háa herr- ans tíð, Jim Platt tók stöðu hans. Spánn og Wales skildu jöfn, 1—1, í Valencia og var frammi- staða Wales afar lofsverð og réði liðið lengi vel lögum og lofum á vellinum. Spánverjar náði foryst- unni með marki Satrustegui, en Robbie James jafnaði metin verð- skuldað. Belgar voru einnig á ferðinni í gærkvöldi, gersigruðu Rúmena í Brussel með fjórum mörkum gegn einu. Þeir Rene Verheyen og Alex Czerniatinski skoruðu tvö mörk hvor fyrir Belga, en Ticleanu svar- aði fyrir Rúmena. (Knattspyrna I Phil Mahre hefur sigrað í stigakeppni stórsvigsins HINN 19 ára gamli Svisslendingur Pirmin Zubriggen sigraöi óvænt i ISI HINN árlegi sambandsstjórnar- fundur fSÍ verður haldinn nk. laug- ardag (27. mars) í veitingahúsinu Gafl-inn í Hafnarfirði og hefst kl. 10.00. Samkvæmt 16. grein í lögum ÍSÍ er sambandsstjórnin æðsti aöili Iþróttasambands fslands milli íþróttaþinga. í henni eiga sæti: a) framkvæmdastjórn ÍSf b) formenn héraðssambandanna c) formenn sérsambandanna Sambandsstjórnarfundurinn mun taka fyrir mörg mikilsverð verkefni. Gert er ráð fyrir mikilli þátttöku á fundinum. stórsvigskeppni heimsbikarkeppnin- ar í Sansicario á Ítalíu í gær. Tími hans var samtals 2:42,37. Annar varð Marc Girardelli frá Luxemborg á 2:43,03. Þriðji varð hins vegar Phil Mahre frá Bandaríkjunum og nægði það honum til sigurs í stórsvigsstiga- keppninni. Hlaut Mahre alls 105 stig, en Ingimar Stenmark frá Sví- þjóð hlaut 101 stig. Girardelli, sem er i raun Austurríkismaður þó hann keppi fyrir Luxemborg, varð þriðji með 77 stig. í samanlögðu stigakeppninni hefur Phil Mahre góða forystu og ekkert virðist geta komið í veg fyrir sigur hans á þeirri vígstöð. Hefur hann 304 stig, en Stenmark er þarna einnig í öðru sæti með 211 stig. Þriðji er nú Steve Mahre, tvíburabróðir Phils, en Steve hef- ur með góðri frammistöðu síðustu vikurnar skotist upp í þriðja sæt- ið, hann hefur 183 stig. Urslitaleikirnir j bikarkeppni KKI í Höllinni í kvöld Úrslitaleikirnir í bikarkeppni KKÍ fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld og er keppt i kvennaflokki á undan, eða klukkan 19.00. Þá eigast við KR, sem er nýbakaður íslands- meistari, og ÍS. Klukkan 20.30 hefst síðan úrslitaleikurinn i meistara- flokki karla og eigast þá við Fram og KR. Verður það ugglaust hörku- spennandi leikur, enda leika þar lið sem sýndu góðan körfuknattleik undir lok mótsins. Framarar voru reyndar sterkir allan veturinn, veittu IIMFN lengi vel mikla og harða keppni, en urðu siðan að láta i minni pokann. KR-ingarnir byrjuðu mótið hins vegar illa, en sóttu sig gífurlega undir lokin, sigruðu þá í hverjum leiknum af öðrum og lögðu m.a. Njarðvík bæði i deildar og bikar- keppninni. íslandsmótiö 2. deild: UBK mætir ÍR í kvöld kl. 20.00 fer fram einn leikur í 2. deild karla á íslandsmót- inu í handknattleik. UBK og ÍK leika að Varmá og hefst leikur lið- anna kl. 20.00. ÍR-ingar hafa tryggt sér sæti í 1. deild næsta keppnis- tímabil. Staðan í 2. deild er nú þessi. Öruggt hjá FH FH FÓR léttilega í 8-liða úrslit bik- arkeppni HSÍ í gærkvöldi, en þá sigraði liðið Fram 31—20 í Laugar- dalshöllinni, staðan i hálfleik var 13—9 fyrir FH. Eins og tölurnar gefa til kynna, var um mikla yfir- burði að ræða hjá FH. Markhæstir hjá FH voru Kristján Arason og Hans Guðmundsson með 7 hvor, Sveinn og Valgarður skoruðu 4 hvor og Sigþór 3 mörk. Hannes og Kgill skoruðu 5 hvor fyrir Fram, Björn 4 stykki. — gg. Staðan i 2. deild er nú sem hér segir: ÍR 12 9 0 3 218:202 18 Stjarnan 12 8 1 3 267:240 17 UBK 13 6 3 4 262:254 15 Haukar 13 6 2 5 274:252 14 l»ór Ve. 13 6 1 6 256:251 13 Aftureld. 13 4 3 6 276:279 11 Týr 13 4 1 8 287:299 9 Fylkir 13 1 3 9 258:302 5 WBA lá heima! ÚRSLIT leikja í ensku knattspyrn- unni í gærkvöldi urðu forvitnileg. Þannig sigraði Notts County lið WBA 4—2 á útivelli í l.deild. f 3. deild tapaði Kxeter heima 1—2 fyrir Lincoln og í 4. deild sigraði Peter- brough lið Terquai 1—0 á heimavelli sínum. Afmœlisdagabœkur Þjóðsögur o.fl. Afmælisdagar — Dagperlur Afmælisdagar m. vísum Afmælisdagar m. stjörnuspám Afmælisdagar m. málsháttum Skálda kr. 160,55 kr. 247,00 kr. 247,00 kr. 148,20 kr. 242,00 Biblíur Biblía. Ný þýöing í skív. og skb. verö frá Biblían í myndum Myndskreytt biblía Sögur biblíunnar í myndum og máli kr. 296,40 kr. 99.00 kr. 284,05 kr. 197,60 Passíusálmar Passíusálmar í litlu broti kr. 84,00 Passíusálmar í stærra broti kr. 98.80 Passíusálmar, stórt br., myndskr. kr. 345,80 Orðabœkur íslensk-íslensk Oröabók Íslensk-Norsk Orðabók Íslensk-Sænsk Oröabók Íslensk-Ensk Oröabók Frönsk-lslensk Oröabók kr. 259,35 kr. 186,50 kr. 229,00 kr. 469,30 kr. 296,40 Mgndl istabækur Listasaga Fjöiva 1—3 hv.b. kr. 247,00 Nútímalistasaga kr. 494,00 Sverrir Haraldsson kr. 432,25 Halldór Pétursson kr. 389,80 Islensk List kr. 599,00 íslensk Myndlist, Björn Th. Skb. kr. 1.062,10 íslensk Myndlist, Björn Th., strigab. kr. 950,95 Líf og List Leonardos kr. 271,70 Líf og List Rembrandts kr. 271,70 Líf og List Goyas kr. 271.70 Líf og List Manets kr. 271,70 Líf og List Matisses kr. 271,70 Líf og List Duchamps kr. 271,70 Líf og List Van Goghs kr. 271,70 Byggingarlistasaga kr. 395,20 Þjóðsögur Jóns Árnasonar 6 b. kr. 2.315,65 Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar 4 b. kr. 1.173,25 Þjóösögur Sig. Nordal 1—3, hv. b. kr. 234,65 Þjóðtrú og Þjóðsagnir, Oddur Björnsson kr. 148,20 Rauðskinna hin nýrri 3 b. kr. 876,75 íslenskir Þjóðhættir, Jónas frá Hrafnagili kr. 296,40 ísland á 18. öld kr. 448,30 íslensk fornrit 17 bindi, hv. b. kr. 370,50 íslenskt orðtakasafn 1—2, hv. b. kr. 232,20 íslenskir málshættir kr. 232,20 Aidirnar, 10 b., hv. b. kr. 339,60 Öldin 16., seinna b. kr. 444,60 Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar kr. 197,60 íslensk þjóðlög Bjarna Þorsteinssonar kr. 444,60 íslendsleiðangur Stanleys kr. 580,45 Ferðabók Eggerts og Bjarna kr. 880,00 Landið Þitt 1. b. kr. 448,00 Landið Þitt 2. b. kr. 672.00 Veraldarsaga 6 b. komin, hv. b. kr. 290,35 íþróttaannáll '79—’80 kr. 335,00 Skipabókin kr. 345,80 Heimsmetabók Guinnes kr. 247,00 Ljóð og ritsöfn Spamaðurinn kr. 135,85 Bókin um Veginn kr. 148,20 Kvæðasafn og greinar, Steinn Steinarr kr. 321,10 Kvæðasafn Einars Ben., 4 b. lítið br. kr. 790,40 Sögur, Einar Ben., sama br. eitt b. kr. 159,30 Kvæðasafn Einars Ben., 1.b. st.br. kr. 790,40 Rit Tómasar Guðmundssonar 10 b. kr. 3.000.00 Ritverk Guðm. G. Hagalín 15 b. kr. 2.900,00 Skáldverk Gunnars Gunnarssonar 14 b. kr. 2.900,00 Skáldverk Kristmanns Guðmundssonar 8 b. kr. 1.800,00 Ritsafn Þorst. Erlingssonar 3 b. kr. 555,75 Sendum gegn póstkröfu — útvegum gyllingu BÓKAVERZLUN* SIGFUSAR EYMUNDSSONAR AUSTURSTRÆTI 18, REYKJAVÍK, SÍMI 18880

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.