Morgunblaðið - 25.03.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.03.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982 Flytjum þekkingu og reynslu atvinnulífeins yfir á stjórnmálasviðið — sagði Páll Sigurjónsson, formaður Vinnuveitenda- sambands fslands á aðalfundi þess í gær Hér fer á eftir í heild ræða Páls Kigurjónssonar á aðalfundi Vinnu- veitendasambands íslands í gær: Hagsmunasamtök vinnumark- aðarins heimta frelsi af stjórn- völdum. Stjórnvöld krefjast þess að losna úr fjötrum hagsmuna- samtakanna. Svona upphrópanir lýsa andstæðum í íslensku efna- hags- og stjórnmálalífi. Þessar tvær setningar eru auðvitað mikil einföldun á flóknu máli, en þær hljóma svo sterkt í þjóðfélagsum- ræðum nú á dögum, að fyilsta ástæða er til að forystumenn at- vinnulífsins og stjórnmálalífsins ræði í grundvallaratriðum þau vandamál, sem við stöndum frammi fyrir. Það er því mikið ánægjuefni, að formenn stjórnmálaflokkanna hafi sýnt okkur þá vinsemd að koma hingað til okkar í dag til þess að fjalla um stjórnmálin og vinnumarkaðinn. Ég vænti þess að þær umræður, sem hér fara á eft- ir, geti orðið upphafið að viðtæk- ari umfjöllun um þetta viðfangs- efni. Engum blandast hugur um, að í almennum heildarsamningum um kaup og kjör eru teknar ákvarðan- ir, sem hafa mikla þýðingu fyrir framvindu efnahagsmála. Samn- ingar hafa oft sett strik í efna- hagsreikning stjórnvalda. A móti hefur löggjafarvaldið í stöðugt vaxandi mæli hlutast til um hefðbundin samningamálefni launþega og vinnuveitenda. Því hefur verið haldið fram, að ríkj- andi uppgjörskerfi milli launþega og vinnuveitenda, sé ein orsök þess efnahagslega öngþveitis, sem við búum við. Að sjálfsögðu er það ekki ætlun- in að fá lokaniðurstöðu í þessu máli á þessum fundi, en ég trúi því, að sú umræða sem hér mun fara fram um stjórnmálin og vinnumarkaðinn geti orðið grund- völlur heilabrota og rökræðna, sem síðar geti leitt til þess, að okkur takist að brjótast úr þeim fjötrum sem íslenskt efnahags- og atvinnulíf hefur verið í. Að minni hyggju, hljótum við að stefna frá ofstjórn að meira frjálsræði, auk- inni valddreifingu og gæta þess, að réttindi og ábyrgð fylgist jafn- an að. Ef til vill er helsta undirrót okkar stórnunarerfiðleika sú, að við höfum komið okkur upp kerfi þar sem allir virðast vera meira og minna ábyrgðarlausir. Gjá milli stjórn- málamanna og forystumanna í atvinnulífi Þar sem allir formenn stjórn- málaflokkanna eru samankomnir hér hjá okkur í dag er ekki úr vegi að víkja að þeirri gjá, sem virðist vera á milli stjórnmálamanna annars vegar og forystumanna at- vinnulífsins hins vegar. Óvægin gagnrýni á stjórnmálámenn af hálfu talsmanna samtaka at- vinnulífsins er daglegt brauð í okkar þjóðfélagsumræðum. A sama hátt ríkir tortryggni af hálfu stjórnmálamanna í garð at- vinnurekenda og forystumanna þeirra samtaka. Ég ætla ekki hér að upphefja venjulegt hnútukast yfir þessa gjá, sem virðist skilja atvinnulífið frá stjornmálunum. Miklu fremur vildi ég varpa fram þeirri spurningu, hvort ekki megi brúa gjána, auka tengsl atvinnu- lífs og stjórnmála. I stað þess að flytja reiðilestur yfir stjórnmálamönnunum ætla ég að beina orðum mínum til at- vinnurekendanna. Áskorun mín til þeirra er sú, að þeir gefi stjórn- málunum meiri gaum með virkri þátttöku. Aðeins með beinni hlutdeild atvinnurekenda í ákvarðanatöku á stjórnmálasvið- inu verður þekking og reynsla at- vinnulífsins flutt yfir á þann vettvang. Ég held að það sé knýj- andi nauðsyn að svo verði. Um þessar mundir er verið að tilkynna framboð til sveitar- stjórnakosninga. Val frambjóð- enda er eitt af því mikilvægasta sem á sér stað í lýðræðisríki. Þeir sem þar eru valdir taka síðar ákvarðanir, sem snerta bæði ein- staklingana og atvinnufyrirtækin. I þessum hópi þarf að fjölga þeim, sem hafa þekkingu og reynslu úr atvinnulífinu sjálfu. Annars eig- um við á hættu að ákvarðanir í efnahags- og atvinnumálum verði einvörðungu teknar á grundvelli hugmyndafræði eða hrepparígs. Ég hvet því atvinnurekendur, án tillits til þess hvar í flokki þeir standa, til að taka á sig þá miklu ábyrgð, sem því fylgir að taka samfélagslegar ákvarðanir. I öll- um flokkum er þörf fyrir fólk með reynslu úr atvinnulífinu. Þessi pólitísku afskipti þeirra, sem stundað hafa atvinnurekstur og flutt geta reynslu úr starfi sinu inn á stjórnmálasviðið, verða bæði að eiga sér stað í sveitarstjórnum og á Alþingi. Samráðsfundir og bænaskjöl eru góðra gjalda verð, en það kemur ekkert í stað beinn- ar virkrar þátttöku. Ég held að við brúum best gjána á milli atvinnu- lífsins og stjórnmálanna með þátttöku fleiri manna úr atvinnu- lífinu i stjórnmálum og þar af leiðandi þátttöku fleiri stjórn- málamanna í atvinnulífinu. At- vinnurekendur eiga ekki einvörð- ungu að biðja um að umhverfi og aðstaða atvinnufyrirtækjanna verði bætt, þeir eiga sjálfir að gefa kost á sér til þeirrar ákvarðana- töku. Ég er í engum vafa um að þá mætti taka stór skref til betra þjóðfélags öllum til farsældar. Ég læt þá útrætt um stjórnmál- in og vinnumarkaðinn en mun víkja svo sem venja er að kjara- málum, og efnahagslegu baksviði þeirra. Stöðnun í hagkerfinu Síðustu fjögur ár hefur verið stöðnun í hagkerfinu. Hagvöxtur hefur farið minnkandi, á síðasta ári var hann einungis rúmlega 1%. Að jafnaði var árlegur hag- vöxtur síðastliðinn áratug um 5%. Hér hafa því orðið umtalsverð þáttaskil. í reynd varð nær engin aukning á þjóðartekjum á mann frá árinu 1980 til ársins 1981. Þar sem 75% —80% af þjóðartekjum eru laun er ljóst að þessi stöðnun hagvaxtar setur samningsaðilum á vinnumarkaðnum þröngar skorður. Undanfarin ár hafa launþegar endurgreitt 99% af öllum launa- hækkunum með stöðugri lækkun á gengi krónunnar og almennri verðhækkun. Það má því segja að það sé engum erfiðleikum bundið fyrir fyrirtækin að samþykkja hvaða kröfur sem vera skal, ef launþegar endurgreiða launa: hækkanirnar með þessum hætti. Í reynd snúast samningar launþega og vinnuveitenda fyrst og fremst um verðbólgu. Meðan launþegarn- ir fást til að endurgreiða á þennan hátt launahækkanir nokkurn veg- inn jafnóðum er það ekki afkoma fyrirtækjanna sem gildir í afstöðu vinnuveitenda í samningum. Þar skiptir þá megin máli, að reyna að hafa hemil á verðbólgunni. Það var með þetta að leiðarljósi, sem Vinnuveitendasambandið gekk til viðræðna við Alþýðusambandið um endurnýjun samninga síðast- liðið haust. Kröfur ASI og sérsambanda þess voru mjög misjafnar. Þær gerðu ráð fyrir 12% og upp í 35% hækkun launa við undirritun samnings, en frá 34% upp í 88% hækkun samtals á tveggja ára samningstíma. Vinnuveitendasambandið neit- aði einfaldlega að ræða þessar kröfur, en lagði áhersiu á, að launahækkanir væru algjörlega háðar aukningu þjóðartekna. Þá voru settar fram tillögur um breytingar á launaverðbótakerf- inu, sem miðuðu að því að draga úr víxlhækkunum verðlags og launa. Óraunhæf kröfugerð Alþýðu- sambands Islands setti samning- ana í algjöra sjálfheldu. Það var þá sem ríkissáttasemjari gerði til- lögu um sex-mánaða samning og 3,25% almenna launahækkun. Miðað við allar aðstæður taldi Vinnuveitendasambandið rétt að fallast á þessa tillögu. Ég held að flestir geti verið sammála um, að þetta voru minnstu verðbólgu- samningar, sem völ var á eins og sakir stóðu. Af þessum ástæðum og vegna verðbótaniðurskurðar stjórnvalda urðu launahækkanir minni á síð- asta ári en á árinu 1980. Hækkun- in frá upphafi til loka árs varð um 43% samanborið við 54% árið á undan. Ætla má að launaskrið hafi verið um 2%. Meðalatvinnu- tekjur hjóna eru nú um 18 þúsund krónur á mánuði. Hjá kvæntum verkamönnum eru meðalatvinnu- tekjur þeirra einna um 14 þúsund krónur á mánuði og hjá kvæntum iðnaðarmönnum eru tekjur þeirra einna rúmar 15 þúsund krónur á mánuði. Afurðir okkar seldar á hærra verði Viðræður eru nú hafnar vegna endurnýjunar þeirra samninga, sem úr gildi falla 15. maí nk. Al- þýðusamhandið hefur lagt fram sömu kröfur og í síðustu samning- um. Samningaráð Vinnuveitenda- sambandsins hefur þegar óskað eftir því við ríkissáttasemjara, að Þjóðhagsstofnun athugi efna- hagslegar afleiðingar þess, ef orð- ið yrði við þessum kröfum. Mikil- Páll Sigurjónsson vægt er, að engar viðræður fari fram um þá þætti kröfugerðarinn- ar er varða launakostnað, fyrr en niðurstaða Þjóðhagsstofnunar liggur fyrir. Nú er brýnni þörf en nokkru sinni, að efnahagsleg áhrif kröfugerðar og hugsanlegra samn- inga séu Ijós fyrirfram. Á þessa kröfu um vinnubrögð verður fund- ur okkar nú að leggja mikla og þunga áherslu. Flestar af okkar mikilvægustu útflutningsafurðum seljum við nú á hærra verði á erlendum markaði en keppinautar okkar. Enginn vafi er á, að við verðum í vaxandi mæli að gefa gaum að samkeppnisstöðu okkar. Kjarni þess máis er sá, að kostnaðarhækkanir mega ekki verða meiri en hjá erlendum sam- keppnisaðilum. Afkoma atvinnuveganna ræðst að sjálfsögðu af aðbúnaði þeirra á hverjum tíma. Einn þeirra þátta, sem miklu ræður, er gengið og hefur það bæði áhrif á þær grein- ar sem framleiða fyrir innan- landsmarkað og þær sem fram- leiða vörur til útflutnings. Séu kostnaðarhækkanir meiri hér á landi en í samkeppnislöndunum, þurfa íslensku fyrirtækin í raun meiri verðhækkanir en hin er- lendu sem selja á sama markaði. Öllum hlýtur að vera ljóst hvernig fer, ef fyrirtæki hækkar verð sitt umfram það sem tíðkast hjá öðr- um með sömu vöru. Fólk einfald- lega hættir að kaupa dýrari vör- una. Hugsum okkur tvær fjölskyldur. Á Ítalíu býr fjölskylda sem kaupir íslenskan saltfisk. Einhvers stað- ar í Bandaríkjunum býr fjölskylda sem kaupir tilbúna fiskrétti úr frystum fiski frá Islandi. Þessar fjölskyldur spyrja ekki: Hvað hafa launin hækkað á íslandi, þær spyrja ekki heldur: Hversu mikið álag eigum við að borga vegna of margra togara og vegna útflutn- ingsuppbóta á kjöt á íslandi eða hversu mikið álag vegna iðnaðar- gæluverkefnanna eða sóunar í opinberum rekstri á íslandi. Þess- ar fjölskyldur borga fyrir fiskinn einfaldlega það verð, sem þeim finnst sanngjarnt. Þær geta líka keypt saltfisk frá Noregi og fisk- rétti frá kanadískum frystihúsum. Það er ekki einungis að þessar fjölskyldur séu ekki reiðubúnar til þess að borga álag á sínar neyslu- vörur vegna okkar heimatilbúnu vandamála, þær hafa einfaldlega ekki minnstu hugmynd um þau. Það fyrirtæki, sem býr við mest- ar kostnaðarhækkanir tapar því viðskiptavinum. Á máli hagfræð- inga heitir þetta að „samkeppn- ishæfni" fyrirtækisins minnkar, eða m.ö.o. það er ekki lengur fært um að standast samkeppnina á markaðnum. Þetta er sú staða sem íslensk útflutningsfyrirtæki standa frammi fyrir. Kostnaðarhækkanir hafa hér.verið þrisvar til fjórum sinnum meiri en í helstu við- skiptalöndum okkar. Samkeppnis- hæfni okkar minnkar því stöðugt, nema gripið verði til gagnráðstaf- ana. Augljóslega er ekki hægt að hækka verðið á erlendum markaði til að mæta kostnaðinum. Þá er ekki nema um tvær leiðir að velja, annaðhvort að auka framleiðni eða lækka gengi. Aukin framleiðni þýðir að hver eining verður ódýr- ari í framleiðslu og þannig getum við mætt hluta af kostnaðaraukn- ingunni. Hins vegar dugir þetta ekki til, þegar búið er við svo mikla verðbólgu sem hér á landi. Því hefur orðið að grípa til geng- islækkana í jafn miklum mæli og raun er. Gengislækkun — mælikvaröi á stjórn efnahagsmála Gengisfelling er aðferð til að viðhalda atvinnu í landinu, þar sem ekki er hægt að velta kostnaði af auknum lífsgæðum íslendinga yfir á erlenda neytendur. Geng- isskráningin er þannig einskonar mælikvarði á það, hvernig stjórn- völdum hefur tekist í stjórn efna- hagsmála. Gagnvart fyrirtækjum sem framleiða fyrir innlendan markað horfir málið þannig við, að sé kostnaðarhækkunum velt út í verðlagið verða íslensku vörurnar langtum dýrari en þær innfluttu. Gengisfelling veldur því, að verð á erlendum vörum hækkar og sam- keppnisaðstaðan jafnast á þann hátt. Það sem hér hefur verið rakið ætti að skýra þá erfiðleika, sem það, að halda genginu föstu eins og gert var á liðnu ári, hafði í för með sér fyrir íslenskt atvinnulíf. Fram eftir öllu árinu minnkaði samkeppnishæfni atvinnuveganna jafnt og þétt, enda virtist geng- isstefna stjórnvalda slitin úr öllu samhengi við aðra þætti efna- hagsmálanna. Gengi krónunnar ræðst af þeim kostnaðarákvörðun- um sem teknar eru á hinum ýmsu stöðum í efnahagskerfinu, en genginu verður á hinn bóginn ekki haldið stöðugu með því einu að ríkisstjórnin fyrirskipi Seðla- bankanum að skrá það ekki í sam- ræmi við þær breytingar sem orð- ið hafa i raunveruleikanum. Gengisfellingarnar í nóvember og janúar í af löguðu stöðuna hins vegar nokkuð. Það að nú hefur verið horfið frá gengisstefnu síð- asta árs vekur vonir um að stjórn- völd leiti nú raunhæfari leiða til að halda gengisbreytingum í skefjum, en það verður að sjálf- sögðu best gert með því að ná verðbólgunni niður á svipað stig og í viðskiptalöndum okkar með því að hafa hemil á innlendum kostnaðarhækkunum. í því efni skipta launin mestu máli. Þessum vandamálum getum við ekki velt yfir á fjölskyldur í viðskiptalönd- um okkar. Við verðum að leysa þau sjálf. Efnahagsleg sjónar- mið verða að ráða Horfur um framvindu efna- hagsmála á þessu ári eru þannig, að hjá því verður ekki komist í yfirstandandi kjarasamningum að láta efnahagsleg sjónarmið ráða niðurstöðum þeirra, en ekki fé- lagslega stöðu þeirra einstaklinga, sem keppa um völdin í verkalýðs- félögunum. Á síðasta áratug höfum við í ríkum mæli notið útfærslu land- helginnar í vaxandi sjávarafurða- framleiðslu. Nú hefur breyting á orðið, við horfum fram á 5%—6% samdrátt í heildarsjávarafla. Ef fram heldur sem horfir má reikna með að þjóðartekjur á mann minnki um allt að 2% á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.