Morgunblaðið - 25.03.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.03.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982 Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar: Heildartekjur hækka um 48% frá fyrra ári Útsvar innheimt með 11,88% álagi Á KIINDI bæjarstjómar Ilafnarfjaróar þann 9. mars sl. var samþykkt sam- hljóóa fjárhagsáætlun kaupstaóarins fyrir yfirstandandi ár. Að þessu sinni stóóu níu bæjarfulltrúar að samþykk Þetta er í þriðja sinn á þessu kjörtínjabili, sem víðtæk sam- staða verður í bæjarstjórn um af- jíreiðslu fjárhagsáætlunar. Tekjur bæjarsjóðs Heildartekjur bæjarsjóðs á ár- inu 1982 eru áætlaðar kr. 146.123.000.—, sem er um 48% hækkun frá tekjum ársins 1981. Helsti tekjustofn bæjarsjóðs er útsvör, en áætlað er að þau skili tekjum að fjárhæð kr. 65,3 millj. Nauðsynlejít reyndist áð nýta að hiuta lagaheimild til að innheimta útsvör með álagi og var útsvars- álagning ákveðin 11,88%. Tekjur af fasteignagjöldum eru áætlaðar tæpar 16,8 millj. kr., en þá hefur verið tekið tillit til þess að veittur er 10% afsláttur af fasteignaskatti íbúðarhúsnæðis og 50% afsláttur af vatnsskatti og holræsagjaldi. Af öðrum tekjuliðum má nefna framlag úr jöfnunarsjóði kr. 13,5 millj., aðstöðugjöld kr. 6,7 millj. og hlutdeild bæjarins af fram- leiðslugjaldi álversins í Straums- vík, sem áætlað er kr. 5,3 millj. Rekstur og gjald- færð fjárfesting Til rekstrar Hafnarfjarðarbæj- ar og til gjaldfærðrar fjárfest- ingar er áætlað að verja kr. áætlunarinnar. 127.383.000.-, en það er 49% hækk- un frá fyrra ári. Ef gerður er samanburður á því fé, sem varið er annarsvegar til rekstrar og viðhaldsframkvæmda og hinsvegar til nýframkvæmda og fjárfestingar, þá er áætlað að á árinu 1982 verði 70% af sameig- inlegum tekjum varið til rekstrar bæjarins og viðhaldsfram- kvæmda, en til nýframkvæmda og fjárfestingar verði varið 30% af tekjum bæjarsjóðs. Skipting þessi er hlutfallslega svipuð og verið hefur undanfarin ár. Af rekstrarútgjöldum er fram- lag til félagsmála hæst alls 26 millj. kr., sem er 24% af rekstrar- útgjöldum. Næst koma fjárveit- ingar til viðhalds og nýbyggingar gatna og holræsa samtals að fjár- hæð 24,6 millj. kr. og til fræðslu- mála er varið 18,2 millj. kr. Eignfærð fjárfesting Þegar tekið hefur verið tillit til rekstrargjalda og gjaldfærðrar fjárfestingar er rekstrarafgangur áætlaður rúmar 18,7 millj. kr., sem varið er til svokallaðrar eignfærðrar fjárfestingar. Við þetta fjármagn bætast fyrirhug- aðar lántökur kr. 5 millj. og fram- lag ríkissjóðs til sameiginlegra framkvæmda, sem er áætlað kr. 6,4 millj. Til ráðstöfunar eru því samtals kr. 30,1 millj., sem varið llluti af Hvammahvern og byggð á Hvaleyrarholti. er m.a. til skólabygginga, bygg- ingar dagvistarstofnana, til bygg- ingar íþróttamannvirkja, viðbygg- ingar við Sólvang og til læknamið- stöðvar. Ennfremur er Rafveitu Hafnarfjarðar veittur styrkur til stofnlagna að fjárhæð 2,5 millj. kr. og vegna rekstrar Bæjarút- gerðar er í fjárhagsáætluninni ráðstafað kr. 7 millj. Framlög til einstakra málaflokka Utjöldum bæjarsjóðs er skipt í nokkra máiaflokka. Ef útgjöld til einstakra málaflokka vegna rekstrar, gjaldfærðrar og eign- færðrar fjárfestingar eru tekin saman, þá ver bæjarsjóður á þessu ári mestu fé til fræðslumála. Sam- kvæmt áætluninni er 22,5% heild- arútgjalda varið til þess mála- flokks. Næst koma framlög til fé- lagsmála, sem áætluð eru 20,9% heildarútgjalda, en til gatnagerð- ar og viðhalds gatna er áformað að verja 16,9%. Af öðrum mála- flokkum má nefna að til æskulýðs- og íþróttamála er varið 7,6%, til stjórnunar bæjarins 7%, til heil- brigðismála er varið 5,1%, til hreinlætismála 3,9% og til eld- varna er ráðstafað 3,4% heildar- útgjalda. Fyrirhugaðar framkvæmdir Á þessu ári er áformað að Ijúka að mestu gatnagerð í nýja iðnað- ar- og þjónustuhverfinu austan Reykjanesbrautar og einnig verð- ur unnið að gatnagerð í iðnað- arhverfinu á Hvaleyrarholti. Á síðasta ári voru hafnar fram- kvæmdir við breikkun og endur- byggingu Reykjavíkurvegar og á þessu ári verður þessu verkefni haldið áfram. Gatnagerð í íbúða- hverfi á Hvaleyrarholti er að hefj- ast og á næstunni verður þar út- hlutað 90 íbúðum. Einnig er unnið að gatnaframkvæmdum í Hvammahverfi. Á þessu ári verð- ur einnig hafinn undirbúningur að gatna- og holræsagerð í fyrirhug- uðu íbúðahverfi í nágrenni Set- bergs. Hafnarfjarðarbær hefur á und- anförnum árum gert átak í mal- bikun gatna og gangstéttagerð. Nú hefur þeim áfanga verið náð að götur í eldri íbúðahverfum hafa verið malbikaðar og miðað er við að götur í nýjum hverfum verði malbikaðar fljótlega eftir að flutt er í hverfin. Á siðasta ári var haf- ist handa við malbikun gatna í iðnaðarhverfum. Til malbikunar og gangstéttagerðar er á þessu ári ráðstafað alls rúmum 6 millj. kr. I Styðjum utanríkisráðherra og stöndum þétt saman í sam- starfi vestrænna þjóða eftir Einar Örn Björnsson, Mýnesi Það blæs ekki byrlega í stjórn- arsamstarfinu um þessar mundir. Olafur Jóhannesson utanríkis- ráðherra hefur unnið að því með framsýni og fyrirhyggju að koma betri skipan á olíumál er varða Keflavíkurflugvöll sem unnið er að í samráði við byggðarlögin á Suðurnesjum. Það er fyrirhugað að ný olíu- aðstaða verði byggð við svokallaða Helguvík með tilheyrandi hafnar- aðstöðu er tryggi þarfir Varnar- stöðvarinnar. En olíutankar sem nú eru skammt frá byggð Kefla- víkur verði fjarlægðir um leið og ný aðstaða hefur verið byggð. Þetta mál er þannig vaxið að ekki er verjandi að draga lengur að framkvæmdir hefjist eftir að rannsóknum og hönnun er lokið, sem átti að byrja á næstunni sam- kvæmt ákvörðun utanrikisráð- herra. Ólafur Jóhannesson nýtur fulls trausts yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar í starfi sínu sem utanríkisráðherra og einnig í þessu máli. Utanríkisráðherra hefur einnig unnið að undirbúningi að bygg- ingu flugstöðvarhúss á Keflavík- urflugvelli sem full þörf er á að ekki dragist úr hömlu og leysi á myndarlegan hátt alla afgreiðslu „Forsætisráöherra verÖ- ur aö taka af skariÖ og láta forkólfa Alþýðu- bandalagsins vita þaö í eitt skipti fyrir öll aö ekki verður fallist á sjónarmiö þeirra í utan- ríkismálum um sam- skipti íslendinga við vestrænar lýöræðisþjóö- vegna starfseminnar á Keflavík- urflugvelli sem er sameiginlegt mál fyrir Islendinga og varðgæslu Bandaríkjamanna hér á landi. Meðan sú skipan helst er nauð- synlegt að öll aðstaða og rétt skipting í sambýli íslendinga og varnarliðsins verði skýrt mörkuð og sem best að öllu búið vegna þýðingar hinnar miklu flugstöðv- ar á Keflavíkurflugvelli. Þetta er svo augljóst að ekki þarf um það að deila. Það kemur því úr hörð- ustu átt að forkólfar „Alþýðu- bandalagsins" í ríkisstjórninni skuli ætla sér þá dul að ráða ákvörðunum í utanríkisráðuneyt- inu um þau mál sem því tilheyra, í þessu tilfelli „Helguvíkurmálið" og nota þau ráðuneyti sem þeir stjórna til að knýja á og koma í veg fyrir ákvarðanir utanríkis- ráðherra í nefndu máli og halda uppi leynt og ljóst árásum á utan- ríkisráðherra með óskammfeiln- um hætti. Ætli þjóðfrelsi og „sósíalismi", sem þeir herrar skreyta sig með og blað þeirra Þjóðviljinn, sé ekki farið að fölna ef litið er á bak- grunninn sem er strórríkið í austri og þau lönd Austur-Evrópu sem eru undir járnhæl Kreml- verja, að ógleymdum þremur smá- ríkjum við Eystrasalt er svift voru sjálfstæði sínu undir ógnarstjórn Stalíns, sem aldrei má gleyma. Þetta er í. raun sú fyrirmynd sem allt þjóðfrelsistal kommúnista byggist á. Þeir eru því ekki marktækir í íslenskri stjórnmálabaráttu eins og sýnir sig um þessar mundir og því óhæfir að sitja á ráðherrastól- um á Islandi. Enda er ferill þeirra í fyrri ríkisstjórnum sönnun þess. Sífelldur ófriður og illdeilur sem Alþýðubandalagsforkólfarnjr standa fyrir um samskipti íslend- inga við vestrænar þjóðir en eink- um Bandaríkin sem er forustuþjóð vestrænna lýðræðisþjóða eru með öllu óþolandi í íslenskri stjórn- málabaráttu, enda er bakgrunn- urinn sem þeir skreyta sig með ekki frýnilegur og birtist sem ógnarstjórnir í löndum Austur- Evrópu sem traðka á mannrétt- indum á svo skefjalausan hátt að engu tali tekur, allt í nafni „þjóð- frelsis og sósíalisma". Kinar Örn Kjörnsson Er sennilegt að slíkt stjórnarfar sé heppileg útflutningsvara til að auka frelsi og lýðræði í löndum Suður-Ameríku? Þar mundi taka við önnur ógnarstjórn sýnu verri ef kommúnistum tekst að brjóta sér leið inn i þann heimshluta. Þetta ættu Bandaríkjamenn að festa sér vel í minni og stuðla að frjálsum stjórnarháttum í Róm- önsku-Ameríku er stuðli að al- mennum framförum og mannrétt- indum og frelsi einstaklinga með lýðræðislegum vinnubrögðum. Kommúnistar, sem hylja sig með Alþýðubandalagsnafninu til þess að villa á sér heimildir en hafa engu gleymt og ekkert lært, en halda hér uppi skefjalausum áróðri á aðra, en þykjast í sömu andránni vilja samstarf, birtast nú sem stjórnmálaafl sem svart- asta afturhaldið í landinu. Það er tími til kominn að ís- lendingar átti sig á því að margt mætti betur fara í samskiptum við Bandaríkin. Þar ber hæst endur- skoðun á Varnarsamningnum, sem er fyrir löngu úreltur, með þeim hætti að samgöngukerfi landsins, vegir, flugvellir og al- mannavarnir um allt land verði byggt upp í samræmi við varnir og öryggi vegna samvinnu Islendinga og Bandaríkjamanna hér á landi. Það er krafa hins almenna manns í iandinu, en nær ekki eyr- um stjórnmálamanna sem hafa þvælst fyrir af óskiljanlegum ástæðum. Þar á ég við þá sem eru fylgjendur samstarfs vestrænna þjóða i Atlantshafsbandalaginu en virðast ekki skilja nauðsyn þess að íslendingar séu vökulir um rétt viðbrögð í landi sínu vegna þátt- töku sinnar í vestrænu samstarfi. Þar koma einnig inn í viðskipta- mál og margt fleira er mætti bet- ur fara, en bíður síns tíma að hug- leiða. Forsætisráðherra verður að taka af skarið og láta forkólfa Al- þýðubandalagsins vita það í eitt skipti fyrir öll, að ekki verður fall- ist á sjónarmið þeirra í utanrík- ismálum um samskipti íslendinga við vestrænar lýðræðisþjóðir, enda sami áróðurinn sem einræð- isherrarnir í Austur-Evrópu spúa út og reyna með þeim hætti að breiða yfir ofbeldi sitt og áróður sem þeir viðhalda i löndum Aust- ur-Evrópu og teygja arma sína vítt, um heim með einum eða öðrum hætti. Pólland er dæmigert um stjórn- arfar kommúnista þar sem þús- undum manna er haldið í fangels- um vegna skoðana sinna um meira frjálsræði og svigrúm í sínu eigin landi. En fámenn og fylgislaus einræðisklíka heldur þjóð sem tel- ur yfir 30 milljónir manna i viðj- um fátæktar og kúgunar í samráði við Kremlverja. Það er því mikil- vægt að íslendingar sýni það í verki meir en áður að þeir vilji starfa í samfélagi vestrænna þjóða og beita með þeim hætti áhrifum sínum að friður megi haldast og frelsi og lýðræði megi festa rætur sem víðast um heims- byggðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.