Morgunblaðið - 25.03.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.03.1982, Blaðsíða 17
- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982 17 Gústaf og félagar Leiklist Jóhann Hjálmarsson Brúöuleikhúshátíö aö Kjarvalsstööum: Albrecht Roser: GÚSTAF OG FÉLAGAR HANS Albrecht Roser var hér fyrir nokkrum árum með brúður sínar og er óhætt að segja að sú fjöl- skylda öll hafi vakið mikla at- hygli. Nú sýnir hann fjórtán smáþætti með strengjabrúðum og kallar Cústaf og félagar hans. List Albrecht Rosers er hljóð- lát, afar vönduð, en verður naumast talin nýstárleg. Það er sosum ekki aðalatriði. Við trúð- inn Gústaf leggur hann að von- um mikla rækt, enda verður hann áhorfendum hjartfólginn. Gústaf er ekki haldinn neinni vanmetakennd, svolítið stríðinn og fær líka að kenna á stríðni sjálfur. Þetta er lifandi brúða, henni stjórnað af nærfærni, há- mark þegar Gústaf leikur á pí- anó fyrir áhorfendur. Við fáum að kynnast fleiri trúðum og einnig pierrot hjá Roser. Hann sýnir okkur líka kostulega froskahljómsveit. Dansari hrífur áhorfendur með og söngvari syngur af mikilli til- finningu. Hér eru líka fuglaat- riði á boðstólum. Albrecht Roser stundar ekki neinn feluleik á sviðinu. Við fylgjumst með stjórn hans og einnig aðstoðarkonu hans. Hún sér einkum um hljómflutnings- tæki. Roser hefur fengist við brúðustjórn síðan 1951. Það er ótrúleg vinna sem liggur að baki slíkri sýningu, áhorfandinn gerir sér það Ijóst þegar hann kynnist vinnubrögðum Rosers. Það var góð stemmning á sýn- ingu Rosers, en leitt að börn fengu ekki að vera viðstödd. Ros- er hefur sjálfur gert þær kröfur að áhorfendur séu ekki yngri en fimmtán ára. Vitanlega er list hans einkum við hæfi fullorð- inna, en mörg atriðin eins og sniðin fyrir börn. I lok sýningar kom gamla góða prjónakonan frá Stuttgart, heimaborg Rosers, og ávarpaði áhorfendur. Hún er nú enn betur að sér í íslensku en síðast og náði góðu sambandi við áhorfendur. Gamansemi Rosers kom ekki síst í ljós í þessu atriði. Þegar sú gamla var farin birtist enn ein fígúran úr heimi Rosers, glett- inn fíll og fékk alla til að hlæja að uppátækjum sínum. Gústaf og félagar hans voru upphaf kynna minna af brúðu- leikhúshátíðinni sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Reynt verður að gera sem flestu skil á hátíðinni næstu daga. Eftir dagskrá Albrecht Rosers að dæma er hér á ferð mikið og gott framlag til listalífs borgarinnar. Söngleikurinn EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU INNS 3 A4 Frum- 8^ sýning föstudag kl. 21. 2. sýning laugard. 3. sýning sunnudag 4. sýning mánudag Forsala er í Háskólabíói T iskusyning ■ uag ki. 14.00-18.00 Stúlkur í Modelsamtökunum sýna. Kynnir Hermann Ragnar Stefánsson. Skódeild Vor og sumarskórnir. Glæsilegasta úrvaliö í borg- inni. Módelskór fyrir dömur í glæsilegu úr- vali og sérlega vandaöir, 1 par af hverri tegund. í númerunum 36 og 371/2 Vor- og sumartízkan er komin Töskur — skór — hanskar — slæöur — ennisbönd — belti Stórglæsilegt úrval Fermingargjafir tölvuveski skór tízkutöskur hanskar slæður ennisbönd belti dess. 3304 Fáið ykkur bragögott og svalandi Geysilegt úrval af kventöskum frá } Mikið úrval af ítölskum tízkutöskum Karlmanna hanskar kvenhanskar frá Claus Buch Það besta er aldrei of gott LEÐURVÖRUVERZLUNIN Laugaveg 58 • Simi 13311

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.