Morgunblaðið - 25.03.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.03.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982 15 Sjálfstæðisflokkurinn: Ráðstefna um skattamál í dag Raunveruleg' lífskjör munu því versna sem því nemur. í raun og veru er það fjárfest- ingin sem markar þau umsvif, sem atvinnulífinu eru ætluð í framtíð- inni. Á síðustu árum hefur heild- arfjárfesting dregist verulega saman. í því efni hafa stjórnvöld talið hyggilegast að minnka fjár- festingu atvinnuveganna og í ár er stefnt að 7% samdrætti. Ef at- vinnulífið ætti að hafa sama svigrúm til nýsköpunar núna eins og fyrir fimm árum þyrfti fjár- festing þess að verða u.þ.b. 33% meiri en að er stefnt á þessu ári. Þessi aukning gæti rúmast innan ramma þjóðarframleiðslunnar með því að draga úr neyslunni um u.þ.b. 4%. Ef atvinnulífið ætti að hafa sömu vaxtarmöguleika og fyrir fimm árum þyrfti að færa 4% af neyslunni yfir í atvinnu- vegafjárfestingu. Af þessu sést, hvernig þrengt hefur verið að atvinnulífinu und- anfarin ár. Verkefnið framundan er ekki að hækka launin, heldur að auka á ný svigrúm atvinnulífsins til nýsköpunar. Við fáum ekki uppskeru af akrinum, ef við sáum ekki. Á meðan atvinnulífið er í fjársvelti sköpum við ekki ný verðmæti til skiptanna. Hér þarf að snúa við blaðinu. Eigi að kom- ast hjá stöðnun og mjög ört versn- andi lífskjörum verður að auka hlutdeild fjármagnsins í þjóðar- kökunni. Þetta er ekki síst mikil- vægt með tilliti til þeirrar öru tækniþróunar, sem nú á sér stað. Hún getur auðveldlega farið fram hjá garði íslensks atvinnulífs verði svigrúm þess til athafna og nýsköpunar ekki aukið. Við getum á skömmum tíma dregist langt aftur úr þeim þjóðum, sem við höfum staðið jafnfætis efnahags- lega. Þessi þróun er þegar hafin, því að við höfum á skömmum tíma hrapað um þrjú sæti, úr 5. í 8. sæti á lista Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu um þjóðartekj- ur á mann í einstökum löndum. Þetta ættum við öll að taka mjög alvarlega og íhuga vel. Engin grundvöllur fyrir kaupmáttar- aukningu Ljóst er, að við hækkum ekki raunlaun né aukum útgjöld til fé- lagslegra verkefna, fyrr en ný sókn til eflingar íslensku atvinnu- lífi hefur skilað árangri. Það hefur engan tilgang að skipta á pappírn- um þeim peningum, sem ekki eru til. Þetta eru almenn orð, sem allir ættu að geta skilið. Hinn bitri sannleikur er sá, að á næstu tveimur árum er enginn grund- völlur fyrir kaupmáttaraukningu. Afleiðingin er sú, að forystumenn verkalýðsfélaganna verða á næst- ur.ni að finna sér önnur verkefni, en að búa til kröfugerð um launa- hækkanir. Um leið og atvinnulífinu tekst að snúa taflinu við og auka á ný skiptaverðmætin er Vinnuveit- endasambandið reiðubúið til við- ræðna um raunhæfa kaupmáttar- aukningu, en við núverandi að- stæður koma slíkar viðræður ekki til greina. Engum vafa er undir- orpið að hagsmunir fyrirtækja og launþega fara saman í þessu efni. I neysluþjóðfélagi eins og okkar er það sannarlega ein af undirstöð- unum í fyrirtækjarekstri að allur almenningur búi við góð lífskjör, það eru hagsmunir fyrirtækjanna. Starfsmennirnir eiga á hinn bóg- inn allt undir því, að fyrirtækin blómgist eða réttara sagt græði. Það er hlutverk okkar að finna jafnvægið þarna á milli. Það hefur okkur mistekist á undanförnum árum. Nú hallar á atvinnurekstur- inn og það dregur fljótlega dilk á eftir sér með versnandi lífskjörum stafsmannanna. Krafa okkar er því aukið svig- rúm fyrir fyrirtækin þar til jafn- vægi hefur náðst á ný. Óraunhæfustu kröfur í áratugi Við þessar aðstæður hefur for- ysta verkalýðsfélaganna gert þær óraunhæfustu kröfur, sem sést hafa í áratugi. Það hefur verið venja í samningum að á úrslita- stundum hefur verið reynt að finna málamiðlunarlausnir með hliðsjón af kröfugerðinni. Þetta þýðir, að því hærri og óraunhæf- ari sem kröfurnar eru því hærra liggur málamiðlunarpunkturinn. Ætlast hefur verið til, að vinnu- veitendur sýndu sveigjanleika og sáttfýsi og kæmu til móts við kröf- urnar. I þessu efni verða að eiga sér stað algjör umskipti. Að þessu sinni verður ekki hægt að leggja kröfur verkalýðsfélaganna til grundvallar. Þessa samninga verður að gera miðað við efna- hagslegar staðreyndir og í ljósi þeirrar kröfu að hlutur atvinnu- fyrirtækjanna í þjóðarkökunni verði aukinn til þess að þau geti tekist á við aukna verðmætasköp- un og stuðlað að bættum lífskjör- um í framtíðinni. Allar málamiðl- anir í komandi kjarasamningum verða að eiga sér stað á þessum grundvelli. Og nú er komið að for- ystu verkalýðsfélaganna að sýna sveigjanleika með tilliti til að- stæðna í efnahagsmálum og svig- rúms atvinnufyrirtækjanna, til fjárfestingar, tæknivæðingar og aukinnar framleiðni og aukinnar verðmætasköpunar. Það er því augljóst að nýbyrjað- ir samningar verða erfiðir. Vinnu- veitendasambandið getur ekki gengið til þeirra á öðrum grund- velli en ég hef nú rakið. Það eru framtíðarlífskjör allra lands- manna, sem í húfi eru. Sjálfstæðisflokkurinn gengst fvrir ráðstcfnu um skattamál í Valhöll við Háaleitisbraut í dag klukkan 17.30. Þctta er fyrri hluti ráðstefnunnar, en sá síðari verður haldinn á sama stað að viku lið- inni. Tilgangur ráðstefnunnar er fyrst og fremst upplýsingaöflun og fræðsla um skattamál, er Sjálf- stæðisflokkurinn geti síðar notað til að byggja á stefnumótun sína í þessum málaflokki, að því er Inga Jóna Þórðardóttir, framkvæmda- stjóri fræðslu- og útbreiðsludeild- ar Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins. Dagskrá ráðstefnunnar í dag er á þá leið, að eftir setningar- ræðu Geirs Hallgrímssonar, formanns flokksins, flytur Árni Árnason framkvæmdastjóri ræðu um efnið hve stór hluti þjóðartekna sé æskilegt að renni til hins opinbera. Þá ræð- ir Salóme Þorkelsdóttir alþm. um hver sé eðlileg verkaskipt- ing ríkis og sveitarfélaga. Að lokum ræðir Ólafur Nilsson ALMENNUR félagsfundur verður haldinn í Lögfræðingafélagi ís- lands, fimmtudaginn 25. mars nk. kl. 20.30 í stofu 101 í Lögbergi. Þar mun dr. Páll Sigurðsson, endurskoðandi um hvaða tekju- stofnar komi til greina, og hvernig skuli skipta þeim milli ríkis og sveitarfélaga. Síðari hluti ráðstefnunnar fer svo fram að viku liðinni, sem fyrr segir. Ráðstefnustjórar verða þeir Friðrik Sophusson alþingismaður, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Fundur um gagnabanka SAMTÖK áhugamanna um fjöl- miðlarannsóknir halda fræðslu- fund í kvöld klukkan 20 í Ás- mundarsal, kjallara. Jón Erlendsson, forstöðumað- ur upplýsingaþjónustu Rann- sóknaráðs ríkisins, fjallar um gagnabanka, upplýsingaöflun og framtíð upplýsingamála. Fundurinn er almennur og gert er ráð fyrir umræðum á eftir erindi Jóns. dósent, flytja erindi, sem hann nefnir: „Hugleiðingar um endur- skoðun siglingalaga“. Að erindinu loknu verða al- mennar umræður um efni þess. Fundur um siglingalög líf og fjör allan sólarhringinn Rimini - einn vinsælasti sumarleyfisstaður Evrópu - hefur á skömmum tíma unnið hug og hjörtu íslendinga á öllum aldri. Vinsældir þessa óviðjafnanlega baðstaðar byggjast öðru fremurá því margfræga lífi og fjöri sem þar er stöðugt að f inna, gnægð af spennandi ævintýrum fyrir börn og fullorðna ásamt fullkominni hvíldar- og sólbaðsaðstöðu sem alla heillar. Margbreytilegt mannlíf í aðlaðandi umhverfi er það fyrsta sem vekur athygli þeirra á Rimini. Veitingastaðir, diskótek, skemmtistaðir og næturklúbbar skipta þúsundum og alls staðar er krökkt af kátu fólki. Endalaus ævintýri fyrir böm og fulloróna Vegna sérstöðu sinnar meðal sólbaðsstaða Adríahafsins laðar Rimini árlega að sér fjölda listamanna hvaðanæva að. Leiksýningar, hljómleikar og hvers kyns skemmtilegar uppákomur eru því daglegir viðburðir - jafn- vel þegar þeirra er sist von Sérlega ódýrirog góðir veitingastaðir ásamt fyrsta flokks íbúðum og hótelum fullkomna ánægjulega dvöl þína á Rimini. Þaulreyndir fararstjórar eru ætíð til taks og þenda fúslega á alla þá fjölmörgu mögu- leika sem gefast til að njóta lífsins í ógleymanlegu umhverfi. • Tivolí • Skemmtigarðar • Sædýrasöfn • Leikvellir • Hjólaskautavellir • Tennisvellir • Mini-golf • Hestaleigur • Go-cars kappakstursbrautir • Rennibrautasundlaugar Adriatic Rivíera of Rimini Gatteo a Mare Riccione San Mauro a Mare Cattolica Misano Adriatico Cesenatico Lidi di Comacchio Savignano a Mare Bellaria - Igea Marina Cervia • Milano Marittima Ravenna e le Sue Marine Heillandi skoðunarferöir Róm - 2ja daga ferðir Feneyjar - „Hin sökkvandi borg Flórenz - listaverkaborgm fræga San Marinó - Jrímerkja-dvergrikið o.fl.o.fl. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTR/ETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Emilia - Romagna (Italy )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.