Morgunblaðið - 25.03.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.03.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982 JHiOirjpj Utgefandi mblðbiíb hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6„ sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakið. Þrír ráðherrar afhjúpaðir sem ósannindamenn Nokkrir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafa að undanförnu hald- ið uppi kerfisbundinni herferðgegn Morgunblaðinu með ásökunum í garð blaðsins um rangan fréttaflutning. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem valdamenn, sem komnir eru í vandræði, grípa til þess ráðs að saka blaðamenn um að hafa rangt eftir eða ásaka Morgunblaðið um rangan fréttaflutning. Frægt dæmi um siíkt gerðist á árum vinstri stjórnarinn- ar, sem sat 1971 — 1974, þegar einn af ráðherrum Alþýðubandalagsins sakaði Morgunblaðið um rangan fréttaflutning. Svo vildi til, að blaðið átti það samtal, sem um var að ræða á segulbandi, þannig að hægt var að sanna, að ráðherrann, sem sakaði Morgunblaðið um rangan frétta- flutning, hafði sjálfur farið með ósannindi, en Morgunblaðið með rétt mál. Það sem ef til vill er óvenjulegt við þessar ásakanir ráðherra nú er, að þeim er jafnóðum svarað af öðrum ráðherrum eða valdamönnum í stjórnarliðinu, sem með ýmsum hætti hafa staðfest, að Morgunblaðið hefur flutt réttar fréttir en ráðherrar gerzt sekir um ósannindi. Hér skulu nefnd dæmi. I fyrradag birtist í Morgunblaðinu frétt frá fréttaritara blaðsins í Borgarnesi, þar sem skýrt var frá athyglisverðum ummælum Friðjóns Þórðarsonar, dómsmálaráðherra á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Mýra- sýslu þess efnis, að ráðherrann teldi, að slíta þyrfti núverandi stjórnar- samstarfi fyrir kosningar til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gæti gengið sameinaður til kosninga. Morgunblaðið sneri sér sama dag til Gunnars Thoroddsens, forsætisráðherra. Svar Gunnars Thoroddsens var þetta: „Þetta er röng frásögn í Morgunblaðinu, þetta er rangt eftir honum haft.“ Þetta svar forsætisráðherra kom Morgunblaðinu út af fyrir sig ekki á óvart, hann hefur fyrr gripið til þess ráðs, þegar hann hefur ekki vitað hverju hann ætti að svara, að bera blaðinu á brýn ranghermi. í þessu tilfelli vildi hins vegar svo til, að einn af fréttastjórum Morgun- blaðsins hafði hringt í Friðjón Þórðarson kvöldið áður en fréttin birtist og lesið fyrir hann frásögn blaðsins af ummælum hans og þau voru birt í blaðinu eins og hann samþykkti þau. Það er því dómsmálaráðherrann sjálfur, sem staðfestir, að Morgunblaðið fer rétt með ummæli hans, en Gunnar Thoroddsen fer með rangt mál. Þetta litla dæmi sýnir ómerkileg vinnubrögð Gunnars Thoroddsens, en skyldi það ekki vera umhugsunarefni fyrir hann, hvað þeir sjálfstæð- ismenn í Mýrasýslu hugsa, sem sátu þennan fund, hlýddu á ummæli Friðjóns Þórðarsonar og vita að fréttaritari Morgunblaðsins í Borgar- nesi, sem fundinn sat, fór með rétt mál, en Gunnar Thoroddsen ekki? Annað dæmi: Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, hélt því fram í hörðum umræðum á Alþingi í fyrradag, að Morgunblaðið hefði farið rangt með, þegar blaðið skýrði frá því, að hann hefði gefið Orkustofnun fyrirmæli um að rifta samningum um rannsóknir við Helguvík. Þessi ásökun Hjörleifs Guttormssonar á hendur Morgunblaðinu var sam- stundis borin til baka. Hver skyldi hafa gert það? Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, sagði Hjörleifi að það væri þýðingarlaust fyrir hann að bera á móti því að hann hefði gefið slík fyrirmæli, þau hefðu verið alveg ótvíræð. Ólafur Jóhannesson staðfestir, að frétt Morgunblaðsins, sem Hjörleif- ur sagði ranga, væri rétt. Þriðja dæmið: Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra, hélt því fram með miklum þunga í viðtali við sjónvarpið í síðustu viku, að frétt Morgunblaðsins, sem byggð var á samtali við hann um meðferð Blöndumálsins í þingflokki Framsóknarflokksins og í ríkisstjórninni, væri röng. Daginn eftir var Ijóst af ummælum Páls Péturssonar, for- manns þingflokks Framsóknarflokksins, í viðtali við Morgunblaðið, að blaðið hafði farið rétt með og að ásakanir Steingríms á hendur Morgun- blaðinu voru augljóslega sprottnar af því, að hann var sjálfur kominn í vandræði í þingflokki Framsóknarflokksins. Þrisvar sinnum á einni viku hafa þrír ráðherrar í núverandi ríkis- stjórn ásakað Morgunblaðið um rangan fréttaflutning. Þrisvar sinnum hafa ráðherrar og áhrifamenn í stjórnarliðinu borið þessar ásakanir til baka í raun og sýnt fram á, að ósannindamennirnir eru þeir ráðherrar, sem brigzla öðrum um ranghermi. Það er svo annar þáttur þessa máls, sem snýr að blaðamönnum og fréttamiðlum sérstaklega, að það er auðvitað óþolandi fyrir þessa aðila að sitja undir því, að stjórnmálamenn sem komnir eru í vandræði reyni að bjarga sér út úr þeim með því að saka aðra um óvönduð vinnubrögð. Auðvitað getur það komið fyrir blöð og blaðamenn að fara rangt með, en það hefur aldrei staðið á Morgunblaðinu að leiðrétta slíkt. Hins vegar kynnast blaðamenn því oft, að ráðherrar setja þumalskrúfur á embætt- ismenn til þess að hjálpa ráðherrum út úr vandræðum, sem þeir hafa komið sér í. En kannski eru vinnubrögð stjórnmálamanna komin á svo lágt plan hér á landi, að blaðamenn eigi yfirleitt ekki að tala við þá nema með segulbandstæki í höndunum. Itrekaðar dylgjur ráðherra um ranghermi í fréttum kalla á slík viðbrögð af hálfu blaða og blaðamanna. Ófögur mynd Ólafs Jóhannessonar af iðnaðarráðherra Eftir Birgi Isl. Gunnarsson, alþm. Umræðurnar á Alþingi sl. þriðjudag um þátt iðnaðarráð- herra í Helguvíkurmálinu voru um margt óvenjulegar. Sér- staklega var athyglisvert að hlýða á þær þungu ásakanir, sem utanríkisráðherra bar á Hjörleif Guttormsson. Þar var ekki um að ræða neitt venju- legt karp á milli stjórnmála- manna. Þarna var ráðherra í ríkisstjórn að draga upp mynd af vinnubrögðum samráðherra síns. Sú mynd var ekki fögur, og nauðsynlegt er að menn átti sig á henni og geri sér grein fyrir aðalatriðum hennar. 1. I umræðunni bar utanrík- isráðherra Hjörleif Gutt- ormsson ósannindum. Iðnað- arráðherra hélt því fram, að af hans hálfu hefði aldrei staðið til að rifta samningi Orku- stofnunar og Almennu verk- fræðistofunnar um boranir á Helguvíkursvæðinu. Hann hefði aðeins óskað eftir því að skoða samningana. Utanríkisráðherra hélt því fram, að Hjörleifur Gutt- ormsson hefði gefið fyrirmæli um að Orkustofnun skyldi hætta við að efna umræddan samning. Sagði utanríkisráð- herra, að næg vitni væru að því, að þetta hefðu verið fyrir- mæli af hálfu iðnaðarráð- herra. Hér fullyrðir utanrík- isráðherra, að Hjörleifur segi ekki satt, þegar hann skýrir nú frá hlut sínum í þessu máli. Undir slíkum ásökunum getur iðnaðarráðherra að sjálfsögðu ekki setið. Ráðherra sem verð- ur uppvís að því að segja þingi og þjóð ósatt, getur að sjálf- sögðu ekki setið lengur í ráð- herrastóli. 2. Utanríkisráðherra hélt því fram að enginn lagalegur grundvöllur væri fyrir þeim fyrirmælum, sem iðnaðarráð- herra gaf Orkustofnun. Engin tiltæk dæmi væru fyrir hendi um slíkar aðgerðir úr íslenskri stjórnarfarssögu. Hér væri um valdníðslu að ræða í lögfræði- Birgir fsl. Gunnarsson legum skilningi þess orðs. Þessi orð eru sérlega eftirtekt- arverð úr munni Ólafs Jóhann- essonar, sem um árabil var kennari í stjórnarfarsrétti við Háskóla Islands og hefur ritað kennslubækur í þeirri grein, m.a. ítarlegan kafla um vald- níðslu. Sú staðreynd gefur orð- um hans aukinn þunga. 3. Utanríkisráðherra sakaði Hjörleif Guttormsson um óvönduð vinnubrögð. Hann sýndi fram á villur í fréttatil- kynningu iðnaðarráðuneytis- ins um þetta mál, þar sem vitnað hefði verið í rangar lagagreinar. Ól. Jóh. notaði orð eins og „flumbrugangur", „hrein vitleysa" og að iðnað- arráðuneytið „gæti ekki einu sinni nefnt rétt lög“ í fréttatil- kynningu sinni. Þetta vekur auðvitað upp spurningu um það, hvort svipuð vinnubrögð séu ekki viðhöfð í öðrum mál- um af hálfu iðnaðarráðherra. Það getur varla verið hrein til- viljun að hvert stórmálið á fætur öðru siglir í algjört strand og öllu virðist klúðrað, sem þetta ráðuneyti kemur nálægt. 4. Utanríkisráðherra ásak- aði iðnaðarráðherra um að hafa stofnað samningum Orkustofnunar um boranirnar „Það getur varla verið hrein tilviljun, að hvert stórmálið á fætur öðru siglir í algjört strand og öllu virðist klúðrað, sem þetta ráðuneyti kemur nálægt.“ í hættu. Það hefur komið í ljós eftir þessar umræður, að sú varð raunin. En þetta atvik dregur hugann að ýmsum öðr- um samningum og samninga- viðræðum, sem iðnaðarráð- herra hefur komið nálægt. Samningar um Blöndu og hækkað rafmagnsverð til IS- AL virðast vera í hættu vegna hofmóðs og hótana, sem iðnað- arráðherra temur sér gagnvart þeim, sem hann á að semja við hverju sinni. 5. Utanríkisráðherra sá sér- staka ástæðu til að draga ál- málið inn í þessar umræður. Hann lét í ljós þá von, að grundvöllur iðnaðarráðherra í því máli væri traustari en í Helguvíkurmálinu. 6. Ólafur Jóhannesson lagði þunga áherslu á, að stjórnar- far eins og Hjörleifs Gutt- ormssonar mætti ekki innleiða hér á landi. Þetta væru þung aðvörunarorð. Til hvers konar stjórnarfars var Ól. Jóh. að vísa? Flestir sem á hlýddu skildu aðvörunina þannig að átt væri við kommúnistaríkin, en Hjörleifur Guttormsson dvaldist einmitt í Austur- Þýzkalandi árum saman. Hér hefur verið vakin at- hygli á atriðum, sem fólust í þeirri mynd, sem Ólafur Jó- hannesson dró upp af vinnu- brögðum samráðherra síns Hjörleifs Guttormssonar. Nauðsynlegt er að menn átti sig vel á þeirri mynd. Hún skýrir e.t.v. margt, sem er að gerast og á eftir að gerast í iðnaðarráðuneytinu undir stjórn Hjörleifs Guttormsson- ar. Janúar-febrúar: Vöruskiptajöfnuð- urinn óhagstæður um 372,4 millj. kr. Vöruskiptajöfnuður lands- manna var óhagstæður um liðlcga 372,4 milljónir króna fyrstu tvo mánuði ársins, samanborið við liðlega 126,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. í febrúarmánuði var vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um tæplega 196 millj- ónir króna, en hann var óhagstæður um liðlega 87,2 milljónir króna í febrúar á síðasta ári. Verðmæti útflutnings landsmanna fyrstu tvo mánuði ársins var liðlega 932,1 milljón króna, samanborið við liðlega 664,2 milljónir króna á sama tímabili á síðasta ári. Verðmæti innflutnings fyrstu tvo mánuði ársins var liðlega 1,3 milljónir króna, samanborið við tæplega 791 milljón króna á sama tímabili í fyrra. I útflutningnum vegur ál og álmelmi þyngst, en verðmæti þess fyrstu tvo mánuðina var tæplega 162 milljónir króna, samanborið við tæplega 85 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Vörur fyrir ÍSAL vega enn- fremur þyngst í innflutningn- um, en þær voru að verðmæti tæplega 30 milljónir króna fyrstu tvo mánuði ársins, sam- anborið við liðlega 26,3 millj- ónir króna á sama tíma í fyrra. Við samanburð við utanrík- isverzlunartölur 1981 verður að hafa í huga, að meðalgengi erlends gjaldeyris í janúar- febrúar 1982 er talið verða 37,7% hærra en það var í sömu mánuðum 1981.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.