Morgunblaðið - 25.03.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.03.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982 Jón Gunnlaugur Sigurðsson — Minning Fæddur 29. nóvember 1952 Dáinn 18. mars 1982 Fimmtudagurinn 18. mars síð- astliðinn var senn liðinn, og óðum styttist í stóru stundina hjá okkur Víkingum. Efst í huga okkar allra var væntanlegur úrslitaleikur í Is- landsmóti karla í handknattleik, og spurningin var hvort okkur tækist að sigra í þessu stórmóti þriðja árið í röð. En þá berst harmafregnin frá manni til manns: Jón Gunnlaugur, félagi okkar sem undanfarin ár hefur gegnt sveitarstjórastarfi á Fáskrúðsfirði hafði ákveðið að fara til Reykjavíkur, meðal ann- ars til að fylgjast með sínum gömlu félögum í úrslitaleiknum og samgleðjast þeim að leik loknum. Hann leggur af stað frá Fá- skrúðsfirði fullur bjartsýni og ákafa, en örstuttu síðar er Jón all- ur, eftir hörmulegt hílslys skammt frá Fáskrúðsfirði. Jón Gunnlaugur var sonur hjón- anna Rakelar Viggósdóttur og Sigurðar Jónssonar, en þau hjón hafa um árabil verið í forustuliði handknattleiksmanna Víkings og raunar langt út fyrir raðir okkar Víkinga, en Sigurður var um tíma formaður HSI. Þeir bræðurnir Jón Gunnlaugur og Viggó hófu ungir æfingar í handknattleik með Víkingi, og fljótlega sáust þess merki, að þar væru á ferð menn framtíðarinnar í handknattleik, enda náðu þeir bræður báðir þeim merka áfanga að leika með landsliði íslands í handknattleik. Jón Gunnlaugur var mikill kappsmaður í störfum sínum fyrir Víking jafnt á leikvelli sem ann- ars staðar. Hann sagði sína mein- ingu afdráttarlaust og var fylginn sér í hverju máli er hann lét til sín taka, óragur við að takast á við verkefni, og munu margir Vík- ingar minnast dugnaðar hans og atorku er verið var að breyta fé- lagsheimili Víkings fyrir nokkrum árum, en þar sem annars staðar var dugnaður Jóns með ólíkindum. I dag, þegar við Víkingar kveðj- um hinstu kveðju einn af okkar ágætustu félögum, drúpum við höfði í þögulli sorg og færum látn- um félaga þakkir fyrir heilladrjúg störf í þágu félagsins. Við sendum börnum hans, foreldrum og öðru venslafólki okkar innilegustu samúðarkveðjur. Knattspyrnufélagið Víkingur Anton Örn Kærnested Við erum öll á ferð. Við vitum aldrei sjálf um upphaf þeirrar ferðar, né heldur þegar síðasti spölur ferðarinnar er farinn. Við f.vlgjum rás tímans án vitundar og vilja og ferðin heldur áfram. Gulli, eins og hann var kallaður í dag- legu tali, var fæddur í Reykjavík, 29. nóvember 1952, sonur hjón- anna Rakelar Viggósdóttur og Sigurðar Jónssonar. Gulli réðst hingað að Búðum eftir sveitar- stjórnarkosningarnar 1978 þá að- eins 26 ára gamall. Meðal fyrstu embættisverka hans sem sveitar- stjóra var að standa fyrir vígslu nýs skólahúss. í starfi okkar að sveitarstjórnarmálum hér er margs að minnast sem vart er hægt allt upp að telja í stuttum minningarpunktum. Þó stundum væri deilt um aðferðir að settum markmiðum, var ávallt upp staðið með samstæðar hugmyndir og má þakka Gulla það, en með lipurð náði hann fram bestu lausnunum. Þekking hans á skrifstofustörfum kom vel í Ijós þann tíma er hann starfaði hjá Búðahreppi, og var það með síðustu verkum að koma bókhaldí hreppsins í tölvuvinnslu. Gulli var hugmyndaríkur og átti létt með að koma hugmyndum sín- um á blað. Síðasta embættisverk hans hér var unnið að kvöldi þess 17. marz, er samþykktar voru til- logur að fjárhagsáætlun Búða- hrepps fyrir árið 1982. Morguninn eftir hafði hann fengið frí frá störfum, og hugðist hann fara til Reykjavíkur á fund ástvina sinna, en sú ferð endaði með öðrum hætti. Gulli vann auk þess að ýmsum öðrum félagsmálum, og má þar fyrst til nefna störf fyrir Ung- mennafélagið Leikni, en áhugi hans fyrir íþróttum hafði alla tíð verið mikill. Auk þess var hann félagi í Lionsklúbbi Fáskráðs- fjarðar um tíma. Þegar samkomur voru haldnar var gjarnan til hans leitað og var hann þar hrókur alis fagnaðar. Undirritaður biður fyrir inni- legar samúðarkveður til sonarins og dótturinnar sem hann hafði ailtaf mikið dálæti á, svo og til foreldra og systkina og ástvina hans allra. Megi góður guð styrkja þau og vernda. „Far í friði kristna sál, friður guðs þig verndi." Albert Kemp. 1 dag kveðjum við okkar besta vin, Jón Gunnlaug Sigurðsson, eða Gulla, eins og við kölluðum hann, en hann lézt af slysförum 18. marz sl. Okkur langar til að minnast hans með nokkrum orðum, sem þakklætisvott fyrir allar þær ánægjulegu samverustundir sem við urðum aðnjótandi með honum. Allstaðar þar sem Gulli var, ríkti gleði og ánægja, bros hans og létt- leiki smitaði út frá sér og alltaf var jafn ánægjulegt að koma með honum á heimili foreldra hans, þar sem tekið var á móti manni opnum örmum. Umræðuefnið á því heimili snérist ávallt um aðal- áhugamál fjölskyldunnar, hand- boltann, og var Gulli virkur þátt- takandi í íþróttinni hjá félagi sínu, Víkingi. Gulli stundaði hand- boltann ásamt miklum félags- störfum fyrir Víking, og þó að hann flyttist austur á Fáskrúðs- fjörð, fylgdist hann vel með öllu sem skeði hjá félagi sínu. Gulli útskrifaðist úr Verzlun- arskóla Islands árið 1973, og hóf þá nám í endurskoðun. A þessum tíma giftist Gulli skólasystur okkar úr Verzlunarskólanum, Margréti Jóhannsdóttur. Eignuð- ust þau tvö börn, Sigurð Svein og Ástbjörgu Rut. Magga bjó Gulla gott og fallegt heimili, sem alltaf var gaman að heimsækja. Lífsstíll þeirra var að mörgu leyti ólíkur og fyrir nokkrum mánuðum, eftir átta ára sambúð, slitu þau sam- vistum. Erfið ákvörðun, og sorg Möggu er mikil, þegar hún nú horfir á eftir fyrrverandi eigin- manni sínum yfir móðuna miklu. Við vottum þér, Magga mín, börn- unum ykkar og aðstandendum, okkar innilegustu samúð. Megi Guð varðveita ykkur öll. Eftir að Gulli hætti í endur- skoðuninni, hóf hann störf hjá föður sínum, Sigurði, við bygg- ingarfyrirtækið Breiðholt hf. Þá þegar var farið að halla undan fæti hjá fyrirtækinu, erfiðleikarn- ir voru miklir, en þrautsegja sem einkenndi þá feðga var aðdáunar- verð, þar sem þeir börðust hlið við hlið til að reyna að halda velli. Við ofurefli var að etja, og urðu þeir að gefast upp. Þá fluttist Gulli á Fáskrúðsfjörð, þar sem hann starfaði sem sveitarstjóri. Hafði Gulli ákveðið að flytja í bæinn í vor, en örlögin hafa gripið í taum- ana, og munu ætla honum annað verkefni. Foreldrum Gulla, Rakel Viggós- dóttur og Sigurði Jónssyni, vott- um við okkar innilegustu samúð, einnig systrum hans Unni, Eddu og síðast en ekki síst bróður hans, Viggó, en þeir voru mjög sam- rýndir bræður, og ófá voru skipt- in, þar sem litii bróðir fékk að taka þátt í ævintýrunum hérna í gamla daga. Einnig vottum við samúð okkar öllum vinum og vandamönnum, og þá sérstaklega Ragnheiði Alfreðsdóttur. Samúð okkar er með ykkur öllum. Minn- ingin um Gulla, þennan góða dreng, mun lifa meðal okkar, og við munum öll standa saman um að reisa honum verðugan minnis- varða. Blessuð sé minning hans. Arni Sverrisson, Erla Bjarnadóttir og dætur. Það sló mig meir en orð fá lýst, er ég frétti að Gulli væri látinn og vildi ég lengi vel ekki trúa því. Það Sama átti við um alla þá, sem þekktu Gulla og ég hitti næstu daga á eftir, allir voru harmi lostnir og verðum við, hinir fjöl- mörgu félagar Gulla, áreiðanlega lengi að meðtaka það að fullu. Það er erfitt að sætta sig við, þegar æðri máttarvöid grípa svona inn í líf ungs manns í blóma lífsins, en ég er fullviss um, að Guð ætlar Gulla eitthvað sérstakt í því lífi, sem heldur áfram eftir þetta líf. Eingöngu góðar minningar koma upp í hugann, og þegar við Gulli urðum saman Islandsmeist- arar með Víkingi 1975 mun ég aldrei gleyma. Það var góður og samheldinn hópur og átti Gulli ekki sízt þátt í því. Þá komu vel fram einstakir eiginleikar hans, baráttuhugur svo af bar, sem smitaði okkur hina svo skemmti- lega, einstök ósérhlífni, hjálpsemi og dugnaður. Gulli var og kappsf- ullur mjög, og þegar kappið var sem mest, kom fram mikið skap, sem nýttist vel í leik. Hann var að eðlisfari mjög glaður og kátur og tilbúinn að líta á Ijósu hliðarnar á öllum málum og sá jákvæði hugs- unarháttur hans átti ekki svo lít- inn þátt í að byggja okkur hina upp. Þessir sérstöku eiginleikar, sem komu svo vel fram í þessu Islandsmóti, einkenndu Gulla í öllum samskitpum hans við okkur. Nýlega var ég í heimsókn hjá Viggó bróður hans, og fjölskyldu, sem búa núna í Þýzkalandi og ætl- aði Gulli að heimsækja þau stuttu seinna, ætlaði fyrst að fylgjast með Víkingi í úrslitaleik í ís- landsmótinu, en vandfundinn er jafnmikill Víkingur og góður fé- lagi og Gulli og var það í samræmi við annað í fari hans. Viggó og Eva hlökkuðu svo mjög til að fá Gulla í heimsókn og töl- uðu oft um það, og kom þá eins og svo oft áður vel í ljós, hve aðdáun- arlega þeir bræður voru hændir hver að öðrum og stóðu alltaf vel saman. Það sama á við um alla fjölskylduna og ég vona innilega, að sú samheldni, svo og minningin um einstakan dreng, verði þeim styrkur í þeirra miklu sorg og missi og ég bið Guð um að svo megi verða um leið og ég votta ástvinum hans mína innilegustu samúð. Einar Magnússon Enn var maðurinn með ljáinn á ferð, enn gerði hann ekki boð á undan sér og kom við þar sem "hans var síst vænst. Hrifinn er á brott ungur maður í blóma lífsins fullur af lífi og til- hlökkun til framtíðarinnar. Hann Gulli mágur minn er dáinn. Frétt- in kom eins og reiðarslag, hugur- inn neitaði að meðtaka, þetta gat ekki verið satt. Hvernig er hann eiginlega gangur lífsins, hvernig geta svona hlutir gerst, hvernig á maður að skilja þetta, þeir sem guðirnir elska mest deyja ungir. Þessi heimur er eins og anddyri, hér búum við okkur undir að okkur verði hleypt inn í salinn, sá sem öllu ræður hleypir okkur svo inn þegar hann álítur okkur full- numa í þessum heimi. Öll erum við bara fengin að láni, og leið okkar allra liggur að sama stað á endan- um. Við erum lánsöm yfir að hafa fengið að hafa Gulla hérna hjá okkur. Við sem þekktum hann höf- um fyrir svo margt að þakka. Við varðveitum góðar minningar um góðan dreng í hjörtum okkar, minningar, sem enginn getur tekið frá okkur. Ég man þegar Viggó maðurinn minn kynnti mig fyrst fyrir stóra bróður sínum. Hann rétti mér höndina, horfði rannsakandi á mig eins og til að vita hvort þetta væri í lagi og sagði svo hlýlega og fjörlega í senn „sæl mágkona". Eftir það kallaði hann mig aldrei annað en mágkonu. Mér varð hann meira en mágur, hann var mér sem elskaður bróðir og vinur. Þeir voru miklir vinir bræðurnir Gulli og Viggó og þótti óumræðanlega vænt hvorum um annan. Sammála voru þeir ekki alltaf, en aldrei bar skugga á innilega vináttu þeirra, og svo var raunverulega líka með þau öll systkinin, samheldni þeirra, vinátta og væntumþyggja var alveg sérstök. Gulli fór aldrei leynt með það að hann fann til ábyrgðar gagnvart systkinum sínum og hann hafði alltaf áhuga á því sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau hlógu oft að því systkinin að þegar þau voru lítil Unnur og Viggó og voru að detta útaf í svefninn, þá var alltaf viðkvæðið: „Gulli minn, lestu fað- irvorið fyrir mig“, og Gulli fór þá alltaf þrisvar með faðirvorið og sagði í hvert sinn: „Hérna er fað- irvorið þitt, Unna mín, og hér er faðirvorið þitt, Viggó minn.“ Þeg- ar hann fermdist þá krafðist hann þess að fá að hafa Eddu litlu syst- ur sína með sér á einni ferming- armyndinni. Aldrei skorti Gulla verkefni, ófáum stundum eyddi hann í að dytta að bílnum sínum, eða ein- hverju sem greip hugann. Öll verk fórust honum vel úr hendi og allt- af var hægt að leita til hans, það var sama um hvað var beðið, úr- lausn vandamála eða eitthvað annað, ávallt tilbúinn að ræða málin í leit að lausn. Hann krafð- ist einskis af öðrum, en var til- búinn að fórna öllu sínu fyrir aðra. Gulli var sá bónbesti og hjálpfúsasti maður sem ég hefi nokkurntíma þekkt. Sama hver í hlut átti, allir fengu það sama frá Gulla, allt sem í hans valdi stóð, allt sem hann gat gefið. Það staf- aði svo mikil hlýja frá honum að öllum leið vel í návist hans. Hann gladdist með glöðum og hryggðist með hryggum, öfund var ekki til í fari hans. Mikil var kímnigáfa hans og var einlægt stutt í hláturinn. Fyrir viku hringdi hann í mig til Leverkusen, sem oftar, ég var þá einmitt að horfa á grínþátt í sjón- varpinu, samtalið þróaðist í að ég lýsti þættinum fyrir honum og við skellihlógum eins og krakkar. Við áttum svo gott með að hlæja sam- an. Hann var að hugsa um að koma til okkar fljótlega í smáfrí, en fljótt skipast veður í lofti og allt fer stundum öðruvísi en ætlað er. Gulli mágur minn var kallaður til æðri starfa, þar er meiri þörf fyrir þennan góða dreng. Þung er raun okkar sem eftir stöndum, en eftir því sem Guð álítur okkur sterkari þeim mun þyngra er próf- ið sem hann leggur fyrir okkur, prófið sem við verðum að stand- ast. Gulli var sérlega barngóður og öll börn löðuðust að honum. Auga- steinarnir hans voru litlu börnin hans tvö, Siggi Sveinn og Adda Rut. Þau sjá nú á bak elskulegum föður, en hann mun lifa áfram með þeim gegnum minningarnar. Ég veit að Gulla mági mínum líð- ur vel í ríki föðurins og þar heldur hann áfram að miðla af sínu stóra hjarta ást, góðvild og hjálpsemi. Hann Gulli er ekki horfinn að fullu, hann er aðeins kominn á undan. Ég veit að við endurfund- ina þá bíður hann handan hliðsins með opinn faðm. Ég þakka Guði fyrir að mér skyldi auðnast sú hamingja að kynnast Gulla og bið hann að blessa minningu góðs drengs og mikils manns. Eva Þó að dauðinn sé okkur vissari en allt annað, þá kemur hann allt- af jafnt á óvart, ekki síst þegar ungt fólk er kvatt af sjónarsviðinu með voveiflegum hætti. Fráfall Jóns Gunnlaugs Sigurðssonar minnir okkur enn á ný á þá stað- reynd að dauðinn verður ekki um- flúinn, hann getur kvatt dyra hvenær sem er. Það er vissulega mikil byrði sem lögð hefur verið á ættingja og vini Jóns Gunnlaugs, en við getum öll huggað okkur við minninguna um hinn góða dreng, sem ávallt var reiðubúinn að veita hjálparhönd. Hjálpsemin, viljinn til þess að veita aðstoð, var einmitt einn af þeim fjölmörgu kostum sem hann prýddu. Hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa hinum mörgu vin- um sínum ef vandamál kom upp, — hann vildi drífa í málinu. Bjartsýnin var annar þáttur í fari hans sem mun ávallt verða okkur minnisstæður. Hnn hafði óbilandi trú á því að leysa mætti verkefnin með samstilltu átaki. Þessir tveir mikilvægu kostir komu að miklu gagni við þau mörgu verkefni sem leyst voru af hendi innan vébanda knattsleiksdeildar Víkings meðan starfskrafta Jóns Gunnlaugs naut þar við. Hann var mikill Víkingur og bar hag félagsins fyrir brjósti. Það var því mikill heiður við minningu hins látna Víkings þeg- ar foreldrar hans stofnuðu minn- ingarsjóð, sem fyrst og fremst hefur það hlutverk að stuðla að byggingu íþróttahúss. Slík bygging var Jóni Gunnlaugi mikið áhugamál og hefði hann ef- laust með bjartsýni sinni og hjálp- semi veitt þessu verkefni braut- argengi ef hans nyti nú við. Um leið og ég og fjölskylda mín kveðjum frænda og þökkum hon- um skammvinna en ánægjulega samfylgd viljum við senda fjöl- skyldu hans, og ekki síst börnun- um ungu, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi minningin um hinn góða dreng verða okkur öll- um til styrktar. Eysteinn Helgason. Að kvöldi fimmtudagsins 18. mars sl. var ég á fundi með dygg- ustu stuðningsmönnum Hand- knattleiksdeildar Víkings. Fund- urinn var nýbyrjaður og ég búinn að tilkynna að von væri á Gulla á fundinn. Þá var ég kaliaður í sím- ann, þar flutti Sigurður faðir Gulla mér þau hörmulegu tíðindi, að hann Gulli væri dáinn. Ég á mjög erfitt með að lýsa þeim áhrifum sem þetta hafði á mig. Gat þetta gerst? Á nokkrum augnablikum flugu þúsund minn- ingar um hugann. Síðan iagðist þessi raunveruleiki eins og köld krumla yfir mig. Harmi slegnir fóru fundarmenn hver til síns heima. Þegar þangað var komið og ég hafði flutt þessa harmafregn kom sonur minn 6 ára til mín og spurði: „Pabbi, hver ræður því hvað allir gera?“ Ég svaraði spurningunni eins vel og ég gat vitandi að næsta spurning var óumflýjanleg. „Pabbi, af hverju lét Guð Gulla keyra út af.“ Mér vafðist tunga um tönn því þessi spurning hafði leitað á hugann, án þess að svar fengist. Hvers vegna er ungur maður, sem á svo margt ógert, kallaður á brott? Ég get ekki svarað, aðeins spurt og spurt. Kynni mín af Gulla eða Jóni Gunnlaugi Sigurðssyni, eins og hann hét fullu nafni, hófust fyrir um 8—9 árum. Þá fór ég í stjórn Handknattleiksdeildar Víkings, en Gulli lék þá með meistaraflokks- liði félagsins. I dag geri ég mér ekki grein fyrir hvernig kynni okkar hófust, en Gulli kom inn í stjórn deildarinnar og á ótrúlega stuttum tíma og tókst með okkur vinskapur sem stöðugt efldist. Á svipuðum tíma urðum við ná- grannar þannig að ekki voru nema nokkrir metrar á milli íbúða. Varð strax mikill samgangur og oft var setið fram á nótt yfir kaffi og spjalli um Víking. Mikill fjöldi minninga leita nú á hugann, flest- ar eiga þær tvennt sameiginlegt. Þær tengjast Víkingi á einhvern hátt og þeim fylgir hlátur. Gulli var mjög hláturmildur. Ég held að við höfum á þessum árum hiegið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.