Morgunblaðið - 03.04.1982, Side 1

Morgunblaðið - 03.04.1982, Side 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 74. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Argentínskur her gerir innrás í Falklandseyjar Breska stjórnin býr út „mjög öflug- an“ flota til að hrinda innrásinni. — Stjórnmálasambandi landanna slitið Bucnos Aires, London, 2. apríl. AP. FIMM þúsund argentinskir hermenn lögðu í dag undir sig Falklandseyjar, Suður-Georgiu og Syðri-Sandvíkureyjar, sem eru breskar nýlendur á Suður- AtlantshaH. Breska stjórnin, sem Margaret Thatcher kallaði saman til neyð- arfundar í nótt vegna þessa máls, kallar þessar aðgerðir „tilefnislausan yfirgang" og hefur slitið stjórnmálasambandi við Argentinumenn. John Nott, varnarmálaráðherra, sagði í kvöld, að verið væri að búa út „mjög öfiugan" flota til að hrinda innrás Argentinumanna. Herstjórnin i Argentínu hefur nú þegar skipað landstjóra yfir eyjunum, sem hún kveðst hafa „endurheimt". Klukkan 5,30 að staðartíma sigldi argentínskt flugmóðurskip og fjögur skip önnur inn á höfnina í Stanley og settu á land fjölmennt herlið búið brynvögnum. Nokkru áður höfðu flugvélar flogið yfir borgina og dreift flugmiðum þar sem á stóð: „Velkomnir til Argent- ínu íbúar á Malvinas-eyjum," en svo eru Falklandseyjar kallaðar í Argentínu. Á Falklandseyjum búa um 2000 manns af bresku bergi brotnir. Engin fjarskipti eru leng- ur við eyjarnar en í dag heyrðist til útvarpsáhugamanns á Falklands- eyjum og sagði hann, að til vopna- viðskipta hefði komið og nokkru seinna tilkynnti argentínska her- stjórnin, að einn maður úr þeirra liði hefði fallið og tveir særst. Til varnar á eyjunum voru 84 breskir landgönguliðar og er ekki vitað til, að þeir hafi orðið fyrir manntjóni. Hermt er, að nokkrar skemmdir hafi orðið á mannvirkjum í Stanley vegna skothríðar frá flugmóður- skipinu. Álfredo Saint Jean, hershöfðingi og innanríkisráðherra argentínsku stjórnarinnar, tilkynnti í dag, að landstjóri hefði verið skipaður yfir Malvinas-eyjum, Mario Benjamin Menendez, hershöfðingi. Argent- ínumenn hafa gert kröfu til eyj- anna allt frá árinu 1833 en þá segja þeir, að Bretar hafi hrakið þá það- an. Saint Jean sagði, að leiðtogar helstu stjórnmálaflokka, sem hafa verið bannaðir síðan 1976, hefðu verið kvaddir til fundar við her- stjórnina og Leopoldo Galtieri, for- seti, ætlaði að flytja ávarp til þjóð- arinnar. Mikill fögnuður varð víða í Argentínu þegar fréttist af innrás- inni, fólk safnaðist saman á götum úti, fánar voru dregnir að hún og kirkjuklukkum hringt. Carrington lávarður, utanríkis- ráðherra Breta, boðaði til blaða- imannafundar klukkan fimm í dag log lýsti því yfir, að argentínskur jher hefði lagt undir sig Falklands- eyjar og hefði stjórnmálasambandi við Argentínu verið slitið af þeim sökum og sendiherranum gefinn fjögurra daga frestur til að hverfa úr landi. Þessi yfirlýsing kom Argentínska flugmóðurskipið Vienticinco de Mayo, sem var í fararbroddi fyrir var áður breskt og hét þá HMS Venerable. innrásinni í Falklandseyjar í gser. Það AP-simamynd. mörgum klukkustundum eftir að Argentín imenn höfðu sjálfir sagt frá innrásinni og er mörgum Bret- anum mjög heitt í hamsi vegna hiks og óákveðni stjórnarinnar í þessu máli en heita má, að aðdrag- andi innrásarinnar hafi staðið í Forseti Argentínu, Leopoldo Galtieri, hershöfðingi, á rikisstjórnarfundi í gær, skömmu eftir að tilkynnt hafði verið um innrásina. Til vinstri á mynd- inni er Alfredo Saint Jean, innanríkisráðherra, og til hægri Nicanor Costa Mendez, utanríkisráðherra. Ai’-símamynd. hálfan mánuð. Neðri deild breska þingsins mun koma saman á morg- un, laugardag, vegna þessa en það hefur ekki gerst síðan í Súezstríð- inu. Nú seint í kvöld sagði John Nott, varnarmálaráðherra Breta, að verið væri að safna saman „mjög öflugum" flota til að hrinda innrás Argentínumanna en að hann yrði ekki kominn til Falk- landseyja fyrr en eftir tvær vikur. Hann var spurður hvort stefndi í stríð við Argentínu og svaraði hann þá: „Ég vona ekki. Það er þó alltaf mögulegt." Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag sökuðu Bretar Arg- entínumenn um „ósvífið ofbeldi" og kröfðust þess, að öryggisráðið skip- aði þeim að kveðja her sinn heim. Reagan Bandaríkjaforseti ræddi fyrr í dag í síma við forseta Arg- entínu, nokkrum stundum fyrir innrásina, en hafði ekki erindi sem erfiði í að telja honum hughvarf. Sjá „Óperettan sem varð að inn- rás“ á bls. 21 Brezhnev mjög veikur Washinglon, 2. apríl. Alk. FRÉTTIR frá Moskvu herma, að heilsu Brezhnevs, forseta Sovét- ríkjanna, hafi „hrakað mjög al- varlega" en sagt er, að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús í síðustu viku vegna hjartaáfalls. Banda- ríska blaðið The Washington l’ost skýrði frá þessu í dag og hafði eftir áreiðanlegum heimild- um. Blaðið sagði, að Brezhnev hefði fengið hjartaáfallið 25. mars sl. um borð í flugvél á leið til Moskvu frá Tashkent, höf- uðborg Uzbekistan, og strax verið fluttur á Kremlarsjúkra- húsið við komuna. Þetta er annað hjartaáfallið, að sögn Post, sem Brezhnev fær á skömmum tíma, en það fyrra var snemma í febrúar. „Mesta auðmýking síðan í Súezmálinu Ixmdon, 2. apríl. AP. „HRÆÐILEG auðmýking“ fyrir Breta, mestu ófarir þjóðarinnar síðan í Súezdeilunni 1956. Þannig lýsti David Owen, einn af leiðtogum hins nýja fiokks sósíaldemókrata, innrás Argentínu- manna í Falklandseyjar. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina harka- lega fyrir að neita að staðfesta fréttina. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Breta, yfirgefur forsætisráð- herrabústaðinn í Downing-stræti 10 i gærmorgun eftir neyðarfund ríkisstjórnarinnar um yfirvofandi innrás Argentínumanna í Falk- landseyjar. AP símamynd. Þingið verður kallað saman til fundar á morgun, laugardag, þótt það hafi ekki gerzt síðan í Súezdeilunni. Tveir þingmenn íhaldsflokksins hafa lagt fram ályktun þar sem þeir saka Arg- entínustjórn um að „beita að- ferðum Adolf Hitlers, sem réðst inn í Pólland til að dreifa athygl- inni frá efnahagsvandamálum þjóðarinnar". John Silkin, talsmaður Verka- mannaflokksins í varnarmálum, kallaði Argentínustjórn „herfor- ingjastjórn fasista-tindáta". Blaðið Evening Standard segir einn helzta kjarna deilunnar þá staðhæfingu Argentínumanna að geysimikla olíu sé að finna umhverfis Falklandseyjar. Útlagi frá Falklandseyjum, Lionel Daille, sagði AP að til þessa uppgjörs hefði hlotið að koma. Bretar gætu ekki náð eyj- unum aftur og rekið Argentínu- menn í burtu nema með skjótri flotaíhlutun. Falklandseyingar mundu berjast en gætu ekki sigrað. Þeir væru stoítir af því að vera Bretar, vildu ekki lifa í lögregluríki og mundu leggja líf sitt í sölurnar. „Mér finnst þetta eins og önnur Kýpur og Tyrkirn- ir eru þarna ennþá," sagði hann. Framkvæmdastjóri SÞ, Javier Perez de Cuellar, „harmaði síð- ustu atburði" og kvaðst vona að Breta 1956“ Öryggisráðið, sem kom til fund- ar, fyndi lausn. Samherjar Breta í NATO lýstu ugg sínum og hvöttu til diplómatískrar lausnar. Efnahagsbandalagið for- dæmdi innrásina og skoraði á Argentínu að kalla heim herlið sitt. Fundi um framlög Breta á morgun var frestað. Vestur-Þjóðverjar lýstu „djúp- um ugg“ og hvöttu til friðsam- legrar lausnar fyrir tilstilli SÞ. Spánverjar og fleiri þjóðir tóku í sama streng.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.