Morgunblaðið - 03.04.1982, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982
5
Kynningarblaðið um
skipulagsmál í Rvík
borið út um helgina
HIÐ UMDEILDA kynningarblað
um skipulagsmál i Reykjavík verdur
borið í hús Reykvíkinga um helgina.
I>etta kom fram á blaðamannafundi
sem borgarstjóri, Egill Skúli Ingi-
bergsson, efndi til ásamt nokkrum
embættismönnum borgarinnar í
gær.
Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur,
forstöðumanns borgarskipulags,
voru prentuð 35.000 eintök af rit-
inu. Kostnaður við útgáfu og
dreifingu þess hefði verið áætlað-
ur um 150.000 kr. í janúar sl. Þó
mætti ætla að hann yrði eitthvað
hærri þar sem prentuð hefðu verið
fleiri eintök en þá var gert ráð
fyrir. Egill Skúli kvað megintil-
gang útgáfu ritsins að kynna
borgarbúum aðalskipulag austur-
svæða Reykjavíkur eða hin nýju
byggingarsvæði austan við Elliða-
ár.
Þó væri þar einnig að finna
skipulag annarra svæða í borg-
inni. Er borgarstjóri var spurður
álits á ummælum sjálfstæð-
ismanna í borgarstjórn að blaðið
væri áróðursrit meirihluta borg-
arstjórnar, svaraði hann því til, að
þessa gagnrýni mætti án efa rekja
til þess að blaðið hafi komið út á
þeim tíma er kosningar eru í nánd.
Honum hefði þó ekki þótt ráðlegt
að fresta útgáfu þess af þeim sök-
um. Að hans hyggju ættu lesendur
blaðsins að dæma um það sjálfir
hvort áróðri væri þar til að dreifa.
Egill sagði ennfremur, að borg-
arstjórn hefði samþykkt í júlí á
síðasta ári, að koma á framfæri
nýja skipulaginu með útgáfu þessa
blaðs. Hann kvaðst þó ekki reka
minni til þess að slik kynning
hefði áður farið fram með þessum
hætti. Guðrún sagði að sýningar
hafi verið haldnar á Kjarvalsstöð-
um á ýmsum skipulagstillögum,
en reynslan hefði leitt í ljós, að
ekki hefði nægjanlegur fjöldi fólks
sótt þessar sýningar. Af þeim sök-
um m.a. hefði verið ráðist í að
koma þessu blaði út.
H-listinn í Hafnarfirði
- framboð Félags óháðra borgara
Á FÉLAGSFUNDI í Félagi óháðra
borgara, Hafnarfiröi, 31. mars sl.,
var einróma samþykkt eftirfarandi
framboðslisti félagsins í bæjar-
stjórnarkosningunum í Hafnarfirði
22. mai nk.:
1. Vilhjálmur G. Skúlason
prófessor.
2. Andrea Þórðardóttir,
húsmóðir.
3. Arni Gunnlaugsson,
hæstaréttarlögmaður.
4. Sjöfn Magnúsdóttir,
húsmóðir.
5. Snorri Jónsson,
fulltrúi.
6. Hulda G. Sigurðardóttir,
kennari.
7. Steinþór Einarsson,
garðyrkj umaður.
8. Margrét Pálmadóttir,
söngkona.
9. Jóhann Guðbjartsson,
iðnverkamaður.
10. Kristín Sigurbjörnsdóttir,
skrifstofumaður.
11. Eðvald Marelsson,
verkamaður.
12. Örn Ólafsson,
vélstjóri.
13. Gunnar Linnet,
tölvunarfræðingur.
Kópavogur:
Skátar ganga
í hús í dag
í dag, laugardaginn 3. apr-
íl, ganga skátar í Kópavogi í
hús þar í bæ og taka við
skeytapöntunum, en ein aðal-
fjáröflunarleið þeirra er og
hcfur verið sala skátaskeyta
til fermingarbarna.
Skátafélagið í Kópavogi,
Kópar, hefur einnig gefið
út sérstakt fermingarblað,
en í því eru nöfn allra
barna sem fermast í Kópa-
vogi í vor. I fermingarblað-
inu eru einnig greinar um
skátastarf og aeskulýðsmál
14. Gunnar Jónsson,
verkamaður.
15. Ingibjörg Bjarnadóttir,
húsmóðir.
16. Ríkharður Kristjánsson,
stýrimaður.
17. Guðmundur Guðmundsson,
vélvirki.
18. Haukur Magnússon,
húsasmíðameistari.
19. Droplaug Benediktsdóttir,
húsmóðir.
20. Július Sigurðsson,
skipstjóri.
21. Málfríður Stefánsdóttir,
húsmóðir.
22. Brynjólfur Þorbjarnarson,
vélsmiður.
(Fréttatilkynning)
Sýningu Ragnheið-
ar lýkur um helgina
YFIRLITSSÝNINGU á verkum
Ragnheiðar Jónsdóttur Ream, sem
er á Kjarvalsstöðum, lýkur nú um
helgina. Sýningin er opin frá
klukkan 14 til 22. Sýningin verður
ekki framlengd.
í Kópavogi. Blaðið er prýtt
fjölda mynda og hefur því
verið dreift í öll hús í Kópa-
. .Yogimim. .
Matvörudeild
Allt í páskamatinn. Matreiöslumeistarar okkar sýna og
kynna niðurskurð og framleiðslu á páskasteikinni.
Ennfremur kynntar
pizzur og fresca.
Yfir 20% afslátt-
ur á takmörk-
uðu magni af
kæli og frysti-
skápum.
Nýr eldislax fyrir
ferminguna. Sýnt
uppdekkaö veislu-
borð.
Vörumarkaðurinn hf.
Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-11 2 Matvörudeild S-86-l 11. VefnaSarv.d. S-86-113
í dag fyrir þá fjölmörgu viö-
skiptavini okkar, sem eiga
erfitt meö aö gera páskainn-
kaupin á verzlunartímum. Þá
bendum viö einnig á fjölbreytt
úrval af glæsilegum gjöfum
fyrir fermingarbörnin, gjafir,
sem gera gagn.
í tilefni dagsins gefum viö
10% afslátt
Komiö í hjarta borgarinnar
Austurstræti 22 í dag.
HLJÓMDEILD
\tv\KARNABÆR
wM 1 Austurstræti 22
r Sími frá skiptiboröi 85055
Við höfum opið til
kl. 4