Morgunblaðið - 03.04.1982, Síða 10

Morgunblaðið - 03.04.1982, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982 „Valddreifing“ undir vinstri stjórn í Reykjavík: Samband við borgarbúa hef- ur aldrei verið minna — vilji fólksins virtur að vettugi Eftir Markús Örn Antonsson, borgar- fulltrúa Kkki er ofsögum sagt af skrumi og sýndarmennsku Alþýðubanda- lagsins þegar dregur aö kosningum: Kftir margendurtekna kjaraskerð- ingu alþýðubandalagsráðherra á síö- ustu misserum þykir sýnt að söngur- inn frá 1978 „Kosningar eru kjara- barátta" verður hjáróma og falskur og þá er um að gera að lappa örlítið upp á efnisskrána og kyrja þann kveðskap, sem flytjendurnir telja að láti betur ■ eyrum áheyrenda og af- hjúpi ekki jafn rækilega falsið og hlekkingarnar, sem venjulegt, heið- virt fólk veit ekki hvort eru með- fædd ósköp eða áskapaður eiginleiki hjá málsvörum miðstýringarvalds og ríkisforsjár, forystufólkinu í Alþýðu- bandalaginu. Hrist er fram úr erminni nýtt prógramm: „Valdið til borgar- anna“, sem reyndar hefur verið falið uppi í erminni allt þetta kjörtímabil án þess að nokkuð væri aðhafzt til að færa valdið til borgaranna í Reykjavík nema síð- ur sé eins og vikið verður að síðar. Andstætt öllum grundvallarþátt- um í hugsjón og stefnu kommún- istanna eða sósíalistanna í Al- þýðubandalaginu, verður vald- dreifing, aukin áhrif íbúa hinna einstöku hverfa Reykjavíkur, gerð að meginmáli yfirstandandi kosn- ingabaráttu ef dæma má af skrif- um Þjóðviljans og málflutningi alþýðubandalagsmanna í borgar- stjórn. Reyndar hafa framsókn- armenn líka verið að rembast við að koma frá sér einhverjum slík- um hugmyndum um aukið lýðræði í borginni eins og þeir viti upp á sig skömmina eftir fjögurra ára samstarf við Alþýðubandalagið í meirihluta í borgarstjórninni. Það er líka hverju orði sannara, að á þessum fjórum árum hefur verið um skipuleg vinnubrögð að ræða hjá vinstri meirihlutanum til að koma í veg fyrir lýðræðisleg áhrif borgarbúa á ákvarðanir borgar- stjórnar. Þegar samtök borgar- anna hafa af einhverju tilefni vilj- að koma á framfæri gagnrýni eða athugasemdum við fyrirætlanir vinstri meirihlutans hafa þær ver- ið hundsaðar gjörsamlega. Ekkert gert í fjögur ár — gamlar tillögur dregnar fram Alþýðubandalagsmenn og fram- sóknarmenn hafa haft fjögur ár til að koma valddreifingar- áformum sínum í framkvæmd. Kratar líka. Ekkert hefur bólað á slíkum ákvörðunum eða fram- kvæmdum. Hins vegar er mikið talað nú og margt lagt fram í til- löguformi eins og reyndar áður fyrir borgarstjórnarkosningar. Sýndartillögur Alþýðubanda- lagsins um ráð og nefndir íbúa í hinum ýmsu hverfum borgarinnar eru engin nýjung. Þessi mál voru ofarlega á baugi hjá alþýðubanda- lagsmönnum fyrir síðustu kosn- ingar, í orði kveðnu, eins og flest önnur stefnumið þess flokks, sem lögð voru fram í blekkingarskyni og aldrei verða að veruleika, því að alvara hefur aldrei legið að baki einu einasta orði, sem lofað hefur verið. Það hefði verið hægðarleikur einn fyrir Alþýðubandalagið að koma þessum „áhugamálum" sín- um eitthvað áleiðis í meirihluta- samstarfinu, ef vilji hefði verið fyrir hendi. Allir voru vinstri flokkarnir með aukin tengsl borg- arfulltrúa og borgarbúa á dagskrá hjá sér fyrir síðustu kosningar. Það átti að auglýsa borgarstjórn- arfundi og dagskrá þeirra sér- staklega í blöðum og auglýsa við- talstíma borgarfulltrúa allra í sér- stökum viðtalsskrifstofum hjá Reykjavíkurborg. Hver hefur séð slíkar tilkynningar síðustu fjögur „Sýndartillögur AlþýÖu- bandalagsins um ráö og nefndir íbúa í hinum ýmsu hverfum borgarinnar eru engin nýjung. Þessi mál voru ofarlega á baugi hjá alþýðubandalagsmönnum fyrir síðustu kosningar, í orði kveðnu, eins og flest önnur stefnumið þessa flokks, sem lögð voru fram í blekkingarskyni og aldrei verða að veruleika, þvi að alvara hefur aldrei íegið aö baki einu einasta orði, sem lofað hefur ver- ið.“ árin? Ekki nokkur maður. Þær hafa aldrei birzt og áttu áreiðan- lega aldrei að birtast. Alþýðubandalagsmönnum og framsóknarmönnum hefði verið í lófa lagið að sameinast í tillögu- gerð um valddreifingarmálin og vinna þeim framgang á vettvangi borgarstjórnar með einhverjum aðdraganda. Þegar nokkrar vikur eru til kosninga líta tillögur þess- ara flokka loks dagsins ljós, hvor í sínu lagi og án nokkurra tilrauna til samræmingar, þó að í ýmsu séu grundvallaratriðin hin sömu. Þetta sýnir náttúrulega einu sinni enn samstöðuleysið, sem verið hefur um allan málatilbúnað og stjórnun Reykjavíkur þetta kjör- tímabil. Eining um þessa tillögu- gerð náðist vitaskuld ekki fremur en annað. Ferill Alþýðubanda- lagsins: Samtök borgaranna hundsuð En lítum aðeins nánar á feril vinstri meirihlutans undir forystu Alþýðubandalagsins í dreifingu valdsins, samráði við borgarana, tilliti til óska íbúa einstakra hverfa og hvernig þær hafa verið látnar endurspeglast í ákvörðun- um hinna auðmjúku þjóna þeirra í borgarstjórnarmeirihlutanum. Tilfærð skulu nokkur dæmi: • Borgarstjórinn (hinn óháði framkvæmdastjóri, hver er hann? borgarinnar) hefur ekki efnt til neinna funda um mál- efni Reykjavíkur og fram- kvæmdir í hinum ýmsu mála- flokkum og í hinum ýmsu hverfum borgarinnar eins og borgarstjórar gerðu í tíð meiri- hluta sjálfstæðismanna tvisvar á kjörtímabili. • Snemma á þessu kjörtímabili mæltust íbúasamtök í Fella- og Hólahverfi til þess að fá fund með borgarfulltrúum við sund- laugarmannvirki sem þá var í byggingu í hverfinu og vildu leggja áherzlu á, að fram- kvæmdum yrði hraðað. Borg- arfulltrúar sjálfstæðismanna mættu en enginn fulltrúi meiri- hlutans. • Þegar nýtt skipulag Ártúns- holts var til meðferðar í skipu- lagsnefnd og borgarstjórn, mót- mælti Framfarafélag Árbæjar- og Seláshverfis að framtíðar- útivistarsvæði þessara hverfa, þar sem búið var að planta 9000 trjáplöntum, skyldi tekið undir byggð, og vildi viðræður við borgaryfirvöld. Þessi tilmæli voru hundsuð. Alþýðubanda- lagsmaðurinn, sem gegnir for- mennsku í skipulagsnefndinni, sagði að engin ástæða væri til að ræða við þetta fólk fyrr en ákvarðanir hefðu verið teknar um skipulagið. • í skipulagi hinna svonefndu austursvæða (Rauðavatn, holt og hæðirnar) er gert ráð fyrir tengingu gatnakerfis þeirra og Fella- og Hólahverfis í Breið- holti. Enda þótt þetta bjóði heim verulegri röskun í umferðarmálum þess hverfis og geti valdið háskalegum umferð- arþunga í nágrenni skóla og annarra stofnana fyrir börn, var ekkert samráð haft við full- trúa íbúa hverfisins og eiga þeir þó félag, sem heitir Fram- farafélag Breiðholts III. Eftir að skipulagið var afgreitt hélt framfarafélagið fund, þar sem þessi áform voru mjög gagn- rýnd. • Fulltrúar meirihlutans hafa ekki virt viðlits þá íbúa Gnoð- arvogs og nágrennis, sem hafa mótmælt skipulagi íbúðar- byggðar milli Suðurlands- brautar og Miklubrautar, aust- an Skeiðarvogs. Þeim var neit- að um viðræðunefnd og ekkert tillit hefur verið tekið tii mót- mæla 9000 borgarbúa gegn þessu skipulagi. Svo mikið lá meirihlutanum á að fullkomna valdníðsluna á þessu fólki, að tillaga okkar sjálfstæðismanna um frestun þessara umdeildu skipulagsákvörðunar fram yfir borgarstjórnarkosningar, var felld. Þetta eru aðeins fá dæmi, sem koma upp í hugann við fljótlega upprifjun. Af mörgu er að taka. Stefna sjálfstæð- ismanna: Náin sam- vinna eins og dæmin sanna Við sjálfstæðismenn höfum jafnan lagt okkur fram um að hafa náið og gott samband við borgarbúa um málefni Reykjavík- ur. Borgarstjórinn gegndi lykil- hlutverki í þessu sambandi með hverfafundum sínum tvisvar á kjörtímabilinu eins og áður var vikið að. Davíð Oddsson, borgar- stjóraefni Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í vor, hefur staðið fyrir slíkum fundum á þessu kjör- tímabili. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn fluttu snemma á þessu kjörtíma- bili tillögu um Reykjavíkurviku annað hvert ár, þar sem borgar- búum yrði gefinn kostur á að kynna sér starfsemi stofnana og fyrirtækja borgarinnar. Reykja- víkurvika var haldin öðru sinni á sl. sumri og þá kynntir Strætis- vagnar Reykjavíkur, Slökkviiiðið og Bæjarútgerðin. Borgarbúar fengu tækifæri til að heimsækja þessa starfsstaði og útbúnir voru sérstakir kynningarbæklingar um þá. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa átt gott samstarf við samtök íbúa í hverfum borgarinnar, þegar þau hafa látið að sér kveða í ýms- um framfaramálum. Við teljum æskilegast að frumkvæðið komi frá fólkinu sjálfu, það sé styrkt til athafna eins og gert var að okkar undirlagi, með fjárveitingum úr borgarsjóði til starfandi framfarafélaga, en fyrst og fremst með því að hafa opin eyru og vilja hlusta á það sem fulltrúar fólksins hafa að segja, hvort sem um er að ræða áhugasamtök á ýmsum sérsviðum eða heildarsamtök íbúa í heilum hverfum. Við höfum virt vilja fólksins í verki þegar við höfum haft að- stöðu til þess. Vinstri meirihlut- inn hefur jafnan skellt skollaeyr- um við rökstuddum athugasemd- um og réttlátum kröfum hins al- menna borgara og hafnað sam- ráði. Virkt samstarf borgarstjórn- ar og borgaranna og raunveruleg áhrif þeirra á ákvarðanir borgar- fulltrúa verða bezt tryggð með því að fela sjálfstæðismönnum á ný forystuhlutverk í málum okkar Reykvíkinga. viö synum á Akranesi Laugardaginn 3. apríl frá kl. 10-17 aö Bárugötu 21 -í vöruskemmu Trésmiöjunnar Akurs hf. Komið og skoðið SAAB - spyrjið sölumennina út úr og kynnist SAAB af eigin raun með því að prufukeyra. TOCGURHR SAAB UMBOÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.