Morgunblaðið - 03.04.1982, Side 16

Morgunblaðið - 03.04.1982, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRIL 1982 Þetta skiljum viö Friðjón báðir Prófkjörin lýsa vilja sjálfstæðismanna til þess að þ< Eftir Halldór Blöndal alþingismann Sá tónn var sleginn á síðasta landsfundi, að sjálfstæðismenn yrðu að sýna þann þroska að standa saman í sveitarstjórnar- kosningunum til þess að staðfesta þann vilja sinn, að klofningurinn, sem myndun ríkisstjórnarinnar, olli yrði einungis um stundarsak- ir. Að sonnu hitnaði ýmsum í hamsi þegar þeir ræddu tildrög hennar, verk og vinnubrögð. En við öðru gátu menn ekki búizt. Eftir á hafa menn líka sannfærzt um að þessi reikningsskil voru nauðsynleg forsenda þess að sjálfstæðismenn gætu nálgazt hverjir aðra að nýju. Gömlu vígin vinnast aftur Sjálfstæðismenn hafa lagt fram framboðslista sína í flestum kaup- stöðum landsins. Um þá hefur náðst breið samstaða, hvort sem prófkjör hafa verið viðhöfð eða ekki. Þessi viðbrögð hins almenna sjálfstæðismanns verða ekki túlk- uð á annan veg en þann að fyrir honum vaki umfram allt að vinna gömlu vígin aftur í sameinuðum, sterkum Sjálfstæðisflokki. ir vinni allir Kannske eru úrslitin á Akureyri skýrasti vottur þessa. Þótt allir hafi ekki verið jafnánægðir yfir þeim í einstökum atriðum, sem aldrei getur orðið í prófkjöri, dylst þó engum, að í þeim felst fyrirheit um betri samstöðu en verið hefur um hríð. Önnur ályktun verður ekki dregin af niðurstöðum prófkjörsins og þeim hugmyndum, sem lágu þeim til grundvallar. Sömuleiðis vekur óskipta at- hygli, hversu góð samstaða hefur tekizt með þeim, sem skipa sæti á framboðsiista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Þannig náðist full samstaða um Davíð Oddsson sem borgarstjóraefni, svo að sjálfstæð- ismenn geta gefið sig heilir og óskiptir að því að endurvinna meirihlutann í borginni. Vinstri menn ólu lengi með sér þá von, að þetta tækist ekki og lögðu ótrúlega mikið á sig til þess að reyna að koma illu af stað milli sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Þeir sitja nú með sárt ennið og hafa raunar vaknað upp við þann vonda draum að sundurlyndis- fjandinn hljóp í þá sjálfa í líki rauðsokka, þó ekki sé fyrir það að synja, að kvennalistann prýða nöfn margra ágætra góðborgara, sem vilja láta gott af sér leiða. Hið sama er um kvennalistann á Ak- ureyri. saman á ný Sverð og skjöidur borgarastéttarinnar Óhjákvæmilegt er fyrir fólk, sem telur sig i borgarastétt, að velta því fyrir sér, hvað í húfi sé að Sjálfstæðisflokkurinn nái aftur sínum innri styrk. I þeim efnum getur verið til leiðbeiningar að meta þann árangur, sem náðist á 7. áratugnum borið saman við hinn síðasta. Á viðreisnarárunum voru áhrif Sjálfstæðisflokksins á stjórn landsins meiri en nokkru sinni, bæði fyrr og síðar. Þetta tímabil einkenndist af bjartsýni og atvinnuvegirnir hafa aldrei verið jafnvel undir það búnir að bæta lífskjörin og færa út kvíarn- ar og í lok þess. Verðbólgudraug- urinn hafði verið kveðinn niður og ýmsir trúðu því að sömu hag- stjórnaraðferðum yrði áfram beitt hverjir sem sætu í ríkisstjórn. Þessir bjartsýnismenn ráku sig fljótt á hið gagnstæða. Hið gullna tækifæri gekk okkur úr greipum við myndun ríkisstjórnar Olafs Jóhannessonar 1971 og lengst af síðan hefur óstöðugleiki í efna- hagsmálum verið eitt helzta ein- kenni á þjóðfélagi okkar. Á þessu ári er svo komið, að allur almenn- ingur hefur misst verðskyn sitt og verkalýðshreyfingin er raunar bú- in að gefast upp við að reyna að Hann lét á sér skilja, að ríkisstjórn- in yrði að fara frá fyrir kosningar til að sjálfstæðismenn fengju svigrúm til að standa saman. halda kaupmættinum stöðugum þrátt fyrir góðæri til lands og sjávar eins og á síðasta ári. Ef undan er skilinn uppgangstíminn fyrir sólstöðusamningana 1977, þegar árangurinn af verkum ríkis- stjórnar Geirs Hallgrímssonar var að koma í ljós, hafa ekki verið skilyrði fyrir því að um raunveru- lega kaupmáttaraukningu yrði að ræða nema þá í stuttan tíma, og þá þannig að allt efnahagslifið gengi úr skorðum. Fyrir því má færa sterk rök, að sólstöðusamn- ingarnir séu einhver mesta skyssa, sem forystumönnum laun- þega hefur orðið á í allri sögu verkalýðshreyfingarinnar hér á landi. Með skefjalausum áróðri tókst að vísu að villa mönnum sýn í bili. Það breytir ekki því, að flestir eða allir eru fyrir löngu búnir að átta sig á, að ekki hvarfl- ar að ábyrgum mönnum enn þann dag í dag að spenna bogann eins hátt og gert var í sólstöðu- samningunum. Síðast nú í vikunni lét Ásmundur Stefánsson á sér Kjörorð okkar hlýtur að vera: Stönd- um aftur saman. Sjálfstæðismaður með sjálfstæðismanni. Vinnum gömlu vígin á ný. skiljast í blaðaviðtali, að í næstu samningum gæti verkalýðshreyf- ingin fallizt á að til grunnkaups- hækkana kæmi ekki ef unnt yrði að tryggja kaupmáttinn með öðr- um hætti. Ef þetta er ekki hugar- farsbreyting skil ég ekki merkingu orðsins. Við erum nú í öldudal, það dylst engum. Urræði vinstri manna, eða réttara sagt úrræðaleysi, veldur því að svo skuli vera. Til þess að við getum fikrað okkur upp á við á nýjan leik er óhjákvæmilegt að grípa til þeirra gömlu úrræða okkar sjálfstæðismanna, sem áður hafa dugað. Sjálfstæðisflokkurinn er í senn sverð og skjöldur borgaranna í landinu. Við hvað sem þeir vinna og hvernig sem efnahagur þeirra er. Það verður skiljanlegt út frá því eðli flokksins að sameina menn til átaka og láta efni máls ráða en ekki hagsmuni þröngs hóps eða valdaklíku sem ætlast til þess að fá að sitja við betra borð en aðrir. Þvílíkt stjórnarfar kann Rétt fæðuval: Offita og megrun Offita og fylgifiskur hennar, megrunin, eru orðin með erfiðari heilbrigðisvandamálum á Vestur- löndum. Þessi grein fjallar um offituna og varnir gegn henni. Hvað á fólk að borða til þess að komast hjá því að fitna um of? Hvað á það að borða í megr- un? Hvaða gagn gerir hreyfing? Og hvað með pillukúra, upp- skurði, föstur? Offita myndast á löngum tíma og andstætt því sem margir álíta þarf ekki mikið ofát til að verða feitur. Það er tíminn sem skiptir sköpum og það þarf langan tíma til að grennast á ný. Besta vörnin gegn offitu er að verða aldrei of feitur. Þeir sem þegar eiga við þetta vandamál að stríða verða hins vegar að gæta þess að velja rétta gerð af megrun- arkúr. Orsakir offitu Allir vita að offita stafar af því að borðað hefur verið um- fram þörf, oftast um langt skeið. Á sama hátt byggist megrun á því að neyslan er minni en þörf nemur. Enn er margt á huldu um orsak- ir offitunnar. Ljóst er að mikill hluti mannkyns, ef ekki mannkyn allt, hefur erft tilhneigingu til hennar i meira eða minna mæli. Þessi erfðaeiginleiki kann að eiga rætur að rekja til þess tíma þegar maðurinn var hirðingi. Þá voru þeir sem gátu safnað fitu í vefina betur settir þegar harðn- aði í ári. Engu að síður er margt sem bendir til þess að mótstaða gegn offitu sé mismunandi eftir ein- staklingum. Kann hún m.a. að vera háð hlutfalli „brúnnar fitu“ í vefjunum. Hitt er Ijóst, að hvað sem erfð- um líður er það umhverfið sem skiptir sköpum og stjórnar því að miklu leyti hvort tiltekinn ein- staklingur fitnar um of eða ekki. Þeir umhverfisþættir sem hér koma við sögu eru margvíslegir. Mikilvægasti þátturinn er án efa fæðuvenjur sem skapast í uppeld- inu og sú afstaða sem þar myndast gagnvart holdafari og útliti. Kyrrsetur setja nú vaxandi svip á líf Vesturlandabúans. Sá sem hreyfir sig lítið þarf minna að borða og á auk þess oft erfiðara með að beina huganum frá matn- um á aðrar brautir. En þótt orkuþörfin hafi minnkað hefur fæðuframboðið margfaldast. Ber nú mikið á orkuríkum og bæti- efnasnauðum mat sem á sennilega hvað mestan þátt i offitunni. Því miður er það sykurinn og ýmislegt feitmeti sem er ódýrasta fæðan. Allir hafa því efni á að verða feitir. Grænmetið og önnur hollvara er aftur á móti það dýr- asta í fæðinu. En auk þess að auka orkugildi fæðunnar eru sykur og fita notuð til þess að gera fæðuna girnilegri og bragðbetri. Getur því verið erf- itt að stilla matarlystinni í hóf. Sem betur fer hefur þó ýmis- legt breyst til batnaðar í um- hverfi okkar sem smám saman mun vinna gegn offitunni. Gildir það ekki síst um viðhorf fólks til holdafars og offitu. Sú var tíðin að það þótti fínt að vera feitur. Þarf ekki að orð- lengja hvaða áhrif slíkur hugs- unarháttur hefur haft á holda- far. Að vera með ístru var hrein- lega stöðutákn. Annað sem hefur breyst er að flestir gera sér nú grein fyrir því að offita er heilsuspillir. Hún stuðlar að háum blóðþrýstingi og ýmsum kvillum á borð við æðahnúta, slitgigt o.fl. Þrátt fyrir þessar viðhorfs- breytingar tekur tíma að sporna gegn offitunni. Börn læra fæðu- venjur af foreldrum sínum sem oft hafa ekki náð að tileinka sér nýja siði og ný viðhorf. Bandari.sk rannsókn hefur sýnt að 80% af börnum of feitra for- eldra veröa offitunni að bráð, 40% ef annað foreldri er of feitt en að- eins 8% ef hvorugt á við offitu að stríða. Þetta dæmi sýnir hvað fæðu- venjurnar og sú ómeðvitaða af- staða sem barnið hefur til holda- fars getur haft mikil áhrif og hvað þessi áhrif geta þá teygt sig fram í tímann. Megrun og töfrakúrar Megrunarkúrum má einfald- lega skipta í töfrakúra og raun- hæfa kúra. Því miður eru þeir fyrrnefndu margfalt fleiri. Er mikilvægt að sem fæstir slysist í slíka kúra. Það líður vart það misseri að ekki komi fram nýr „læknir" eða „manneldisfræðingur" með nýja töfraformúlu þar sem fórnar- lömbunum er lofað gulli og grænum skógum án mikillar áreynslu. Almenningur verður að gera sér ljóst að töfrakúrar eru ein helsta tekjulind margra tíma- rita, „kvennablaða" og fyrir- tækja sem framleiða sérvörur fyrir fólk í megrun. Elestir þcssir kúrar eru í sjálfu sér ekki heilsuspillandi, þótt til séu margar undantekningar frá þeirri reglu. En sá sem ætlar í megrun á betra skilið en mis- heppnaðan megrunarkúr. En hvernig veistu hvort tiltek- inn megrunarkúr er töfrakúr eða ekki? Því miður getur reynst dá- lítið erfitt að greina þarna á milli, en hægt er að gefa ýmis almenn ráð. Töfrakúrar skiptast í sex flokka: (I) matarkúra, (2) kúra með sér- stöku megrunarfæði, (3) pillukúra, (4) áhaldakúra, (5) föstur og siðast en ekki síst (6) uppskurði. Matarkúrar af þessi tagi mæla með að fórnarlambið lifi vikum saman á fáeinum fæðutegund- um, t.d. banönum og lamhakjöti eða einhverri álíka fráleitri sam- setningu. Forðist þessa kúra. Kúrar með megrunarfæði byggja á sérstökum „matvörum" á borð við megrunarkaramellur, megrunarduft eða megrunarkex. Þessir kúrar eru afleitir þar eð þeir ýta undir það versta í neysluvenjum fólks. Pillukúrar eru annar kapítuli í þessari sorgarsögu. Oftast eru þetta pillur sem eiga að draga úr matarlyst. Sneiðið hjá þessum kúrum. Einu pillurnar sem koma til greina við megrun eru bæti- efnapillur. Áhaldakúrar byggja á sérhönn- uðum áhöldum fyrir fólk í megr- un. Oftast er þessi útbúnaður dýr og gerir ekkert gagn umfram gönguferðir eða aðra þá breyt- ingu sem viðkomandi hefur augastað á. Föstur ættu enginn að leggja á sig nema í samráði við lækni. Það getur verið í lagi að fasta í dag eða svo, en langvarandi föst- ur leiða til næringarskorts og geta stórskaðað heilsuna. llppskurði í megrunarskyni á aðeins að nota á sjúklinga sem verða lífsnauðsynlega að grenn- ast og þegar öll önnur ráð hafa brugðist. Þessi leið er því fráleit fyrir allan þorra fólks. Niðurstaðan er því þessi: Forðist alla töfrakúra hversu ákaflega sem þeim er fylgt eftir með lævíslegum áróðri framleiðenda, innflytjenda eða „sérfræðinga“. Eina raunhæfa leiðin til megr- unar er góður megrunarkúr. Slíkur kúr má hvorki skaða heilsuna né tæma budduna. Um- fram allt verður hann þó að gera sitt gagn. Góður megrunarkúr Ógerningur er í stuttri blaða- grein að gera meira en lýsa í grófum dráttum helstu einkenn- um góðs megrunarkúrs. Kúrinn á fyrst og fremst að byggja á fjölbreyttu fæði úr öllum fæðuflokkum. Það er mikill mis- skilningur að megrunarfæði eigi að vera eitthvert sérfæði. Nú þegar fer að vora er góður tími til þess að fara í megrun. Brúnin léttist, sjálfstraustið vex, grænmetið kemur á markað, svigrúm til tómstunda eykst. Flestir brenna um 2400 hitaein- ingum (he) á dag að jafnaöi. í megrunarfæði eiga að vera um 1000-1500 he, þ.e. um það bil 1000 he fyrir konur og 1500 he fyrir karla. Megrunarfæði af þessu tagi gef- ur um það bil 1000 he færra en venjulegt fæði. Léttist viðkomandi þá að meöaltali um 1 kíló á viku. Meiri megrunarhraði er alls ekki æskilegur. Auk þess er æskilegt að auka hófiega hreyfingu. Það er auðvit- að smekksatriði hve mikil áhersla er lögð á þennan þátt. Hver og einn á að velja sér þá tegund líkamsræktar sem hon- um hentar best.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.