Morgunblaðið - 03.04.1982, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982
21
Óperettan sem
varð að innrás
HARÐNANDI deilu Breta og Argent-
ínumanna um Falklandseyjar síðustu
daga var líkt við „gamanóperu“, en
fréttir brezkra blaða um að Argentínu-
menn kynnu að láta til skarar skríða
reyndust ekki orðum auknar.
Deiian um Falklandseyjar á rætur að
rekja til aldagamallar heimsveldis-
togstreitu Breta, Frakka og Spán-
verja, en aðdragandi núverandi upp-
gjörs hófst þegar argentínski fáninn
var dreginn að húni á eynni Suður-
Georgíu og þjóðsöngur Argentínu
sunginn þar. Alls gengu um 43 Argent-
ínumenn af leiguflutningaskipi á land
til að rífa gamla hvalveiðistöð fyrir
argentínskan skransala sem vill selja
hana í brotajárn.
Miles 100
Leith
QrytviKen\
SOUTH T
GEORGIA
FALKLAND
ISLANDS
#<’Slanley
. FALKlAND
ISLANDS DLPENDENCtES
ANTARCTICA
1
Brezka utanríkisráðuneytið mót-
mælti landgöngunni harðlega,
en það argentínska svaraði því
til að mennirnir á Suður-
Georgíu væru þar í löglegum er-
indagerðum. Blaðafréttir af mál-
inu reyndust ýktar. Skipið
„Endurance", sem Bretar sendu
á vettvang, var ísbrjótur, en ekki
fallbyssubátur, og er við vísinda-
rannsóknir á Falklandseyja-
svæðinu á hverju ári frá des-
ember til marz. Argentínumenn
hleyptu af byssum á Suður-
Georgíu eins og blöðin sögðu, en
aðeins til að veiða dýr til matar.
Engin árás var gerð á skrifstofu
argentínska flugfélagsins í Port
Stanley, höfuðborginni, heldur
var brezka fánanum aðeins
fleygt inn um dyrnar.
Þótt málið virtist smávægilegt
hófst mikið vopnaskak í Buenos
Aires og fimm argentínsk her-
skip voru send á vettvang. Fyrir-
menn argentínska heraflans
hafa setið á fundum og brezkir
þingmenn hafa krafizt kröftugra
ráðstafana til að verja eyjarnar.
En enginn trúði því í alvöru að
Argentínumenn mundu gera
innrás.
Um 1.700 manns búa á Falk-
landseyjum, um það bil helming-
urinn í Stanley, en hinn helm-
ingurinn í einangruðum byggð-
um og á stórum sauðfjárbúum.
Flestir eyjaskeggjar eru af
brezkum uppruna, en nokkrir
eru með norrænt blóð í æðum og
lifa á fiskveiðum, hvalveiðum og
fuglarækt, auk sauðfjárbúskap-
ar. Aðaleyjarnar eru Austur- og
Vestur-Falkland, sem Falk-
landssund greinir að, en þar við
bætast um 200 smærri eyjar.
Fjarlægðin frá austurströnd
Suður-Ameríku er um 520 km.
Saga eyjanna hófst þegar
enskur skipstjóri, John Davis,
fann þær 1592 og tilkynnti að
þær virtust yfirgefnar og gróð-
urlausar. Eyjarnar voru lengi
látnar að mestu leyti afskipta-
lausar, þótt Frakkar og Spán-
verjar vissu um þær. En 1764
stofnuðu Frakkar nýlendu á eyj-
unum, þótt þeir seldu þær
Spánverjum tveimur árum síðar.
Bretar stofnuðu nýlendu á
Vestur-Falklandi 1765. Spán-
verjar viðurkenndu kröfu Breta
til hluta Vestur-Falklands eftir
deilur milli landanna 1771, en
1774 yfirgáfu Bretar nýlenduna.
Árið 1811 yfirgáfu Spánverjar
nýlendu þá sem þeir fengu frá
Frökkum.
Árið 1820 stofnaði Argentína,
sem þá hét „Sameinuðu La
Plata-héruðin“, nýlendu á Falk-
landseyjum, en hún átti sér
stutta sögu. Bretar endurvöktu
tilkall sitt til eyjanna 1832 og ári
síðar stofnuðu þeir nýlendu þar
að nýju. Orrustan við Falklands-
eyjar var fyrsta meiriháttar
flotaviðureignin í fyrri heims-
styrjöldinni. í síðari heimsstyrj-
öldinni höfðu Bandamenn her-
stöð á eyjunum.
Bretar hafa svarað kröfum
Argentínumanna til eyjanna
með yfirlýsingum um að þeir séu
skuldbundnir til að virða þá ósk
eyjaskeggja að verða áfram
brezkir. Deiluaðilar hafa reynt
að ná samningum um lausn deil-
unnar síðan 1968, en síðasta lota
viðræðnanna, sem fór fram í
New York í lok síðasta mánaðar,
fór út um þúfur. Auk Argentínu
gerir Chile tilkall til Suður-
Georgíu.
Ýmsir halda því fram að
vopnaskak Argentínumanna eigi
rætur að rekja til innanlandserf-
iðleika argentínsku herforingja-
stjórnarinnar. Æ fleiri lands-
menn hafa snúizt gegn herfor-
ingjunum sem veltu Isabel Peron
forseta úr sessi fyrir sex árum
vegna ástandsins í efnahagsmál-
um landsins.
Almenningur fagnaði yfirleitt
herbyltingunni 1976 og taldi að
þar með mundi ljúka hryðju-
verkum vinstrimanna og efna-
hagslegu öngþveiti. Hvarf þús-
unda meintra vinstrisinna í mik-
illi herferð stjórnvalda gegn
hryðjuverkum, er fylgdi í kjöl-
farið, dró ekki úr stuðningi al-
mennings við hershöfðingjana.
Nú hefur andstaðan gegn
Kortið sýnir Falklandseyjar og
eyna Suður-Georgíu sem tilheyrir
þeim.
herforingjunum aukizt vegna
þess að þeim hefur ekki tekizt að
koma aftur á velsæld og þeim
skipulagsbreytingum, sem þeir
hugðust koma til leiðar til að
snúa við þeirri efnahagsstefnu
en Juan heitinn Peron fyrrum
einræðisherra mótaði og fylgt
hefur verið í 30 ár. Landsmenn
hafa ýmigust á tilraunum her-
foringjanna til að auka frjáls-
ræði í efnahagsmálum og halda
enn tryggð við Peron, sem er
þakkað það að kjör fólks voru
aldrei betri en á valdadögum
hans.
Hótanir Argentínumanna um
innrás í Falklandseyjar voru
ekki teknar hátíðlega í Bret-
landi, þótt ríkisstjórn Argentínu
lýsti því yfir að hún mundi reyna
að beita „öðrum ráðum“ til að
leysa deiluna.
Þó var vitað að áhugi Argent-
ínumanna á Falklandseyjum
hafði aukizt vegna nýlegra rann-
sókna, sem hafa verið gerðar og
benda til þess að veruleg olía
kunni að leynast á hafsvæðinu
umhverfis eyjarnar. Svo langt
hefur verið gengið að sagt hefur
verið að Falklandseyjar geti orð-
ið „annað Kuwait“ og kannski er
það ein skýringin á innrásinni.
' " „ '
Port Stanley, höfuðstaður Falklandseyja, sem Bretar hafa ríðið í 133 ár, en Argentínumenn alla tíð gert kröfu
til. Argentínumenn hófu innrásina með því að ná á sitt vald flugvellinum við bsinn. AP-símsmynd
Plöntur í
geimnum
ruglaðar
í ríminu
Houston, Texas, 2. apríl. Al*.
PLÖNTUR, sem ræktaöar voru í
geimnum í tilraunaskyni, gátu
aldrei gert upp við sig hvað átti
að snúa upp og hvað niöur.
Tveir litlir „garðar" voru
sendir út í geiminn. Voru í
þeim ýmsar tegundir plantna.
Var ætlunin að sjá hvernig
lífsskilyrði gróðurs væru í
himingeimnum.
Þegar „garðarnir" voru
teknir niður til jarðar aftur og
plönturnar rannsakaðar kom í
ljós að þær voru vel á sig
komnar að öðru leyti en því að
þær voru afskræmdar í vext-
inum. Var greinilegt að þyngd-
arleysið í geimnum ruglaði
þær í ríminu þannig að þær
gátu ekki áttað sig á því hvað
átti að snúa upp og hvað niður.
jp
I málaferl-
um út af
aprílgabbi
Aþenu, 2. apríl. Al*.
RÍKISÚTVARPIÐ í Grikklandi
hefur fengið óvæntan mótbyr í
seglin vegna aprílgabbs síns.
Einn hlustandi hefur nú höfðað
mál á hendur útvarpinu fyrir að
dreifa röngum upplýsingum.
Frétt útvarpsins var á þá
leið að mengunin í Aþenu væri
orðin 11 sinnum meiri en
hættumörk leyfðu. Var íbúum
ráðlagt að fara með börn sín
úr borginni hið snarasta.
„Mér fannst þetta enginn
brandari," sagði Athanasisos
Michos, 36 ára gamall Aþenu-
búi. „Ég þaut af stað til að
sækja börnin í skólann og
sagði konunni að pakka niður.
Við værum á förum úr borg-
inni.“
Hefur Michos farið fram á
skaðabætur, sem nema sem
svarar 830.000 Bandarikjadöl-
um, vegna áfallsins sem hann
varð fyrir. Yfirmaður útvarps-
ins sagði aprílgabbið „smekk-
leysu" og rak þegar í stað þann
starfsmann sem stóð fyrir
fréttinni.
BENIDROM1982:11. MAl
1.&22.JUNI
13.JULI 3.& 24 AGUST
14SEPT.
5.0KT0BER
VBRHBD11. BamORM MJMII
B FERÐAMDSTOON
AÐALSTRÆTI9
SÍM128133 11255
UMBOÐSMENN:
Sígurbjörn Gunnarsson,
Sporthúsiö hf., Akureyri — simi 24350
Helgi Þorsteinsson,
Asvegi 2. Dalvik — simi 61162
Feröamiöstöð Austurlands.
Anton Antonsson — Selás 5. Egilsstöóum —
simi 1499 og 1510
Viöar Þorbjörnasonn,
Noróurbraut 12, Höfn Hornafirói — sími 8367
Friöfinnur Finnbogaaon,
c/o Eyjabúó, Vestmannaeyjum — simi 1450
Bogi Hallgrímsson,
Mánagerói 7. Grindavik — simi 8119
Bjarni Valtýsson,
Aóalstöóinni Keflavik, Keflavik — simi 1516
Gissur V. Kristjénsson,
Ðreióvangi 22. Hafnarfirói — simi 52963
Ólafur Guöbrandsson,
Merkurteig 1, Akranesi — simi 1431