Morgunblaðið - 03.04.1982, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.04.1982, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982 pltrgMj Utgefandi Kfrlffcfcife hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakiö. Aldarafmæli þjóðskjalasafns Upphaf Þjóðskjalasafns íslands er rakið til auglýsingar um Lands- skjalasafn, sem Hilmar Finsen, landshöfðingi, gaf út 3. apríl 1882 og birtist í'Stjórnartíðindum það ár. Helztu stofnar að hinu upphaflega safni munu hafa verið: skjöl landshöfðingja, skjöl stiftyfirvalda, skjöl amt- mannsembættis yfir suður- og vesturumdæmið, skjöl biskupsembættis, skjöl landfógeta, skjalasafn hins umboðslega endurskoðanda og eldri skjöi frá ýmsum embættum vítt um land. Árið 1899 var ráðinn sérstakur landsskjalavörður, dr. phil. Jón Þor- kelsson, sem vann að málefnum þess af festu og röggsemi, og hefur safnið æ síðan haft hina hæfustu starfskrafta. Með lögum nr. 39/1915 er nafni safnsins breytt í Þjóðskjalasafn íslands. Lögin kváðu svo á að safnið skuli vera allsherjar þjóðskjalasafn fyrir ísland og staðsett í Reykjavík. í gildandi lögum um safnið segir að það skuli vera ríkisskjalasafn og lúta yfirstjórn menntamálaráðuneytis. Hlutverk safnsins er fyrst og fremst innheimta og varðveizla á öllum þeim skjalasöfnum opinberra embætta og stofnana ríkisins, sem afhend- ingarskyld eru, samkvæmt sérstakri reglugerð þar um, skrásetja öll af- hent skjalasöfn, gefa út skrár um þau, safna öðrum skráðum heimildum þjóðarsögunnar innanlands og utan og halda opnum lestrarsal fyrir al- menning. Þjóðskjalasafn íslands gegnir veigamiklu varðveizlu- og upplýsinga- hlutverki. Því hafa hinsvegar ekki enn verið búin viðunandi starfsskilyrði, hvað húsakost varðar, og hefur það verið á hinum mestu hrakhólum. Rætt hefur verið um að safnið fái núverandi húsnæði Landsbókasafns við Hverfisgötu til umráða, þegar Þjóðarbókhlaðan kemst í gagnið,en ljóst er að fleira þarf til að koma, ef vel á að vera. Morgunblaðið árnar Þjóðskjalasafni íslands velfarnaðar á þessum tímamótum og væntir þess, að Álþingi búi því hið fyrsta boðlega starfsað- stöðu í samræmi við hlutverk þess í þágu íslenzkrar sögu og menningar. Áróðurspési fyrir almannafé Vinstri meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur gert Reykvík- ingum að greiða hærri útsvör og fasteignagjöld en gengur og gerizt í nágrannabæjum, s.s. á Seltjarnarnesi, í Mosfellshreppi og Garðabæ. Nú hefur þessi sami meirihluti ákveðið að nýta hluta þessarar skattheimtu til að kosta gerð og útburð áróðursbæklings um skipulagsmál borgarinnar, sem verið hafa mikið deilumál í borgarstjórn. Túlkar bæklingurinn ein- hliða sjónarmið meirihlutans — og borgarbúar eru látnir borga brúsann. Hér eru algjörlega ný vinnubrögð á ferð í upplýsingamálum borgar- stjórnar, jafnvel í tíð núverandi meirihluta, sem eru í senn reginhneyksli og misnotkun á almannafé. Sjálfstæðismenn fóru fram á það í borgar- stjórn í fyrradag, að dreifingu bæklingsins yrði frestað, þar til borgar- fulltrúar hefðu fengið að kynna sér hann og fjalla um hann á hefðbundinn hátt í borgarstjórn. Jafnframt kröfðust þeir upplýsinga um, hverjir hefðu samið áróðurspésann og hver kostnaður við hann væri. Öll þessi tilmæli vóru hunzuð af borgarstjórnarmeirihlutanum, en vinnbrögð hans bera öll svipmót Alþýðubandalagsins. Davíð Oddsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, sagði m.a. í umræðu um þetta mál: „Það hefur aidrei fyrr gerst í sögu borgarstjórnar Reykjavíkur að meirihluti borgarstjórnar hafi notað peninga skattborgar- anna til þess að dreifa áróðri fyrir kosningar"! Skattheimta og skuldasöfnun Hver hefur þróunin verið í skattheimtu ríkisins sem hlutfalls af þjóðarframleiðslu síðan Alþýðubandalagið skreið upp í ríkisstjórn, 1978, í kjölfar ólöglegra verkfalla, útflutningsbanns á íslenzka framleiðslu og slagorða um „kosningar sem kjarabaráttu" og „samninga í gildi"? Stígandinn í ágengni fjármálaráðherra í launaumslög almennings hefur verið þessi: Árið 1978 var skattheimtan 26,4% af þjóðarframleiðsíu, 1979 27,8%, 1980 28% og 1982 28,3%. Tölur yfirstandandi árs liggja ekki enn fyrir, en ljóst er af rangri skattvísitölu, nýju tollafgreiðslugjaldi og ýmsum prósentusköttum í verðlagi, sem hækka í takt við verðbólguna (var einhver að tala um niðurtalningu?), að stígandi skattheimtunnar 1982 lætur ekki að sér hæða fremur en fyrri daginn! Ríkisstjórnin á annan stíganda, sem tútnar í takt við skattheimtuna, sum sé í skuldasöfnun, sem verður helzta arfleifð hennar til framtíðarinn- ar. í lok árs 1977 var skuld ríkisins við Seðlabanka 149 m.kr., mælt í nýkrónum, og erlendar skuldir 749. m.kr., samtals 943 m.kr. eða 24,7% af þjóðarframleiðslu. í lok árs 1980 vóru samsvarandi tölur: skuld við Seðla- banka 315 m.kr., erlendar skuldir 3.459 m.kr., samtals 3.774 m.kr., eða 28,4%. af þjóðarframleiðslu. Hækkunin í hlutfalli af þjóðarframleiðslu er 3,7%.. Dæmið hefur enn skekkst, þjóðarbúinu í óhag, og í ár slær fjármála- ráðherra öll fyrri met sín í erlendri skuldasöfnun, þrátt fyrir um 40% samdrátt í orku- og hitaveituframkvæmdum. Hér til viðbótar renna ýmsir markaðir skattar, sem áður gengu til sérstakra verkefna, s.s. launaskattur, beint í ríkissjóð. Þá stendur ríkis- stjórnin fyrir því að ýmsar stórar ríkisstofnanir eru reknar með veru- legum halla og skuldasöfnun — og þar liggja reikningar frá innlendum viðskiptaaðilum á stundum ógreiddir mánuðum saman, oft vaxtalaust, þó refsivöxtum sé tafarlaust beitt ef hinn almenni borgari verður of seinn á sér að tæma launaumslagið í ríkishítina. Síðan bítur fjármálaráðherra höfuðið af skömminni með því að hreykja sér af skuldastöðu ríkissjóðs gagnvart Seðlabankanum — þegar þann veg er litið framhjá fjölda þátta ríkisbúskaparins og fjárlagadæmisins. Litið inn á æfingu á Pólýfónkórinn, Hamra- hlíöarkórinn, Kór Öldutúns- skóla, kammerhljómsveitir, einsöngvarar og einleikarar leggja nú kapp á síðustu æf- ingar fyrir tónleika á föstu- daginn langa og laugardag fyrir páska þar sem flytja á Mattheusarpassíu Bachs. Minnist Pólýfónkórinn með þessu átaki 25 ára afmælis síns og fær til liðs við sig framangreinda aðila. Ingólf- ur Guðbrandsson, sem stjórnað hefur Pólýfónkórn- um frá upphafi, stjórnar á tónleikunum um 315 manna hópi er tekur þátt í flutningn- um. Mbl. leit í vikunni á æf- ingu hjá Pólýfónkórnum og ræddi stuttlega við nokkra kórfélaga. Ráðgert er einnig að ræða við aðra er standa að þessum flutningi. Nánast á hverju kvöldi síðustu daga og um helgina eru æfingar hjá Pólýfónkórnum aðstöðu. Ekki kvíði — miklu frekar tilhlökkun Rabbað við Sigrúnu Jó- hannsdóttur, Þórdísi Wium og Kjartan Örn Kjartansson — Okkur finnst að stjórnandi kórs- ins, Ingólfur Guðbrandsson, eigi þökk skilið fyrir þá þolinmæði er hann sýn- ir okkur og fyrir þá miklu vinnu sem hann innir af hendi til að takast megi að flytja þetta mikla tónverk, sögðu þau Sigrún Jóhannsdóttir, Þórdís Wium, sem báðar syngja altrödd, og Kjartan Örn Kjartansson bassi. — Þegar svo stutt er í tónleikana eru æfingar tíðari og fólkið hittist oftar og er ánægjulegt að kynnast kórfélögum sínum þannig betur og betur, en kórinn heldur einnig árs- hátíð og þannig er nokkurt félagslíf í kórnum auk hins reglulega tón- leikastarfs, sögðu þau einnig. — Ég var í kórnum fyrir 7 árum og þá í 2 ár, en síðan fór ég m.a. í Öldungadeildina og þá var ekki mikill tími eftir til að starfa í kór. Þó stóðst ég ekki mátið þegar ég vissi hvað til stóð þótt ég sé ekki enn búinn með Öldungadeildina, en þar er ég þó á síðasta vetri. Þetta hefur verið mjög ánægjulegt, enda er Bach mitt uppáhaldstónskáld. Nei, það er enginn kvíði á ferðinni, miklu frekar er um tilhlökkun að ræða, sagði Sigrún. — Mig langaði til að kynnast þessu og sé ég svo sannarlega ekki eftir því, enda finnst mér ég hafa lært af því töluvert, en í raddþjálf- uninni lærum við að beita röddinni. Ég hef gaman af allri tónlist og stjórnandinn vekur áhuga hjá okkur fyrir þeirri tónlist sem við erum að vinna að, sagði Þórdís Wium. — Allt frá því ég var smástrákur hef ég stundað nám í tónlist og hef því kynnst ýmiss konar tónlist nokkuð, en ég er nú í fiðlunámi. Kvíði? Nei, ekki þegar ég tek þátt í flutningi sem þessum, frekar myndi ég kvíða fyrir ef ég ætti að standa einn að einhverjum flutningi, sagði Kjartan Örn Kjartansson, en hann hóf að syngja með kórnum um síð- ustu áramót. Ásmundur Guðmundsson: í verkinu skipt ast á harmur og gleði — Ég hefi haft mikla ánægju af þessu starfi og lært mikið á því að koma svona aftur og syngja með kór, en það eru ein 15 ár siðan ég var i kór síðast og er þetta annar vetur minn núna með Pólýfón. Ennþá á ég samt langt í land með að ná nokkurri þjálf- un, en hef farið á námskeið og verið í raddþjálfun. Verkið er mjög dramatískt, en þó skiptist mikið á gleði og harmur og kemur oft út úr því skemmtiieg flétta. Verkið finnst mér eiga margt sameiginlegt með Jóhannesarpassí- unni, en Mattheusarpassían er þó fjölbreyttari. Það hefur verið mjög ánægjulegt að syngja með kórnum, erfitt líka, en okkur er held ég öll- um ljóst að svona nokkuð tekst ekki nema menn ræki æfingar vel. Auð- vitað geta komið upp óvæntar að- stæður og menn geta orðið frá að hverfa um tíma. Hér verða menn að vera í þessu af heilum hug og ein- beita sér að þessu verkefni. Kolfinna Sigurvinsdóttir: Er mjög stór- kostlegt verk — Þetta er 22. ár mitt með Pólý- fónkórnum og ég var því með fyrir 10 árum þegar við sungum hluta Matthe- usarpassíunnar. Þá söng ég reyndar alt í kór II, en nú er ég sópran í kór I. Ég fór nefnilega að stunda söngnám og reyndist vera sópran þegar allt kom til alls. Verkið? Já, mér finnst það stór- kostlegt og það er spennandi að heyra hvernig verkið tekur á sig endanlega mynd, en textarnir eru ýmist á þýsku eða íslensku. Gerðar eru þær kröfur til kórfélaga að þeir kunnið að lesa nótur og tekur því yfirleitt ekki langan tíma að koma viðfangsefnum okkar saman, en síðan fer mikill tími í að fínpússa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.