Morgunblaðið - 03.04.1982, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.04.1982, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982 25 LANDSHÖFÐtNGlNN VFR ISLANDI. ll.VVkj:,V>L. í.y /Sff. . r? V , 'J v/tr .r; * , * ' ; ' ' «‘0 ,/*/*.* Jy/ ýrt/#-''*/'"** / ■/' y- ■ '***"' /%'/*** * /í M Att-*, * '*■■" ' * cz./,., ///'> ■— '/.'/ 'y : /« "J: / / í,yý//. f ' / y S' t' *■'■*'"■*■' <*y ,£■**/>■* * / / ,/ f í t t ■ / Z*< ' « "" / *< <'S'ý*< * ry/X* < /< ■ /' " / //Cá s* '///< .// ',/.'■*,*> A. „• * **>• v ■ - ••■' • ’ /' / ' i /r-' . Z' /' ^ ' ' r '/ýx (pi / Z> A: /Z< :- desember 1899. Skjalið er geymt meðal einkaskjala Jóns í Landsbóka- Vestur-Skaftafellssýslu frá árinu 1915. safni. ársins 1848. Þau gögn voru að vísu ekki í neinu sérstöku skjalasafni, hliðstæðu skjalasafni íslenzku stjórnardeildarinnar og íslands- ráðgjafa 1849—1904, heldur á víð og dreif: í leyndarskjalasafni kon- ungs og skjalasafni hinna gömlu stjórnardeilda á einveldisöld, einkum kansellís og rentukamm- ers (sem við gætum kallað lög- stjórnarráð og fjárstjórnarráð) og einnig nokkuð í kirkjustjórnar- ráði. En þegar hér var komið sögu, höfðu þessi skjalasöfn lengi verið geymd í Ríkisskjalasafni. Var ekk- ert áhlaupaverk að skilja íslenzk skjalagögn frá dönskum og þá ekki sízt skjölum varðandi Norð- ur-Noreg, Færeyjar og Grænland, enda var engum kröfum hreyft um þess konar skjalaheimt að sinni. Hins vegar var vakið hressilega máls á því á árunum 1907—1908, að skilað yrði úr Árnasafni þeim skjölum og handritum, sem Árni Magnússon hafði sannanlega haft að láni úr íslenzkum embættis- skjalasöfnum. Alþingi gerði sam- þykkt um málið, og dr. Jón Þor- kelsson gekk rösklega fram í að rökstyðja þær kröfur, eins og hans var von og vísa. Viðræður við dönsk stjórnvöld báru engan ár- angur í það eina sinn, enda var loft lævi blandið milli þjóðanna um þær mundir, eins og örlög upp- kastsins 1908 sýna ljóslega. Eftir að Island var viðurkennt fullvalda ríki árið 1918, var aftur tekið að hreyfa þessu máli og þeim kröfum þá bætt við, að íslending- um yrðu afhent þau skjalagögn úr Ríkisskjalasafni Danmerkur, sem þar fyndust um málefni íslands. Var málið rætt ítarlega á fundum hinnar dansk-íslenzku ráðgjafa- nefndar 1925—1927 með þátttöku Hannesar Þorsteinssonar þjóð- skjalavarðar. Varð niðurstaðan af fundunum sú, að samið var milli Islands og Danmerkur 15. október 1927 um skjalaskipti eða gagn- kvæma afhendingu úr söfnum á skjölum og skjalabókum. Komu skjölin frá Danmörku hingað til lands snemma árs 1928. Mátti sá samningur í reynd naumast skjalaskipti kallast, því að fyrir 79 embættisbækur, sem Þjóðskjala- safn varð þá að skila aftur úr skjalasendingunni frá 1904, þ.e. a.s. tillögubókum (forestillings- prótókollum) og bréfabókum, sem hvorartveggju hafa fyrir alllöngu verið filmaðar fyrir Þjóðskjala- safn, fékk það úr Ríkisskjalasafni 833 skjalabækur og skjalaböggla, þar á meðal slíka dýrgripi sem frumritin af Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín og manntalinu 1703, úr skjalasafni hæstaréttar málsskjöl i íslenzkum málum 1802—1921, úr Konungs- bókhlöðu safn Alþingisbóka, auk nokkurra annarra skjalabóka, og úr Árnasafni 100 fornbréf, flest skinnbréf frá Hólum, en áður átti safnið 300 skinnbréf frá Skálholti. Einnig komu úr Árnasafni fjórar skinnbækur, þ.á m. elzta varð- veitta biskupsskjalabókin, bréfa- bók Jóns Vilhjálmssonar á Hólum frá fyrri hluta 15. aldar. En hún ásamt Reykjaholtsmáldaga frá 12. og 13. öld og Sigurðarregistri, máldagabók, ritaðri við þrenn biskupsskipti á Hólum á 16. öld, sem hvorttveggja var í eigu safns- ins áður, komið í Landsskjalasafn með biskupsskjalasafni, meðal elztu kjörgripa þess. Annar eins hvalreki hefur hvorki fyrr né síðar komið á fjörur Þjóðskjalasafns, enda er „danska sendingin frá 1928“, eins og þessi sending er tíðast kölluð, ekki að- eins sú stærsta, sem safninu hefur nokkru sinni borizt, heldur heim- ildasafn um þjóðarsöguna á síð- ustu öldum, sem sagnfræðingar verða lengi að vinna úr að fullu. Fjölmargt er þó eftir í dönskum skjalasöfnum, sem varðar íslenzk málefni. Sumt varð, að mati okkar íslendinga a.m.k., eftir af vangá 1928, og erfitt hefur reynzt að taka það mál upp að nýju. En hitt er þó miklu fleira, sem er svo sam- ofið skjölum hins gamla danska ríkis, að erfitt er að skilja þar á milli. Nú á dögum er líka hægur- inn að útvega mikrófilmur eða ljósrit af slíkum gögnum, svo það bagar ekki eins mikið og fyrr að hafa ekki í landinu sjálfu öll þau frumgögn, sem við kynnum að æskja. Þannig hefur Þjóðskjala- safn nú ekki alls fyrir löngu fengið xeroxmyndir af 42 bréfabókum og tveimur bréfadagbókum varðandi málefni íslands á árabilinu 1683—1848, sem allar urðu eftir í Höfn 1928, vegna þess að þær hafa einnig að geyma bréf á víð og dreif sem varða Finnmörku, Færeyjar og Grænland. Hins vegar komu allar bréfadagbækur rentukamm- ers um íslandsmál frá tímabilinu 1772—1848 með dönsku sending- unni 1928, enda eru þar einvörð- ungu skráð bréf um málefni ís- lands. Einnig hefur safnið á síðari árum fengið ljósrit af rentu- kammersskjölum um saltverkið á Reykjanesi við Djúp á 18. öld, Ijósrit af Klaustrasögu séra Jóns Halldórssonar úr Konungsbók- hlöðu og ljósrit af bréfasafni Brynjólfs Péturssonar í Lands- skjalasafni Sjálands, svo nokkuð sé nefnt. Önnur frumgögn erlendis frá Nokkur frumskjöl hefur Þjóð- skjalasafnið fengið erlendis frá, önnur en dönsku sendingarnar. Fyrirferðarmest þeirra eru skjöl, sem ríkisskjalavörður Norðmanna afhenti Þjóðskjalasafni 1974. Þau eru frá 16., 17. og 18. öld. Höfðu þau raunar villzt til Noregs frá Danmörku upp úr 1820, er Danir og Norðmenn sömdu um skjala- mál sín upp úr skilnaðinum 1814. Frá Bandaríkjunum fékk safnið úr einkaeign elzta dagsetta ís- lenzka frumbréfið, sem þekkt er. Það er frá 23. júní 1311. Bréfið er vitnisburður tveggja manna um landamerki jarðarinnar Reykja í Tungusveit. Þetta bréf á sér ein- kennilega sögu, sem of langt mál yrði að rekja hér. Hinn 6. janúar 1978 afhenti Vilhjálmur Bjarnar í nafni bóka- safns Cornell-háskóla í Bandaríkj- unum Þjóðskjalasafni allmörg og merk handrit Alþingisbóka úr Fiske-safni. Hafði Vilhjálmur þá þau ummæli eftir Willard Fiske, að hann hefði yfirleitt ekki sótzt eftir handritum við söfnun sína, því hann hefði talið, að handrit kæmu allajafna að beztum notum í upprunalandi sínu. Á síðastliðnu hausti fékk Þjóð- skjalasafnið sent að gjöf íslenzkt frumbréf á skinni, dagsett 13. maí 1501, frá Wells-dómkirkju í Eng- landi. Enginn hafði þá haft grun um, að þetta frumbréf væri lengur til, en gamalt eftirrit þess er til í Þjóðskjalasafni, og var skjalið gefið út eftir því á sínum tíma í VII. bindi Islenzks fornbréfasafns. Frumritið varð ekki kunnugt fyrr en á síðastliðnu ári, er gagnger skráning fór fram á bóka- og skjalakosti dómkirkjunnar. Voru skrásetjendur nokkra stund að ganga úr skugga um, að hér var um íslenzkt skjal að ræða. Bréfið er dómur norðlenzkra klerka um, að Gottskálki biskupi Nikulássyni skuli leggjast kirkjutíundir í eitt ár af öllum alkirkjum í Hólabisk- upsdæmi vegna kostnaðar við utanlandsför. Ekki er sérlega mik- ill orðamunur frumrits og eftir- rits. Þó ber þar á milli um föður- nafn eins manns, og munur rit- háttar og orðmynda er verulegur. Sýnir það glögglega, að eftirrit kemur sjaldnast fyllilega í stað frumrits. Ein einkennileg villa er þó sameiginleg frumriti og eftir- riti. Ársetning skjalsins er á báð- um stöðum 1451, sem fær engan veginn staðizt. Vegna efnis alls bréfsins og manna, sem við sögu koma, getur bréfið ekki verið skrifað um miðja 15. öld. Færeyingum afhent skjöl Þjóðskjalasafnið hefur einnig reynt að sýna öðrum þjóðum til- litssemi. I september 1980 voru Færeyingum afhent nokkur frum- bréf úr stimtamtmannssafni. Þessi skjöl varða eingöngu fær- eysk málefni. Ljósritum af þessum skjölum var haldið eftir hér. Auk þess voru Landsskjalasafni Fær- eyja síðar á sama ári send ljósrit skjala, sem hér eru geymd og varða næstum eingöngu færeysk málefni. ísland er þó stundum tek- ið þar til samanburðar, og þótti því ekki verjandi að afhenda frumritin. Starfsliö Starfslið Þjóðskjalasafnsins hefur lengst af verið mjög fá- mennt, þó að mikil breyting til batnaðar hafi orðið á síðustu ára- tugum. Fram til 1911 var skjala- vörðurinn, sem skipaður var 1899, eini fasti starfsmaður safnsins. Frá 1911 til 1938 hafði lands- skjalavörður (þjóðskjalavörður) aðeins einn starfsmann sér við hlið. Það var ekki fyrr en á 6. tug aldarinnar, sem starfsliði við SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.