Morgunblaðið - 03.04.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.04.1982, Blaðsíða 27
2 6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982 safnið fer verulega að fjölga. Fram til 1962 lá sú ónæðissama kvöð á safninu að annast allar vottorðagjafir úr kirkjubókum. Smám saman tókst þó að koma á nokkurri verkaskiptingu í safninu, jafnframt því, sem opnunartími safnsins var lengdur, en hann er nú 8 klukkustundir á dag. Starfslið safnsins er nú sem hér segir: Þar vinna, að þjóðskjala- verði meðtöldum, sex háskóla- menntaðir skjalaverðir, einn að- stoðarmaður, einn afgreiðslumað- ur, forstöðumaður viðgerðarstofu og þrír skjalaviðgerðarmenn í hálfsdagsstarfi. Þjóðskjalaverðir frá upphafi hafa verið þessir: Dr. Jón Þorkels- son 1900—1924 (landsskjalavörður til ársloka 1915), Hannes Þor- steinsson 1924—1935, Barði Guð- mundsson 1935—1957, Stefán Pjetursson 1957—1968, Bjarni Vilhjálmsson frá 1. desember 1968. Öðru hverju hefur Þjóðskjala- safnið haft lausráðið fólk í þjón- ustu sinni, en þegar húsrúm leyfir, er nauðsynlegt, að safnið hafi yfir nokkrum aðstoðarskjalavörðum að ráða. Verkaskipting og skrár Fyrsti árangur aukinnar verkaskiptingar í safninu birtist m.a. í þremur nýjum skrám Þjóð- skjalasafns 1952—1956, en þær eru: Skjalasafn landlæknis eftir dr. Björn K. Þórólfsson, Prestsþjón- ustubækur og sóknarmannatöl eftir séra Jón Guðnason og Biskups- skjalasafn eftir Björn K. Þórólfs- son og Stefán Pjetursson. Eru þær að ýmsu leyti frábrugðnar fyrri skrám, enda byggðar á ítarlegri könnun og röðun hvers skjala- safns. Skrá séra Jóns Guðnasonar hefur þó þá sérstöðu, að hún nær ekki yfir heilt, afmarkað skjala- safn, heldur aðeins yfir hluta skjalasafns klerkdóms og er að mestu miðuð við að hafa til afnota við pöntun og afgreiðslu hinna mjög svo eftirsóttu kirkjubóka á lestrarsal. Árið 1973 var gefin út í fjórum fjölrituðum bindum skrá yfir söfn sýslumanna og sveitar- stjórna. Var þar í rauninni aðeins endurnýjuð hin gamla skrá Jóns Þorkelssonar (sem náði þó yfir fleiri skjalaflokka) með þeim við- bótum, sem færðar höfðu verið í þá skrá, jafnframt því sem skráin var borin saman við merkingu skjalaeininganna (bóka og böggla). Síðan þessar skrár komu út, hefur verið unnið markvisst og mikið undirbúningsstarf að nýjum og fullkomnari skrám um skjala- söfn stiftamtmanns, amtmanna, landshöfðingja, landsyfirréttar, landfógeta, dönsku sendinguna beggja, einkaskjala o.s.frv. Nýlega er einnig hafin nánari skráning sýslu- og sveitarstjórnarskjala og skráning margvíslegra korta og uppdrátta. Hefur þessum skjala- söfnum jafnharðan verið komið fyrir í haldbetri umbúðum, þar sem skjölin eru jafnframt betur varin en fyrr, bæði fyrir ryki og böndum, sem á eldri umbúðum hætti til að skerast inn í skjölin. Safnið á nú orðið um það bil 1000 filmuspólur af kirkjubókum og fleiri skjalagögnum, flestar komnar frá Mormónum í Utah, sem tóku hér á filmur ýmis ætt- fræðileg heimildagögn á árunum 1952—1953. Eru þessar filmur talsvert notaðar, þegar hlutaðeig- andi frumrit eru ekki nógu vel á sig komin. Afritun og Ijós- ritun skjala Árið 1959 var byrjað að afrita á vél gömul aðalmanntöl safnsins til afnota fyrir gesti þess í stað frum- rits, sem fyrir löngu voru farin að láta á sjá og lágu sum hver undir stórskemmdum vegna ofnotkunar. Liggja nú slík vélrit fyrir í tvíriti af manntölunum 1835, 1840, 1845, 1850, 1855, 1860, 1870 (þar sem bagalega vantar Eyjafjarðar-, Þingeyjar- og Múlasýslu), 1880, 1890, 1901, 1920 og 1930. Vélritun allra þessara manntala hefur frú Áslaug Thorlacius, sem einmitt um þessar mundir lætur af störf- um við safnið, annazt ásamt öðr- um ritarastörfum. Fyrir nokkru hóf hún einnig vélritun gamalla og slitinna kirkjubóka. Hefur allt þetta verk orðið mjög vinsælt af gestum safnsins og forðað dýr- mætum frumgögnum frá yfirvof- andi háska. Auk þessa hefur erfðafræðinefnd tekið manntalið 1910 upp á skýrsluvélakort og fært safninu tölvuútskrift af þessum vélkortum. I svipuðum tilgangi voru um hríð ljósmyndaðar þó nokkrar gamlar kirkjubækur safnsins í því sem næst fullri stærð, en fyrir tveimur árum eignaðist safnið góða ljósritunarvél, sem ljósritar á venjulegan pappír báðum megin, og hafa þegar allmargar kirkju- bækur verið ljósritaðar á hana og bundnar inn eins og venjulegar bækur. Allt er þetta gert til að hlífa frumritum þeirra bóka sem mest hætta er búin. Viðgerðarstofa Með tilkomu viðgerðarstofu, sem innvirkjuð var í hluta af skjalageymslum Þjóðskjalasafns 1964—1965, hófst stórmerkur þáttur í starfsemi safnsins, en stofan vinnur einnig fyrir Lands- bókasafn. Hefur slíkrar stofu óvíða verið meiri þörf en við Þjóð- skjalasafn, svo illa sem tímans tönn, bæði rök húsakynni og óhentugar skjalageymslur, áður en skjölin bárust safninu, og oft síðan mikil notkun safngesta, hef- ur Ieikið sum skjalagögn safnsins. Starfsemi viðgerðarstofunnar, sem byggð er á nýjustu tækni, hef- ur unnið báðum söfnunum ómet- anlegt gagn. Allt bókband í þágu Þjóðskjalasafns er unnið á bók- bandsstofu Landsbókasafns. Heimildaútgáfa Fyrir skömmu hófst nýr þáttur í starfsemi Þjóðskjalasafns. Hann er nátengdur dánargjöf, sem Jór- unn Jónsdóttir frá Nautabúi gaf til minningar um son sinn, Ingvar Stefánsson skjalavörð, sem féll frá í blóma aldurs síns. Með þessa gjöf að bakhjarli gaf Þjóðskjaia- safnið út Bréfabók Þorláks bisk- ups Skúlasonar um áramótin 1979—1980, og var það I. bindi í Heimildaútgáfu Þjóðskjalasafns. Nú er á lokastigi útgáfa II. bindis þessarar ritraðar. Það hefur að geyma tvær skjalabækur úr bisk- upstíð Gísla Þorlákssonar á Hól- um, prestastefnudóma og bréfa- bók, en báðar þessar skjalabækur eru varðveittar í frumritum í Þjóðskjalasafni. Þetta bindi er einnig kostað af dánargjöf Jór- unnar, en útgáfan hefur á þessu ári hlotið allríflegan styrk úr rík- issjóði, enda er ritið jafnframt tengt aldarafmæli safnsins. Húsnæðismál Húsnæðismál Þjóðskjalasafns- ins eru svo umfangsmikið mál, að erfitt er að taka það fyrir að nokkru gagni í blaðagrein. Komið hefur verið fyrir stálskápum á rennibrautum á tveimur geymslu- hæðum safnsins, bæði til að drýgja húsrýmið og til aukinna þrifa, auk þess sem nokkurt leigu- húsrými hefur verið tekið í notkun og annað, sem enn bíður innvirkj- unar. Þegar hreyfing komst á und- irbúning að byggingu Þjóðar- bókhlöðu, var gert ráð fyrir því, að Þjóðskjalasafnið fengi allt Safna- húsið við Hverfisgötu til umráða, þegar Þjóðarbókhlaðan yrði tekin í notkun. Á fundi menntamálaráð- herra, ráðuneytisstjóra og bygg- ingarnefndar 12. marz 1971, sem þjóðskjalavörður var kvaddur á, var lýst yfir þessum vilja ráðu- neytisins og ríkisstjórnarinnar, og samþykkti fundurinn þá yfirlýs- ingu. Þó tók þjóðskjalavörður fram, að hann teídi þessa lausn á engan hátt vera endanlega fyrir Þjóðskjalasafn, heldur aðeins frest um nokkurt árabil þangað til safnið þyrfti á meira húsrými að halda en Safnahúsið hefur upp á að bjóða. Rakti hann um leið hina gífurlegu aukningu skjala síðustu áratugina, jafnframt því sem Þjóðskjalasafnið hefði verið þess ómegnugt um langt árabil að taka við nokkru verulegu af skjölum, sem samkvæmt lögum og reglum ættu að vera komin í safnið, sum hver fyrir löngu. Taldi þjóðskjala- vörður húsnæðisskort standa starfsemi safnsins að öllu leyti fyrir eðlilegum viðgangi. Þessi orð eru enn í fullu gildi og það því fremur sem skjalaflóðið hefur enn farið vaxandi síðasta áratuginn. Svo gæti farið, að hið glæsta hús við Hverfisgötu gerði ekki betur innan skamms en taka aðeins við skjalagögnum ráðuneytanna og annarra stofnana, sem fastast eru tengdar miðstjórnarvaldinu. Mætti það óðar en varir leiða til stofnunar sérstaks ríkisskjala- safns á íslandi eins og víða í öðr- um löndum. Enn hefur ekkert að gagni verið hugsað fyrir skjölum, sem myndast við fyrirtæki og ýmsar stofnanir atvinnuveganna, og svo mætti lengi telja. Héraðs- skjalasöfn Síðan 1947 hafa risið á fót nokk- ur héraðsskjalasöfn á grundvelli laga frá því ári, sbr. og reglugerð frá 1951. Þau taka við sveitar- stjórnaskjölum og ýmsum skjöl- um svæðisbundinna félaga og stofnana, en auk þess einkagögn- um af ýmsu tagi. Hin þróttmestu eru yfirleitt á hinum þéttbýlli stöðum. Héraðsskjalasöfnin hafa vissulega létt nokkuð á Þjóð- skjalasafni, en ekki gefst hér rúm til að ræða frekar starfsemi þeirra. Rétt er þó að taka fram, að mörg þeirra eru rekin af miklum myndarbrag og hafa sannarlega sýnt fram á tilverurétt og gildi þessarar tegundar safna. Bókakostur Bókakost hefur Þjóðskjalasafn- ið sæmilegan, að sumu leyti frá fyrri tíð, en reynt hefur verið eftir föngum að bæta við hann hin síð- ari ár, en rúmleysi er þar þrándur í götu eins og á öðrum sviðum. Nauðsynlegt verður, þegar Lands- bókasafn hverfur úr húsinu, að auka bókakostinn að miklum mun. Skrásetning og röðun skjala Eins og fram hefur komið hér á undan, er Þjóðskjalasafnið safn skjalasafna, sem því hafa borizt úr ýmsum áttum á liðnum tímum. Nauðsynlegt er talið í allri skjala- vörzlu, að hvert embættissafn haldi sér sem heild. Þar gildir svokölluð upprunaregla — próv- eníensprinsíp — sem flest eða öll skjalasöfn hafa að leiðarljósi. Sé þeirrar reglu ekki gætt, er vísast, að allt fari á ringulreið í stóru skjalasafni. Röðunarreglur innan hvers safns eru þó sveigjanlegar eftir eðli hvers skjalasafns og þeim hjálpargögnum, bréfadag- bókum eða öðrum skrám, sem því hafa fylgt frá hlutaðeigandi emb- ætti í upphafi. En takmarkið er, eins og í góðri embættisfærslu, að hvert skjal verði finnanlegt með sem minnstri fyrirhöfn. Eftir tengslum og skyldleika embætt- anna skiptist Þjóðskjalasafnið í deildir. Hér er engin leið rúmsins vegna að gera grein fyrir deilda- skiptingu safnsins, enda hefur hún að nokkru leyti komið óbeint fram fyrr í þessari grein. Hlutverk skjalasafna Skjalasöfn gegna aðallega tvenns konar hlutverki í þjóðfé- laginu. Að minnsta kosti annað þeirra hefur beinlínis hagnýtt gildi, það er að halda til haga þeim embættisgögnum, sem um langan aldur varða stjórnsýslu hlutaðeig- andi lands eða geta haft gildi fyrir dómstóla landsins í hvers kyns ágreiningsmálum, sem upp kunna að koma. Nærtækt dæmi eru skipshafnarskrár, sem nú er mjög leitað til vegna réttar sjómanna til ellilífeyris. Svipað er að segja um veðmálabækur, sem nauðsyn- legt er að varðveita sem sönnun- argögn um eignarhald á landi og mannvirkjum. Sama máli gegnir um landamerkjaskrár, sem flestar eru að vísu enn í vörzlu sýslu- manna. Kirkjubækur eru ómiss- andi heimildir um aldur manna, sem oft þarf að færa sönnur á í nútímaþjóðfélagi, t.d. í sambandi við bílpróf, hjúskaparstofnun eða rétt til ellilífeyris. Einnig geta þær haft réttarlegt gildi í erfða- málum, og svo mætti lengi telja. Annað gildi skjalasafna felst í því, að skjöl eru hinar ákjósanlegustu sagnfræðilegar heimildir, þó að leyndardómar sögunnar felist hvergi nærri allir í skjallegum heimildum. En þegar frá líður, eru þær oft einu heimildirnar, sem til- tækar eru. Stundum getur farið saman hagnýtt gildi og sagnfræði- legt. Margir leita til kirkjubóka til að forvitnast um ætterni sitt eða annarra sér til skemmtunar. Nú líta menn framar öllu á Reykja- holtsmáldaga sem sagnfræðilega og málssögulega heimild. En vel gæti hann einnig haft réttarlegt gildi, ef ágreiningur kynni að rísa um rétt Reykholtsstaðar. Ekkert nútímaþjóðfélag fær staðizt án skjalasafns. Hvergi eru þau nauð- synlegri en í réttarríki. Við skjala- söfn þarf að leggja mikla alúð, og rekstur þeirra krefst mikillar vinnu, ef þau eiga að koma að til- ætluðum notum. Sú vinna er eink- um fólgin í skráningu skjalanna og röðun, en jafnframt þarf vel að gæta þess, að þau skjöl, sem oftast er leitað til, verði ekki eyðingu að bráð vegna ofnotkunar. Lokaorð Heimildagögn Þjóðskjalasafns spanna margar aldir þjóðarsög- unnar. Að vísu eru þau strjál framan af. Ef gert er ráð fyrir því, eins og allar líkur mæla með, að ritun Reykjaholtsmáldaga hafi hafizt um 1185, er elzti hluti þess skjals senn 800 ára gamall. Eitt hinna yngstu skjala í safninu er eiðstafur forseta Islands, Vigdísar Finnbogadóttur, er hún tók við embætti sínu fyrir rúmu hálfu öðru ári. Þannig tengist fornt og nýtt í því forðabúri sögunnar, sem Þjóðskjalasafn Islands er og verð- ur, sívaxandi frá öld til aldar. Ilelztu rit, sem viö er stuözt: Aöalgeir Kristjánsson: Tillöjoir Kinns Magnússonar um stofn- un handrita- og skjala.safns á íslandi. (iripla IV, Kvík 198», bls. 172—185. Bjarni V ilhjálmsson: l 'm l’jóöskjalasafn og héraösskjalasöfn (fyrirlestur), Árbók Landsbókasafns 1970, bLs. 109—120. Björn K. l*órólfsson: Skjalasöfn á íslandi, Skírnir 1953, bls. 112-135. Ilarald Jörgensen: Islands nationalarkiv, Nordiske arkiv- er, Köbenhavn 1%8, bls. 163—171. Sigfús llaukur Andrésson: l’jóöskjalasafn íslands. Kitsafn Sagn- fræöistofnunar I, Keykjavík 1979, 2. út«. 1982. Stefán l'jetursson og Birgir Thorlarius: (ireinargerö meö frumvarpi til laga um l’joöskjalasafn íslands, Alþingistíöindi 1968 A I, bls. 440-443. Stefán Pjetursson: Jón l’orkelsson þjoöskjalavöröur. And- vari, haust 1960, bls. 195—215. Vmsar skrár l’joöskjalasafns. O

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.