Morgunblaðið - 03.04.1982, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982
+
SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR
fré Dalbrún, Borgarnesi,
lést á Sólvangi, 1. apríl.
Þuriður Þórarinsdóttir, Þorgrímur Halldórsson,
og börn.
Maðurinn minn og faðir okkar,
JÚLÍUS JÓHANNESSON,
Ægissíöu 127,
lést fimmtudaginn 1. apríl.
Helga Guójónsdóttir og börn.
Eiginmáður minn.
AÐALSTEINN MAGNÚSSON
bankastarfsmaöur,
Ferjubakka 4, Reykjavík,
lést á heimili sínu 1. april.
Fyrir hönd aðstandenda,
Erla Lárusdóttir.
+
Mágkona mín og fööursystir okkar,
HALLDÓRA NIKULÁSDÓTTIR PÉTURSSON,
Ijósmóöir,
Sílkirk, Canada,
andaöist 2. mars. Bálför hennar hefur fariö fram.
Sigfúsína Ólafsdóttir, Nikulás Brynjólfsson,
Auöur Brynjólfsdóttir, Guörún Brynjólfsdóttir.
+
Faöir okkar og tengdafaöir minn,
VIGGÓ GUDMUNDUR BJÖRNSSON
frá Súgandafiröi,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 5. april kl.
15.00.
Hallur Viggósson,
Kristrún Viggósdóttir, Guómundur Jónsson,
Dagný Viggósdóttir, Guöni Viggósson.
+
Minningarathöfn um son minn,
JÓN VALDIMAR LOVDAL,
Hábergi 36, Reykjavík,
er lézt af slysförum 1. marz sl., verður í Kópavogskirkju, þriðjudag-
inn 6. apríl kl. 13.30.
Sigrún Jónsson.
+
Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö
og hlýhug viö andlát og jaröarför
GUÐMUNDAR GUDMUNDSSONAR
frá Ófeigsfiröi,
Hagamel 41, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til Huldu Sveinsson, læknis, svo og lækna og
starfsfólks á deild 14 G 4. hæö Landspítalanum, Reykjavík, fyrir
frábæra umönnun og hjálp í erfiöleikum.
Ester Skúladóttir,
Auöur Guömundsdóttir, Magnús Randrúp,
Erna Guðmundsdóttir, Bragi Björnsson,
Steinunn A. Guömundsdóttir, Ásbjörn V. Sigurgeirsson,
barnabörn.
+
Hjartanlega þökkum viö öllum þeim sem auösýndu okkur samúö
og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
ÞÓRARINS MAGNÚSSONAR,
skósmiös,
Haðarstíg 10, Reykjavík.
Ingibjörg Guömundsdóttir,
Guömundur Þórarinsson,
Magnús Þórarinsson, Guöbjörg Jónsdóttir,
Helga Þórarinsdóttir,
Guöbjörg Þórarinsdóttir, Gunnar Helgason,
Þuríður Þórarinsdóttir, Þorgrímur Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Karl Vernharð Þor-
leifsson — Minning
„Allir hafa átt sér einhvern tíma vor.
Allir í þesKum heimi mismörg ganga spor.
Og einn er endir á öllum lífsins leiöum.“
Karl Vernharð Þorleifsson,
bóndi á Hóli í Dalvík, hefur nú
gengið þá götu til enda þar sem
jarðvist okkar allra lýkur eftir
mislanga göngu. Örlögin eru und-
arleg og erfitt reynist mannskepn-
unni að ráða gátu þessa lífs.
Karl Vernharð Þorleifsson var
fæddur 5. janúar 1926 á Hóli í
Ðalvík. Dáinn 1. mars 1982 s.st.
Karl var sonur Þorleifs Kristins
Þorleifssonar fyrrum bónda á Hóli
og konu hans Svanhildar Björns-
dóttur. Hann var einn af átta
börnum þeirra hjóna. Hann ólst
upp hjá foreldrum sínum á Hóli og
vann við bústörfin með þeim alla
tíð þar til hann tók við búinu af
þeim árið 1958 og eignaðist jörð-
ina um líkt leyti og bjó þar alla tíð
síðan með konu sinni Önnu Jó-
hannesdóttur er hann giftist 23.
apríl 1959, og börnum þeirra.
Karl var góður og farsæll bóndi.
Hann var næmur á eðliskosti og
afurðasemi síns búfénaðar og
hafði alla tíð af honum góðar nytj-
ar og varð aldrei fyrir búsifjum.
Meðal annarra búgreina rak Karl
hænsnabú sem gerði honum m.a.
kleift að fullnægja einum þætti í
sínu eðli, gjafmildinni, og munu
mörg eggjakílóin í hans búskap-
artíð hafa farið frá Hólsheimilinu
í ýmsar áttir án endurgjalds og
var mitt heimili meðal annars æði
oft aðnjótandi þessara eðlislægu
kosta Karls.
Það var oft gestkvæmt á Hóli.
Þar komu margir og þáðu góð-
gerðir. Karl var veitull og við-
ræðugóður. Kona hans einnig með
sinn sérstæða myndarskap í fram-
reiðslu. Þar voru veitingar ekki
skornar við nögl. Karl var hlé-
drægur maður og tranaði sér ekki
fram né tróð á tám síns samferða-
fólks. Hann var ekki einn af þeim
sem auðgaði sig eða umbylti bú-
rekstri sínum með sparifé annarra
eins og algengt hefur verið á und-
anförnum árum af allra stétta
auðhyggjufólki. Nei, hann bætti
og rak sitt bú og heimili af eigin
afrakstri, hyggjuviti og dugnaði.
Karl fór með hreint borð úr þess-
um heimi, skuldaði aldrei neinum
neitt og var alla tíð heldur veit-
andi en þiggjandi. Þjóðfélagið
væri betur statt í dag ef megin-
þorri þegna þess væri þannig
þenkjandi. Karl hafði fínbyggða
en létta lund og var næmur á hið
afbrigðilega í samfélaginu. Hann
hafði mikla líkamsburði sem-kom
oft berlega í ljós í hans daglegu
störfum. Hann var ákaflega af-
kastamikill og hirðusamur verk-
maður svo eftirtekt og undrun
vakti hjá þeim sem best til þekktu
og mun hann ekki hafa ætlað sér
oft á tíðum af í þeim efnum þar
sem hann gekk ekki heill til skóg-
ar nú í seinni tíð og lést hann á
heimili sínu við störf síðla kvölds.
Hann var fljótvirkur og stórvirkur
í heimanbúnaði eins og honum var
eðlislægt og hóf þegar göngu með
risandi sól á vit hins ókunna og
horfinna áa og ástvina.
Við hin daglegu störf á heimil-
inu naut Karl aðstoðar og dugnað-
ar konu sinnar og barna sem lágu
ekki á liði sínu að halda uppi reisn
og myndarskap þessa gamla ætt-
arseturs. Karl var góður heimilis-
faðir og voru þau hjón samhent að
veita börnum sínum gott og heil-
brigt uppeldi og hvöttu þau til
dáða með ýmsu móti. Því hefur sú
hvatning nú þegar borið góðan ár-
angur enda eðli og efniviður góður
í þeim systkinum öllum.
Stundum er sagt að maður komi
manns í stað. Það mun rétt vera
að heimurinn ferst ekki þó ein góð
sál hverfi af sjónarsviðinu. Hins
vegar hefur hver maður sinn lit ef
svo má segja og Karl bar lit af
sinni skapgerð, lífsreynslu og um-
hverfi sem sést ekki meir. Margur
mun sakna vinar, rabbstunda,
veitinga og viðskipta við fráfall
hans. Þessar fátæklegu línur eiga
að færa eiginkonu hans Önnu Jó-
hannesdóttur og nánustu ættingj-
um hins látna innilegar samúð-
arkveðjur.
Kristinn Guðlaugsson
Nýi gönguskálinn á Tungnahrygg.
Gönguskáli reistur á
Tungnahryggsjökli
Dalvík, 22. mars.
ÞANN 13. mars sl. var hópur manna
úr Skagafirði og Eyjafirði utanverð-
um staddur uppi á Tungnahryggs-
jökli að ganga frá gönguskála sem
unnið hefur verið við að koma þar
upp. Tungnahryggsjökull er á Trölla-
skaga en svo nefnist fjallgarðurinn
sem skilur að byggðir Skagafjarðar
og Eyjafjarðar.
+
Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö anc'lát og útför
GUÐGEIRS ÓLAFSSONAR.
Oktavia Ólafsdóttir (Thor
Leifur A. Ólafsson,
Guðjón Kristjánsson.
»n).
+
Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúö viö andlát og útför eigin-
manns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
ÁSGRÍMS JÓNSSONAR,
Hjallabrekku 7, Kópavogi.
Margrét Síguróardóttir,
Páll Ásgrímsson, Geirtrud Ásgrímsson,
Katrín Asgrímsdóttir, Jörundur Guölaugsson,
Arnþór Ásgrímsson, Eygló Gísladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö fráfall og útför
eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
SIGFÚSAR HALLDÓRSSONAR,
Hraunbæ 82.
Sigurborg Helgadóttir,
Halldór Sigfússon,
Jófríóur Hanna Sigfúsdóttir,
Brynja Sigfúsdóttir,
Guórún Sigfúsdóttir,
Jóhanna Ósk Sigfúsdóttir,
Anton Sigfússon,
og barnabörn.
Steinar Ragnarsson,
Jón Axel Steindórsson,
Jóhann Páll Valdimarsson,
Sigurður Sigurösson,
Magnea Þorfinnsdóttir,
Það var Ferðafélag Svarfdæla
sem hrinti þeirri hugmynd í fram-
kvæmd að byggja gönguskála á
Tungnahryggsjökli en úr Skíðadal
er gönguleið yfir jökulinn ofan í
Skagafjörð. Fékk Ferðafélagið til
liðs við sig Pál Pálsson, gamal-
kunnan skálasmið hjá Ferðafélagi
Islands, og kom Páll norður í
Svarfaðardal sumarið 1980 og
smíðaði skálann ásamt Júlíusi
Friðrikssyni, bónda í Gröf. Til
stóð að flytja skálann í hlutum
með þyrlu úr Skíðadal upp á
Tungnahrygg en ýmis Ijón voru í
veginum. Síðastliðið sumar gekk
svo Ferðafélag Skagafjarðar til
liðs við Svarfdælinga og var skál-
inn fluttur til Skagafjarðar þar
sem hann var settur saman og
komið fyrir á ýtusleða. Þannig var
hann fluttur fram í Kolbeinsdal
og þaðan upp á Tungnahrygg þar
sem honum var komið fyrir á þar
til gerðum undirstöðum, en úr
Kolbeinsdal er nokkuð greið leið
að skálanum.
Þann 13. mars sl. voru svo sam-
an komnir um 27 manns á
Tungnahrygg til að ganga frá
skálanum en þar er skálinn stað-
settur í um 1200 m hæð yfir sjó á
melrana í norðurjaðri Tungna-
hryggs. I skálanum eru kojur fyrir
8 menn en ef þröngt er setið mætti
koma fleirum þar fyrir. Veðurfar
var fremur leiðinlegt þennan dag,
syrti að seinni hluta dags með
stormi og hríð svo varla var stætt
•við framkvæmdir. Aðfaranótt 14.
mars gistu í skálanum 8 manns er
unnið höfðu að frágangi skáians, 4
skíðamenn úr Svarfaðardal og 4
Skagfirðingar en í býtið á sunnu-
dagsmorgun var haldið til byggða
Skagafjarðar niður Kolbeinsal en
þá var komið stillt veður en mjög
blindað sökum snjókomu og þoku.
Komið var niður að Víðinesi í
Hjaltadal um kl. 14.30.
Fréttaritarar