Morgunblaðið - 03.04.1982, Side 48
Síminn á afgreiðslunni er
83033
JlforattiiIMfafrtík
Sími á ritsljórn og skrifstofu:
10100
LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982
Mót háum hliðum
og hækkandi sóL
Myndin var tekin
i Bláfjöllum
í blíöunni i gærdag.
MorKunbladiö/Kristján.
Pétur Sigurðsson:
Skipainnflutningur eft
ir framsóknarleiðum
„Þetta eru svik, þessu skipi á að skila,“ sagði Garðar Sigurðsson
Kaup á 10 ára göinlum togara, Einari BcnedikUsyni, frá Bretlandi, og
hcimild til erlendrar lántöku vegna kaupanna, varð tilefni harðra deilna utan
dagskrár á Alþingi í gær. Pétur Sigurðsson hóf umræðuna og taldi vafa leika
á eignaraðild kaupcnda hins brezka togara á þeim skipum, sem þeir teldu sig
taka af skipaskrá til mótvægis við togarann.
Annað þessara skipa hafi farizt
fyrir allnokkru en hitt verið tekið
af skrá með fyrirgreiðslu úreld-
ingarsjóðs, sem hafi það hlutverk
að hjálpa útgerðaraðilum til að
hætta rekstri úreltra skipa til að
smækka ofstóran skipastól. Krafði
hann tvo framsóknarráðherra,
Tómas Arnason, viðskiptaráð-
herra, og Steingrím Hermanns-
son, sjávarútvegsráðherra, skýr-
inga á afskiptum þeirra af þessu
máli.
Garðar Sigurðsson sagði m.a.:
„Þetta heita svik. Þessu skipi ber
að skila aftur". Hann sagði rúm-
lega 50 stór og vel búin fiskiskip
(loðnuskip) bætast í þann skipa-
stól, sem gerður er út á þorsk-
stofninn. Sá skipainnflutningur,
sem framsóknarráðherrar kæmu
mjög við sögu í, gerði aðeins illt
verra varðandi hlut útvegs og sjó-
manna.
Ráðherrar töldu eignaraðild
viðkomenda á öðrum umræddra
báta, Sæhrímni, til staðar. Það
skip hætti nú veiðisókn og það
réttlæta heimildina til skipakaup-
anna og erlendrar lántöku í
tengslum við þau.
Sjá bls. 28: „Vafamál
sem veikja Alþingi."
_ r
Staða stöövarstjóra Pósts og síma, Isafirði:
Jafnréttisráð sættir sig
ekki við svör Steingríms
Tveir kvenumsækjendur höfðu lengri starfsaldur, en karlinn, sem var ráðinn
STEINGRÍMUR Hermannsson, samgönguráðherra, veitti í janúarmánuði
síða.stliðnum stöðu stöðvarstjóra Pósts og síma á ísafirði. Umsækjendur voru
6, þar af 4 konur og fengu þrír umsækjendur atkvæði starfsmannaráðs PósLs
og síma, tvær konur og einn karl. Ráðherra veitti karlinum stöðuna og hefur
Jafnréttisráð óskað skýringa á þessari veitingu, þar sem báðar konurnar,
sem atkvæði fengu, höfðu lengri starfsaldur hjá símanum en karlinn. Engin
svör hafa borizt frá ráðherra önnur en þau að hann hafi veitt stöðuna „að
vandlega athuguðu máli“
Samkvæmt bréfaskriftum ráðu-
neytisins og Jafnréttisráðs hefur
ráðið ekki sætt sig við skýringar
ráðherra á veitingunni. í svarbréfi,
sem það ritar Steingrími Her-
mannssyni segir: „Jafnréttisrað
óskar eftir upplýsingum um hvern-
ig atkvæði féllu í starfsmannaráði
og jafnframt ítrekar ráðið spurn-
ingu sína um hverja þá hæfileika,
starfsreynslu og menntun sá hefur
til að bera, umfram aðra umsækj-
endur, sem skipaður var i starf
stöðvarstjóra á ísafirði. Sam-
kvæmt 5 gr. og 10. gr. 5 tl. jafnrétt-
islaganna ber atvinnurekenda að
veita ráðinu skriflegar upplýsingar
um málefni er varða jafnrétti kynj-
anna.“
í fyrra bréfi sínu til Steingríms
Hermannssonar segir Bergþóra
Sigmundsdóttir, framkvæmda-
stjóri Jafnréttisráðs m.a.: „Sam-
kvæmt þeim upplýsingum, sem
Jafnréttisraði hafa borizt, fengu
þrír umsækjendur meðmæli Pósts
og síma, tvær konur og einn kari.
Konur þessar höfðu báðar lengri
starfsaldur en karlinn, sem var
ráðinn."
í svarbréfi ráðherra segir m.a.:
„Við umfjöllun Starfsmannaráðs
fengu þrír umsækjendur atkvæði,
þau Lilja Jakobsdóttir, Kristmann
Kristmannsson og Inga Þ. Jóns-
dóttir. í bréfi til ráðuneytisins
dags. 4. janúar þ.á., leggur póst- og
símamálastjóri til að einum þeirra
umsækjenda, sem atkvæði fengu í
Starfsmannaráði verði veitt stað-
an. Það var mat samgönguráð-
herra, að allir þessir umsækjendur
væru hæfir til að gegna téðu starfi.
Að vandlega athuguðu máli ákvað
samgönguráðherra að skipa
Kristmann Kristmannsson í stöðu
stöðvarstjóra Pósts- og símamála-
stofnunarinnar á ísafirði."
Gerry Mulligan
ásamt kvartett
á Listahátíð
HINN þekkti jazzhljómlistarmaó-
ur, Gerry Mulligan. hefur ásamt
kvartett sínum, lýst sig reiðubú-
inn til að koma hingað til lands í
sumar og halda hljómleika á veg-
um Listahátíðar. Að sögn Örnólfs
Arnasonar, framkvæmdastjóra
Listahátíðar, hefur Listahátíðar-
nefnd fullan hug á að fá Mulligan
hingað til lands og ætti þvi fátt að
geta komið í veg fyrir að af þess-
ari heimsókn verði.
Meðvitundar-
laus eftir um-
ferðarslys á
miðvikudag
FJÓRTÁN ára gömul stúlka
liggur nú meövitundarlaus á
gjörgæzludeild Borgarspítal-
ans eftir að hafa orðið fyrir
bifreið í Álfabakka í Breið-
holti, skammt fyrir vestan
Stekkjarbakka. Slysið átti
sér stað kl. 17.45 á miðviku-
dag. Bifreið var ekið vestur
Álfabakka og ber ökumaður,
að stúlkan hafi gengið fyrir-
varalaust í veg fyrir bifreið-
ina, án þess að gæta að um-
ferð.
Urskurður kjaradóms:
Hjúkrunar-
stéttirnar
fengu 6%
launahækkun
Urskurður kjaranefndar
og kjaradóms um sérkjara-
samninga félaga innan BHM
og BSRB felur í sér launa-
flokkahækkun, sem meta má
frá 1% til 6% launahækkun,
samkvæmt upplýsingum er
Morgunblaðið fékk í gær-
kvöldi. Mest varö hækkunin
hjá hjúkrunarstéttum, þar
sem nánast allir hækkuðu
upp um tvo launaflokka, en
reikna má hækkun um hvern
launaflokk til um það bil 3 til
3,5% launahækkunar.
Megin krafan hafði hljóðað upp
á launaflokkahækkanir yfir alla
línuna, en þeirri kröfu hafnaði
kjaradómur á þeirri forsendu, að
svo umfangsmiklar breytingar
væru fremur tilheyrandi aðal-
kjarasamningi. Þá var einnig tek-
ið tillit til þess að engar þær
grunnkaupshækkanir hafi orðið er
færast eigi yfir á BHM, sem á sín-
um tíma fékk 3,25% launahækkun
eins og aðrir launþegar. Fjármála-
ráðherra hefur á hinn bóginn ný-
lega gert samkomulag við nokkra
hópa innan þessara sambanda,
þar sem um það bil þriðji hver
starfsmaður hækkar um launa-
flokk, og var það tekið upp í dómn-
um, sem jafngildir um 1% launa-
hækkun að meðaltali, reiknist
hver flokkur um 3%.
Svavar Gestsson um atvinnuhorfur:
Ljóst að víðtækra
aðgerða er þörf
„Það virðist Ijóst að víðtækra aðgerða er þörf. Það er verið að vinna að málinu í
Framkvæmdastofnun, Þjóðhagsstofnun og á Vinnumálaskrifstofu iðnaðarráðu-
neytisins. Tekin verður saman skýrsla um hvaða áhrif þetta hefur á þjóðlífið, og
ákvörðun um hvað gera skuli í framhaldi af því,“ sagði Svavar Gctsson í tilefni af
þeim atvinnuhorfum sem framundan eru vegna þeirra takmarkana sem fyrirséðar
cru á loðnuveiðum.
Svavar sagði einnig, að til með-
ferðar væri sérstök beiðni vegna
þessa frá bæjarstjórn Siglufjarðar.
Beðið væri niðurstöðu úr heildarat-
hugun á atvinnuástandinu og horf-
um um allt land, síðan yrði málið
kynnt í ríkisstjórn og hún myndi
taka ákvörðun um hvað gert yrði.