Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 3
og svo var það Chervoletinn. En seinna bættust við GMC-bílarnir eða Gemsarnir, sem þóttu ægilega góðir. Það voru á margan hátt fullkomnari bílar enda voru þeir á undan sinni samtíð. Það voru líka notaðir Ferguson-bílar frá Chrysl- er en Fordinn og Chervoletinn voru ódýrastir og mest var af þeim fyrir stríð. Árið 1935 fæ ég mér nýjan bíl. Það var Ford eins og hinn, en miklu meiri bíll en sá fyrri. Sá hafði aðeins fjögurra sílindravél en þessi nýi hafði átta sílindra og það þótti geipilegur plús í þá daga.“ Stórir, klunna- legir kassar Hvernig var að keyra þessa bíla? „Það var hálfgert basl að keyra þá. Eitthvað annað en núna. Þetta voru stórir, klunnalegir kassar, þungir í stýri og bremsurnar voru lélegar. Þá var ekkert til sem heit- ir vökvastýri og þaðan af síður klossabremsur eða vökvabremsur. Þá voru það teinabremsur, sem oft vildu gefa sig, og það gekk hægt að stoppa með þeim. Það var kalt í gömlu bílunum og maður varð að klæða sig mjög vel, sérstaklega á veturna. Þá þekktist ekki að hafa miðstöð í bílum. Alla vega ekki í þessum. Þeir voru hastir mjög, enda vegirnir ekkert til að svífa á. Bíllinn sem ég keypti 1935 var svolítið lengri en gekk og gerðist á þessum árum og ég man að í tveimur beygjum í Kömbunum var vegurinn svo þröngur að ég þurfti að bakka smáspöl upp úr beygjunum og keyra svo aftur í þær, svo að afturhlutinn á bílnum færi ekki út af veginum. Þetta var sérstaklega erfitt að gera á vet- urna þegar hált var.“ Þeir hafa verið slæmir vegirnir. „Vegirnir voru oft ærið lélegir þá og maður lenti oft í hálfgerðu slarki á þeim. Upphaflega voru þeir aðeins fyrir hestvagna, lagðir um aldamótin, og þeir breyttust oft í drullusvöð á vorin þegar klaki fór úr jörðu. Þeir voru oft ekki nema grjót og ofaníburður og bíl- arnir sátu oft fastir í drullu og leðju. Það kom oft fyrir að þurfti að bera af bílunum þegar þeir festust og þá hjálpuðu farþegarnir allir sem einn. Ekkert var mokað snjó af vegunum á veturna, nema maður gerði það sjálfur, enda var það yfirleitt svo í þessum vetrar- keyrslum að maður reyndi að hafa MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 51 með eins margar skóflur og far- þegarnir voru. Það þótti sjálfsagt að allir tækju sér skóflu í hönd og mokuðu leiðina.“ Engin stórvirk mokstrartæki „Ég man að einhverntíma vor- um við komnir upp á Kambabrún á suðurleið klukkan sex síðdegis, en við náðum ekki Skíðaskálanum í Hveradölum fyrr en klukkan sex árdegis eða eftir hálfan sólar- hring. Venjulega tók það hálftíma að fara þessa leið. Þó var veðrið ekki svo slæmt til þess að gera, heldur var það snjómoksturinn sem tafði. Þá þekktust ekki nein stórvirk mokstrartæki. En allt gekk það sæmilega eftir þeim kröfum sem þá voru gerðar. Þetta gat verið erfitt á köflum og taf- samt og það gerðu sér allir ljóst, sem hlut áttu að máli. Farþegarn- ir voru fúsir til að rétta hjálpar- hönd eftir megni ef með þurfti og enginn kvartaði. Það þótti bara sjálfsagður hlutur. Það var mikið ferðast í bílalest- um á veturna, þegar ferðast var á annað borð. Það var ekkert frekar fyrirfram ákveðið heldur var það þannig að bíll sem hafði farið af stað um morguninn festist kannski á heiðinni og svo kom næsti bíll á eftir nokkru seinna og stoppaði til að hjálpa og svo næsti bíll og þannig koll af kolli þar til nokkrir bílar höfðu myndað lest. Og það var oft gott að koma á Kolviðarhól eftir erfiðan túr í kaf- aldsbyl og neglanda og fá heita kjetsúpu. Þar var oft mikil traffík og góð stemmning. Þá voru þau með veitingastaðinn, Sigurður Ilaníelsson og Valgerður Þórðar- dóttir, alveg hreint fyrirtaks gestgjafar." Þrír öxlar á vetri „Já, já, maður lenti í mörgum byljum en aldrei hef ég legið úti. Einu sinni skildi ég bílinn eftir á miðju fjalli, eða Hellisheiði, og gekk til Hveragerðis í vitlausu veðri og allir farþegar með nátt- úrulega. Og þegar vond var færðin gat orðið úr heilmikil bílalest og fólksfjöldi. En það var meira um að maður varð stopp í ófærðinni en af vondum veðrum." Svo hafa þeir nú líka bilað, bíl- arnir, á miðri leið. „Það voru sérstaklega öxlarnir sem voru gjarnir á að brotna. Það þótti undantekning ef ekki brotn- Koden framleiddi fyrsta L.ita-dýptarmælinn. Koden kynnir nú fyrsta Lita-radarinn, sem m.a. ritar (plottar) leiö skipa. Radarinn er til sýnis hjá okkar að Grandagarði 9, Reykjavík. Radiomiðun hf. KTTA ER DAIHATSU GHARMANT Daihatsu Charmant LE fyrir þá sem vandlátir eru og gera kröfur um 1. flokks búnaö og lúx- us án þess aö þurfa aö greiða svimandi hátt verö. Kr. 134.800 með ryö- vörn og fullum benzín- tanki. Gengi 5. apríl. DAIHATSUUMBOÐIÐ ÁRMÚLA 23, SÍMI 85870 — 39179

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.