Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 Morgunblaöiö/ Kristján Söftiuðum fargjaldinu í skókassa Rætt við Edward Kristinn Olsen, einn stofnenda Loftleiða og fyrrum flugstjóra, um fyrstu árin hjá Loftleiðum Þeir voru þrír saman í Kanada og höföu farið þangað í maí 1941 til að stunda flugnám. Fóru þeir létt með það og allir sneru þeir aftur eins og karlarnir kátu. Ekki al- veg strax þó því að á stríðsárun- um flugu þeir fyrir kanadíska herinn. Flugu þeir með sprengju- kastara í æfingaskyni og sitthvað fleira. Þetta voru þeir Edward Kristinn Olsen, Alfreð Elíasson og Sigurður Ólafsson. Loftleiðir urðu síðan til þegar þremenn-^ ingarnir höfðu snúið aftur til ís- lands. Kristinn Olsen var sóttur heim á dögunum og beðinn að greina frá ýmsu úr fluginu á þessum fyrstu árum og síðar. — Við vorum á flugskóla í Winnipeg og undirbjuggum okkur fyrir farþegaflug og öðl- uðumst réttindi sem slíkir. Eftir prófin réðumst við til kanadíska hersins, gegiidum þar nokkurs konar herþjónustu og þegar við höfðum gert það í hálft þriðja ár fórum við að ókyrrast. Fórum að athuga okkar gang. Konsúllinn í Winnipeg var okkur mikil hjálp- arhella og sagði Kanada- mönnum að ísland þarfnaðist okkar. Haustið 1943 var okkur leyft að fara og þá festum við kaup á Stinson-flugvél sem kostaði 10 þúsund dali. Áttuð þið fyrir henni? — Ekki var það nú alveg. Nokkrum fjármunum hafði okkur tekist að safna, en við fengum líka hjálp að heiman og Soffanías Þorkelsson, sem að- stoðaði við að koma Kassagerð- inni af stað, hjálpaði okkur líka. Okkur var síðan vísað á mann í New York sem átti að vera okkur hjálplegur við að koma vélinni í skip og við drifum okkur í því að fljúga vélinni þangað. Fundum ekki flugvöllinn Sú ferð varð nokkuð ævintýraleg, því þegar við kom- um til New York fundum við engan flugvöllinn! Á fluginu frá Winnipeg höfðum við m.a. við- komu í Toronto og þar og á landamærum Bandaríkjanna við Niagara-fossana fór mikill tími í tollpappíra og var því komið myrkur þegar við loks náðum New York, en þangað ætluðum við og áttum að koma í björtu og lenda á Roosevelt- flugvelli. Við erum komnir yfir borgina og sjáum hvergi braut, en sjáum fljótlega Douglas DC-3 vél við hliðina á okkur. Var hún að Iækka flugið og töldum við eina ráðið að elta hana. Við stungum okkur því niður á eftir henni og lentum alveg í rassin- um á henni, en ljósin á braut- inni voru kveikt rétt áður en við lentum. Töldum við okkur vera á hinum rétta flugvelli, en þegar við höfðum stöðvað vélina þustu að okkur hermenn og spurðu hvað við værum að þvælast á þessum hervelli. Við skýrðum málin og tóku þeir okkur þá ágætlega, en hinn rétti flugvöll- ur var svo til við hliðina á þess- um, aðeins yfir járnbrautar- teina að fara. Um jólin 1943 eru þeir félagar komnir heim og ganga á fund Arnar Johnsens og Bergs Gísla- sonar, sem starfræktu þá Flug- félag Islands: — Við buðum þeim að kaupa vélina okkar á kostnaðarverði, en vegna stríðsins töldu þeir á því alla annmarka. Buðu þeir einum okkar vinnu sem vara- flugmanni, en við snerum okkur þá að því að kanna stofnun eigin félags. Loftleiðir urðu síðan til 14. mars 1944 og þar kom við sögu m.a. Kristján Jóhannsson í Kassagerðinni og fleiri og nokkru síðar var vélin komin til landsins. Og var þá strax hægt að hefja flugrekstur? Fyrst flogið til Vestfjarða — Fyrsta reynsluflugið var 6. apríl og flugum við mest á Vest- firði, aðallega ísafjörð. Einnig vorum við mikið í síldarleit og voru það einkum við Alfreð Elí- asson sem flugum. Samkeppnin var eiginlega hafin þarna því áður höfðu Flugfélagsmenn haft síldarleitina. Var hún mest stunduð úti fyrir Norðurlandi og iðulega flogið frá Akureyri. Var Eyjafjörðurinn oft langur þá, en við buðumst til að hafa bækistöð á Miklavatni í Fljótum, enda gat það sparað eitthvað. Held ég að það hafi ráðið úrslitum um að við fengum síldarleitina það sumarið. Og þið fluguð alltaf á Stin- son? — Já og strax þetta haust kom næsta Stinson-vél, en alls urðu þær þrjár. Loftleiðir eign- uðust síðar 2 Anson-vélar, 2 Norseman og Grumman-vélar okkar urðu alls 5, Catalína- flugbátar 2 og Þristar 2. Hvernig vöndust farþegar fluginu? Flugið oft eini ferðamátinn — Bara nokkuð vel að ég held. Þetta var eini ferðamátinn lang- tímum saman, illa var fært landveginn um Vestfirði og skipaferðir stopular. Því var þetta oft eina úrræðið. Sumir voru auðvitað hræddir og helst fannst mér ég verða var við hræðslu hjá sjómönnum. Þeim var ekkert vel við að velkjast þetta í sjóflugvélum, kunnu bet- ur við sig í eigin bátum. Flugþol vélanna var nú ekki mikið á þessum árum eða burð- argeta og oft var þetta hálfgert basl. í logni minnkaði burðar- getan og þá urðum við stundum að fækka farþegum til að vélin kæmist á loft. Man ég að farþeg- ar þurftu stöku sinnum að draga um það með eldspýtu hver þeirra ætti að vera eftir. Var flugið ekki dýr ferða- máti? — Ekki tiltakanlega held ég og þegar við hófum flug til út- landa virtist alltaf nóg af far- þegum. Islendingar eru miklir ferðamenn og þetta breyttist mjög mikið eftir stríð. Flugið hefur alltaf átt mikinn þátt í Islendingum og þegar Loftleiðir voru stofnaðar keyptu einstakl- ingar og fyrirtæki hlut í fyrir- tækinu. Svo aftur sé vikið að upphaf- inu, hvað sögðu ættingjar þegar þið fóruð út til að læra flugið? — Þeir tóku þessu öllu vel og ég held að menn hafi skilið að hér var eitthvað á ferðinni sem átti framtíð fyrir sér. Enda komu fljótlega fleiri á eftir og við eignuðumst fljótt marga góða flugmenn. Fáir ílugvellir F’lugvellir voru fáir og varla nokkrir á þessum árum, reyndar segja flugmenn að ennþá séu vart til flugvellir á Islandi, kannski 3 eða 4. Agnar Kofoed- Hansen flugmálastjóri segir að hér séu til örfáir flugvellir, nokkrir lendingarstaðir og margir nauðlendingarstaðir. Kristin Olsen kallar hann líka flugpabba, segir hann hafa gert mikið fyrir íslensk flugmál. En þessi fyrstu ár voru sjóflugvélar mikið notaðar, en síðar hófst eins konar landnám: — Já, við vorum beðnir að kanna hvort mögulegt væri að Krístínn Olsen sítur hér í hús- bóndakróknum é heimili sínu og í bak og fyrir eru merki Loftleióa og þota máluó í litum Loftleiða. fljúga til Vestmannaeyja og búa þar til flugvöll. Hafði forgöngu um það Jóhann Þ. Jósefsson al- þingismaður. Við héldum þrír, Alfreð, Sigurður og ég, með skipi til Eyja og fengum þar Skarphéðin nokkurn vörubíl- stjóra og seinna flugvallarstjóra til að aka með okkur um eyjuna. Dvöldum við í Stórhöfða í tvo daga til að athuga veðurfar. Fengum við þar upplýsingar um ríkjandi vindátt og veðurhæð síðustu 3 árin á undan og eftir þessar athuganir okkar komum við okkur saman um einn stað í hrauninu og lögðum til að braut yrði lögð milli fellanna. Liggur hún sem næst í austur-vestur. Málið var rætt i bæjarstjórn og samþykkti hún að hrinda flug- vallargerð í framkvæmd. Vorum við þá beðnir að koma aftur og staðfesta tillögur okkar. Ég veit ekki hvort félagar mínir voru sjóveikir eða hvað, en ég fór einn í þá sjóferð og í október 1946 hófum við að fljúga til Vestmannaeyja. Það átti síðar eftir að koma oft í ljós að þessi braut okkar var rétt staðsett. Hættum innan landsflugi Þú nefndir áðan samkeppni ykkar og flugfélagsmanna, hún hefur strax verið fyrir hendi? — Samkeppnin var náttúrlega fyrir hendi, en að því kom árið 1952 að innanlandsfluginu var skipt og fljótlega eftir það hætt- um við að fljúga innanlands. Okkur fannst þetta ekki til skiptanna. Þá einbeittum við okkur að flugi til útlanda og stunduðum m.a. leiguflug milli staða erlendis. Árið 1946 höfð- um við keypt DC-4, Hekluna og fór heilt ár í að innrétta hana. Við flugum henni fyrst frá New York til Winnipeg ári síðar og síðan heim og á þjóðhátíðardag- inn 1947 flugum við fyrst til Kaupmannahafnar á henni. Þessi flugvél var eiginlega sú fyrsta sem hingað kom og var frá upphafi hugsuð til farþega- flugs, eiginlega fyrsta milli- landafarþegaflugvél okkar. Síð- ar keyptum við Geysi, vélina sem við misstum síðar á Bárð- arbungu. Þetta leiguflug erlendis var okkur ágæt tekjulind, við flug- um frá Róm og París til Venezú- ela og voru það erlendir um- boðsmenn okkar sem útveguðu þessi verkefni. Fargjaldið var þá innheimt beint af farþegum og söfnuðum við dollurum saman í skpkassa eða bréfpoka. Við flug- um frá París, til Reykjavíkur, um Goose eða Sidney og niður til Venezúela. I bakaleiðinni höfðum við viðkomu í Puerto Rice og keyptum þar banana, fylltum vélina og seldum spítöl- um við komuna til Islands aftur, en þeir höfðu einir leyfi til að kaupa ávexti á þessum árum. Þannig nýttum við tómarúmið á bakaleiðinni. Þessi árin flugum við einnig um 20 ferðir á ári þrjú sumur til Grænlands. Vorum við þá í vistaflutningum fyrir Græn- landsleiðangur Poul Emmanuel Victors. Þeir ferðuðust um jök- ulinn á snjóbílum og hentum við niður til þeirra vistunum, bens- ínbrúsum og öðrum varningi. En við flugum einnig mikið til hinna Norðurlandanna, Gauta- borgar, Osló, Stavanger, Bergen og höfðum á þessum árum mikla samvinnu við Braathen hinn norska. Lánuðum við honum stundum vélar og hann okkur ef þannig stóð á. Voru næstum hættir En ekki gekk alltaf allt í hag- inn fyrir þeim Loftleiðamönnum og um tíma leit jafnvel svo út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.