Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 79 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Nú þegar páskar fara í hönd fer vel á að forvitnast um páska- hald annarra þjóða. í Sovétríkj- unum er, eða var, páskahald með nokkuð sérstökum svip, miðað við það sem við þekkjum hér. Hér á ég við þá hluta ríkisins, þar sem grísk-kaþólsk trú er í heiðri höfð. Aðdragandi páskanna er lang- ur. Eftir langan og oft strangan vetur veitir ekki af að stytta sér vorbiðina. Vikan fyrir föstuna var fjörleg. Þá var haldin smjörhátíð, maslenitsa. Þar var tekið hressilega til matar síns áður en kom að föstunni, sem er ströng í þessum sið. Og vafalítið hafa Rússarnir staðið sig vel við matarborðið, því þeir eru þekkt- ir fyrir að kunna að meta mat sinn, vilja hafa hann bæði góðan og vel útilátinn. Þá voru gjarnan borðaðar blini, löðrandi í smjöri. Þetta eru bókhveitipönnukökur með geri í. Þær eru litlar eins og klattar, fisléttar og hreint af- bragð. Með þeim var auk smjörs- ins boðið upp á styrju og kavíar, styrjuhrogn, já hvað annað ... og einnig síld og sveppi. Rússar kunna vel að meta sveppi, tína villisveppi. Þetta ættum við að hafa bak við eyrað í haust. Og þegar líður á blinimáltíðina er boðið upp á sætmeti með þeim, t.d. sólberjasultu og sýrðan rjóma. Aðallinn hélt dýrlega dansleiki, borgarar dönsuðu grímuklæddir eftir strætunum og farandleikarar fóru um og skemmtu bændum. Á síðasta degi hátíðarhaldanna var prins úr strái dreginn um göturnar, fólkið kallaði til hans að fara ekki, en við sólsetur var hann brenndur. 40 daga fasta tók við. Þá skyldi ekki neyta kjöts eða dýra- afurða. Því áttu egg, smjör og önnur dýrafita, mjólk og ostur ekki að sjást á borðum sanntrú- aðra. Fiskur var leyfður. Aðall- inn lifði auðvitað jafn góðu lífi þessa daga og aðra. Hann útbjó sér t.d. mjólk úr hnetum með því að hella sjóðandi vatni yfir malaður hnetur og sía svo hnet- urnar frá. Þá er eftir mjólkurlit- ur og sætlegur vökvi, sem vel gat komið í mjólkurstað þessa 40 daga. Og fleira gerðu mat- reiðslumeistarar aðalsmann- anna til að létta þeim föstuna. Þeir matreiddu fisk eins og kjöt. Sumir freistuðu þess jafnvel að útbúa kjöt sem fisk, en það var hættuspil, því viðurlögin voru þung kæmist athæfið upp. Bændur stilltu hungur sitt með því að tyggja sólblómafræ, sem er skynsamlegt því þau eru holl, þó ekki bættu þau upp allan for- boðna matinn. Og svo jöpluðu þeir vobla, þurrkaðan, saltaðan fisk. Þegar leið á föstuna varð allt yfirbragðið fjörlegra. Vorgræn- metið skreytti söluborð markað- arins. Og það þurfti að undirbúa páskana á viðeigandi hátt. Það var gert hreint og vetrarrykið þurrkað af, áður en sólin næði að beina geislum sínum á það á miskunnarlausan hátt. Og svo þurfti að mála egg. Það er mikil hefð í Rússlandi. Það voru eink- um Úkraínumenn, sem voru þekktir listamenn í eggjaskreyt- ingu. Þeir skreyttu eggin með batíktækni, þ.e. dreyptu vaxi á þá fleti sem liturinn átti ekki að lita. Oft voru fjórir eða fleiri lit- ir, auk eiginlegs litar skurnar- innar. Mynztrin voru hefðbund- in, sól, stjörnur, þríhyrningar, krossar og blómamynztur. I lok 19. aldar hljóp galskapur í eggjatískuna við hirðina. Þar gáfu menn hver öðrum egg úr eðalmálmum, skreytt gimstein- um. Eggin voru mörg hver hreinasta völundarsmíð, opnan- leg með smáhlutum innan í. Páskamatur í austurvegi Óbreyttir borgarar létu sér nægja fábreyttari egg, eða lit- uðu þau sjálfir. Rauðlit og brún- lit egg fengu þeir með því að sjóða eggin í laukhýði eða rauð- rófuhýði, grænlit úr birkilaufa- eða mosasoði og blálit með þvottabláma. Og svo var hægt að rispa í þau XB, rússnesku upp- hafsstafina í orðunum Christos voskres, Kristur er upprisinn. Fleira var gert en þetta. Það tilheyrði að baka sæta gerköku með eggjum, rúsínum, hnetum, smjöri og sykruðu appelsínu- og súkkathýði. Kakan var bökuð í háum formum, lítur út eins og rör- eða súlubútur. Þegar hún var orðin köld var hún stundum hjúpuð með sykurhúð, eða sprautuð með sykurhúð. Kakan nefnist kulich. Og svo var búinn til sætur búðingur úr rjómaosti með rúsínum og súkkati. Sá nefnist paskha, mótaður í fer- hyrndum formum, en er mjórri að ofan en neðan. Ég hef einu sinni séð uppskrift að paskha eftir rússneskfædda konu, bú- setta hér. Hún notaði skyr, sem er einkar vel við hæfi og örugg- lega stórgott. Á laugardagskvöldið fyrir páska var farið í kirkju og kakan kulich tekin með svo presturinn gæti blessað páskamat fjöl- skyldunnar. Konurnar pökkuðu kökunni í hreint, hvítt stykki. Þeim var svo raðað fyrir prest- inn, kerti stungið í, pappírsblóm sett í til skrauts og lituðum eggjum raðað í kring. Prestur- inn gekk svo fram hjá kökuröð- inni og blessaði brauðið. Kirkj- urnar og klæði prestanna eru af- ar skrautleg og kertaljósin glampa og skína. Rétt fyrir mið- nætti er kallað Christos voskres, Kristur er upprisinn og fagnað- arlæti brjótast út. Menn óska hver öðrum gleðilegra páska og fallast í faðma. í fjóra daga er lítið sem ekk- ert eldað, heldur stendur dúkað borð með köldum mat, þar sem hver og einn getur tekið sér eins og hann kýs. Með páskunum kemur svo vorið. Lítið fer fyrir páskahátíðinni í Rússlandi nú miðað við það sem áður var. Rússneskir flóttamenn frá byltingartímanum halda víða hópinn í stærri borgum Evrópu og Bandaríkjanna, t.d. í París, og halda páska saman eins og forfeður þeirra gerðu. Við eigum ekkert þessu líkt. Orðið páskar er komið úr latínu, og er kristið nafn þessarar há- tíðar. Kristnin yfirtók heiðna hátíð, sem var fyrir. Það var ein- hverskonar frjósemishátíð. Á þýzku eru páskar Ostern, sem er komið af heiðnu nafni hátíðar- innar, eða hugsanlega gyðju, sem hátíðinni tengdist. Allt er þetta þó fremur óljóst, enda langt um liðið, ekki satt... Egg- in hafa væntanlega tengzt þess- ari vorhátíð sem tákn gróand- ans. Páskaegg í nútímamerkingu orðsins er þekkt frá Þýskalandi síðan á 16. öld. Þaðan hefur lík- lega sá siður að gefa góðvinum páskaegg borist í kjölfar ann- arra menningarstrauma upp til Danmerkur og þaðan hingað til okkar. Hænur, hérar og kanínur hafa líka upphaflega tengst páskahátíðinni sem tákn gró- andi lífs, þó við hugsum víst ekki um litlu sætu páskaungana sem heiðna frjósemisfyrnsku ... Þó páskahald okkar sé nú fremur rótlaust, var það fast- mótaðra áður fyrr, einkum með- an landið var enn kaþólskt. Og þá var fastað hér eins og annars staðar. Það hefur þó verið erfitt vegna þess hve landinn átti bágt með að missa svo mikilvæga fæðu sem kjöt af diski sínum. Hinir sanntrúuðu hafa vafalaust ekki gengið móti vorinu styrkum fótum. Það er áberandi, að í Laxdælu er lögð áherzla á, að þegar kapp- inn frækni, Kjartan Ólafsson, ríður úr garði í hinzta sinn, var fimmtudagur í páskaviku. Svo fór sem fór, að Bolli níddist á Kjartani fóstbróður sínum og drap hann. Það var sérstætt af- rek, miðað við hvað Kjartan var vel á sig kominn og fimur með vopn. Hann hafði að vísu ekki Fótbít með sér, en sama samt... Hermann Pálsson í Edinborg álítur að þarna sýni Guðrún Ósvífursdóttir afburða kænsku, þegar hún sendir Bolla, mann sinn, á Kjartan. Kjartan var þekktur fyrir föstur. Guðrún hafi því líklega álitið hann slappan í föstulokin og auðveld- an viðureignar. Og vel tókst Guðrúnu ráðagörðin, því ekki gekk Hrefna, kona Kjartans, hlæjandi til sængur þetta fimmtudagskvöld ... Ekki höfum við sérstakar og fastmótaðar páskahefðir til að styðjast við. Það á vel við á há- tíðum að gera sér dagamun í mat, þó góður maturinn einn og sér geri ekki út um páskagleð- ina. Þar verður hver og einn að bæta við léttri lund. Það er ánægjulegt að hafa þessa daga til að eyða með sjálfum sér og sínum nú í vorbyrjun, ekki sízt ef veðrið er gott, svo við getum notið samvista við vaknandi jörð. Gleðilega páska! Skozk egg Ein lítil eggjauppskrift flýtur hér með. Þetta er skozkur réttur, sem ekki tengist páskunum sér- staklega þar í landi. En hann er borinn fram hér, því egg setja svip sinn á páskahátíðina. Það er sjálfsagt að rifja upp að það er fleira páskaegg en súkkulaði- egg. Þessi réttur er búinn til úr harðsoðnum eggjum, sem eru hjúpuð í kjötfars, velt upp úr brauðmylsnu og osti og bökuð í I ofni. Þegar bollurnar eru svo ' skornar í sundur að endilöngu blasir við þverskurður af eggi. Þetta er því nokkuð laglegt á að líta. Ef þið hafið soðið ykkur egg til skrauts, er ekki úr vegi að nota þau í þennan rétt, t.d. í létt- an málsverð á 2. í páskum eða þann 3. 8egg 1 Setjið 8 egg varlega í sjóð- andi vatn og sjóðið þau í um 8 mín. Þau verða þá nægilega hörð til að hægt sé að taka skurnina af, en þau mega helzt ekki of- soðna, því þau verða bökuð á eft- ir. Látið eggin kólna. 500 gr kjöthakk, magurt, t.d. kálfa- og svínahakk til helm- inga, eða annaö hakk sem þið kjósið 1 egg 1 dl rjómi eða mjólk 2—3 msk. hrauðmylsna 1—2 tsk. þurrkaðar kryddjurtir að eigin vali pipar (finnst ykkur salt nauðsynlegt?) 2 Úr þessu á að útbúa fars. Ef þið eigið kvörn, er það fljótlegt verk. Annars þurfið þið að hræra þetta vel og lengi, svo þetta líkist sem mest deigi. Ef farsið er mjög mjúkt, bætið þá mylsnu í það. Nú er að taka svo- lítið fars og móta utan um eggin. Það er einfalt ef þið gætið þess að vera blaut um hendurnar, þá festist farsið ekki við ykkur, heldur getið þið auðveldlega sléttað það vel utan um eggin. 3 Blandið saman brauð- mylsnu og fínrifnum osti. Mér finnst gott að hafa mikinn ost, en þið hafið ykkar hentisemi. Veltið nú eggjabollunum upp úr þessari blöndu. 4 Setjið ofninn á 350°, og gjarnan á grill ef hægt er. 5 Setjið bollurnar á grind og fat undir, eða beint á smurt fat. Grindin gefur stökkari skorpu. Látið nú bollurnar stikna vel að utan, gjarnan um 10 mín. á ann- arri hliðinni og um 5 mín. á hinni. Eggin getið þið borið fram heit eða köld, gjarnan með nýju grænmeti, eftir því sem þið náið LATTL) MIG GR4TA sönn frásögn argus __ af konunni sem losnaði undan ofurvaldi eiturlyQanna með hjálp Hans, konu svo harðsviraðri að ekkert gat fengið hana til að tárfella. Sagan er sögð eins og hún raunverulega gerðist, spennandi, kröftug og stundum ógnvekjandi. Metsölubækur Samhjálpar: Krossinn og hnífsblaðið 1978, Hlauptu drengur hlauptu 1980 og Láttu mig gráta 1981. grata 1981. 'O' Þriðja metsölubók Samhjáláar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.