Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 65 ishátíðina 1930 á Þingvöllum voru í flestum heimahéruðum samkom- ur. Ég fór margar slíkar ferðir með fólk, til dæmis allt norður í Hegranes. Og oft fór maður á þessum árum suður á Hvítár- bakka, þar sem var samkomustað- ur, og oft héraðsmót með miklu fjölmenni. — Sjáðu til, segir Guðmundur. Það kom svo mikil hreyfing á þjóðina á alþingishátíðarárinu 1930. Þá byrjuðu samgöngur yfir Kaldadal til Þingvalla. Kaldidalur var ekki verri en annað, því hann var gróðurlaus og fast undir. Slóð- in var rudd 1929. Þá var 1930 líka verið að ryðja í Hvalfirði og var vegurinn eitthvað opinn. Strax eftir að Hvítárbrúin var opnuð 1927 hafði Þorkell í Borgarnesi verið fljótur til og ók suður yfir Hálsana og suður að Hvalfirði. En fyrsti maður, sem ég þekkti og fór fyrir Hvalfjörð, var Jón Þor- björnsson. Sjálfur tók ég meira- próf hjá Jóni Óiafssyni og ók 1931 á þessum leiðum eftir því sem hægt var. Hvítárbrúin var að vísu komin, en vegurinn fyrir Hafnar- fjall var ekki fær fyrr en 1932. En ég man eftir ferð að norðan suður yfir Hálsa að Hvalfirði með ein- hverja útgerðarmenn frá Djúpu- vík, sem höfðu meðferðis svo mik- ið dót, að ég var fenginn til að fylgja þeim eftir á vörubílnum. Ékið var að Kalastaðakoti, þar sem ferjað var yfir Hvalfjörðinn. Þetta fyrsta ár, sem ég keyrði, var almenningur farinn að tala um að brúa Hvalfjörð. Ahugi á því er því ekki nýr. Svo mikið þótti liggja á að koma brú þarna yfir, að ég ók Hannesi Arnórssyni, mælinga- manni, sem var að mæla fyrir vegi að hugsanlegu brúarstæði. Enn hafa allir áhuga á slíkri brú yfir Hvalfjörð, svo mér fyndist ekki ofverkið okkar að koma því í framkvæmd með ríkisskulda- bréfalánum, nú þegar fyrstu bréf- in eru að koma til útborgunar eftir 10 ár og hafa gefist svona vel. Þeg- ar gefin voru út fyrstu bréfin vegna vegarins yfir Skeiðarár- sand, þá ákvað ég að vera með, sló mér 100 þúsund krónur til þess. Þetta getum við vel gert nú til að fá brú yfir Hvalfjörð. Flott að hafa bíl með símaflokkum — Það er sjálfsagt rétt, Guð- mundur. En hvernig vegnaði þér nú með nýja bílinn eftir 1930? — Ég var nokkuð mikið með símamönnum og fór að brjótast ýmsar nýjar leiðir. Strax 1931 fór ég að vera með bílinn hér fyrir sunnan, ók til dæmis salti í Sand- gerði á einni vetrarvertíð. Eftir að hreyfing komst á umferðina norð- ur, var alltaf sótt fast að vorinu að fá bíl strax eftir vertíðarlok 10. maí og þegar skólafólkið fór að koma heim. Þá var um að gera að komast snemma norður yfir Holtavörðuheiði. Ég var með Fordinn með boddíi, og ég man eftir því að ein 3 ár var ég með fyrsta bíl, sem fór norður yfir að vorinu og þótti tíðindum sæta. — Þá voru að koma til ýmsir harðduglegir menn í samgöngum norður. Páll Sigurðsson, sem var sonur Sigurðar búnaðarmála- stjóra og þá kenndur við Hóla, var Tveir af fyratu bilum Quðmundar Jónaaaonar, Ford HU3 og HU 15, Chovrolot aom hann koypti. Myndin or tokin 1932. Til vinatri: Ekið yfir Qoitá ( „Litla Ford“, á loið frá Kalmanatungu 1944. Til haagri: f þoaaari forð fór Guðmundur moð aomont frá Roykjavfk um gamla Þingvallavoginn til Hvammatanga. Aftan á hofur hann lítiö boddí moð einum bokk og avo ftutningarými fyrir aftan. Hór or hann íAlmannagjá. Mokaður af hliðarhallinn (ekafli við Daaldalaak á Holtavðrðuhoiði. HU3 moð nýtt þjóðhátíðarboddf. Á myndinni, aom tokin er á Hvamma- tanga má ajá hvornig þoaai boddí voru, moð bokkjum fyrir farþoga og biaajum á hliðum. byrjaður og líka Pétur Guð- mundsson frá Vatni. Pétur Og Páll, eins og þeir voru alltaf kall- aðir, byggðu 10 manna kassabíla með rimlagrindum aftan á og þeir bílar voru miklu duglegri en þeir sem minni voru. Þetta voru miklir dugnaðarmenn og fóru nokkuð reglubundnar ferðir frá Reykjavík um Kaldadal og norður. Svo tók Bogi Guðlaugsson í Borgarnesi upp ferðir úr Borgarfirði um Kaldadal og rak þær svo til fyrir- myndar var. En ég varð lausari við þessa farþegaflutninga, því ég átti aðeins boddí á bílinn og þau voru að falla út. Voru bara fyrir ferðir heimafólks. Síðan kom Kristján á Akureyri með 20 manna bíl í fólksflutningana og Steindór úr Reykjavík var líka kominn með bíla á norðurleið, og hörð samkeppni. — Þú sagðist hafa verið lengi viðloðandi símavinnu. Segðu frá því. — Það mun hafa verið sumarið 1931 að ég lenti í því af tilviljun að hjálpa Geir Zoega, vegamála- stjóra, þegar hann sat fastur með bíl sinn R-8 á Hrútafjarðarhálsi. Ég kom þar á Fordinum og dró hann upp. Vegamálastjóri vildi endilega borga mér fyrir þetra 10 kr., sem ég vildi ekki taka við. Það var svo 1932 að hann hringdi til mín og bað mig um að aka snjóbíl, sem Vegagerðin átti. Hún hafði fengið fjóra Citroen-snjóbíla, og einn átti að vera í förum yfir Holtavörðuheiði að vetrinum, milli Fornahvamms og Staðar í Hrútafirði. Björn Jónasson í Mið- firði var búinn að vera eitthvað með þennan snjóbíl. Þetta voru ákaflega seinfærir bílar, en haldið svona í þá vegna póstflutninganna yfir veturinn. I þeim átti að vera rúm fyrir 10 farþega í hliðarsæt- um, en fólk var með mikið drasl með sér og þeir alls ekki nægilega sterkir í þessa flutninga. Þeir voi*u því alltaf að bila og fara út af beltunum, svo oft fór sólarhring- urinn í þetta. Síðar umbyggði Vegagerðin þessa bíla, setti í þá stærri mótora. Þá gengu þeir furðuvel. En ég var kominn í sam- band við símann. Haustið 1934 var ég fluttur alfarið til Reykjavíkur. Það sumar lenti ég í símavinnu. Var með nýjan Chevrolet-bíl, sem ég hafði fengið til Hvammstanga með skipi og í uppskipunarbáti í land. Veltum bátnum á hliðina og ókum bílnum úr honum á plönkum í land. Það var ákaflega kalt vor og Holtavörðuheiðin ófær þegar ferðamannastraumurinn kom. Áætlunarbílar Kristjáns komust ekki norður yfir í 3 vikur vegna snjóa. Svo ég fór þá margar ferðir norður á Sauðárkrók. — Um sumarið var ég svo með símaflokki í Dalasýslu og ók mikið um vegleysur í Chevrolet-bílnum. Flutti mannskapinn og eitthvað af staurum, þar sem það var hægt. í Dölunum var maður með hesta, sem drógu líka staura. En frá veg- inum og upp í brekkurnar báru mennirnir staurana á sjálfum sér. Staurarnir voru dreyptir tjöru og þeir urðu svartir af henni og náðu ekki tjörunni af hálsinum á sér. En enginn kvartaði. Maður vann við það sem þurfti. — Var það þá sem þú braust fyrstur á bíl fyrir Klofning? — Já, 1934 var verið að leggja línuna frá Staðarfelli að Skarði, en þar var enginn vegur og mikið af grjóthálsum. Kristján Björnæs, norski verkstjórinn, trúði á bílinn. Þótti dýrt að fá hesta. Svo ég gat fengið allt sem ég vildi, dugleg- ustu mennina til að hjálpa mér og dínamít til að sprengja okkur gegn um grjótásana. Harastaðaklifið var t.d. mikið torleiði. Um haustið vorum við komnir út að Hnjúki, þegar haustbleyturnar byrjuðu. Þá snjóaði fyrir norðan, svo að bíl- ar festust þar í september, en fyrir sunnan var eilíf rigning. Það var tveggja stunda gangur frá Skarði að Hnjúki, þar sem bíllinn var, og við gengum daglega heim í tjöldin án þess að fá laun. Ég var með bílinn þegar það var hægt, en vann annars aðra vinnu. Þá var það nýjung og þótti flott að síma- flokkar hefðu með sér bíl. í síma- vinnunni var mikið af skólapilt- um. Menntamönnum var á þessum árum hjálpað um símavinnu og vegavinnu, svo þeir gætu haldið áfram námi. Um helgar ók ég strákunum á böll í sveitinni. Sex af þeim, sem með okkur voru, klæddust þá jafnan nasistabún- ingum með borða á öxlunum og slógu um sig á samkomum. Þarna voru ákaflega greindir og skemmtilegir strákar, skáld og húmoristar. í •ímavinnu ( Dölum 1934. Við boddíbíl Guðmundar atanda •kólapiltar, sem voru ( a(mavinnuflokknum: Jón Aöila, Bjðrn Siguröaaon, Óakar Siguröaaon, Aöaiatainn Jóhannaaon, Jón Björnsaon, Axel Helgason og Gunnar Skaftaaon. Boriö grjót ( gjá, til að komast yfir. Myndin er takin við Norðl- ingafljót. Símamenn í Námaskarði 1936.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.