Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 uðu tveir eða þrír öxlar undan bíl á vetri. Vegirnir buðu líka upp á það. Nú brotnar aldrei öxull. En þetta voru miklu meiri átök hér áður fyrr og maður fór aldrei svo í túr að maður hefði ekki í það minnsta einn öxul með sér. Ég minnist þess ekki að það hafi verið sérstaklega erfitt að fá varahluti. Það var fyrst á stríðsárunum, sem misbrestur varð á því.“ Varst þú aldrei hætt kominn í Kömbunum? „Það held ég að hafi ekki verið. Kambarnir voru erfiðir í snjó og hálku, en það er alveg merkilegt hvað þar hafa orðið fá slys. Eg man ekki eftir nema einu dauða- slysi og það var í byrjun bílaaldar. Þá fór vörubíll útaf og hrapaði niður. Svo man ég líka eftir því að einn veturinn í rosalega mikilli hálku í byrjun stríðsins, að það voru tveir herbílar á ferð niður Kambana. Skiptir það engum tog- um að fremri bíllinn snýst í hálk- unni og hrapar fram af. Bílstjór- anum tókst fyrir slembilukku að kasta sér út úr honum áður en „Jú, blessaður vertu Þá var litið hátt upp til okkar“ Fordinn som Bjarni keypti 1935. Hann var moð átta strokka vél som þótti geysiiegur plús í þé daga. „Þetta voru stórir og klunnalegir kassar, þungir í stýri og bremsurnar voru lélegar ...“ bíllinn hvarf. En svo kom sá seinni og hann snerist á nákvæm- lega sama stað á sama hátt og hrapar fram af, beint ofan á þann sem fyrir var. Þar tókst bílstjór- anum líka að henda sér út svo þeir sluppu báðir. Við kímdum svolítið að þessu.“ Kömbunum blótað „Maður hefur einhverntíma blótað Kömbunum. Það var rosa- leg brekka hér áður fyrr. Hallinn var svo mikill og vegurinn var mest grjót og svo mjór að varla var hægt að mætast á honum. Og beygjurnar voru svo krappar eins og ég sagði áðan að það þurfti að bakka úr þeim og keyra í þær aft- ur ef ekki átti illa að fara. Aður en ég fór nokkuð að keyra bíla að ráði fór ég einu sinni sem oftar á reiðhjóli frá Selfossi á leið til Reykjavíkur. Þegar ég var að koma að Kömbunum heyrði ég í vörubíl á eftir mér og var þar kominn Lýður Guðmundsson á Gamla-Ford, bóndi í Litlu-Sand- vík. Hann bauð mér eins og siður var þá að keyra mig suður. Eg þáði vitanlega boðið og henti reiðhjól- inu á pallinn og fékk mér sæti hjá Lýð í stýrishúsinu og ætlaði að fara að njóta ferðarinnar. En því var ekki að heilsa, að minnsta kosti ekki upp Kambana, því ég varð að ganga á eftir Fordinum með grjót í hendi upp þá alla og setja undir hjólin ef hann ætlaði að renna aftur. Þá voru þeir svo kraftlitlir Gömlu-fordarnir.“ „Sunnudagur, mánu- dagur, Bjarnadagur ...“ „Það þótti alltaf sjálfsagt ef ek- ið var fram á gangandi mann að leyfa honum að sitja í, ef pláss var. Og það var ekki alltaf spurt um pláss. Það voru iðulega 15 manns í bíl sem tók ekki nema 10 og í ofanálag var fólk á pallinum. Fólk var mikið keyrt á milli bæja og þegar Flóabúið var opnað á Selfossi, þá ók maður um alla sveitina og tók fólk uppí og keyrði það á Selfoss. Þá var maður nokk- urs konar strætisvagn. Og maður átti sína daga tvisvar í viku þegar maður fór fram í Gaulverjabæ til dæmis og þeir voru yfirleitt kall- aðir Bjarnadagar. Og það var fyndið að í einum barnaskólanum átti krakki að þylja upp daganöfn- in fyrir kennarann sinn. Krakkinn hélt nú hann gæti það og byrjaði á sunnudegi og sagði: „Sunnudagur, mánudagur, Bjarnadagur, mið- vikudagur, fimmtudagur, Bjarna- dagur og laugardagur." Þá voru bílstjórarnir þekktir um allar sveitir. Og þetta var miklu meira en bara keyrslan í þá daga. Maður verslaði heilmikið fyrir fólkið þeg- ar maður fór til Reykjavíkur. Það voru hinar og þessar útréttingar eins og að fara með útvarp í við- gerð eða úr, og svo var keypt fyrir fólkið allt frá títuprjónum upp í svefnbedda. Það fór mikið af starfinu í þetta en það tilheyrði og þótti alveg sjálfsagt." Reimt á Hellis- heiðinni Þú hefur ekki orðið var við drauga þegar þú keyrðir á milli Flóans og Reykjavíkur? „Ekki ég persónulega, en það var talið reimt á Hellisheiðinni á tímabili. Þar varð maður úti rétt fyrir jól sem fannst ekki. Þar sem hann sást síðast var nálægt stað sem kallaður var Smiðjulaut. Ég veit ekki hvort hann er kallaður það enn, en staðurinn dró nafn sitt af því að þegar verið var að leggja veginn yfir Hellisheiði voru menn- irnir þarna með smiðju í laut, til að skerpa verkfærin. Nema hvað menn þóttust sjá þennan mann þarna í Smiðjulaut- inni og það var einn sem tók hann jafnvel uppí. Það var rútubílstjóri, sem kom að austan, sem gerði það. Þegar hann kom að Kolviðarhóli rauk bílstjórinn þar inn stjarfur af hræðslu og sagði að það væri draugur í bílnum sínum. Nú, fólk- ið fór út með hálfum huga og þeg- ar til kom sást náttúrulega hvorki tangur né tetur af draugsa. Það fundust reyndar mannabein 30 til 40 árum seinna rétt við Kolviðar- hól. En margt af þessu var tilbún- ingur. Þannig var um tvo menn á þessum árum sem voru að koma úr selskap austan af Eyrarbakka. Þeir voru á fólksbíl og báðir nokk- uð góðglaðir og voru að halda suð- ur til Reykjavíkur, og keyrðu létt- an, eða greitt. Þegar þeir voru komnir áleiðis á Hellisheiðinni varð öðrum þeirra litið afturí og sá hann ekki betur að það sæti maður í aftursætinu. Sagði hann að höfuðið bæri við afturglugg- ann. Mennirnir urðu náttúrulega heldur en ekki hræddir, og þeir keyrðu áfram eins og þeir komust. Loks ná þeir til Reykjavíkur og þar loksins þora þeir að gæta að hvað væri í aftursætinu. Þá var þar ekkert nema sætið sjálft, en það hafði hrokkið upp og hluti af því bar við gluggann. Svoleiðis hafa eflaust margir draugarnir verið í þá daga, og eru það eflaust enn. Því er þó ekki að neita að það fór oft um mann hrollur þegar maður keyrði einn í kolniðamyrkri um llellisheiðina og oft flýtti maður sér.“ Gæfan hefur fylgt mér En var ekki oft fjör þegar ekið var með fólk, kannski að sumar- lagi og í góðu veðri? „Jú. Og það var í gamla daga sungið í rútu. Alltaf. Það var oft heljarmikill gleðskapur í ferðun- um og bokkan var oftar en ekki með í ferðum og þá var nú bíl- stjóranum boðið fyrst allra manna. Hann tók venjulegast stóran sopa enda þótti það ekki tiltökumál þá þótt bílstjóri fengi sér svolítið neðan í því. Það þótti alveg sjálfsagt á þessum fyrstu árum áætlanaferða. En ég lenti aldrei í neinni hættu á þessum ár- um og heldur ekki síðar meir. Það er sennilega bara heppni sem fylg- ir mér. Einhverntíma sagði sveita- maður í Flóanum við mig að það væri munur á því hvort gæfan elti mann eða maður elti gæfuna. Ég reikna með að hún hafi elt mig.“ Þurfti ekki fólk að búa sig vel þegar það ferðaðist í þessum bíl- um? „Jú. Fólk var alltaf vel búið í þessar ferðir milli Reykjavíkur og Flóans og hefði þess vegna vel get- að dvalið í bílnum þegar hann festist í brjáluðu veðri án þess að verða meint af. Þá voru það ullar- fötin, sem giltu og þá klæddist maður undantekningarlaust föð- urlandinu. Svo var það mikill Þessi mynd er tekin þegar Bjarni var kominn í hópferöirnar. Bíllinn, Bedford '39, er sokkinn í drullu upp að grind é mióri Auókúlu- heiði. munur þegar hettuúlpurnar komu, því það vildi oft fenna á milli húf- unnar og úlpukragans, og snjórinn lak síðan niður á bak. En ég er viss um að maður hefði verið löngu dauður ef maður hefði ekki verið í föðurlandinu, það get ég sagt þér.“ Hvað hratt komust þessir bílar sem þú áttir í byrjun? „Það var hægt að koma Fordin- um, sem ég keypti '35, upp í 70 eða 80 ef vegurinn var góður. Þeir hjá Steindóri áttu Bjúikk, sem þeir komu upp í 100 en það var sjaldan sem það var gert, því hér fundust engir vegir svo sléttir að hægt væri að keyra léttan. En manni þótti óskaplega gaman að gefa svolítið í, eins og gengur og ger- ist.“ Árstíðabundnir fólksilutningar Hvaða fólk var það sem þú keyrðir í Flóann eða til Reykjavík- ur. „Það var mikið fólk sem var að fara í borgina til að skemmta sér og hitta kunningja sína og margir fóru á sumrin úr Reykjavík út á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.