Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 12
60
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
Vestlj arðaleið
yfír vegleysur
Brautin rudd fyrir reglulegar
áætlunarferðir með ferðalagi áttmenninganna
á fararkosti Dala-Brands árið 1952
„Takið eftir! Flugleiðir tilkynna
brottför FÍ 40 til ísafjarðar. Farþegar
gjörið svo vel að fara um borð og
góða ferð! Flestir ferðalangar sem
ferðast frá Reykjavík til ísafjarðar í
dag kannast við þetta ávarp, enda
fara langflestir farþegar flugleiðina.
Til Isaijarðar er flogið 12 sinnum í
viku og þrjár ferðir eru til Patreks-
fjarðar. Miðað við þessa ferðatíðni er
erfitt að átta sig á því hvað það er
ótrúlega stutt síðan Vestfirðir komust
í flugsamband við aðra landshluta, en
þó er ekki mikið lengra síðan komið
var á vegasambandi þarna á milli.
Fyrstu ferðirnar voru farnar yfir
Þorskafjarðarheiði, og að sögn As-
mundar Sigurðssonar bílstjóra hóf
Guðbrandur Jörundsson sem oft var
nefndur Dala-Brandur áætlunarferðir
þangað í kringum 1950. Farnar voru
tvær ferðir í viku yfir heiðina og síðan
farið með djúpbátnum til ísafjarðar
frá Melgraseyri.
Keyrt í fjörunni inn með Kollafiröinum.
Eyjólfur Halldórsson, fyrrum verkstjóri og feróakempa.
„Takið eftir! Flugleiðir tilkynna
brottför FÍ 40 til Isafjarðar. Far-
þegar gjörið svo vel að fara um
borð og góða ferð! Flestir ferða-
langar sem ferðast frá Reykjavík
til Isafjarðar í dag kannast við
þetta ávarp, enda fara langflestir
farþegar flugleiðina. Til ísafjarð-
ar er flogið 12 sinnum í viku og
þrjár ferðir eru til Patreksfjarðar.
Miðaö við þessa ferðatíðni er erf-
itt að átta sig á því hvað það er
ótrúlega stutt síðan Vestfirðir
komust í flugsamband við aðra
landshluta, en J)ó er ekki mikið
lengra síðan komið var á vega-
sambandi þarna á milli.
Fyrstu ferðirnar voru farnar yf-
ir Þorskafjarðarheiði, og að sögn
Ásmundar Sigurðssonar bílstjóra
hóf Guðbrandur Jörundsson sem
oft var nefndur Dala-Brandur
áætlunarferðir þangað í kringum
1950. Farnar voru tvær ferðir í
viku yfir heiðina og síðan farið
með djúpbátnum til Isafjarðar frá
Melgraseyri.
Árið 1952 réðst Guðbrandur
ásamt félögum sínum í að freista
þess að fara vestur Barðastrand-
arsýslu og til Isafjarðar. Líklegt
má telja að þessi ferð hafi flýtt
lagningu vegar þarna um, því þeg-
ar þessi ferð var farin var enginn
vegarvottur á leiðinni, nema fjár-
og hestagötur frá Brekku í Gufu-
firði og vestur undir Þingmanna-
heiði. Þá voru uppi hugmyndir um
að setja ferju milli Vatnsfjarðar
og Kollafjarðar og er aldrei að
vita nema sú hugmynd hefði orðið
að veruleika ef þessi ferð hefði
ekki verið farin. Tveim árum eftir
þessa ferð var vegur hinsvegar
ruddur yfir Klettahálsinn og fór
Ferðafélag íslands þar um en
þrem til fjórum árum síðar hófust
reglulegar áætlunarferðir frá
Reykjavík til Patreksfjarðar og
var Guðbrandur Jörundsson eða
Dala-Brandur þá orðinn sérleyf-
ishafi. Árið 1961 var síðan farin
f.vrsta áætlunarferðin til Isafjarð-
ar og var Ásmundur Sigurðsson
bílstjóri í þeirri ferð ásamt þeim
Kinari Steindórssyni og Eggert
Karlssyni. Guðbrandur Jörunds-
son er látinn fyrir nokkrum árum
en blm. sótti heim Eyjólf Hall-
dórsson sem nú er vistmaður á
Hrafnistu, og er auk þess stuðst
við og vitnað í frásögn Hallgríms
Jónassonar sem hann las upp í út-
varpinu veturinn 1953 og ber heit-
ið „Yfir Klettahálsinn" og er í bók
Hallgrims „Á öræfum“.
„Keyri nú mest upp aó Alafossi, og í Mosfellssveitina." Ásmundur Sigurðsson fyrrum sérleyfishafi á
Vestfjaróaleió, en hann fór fyrstu áætlunarferóina til ísafjaróar 1961.
| Farið niður að vestan, bönd fest í bílinn til aó koma í veg fyrir aó hann velti.
„Ein erfíðasta og
skemmtilegasta ferð
sem ég hef farið í“
„Upphaf ferðarinnar má rekja
til þess að við fórum venjulega á
hverju hausti nokkrir saman
eitthvað sem ekki hafði verið farið
áður. Ætlunin hafði verið að fara
inn á miðhálendið þetta haust, en
við hættum við þá ferð vegna
snjóa sem sett hafði niður. Þá kom
Dala-Brandur með þá hugmynd að
reyna að aka 14 manna bíl vestur
Barðastrandarsýslu og til ísa-
fjarðar. Þessi leið hafði ekki verið
farin áður, Vestfirðir höfðu þá
ekki akvegasamband við aðra
landshluta að undanskilinni
Langadalsströndinni. Við þurftum
að fara miklar vegleysur, en erfið-
asti hlutinn var þó að komast yfir
Klettahálsinn sem fiestir töldu
ófæran bílum. Ferðin tók átta
daga og er ein erfiðasta en jafn-
framt skemmtilegasta ferð sem ég
hef farið í.“
Það er ferðakempan Eyjólfur
Halldórsson, nú vistmaður á
Hrafnistu, sem segir hér frá, Eyj-
ólfur er reyndar einnig þekktur
undir nafninu Eyvi og við hann
kennd Eyvakvöld, en hann á eitt
stærsta myndasafn í eigu ein-
staklings hér á landi, og hefur ver-
ið duglegur að sýna myndir sínar
á sérstökum myndakvöldum hjá
Ferðafélagi íslands og Útivist.
Herbergi hans á Hrafnistu ber
ferðalögum vott, steinum hefur
hann safnað hingað og þangað um
landið, á veggjunum hanga inn-
rammaðar myndir teknar af
ferðafélögunum upp á fjallstind-
um og himinháum stöflum af
myndum í kössum er raðað með-
fram einum veggnum.
I þessa ferð var lagt af stað á
laugardagsmorgni þann 30. ágúst
1952 og voru í ferðinni auk þeirra
Hallgríms, Eyjólfs og Guðbrand-
ar, Lárus Ottesen, Jóhannes Kol-
beinsson og Skúli Þorbergsson. í
Bjarkarlundi bættust við Lýður
Jónsson og Magnús Rögnvaldsson.
En hvað er Eyjólfi minnisstæð-
ast úr ferðalaginu?
„Ætli það hafi ekki verið vonda
veðrið sem við lentum í er við
höfðum slegið upp tjöldum
skammt ofan við Klett. Við vorum
í tveim tjöldum, þessa nótt vorum
við þrír í mínu tjaldi, ég, Hall-
grímur og Brandur. Þes9Í ósköp
enduðu með því að þeir Hallgrím-
ur og Brandur flýðu tjaldið, en ég
fór hvergi þar sem ég vildi fylgj-
ast með örlögum tjaldsins. Eg
sofnaði skömmu eftir að þeir fóru,
og vaknaði í sólskini daginn eftir.