Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 63 Vestfjarðaleið yfir vegleysur voru hestar og bátar aðalfarar- tækin, menn réru á vertíð í eyj- arnar, og það var búið á hverjum bæ. Ég hef tekið eftir því að eftir að vegir eru lagðir um landið, tek- ur fólk sig gjarnan upp og flytur." „Brandur var fyrsti sérleyfis- hafinn þarna fyrir vestan. Hver tók svo við af honum?“ „Það voru nokkrir bílstjórar hans sem keyptu sérleyfið og voru með það í um eitt og hálft ár. Síð- an keypti Ásmundur Sigurðsson og var sérleyfishafi um 20 ára skeið, hann er enn við akstur, keyrir hjá BSÍ.“ Fyrsta áætlunarferðin til ísafjarðar farin 1961 „Já, það er rétt, ég keypti sér- ieyfið 1958, og til að byrja með var keyrt yfir Þorskafjarðarheiði vestur i Djúp. Það voru þeir Brandur og Andrés í Ásgarði sem fóru fyrstu ferðirnar, en þeir fóru til að byrja með aðeins vestur í Ásgarð, þar sem Svínadalurinn var ófær. Tveim árum eftir að þeir áttmenningar fóru um vegleysur til ísafjarðar, fór Ferðafélag Is- lands þessa leið, og líklega um þrem árum síðar hófust áætlunar- ferðir til Patreksfjarðar og var farið þangað tvisvar í viku. Brand- ur hefur líklega verið með í fyrstu ferðunum auk þeirra bílstjóra sem unnu hjá honum. Ég keypti síðan sérleyfið 1958, og 1961 var farið fyrstu áætlunar- ferðina til ísafjarðar. Ætli það hafi ekki verið um 50 manns sem fóru þessa fyrstu ferð, það var far- ið á tveim bílum, annar fór til Patreksfjarðar og hinn til Isa- fjarðar. Það voru margir boðs- gestir í þessari ferð, ég man sér- staklega eftir Jóni Ólafssyni hjá hraðar en gangandi maður. Sömu sögu var að segja af Þingmanna- heiðinni, þar var allt í grjóti og klöppum og ekki hægt að fara þar yfir hraðar en léttstígur maður. Á Breiðdalsheiðinni voru beygjurnar svo krappar að maður þurfti að bakka bílunum tii að komast þar um, og voru bílarnir þó ekki stórir, tóku 36 manns. Þannig voru veg- irnir fyrstu árin, og eins og erfitt var að fara Þingmannaheiðina t.d. þá veit maður ekki af henni í dag. Eins var Gemlufallsheiðin hrika- leg en er nú bara líðandi brekka." „Ilefurðu tölu á þeim ferðum sem þú hefur farið vestur?" „Nei, ég hef ekki hugmynd um, en þær eru orðnar nokkuð margar. Við fórum alltaf tvisvar — þrisvar í viku, því mikið var að gera loks- ins þegar opnaðist vestur, því þá var ekki flogið á Isafjörð. Við vor- um mest með Scania-bíla, og þeir stóðu sig mjög vel, það eina sem þurfti að gera fyrir bílana var að passa að skipta um olíu á þeim og smyrja þá og þá gekk allt eins og í sögu. Annars keyrði ég minna eft- ir því sem bílunum fjölgaði. Við byrjuðum með þrjár rútur, en þær voru orðnar 12 undir lokin þegar ég seldi sérleyfið Jóhannesi Éll- ertssyni 7. maí 1978.“ „Er eitthvað sérstakt sem er þér minnisstætt frá þessum tíma?“ „Sem betur fer kom aldrei neitt óhapp fyrir, en mér er minnis- stætt hve vel var tekið á móti manni á öllum þeim stöðum sem komið var á. Sérstaklega var gott að koma til hjónanna á Melgras- eyri, elskuleg hjón þau Guðmund- ur og Kristín. Eins og gengur lentum við oft í vondum veðrum, en ég man þó sér- staklega eftir ferð vestur sem ég í vegavinnu í Klettahálsinum. Fyrst ég kynni frægan Brand, - fljótt svo inni um hjólagand - vildi inn á Vesturland vegi finna um heiði og sand. Og svo valdi á eigið far eftirtaldar kempurnar. Hetjur baldnar, bráðólmar bitu í skjaldarrendurnar. fór seint í nóvember 1960. Það hafði gengið á með hálfgerðu slagviðri og daginn eftir var kom- ið hörkuveður, frost og snjókoma. Þegar við komum á Þorskafjarð- arheiði var veðrið orðið mjög vont og stórt skarð hafði myndast í veginn um nóttina vegna rigninga og síðan hafði allt frosið. Bíliinn skrönglaðist yfir með framhjólin, en afturhjólin lentu ofaní og bíll- inn kolfestist. Vegurinn var ör- mjór, og báðum megin við veginn voru tjarnir sem höfðu frosið, og ísinn á þeim fremur ónýtur. Við þurftum að tjakka bílinn upp, og til að koma tjakknum fyrir þurft- um við að vera meira og minna út á ísnum. Úti var töluvert hvasst, snjókoma og líklega um 10 stiga frost. Farþegar með mér voru 3 karlmenn, og tveir þeirra fóru ekki út vegna veðurs. Við hinir komum tjakknum fyrir, ef við hefðum blotnað, hefðum við frosið um leið, nema við hefðum hlaupið samstundis niður að Kirkjubóli. Mjög erfitt var að ná í grjót til að setja í skurðinn, þar sem allt grjót var frosið niður. Veðrið var versn- andi svo ekki þýddi annað en reyna að halda áfram. Okkur tókst að ná bílnum upp eftir tvo tíma og vorum sannarlega fegnir að halda ferðinni áfram, en snjókoman var svo mikil það sem eftir var leiðar að varla mótaði fyrir veginum. Ferðirnar þarna vestur eru nú orðnar mun færri en áður, þeim hefur fækkað mikið eftir að flug- samgöngur hófust eitthvað að ráði, en fyrstu árin var fólk hálf hrætt við flugið, flugvöllurinn var hálf lélegur til að byrja með og flugvélarnar iitlar og þetta allt á frumstigi." „Og þú ert enn að keyra.“ „Já, ég seldi sérleyfið 1978, og í dag keyri ég mest upp að Álafossi og í Mosfellssveitina, og fer í aðr- ar stuttar ferðir. Ég hef einnig keyrt mikið fyrir Ferðafélag ís- lands og Útivist á liðnum árum og eru það bestu ferðirnar sem ég hef farið í um landið allt.“ (Ljósm. Eyjólfur Halldórsson.) Jóhannes Kolbeinsson sá um eldamennskuna. Kjötið var venjulega soöið í pottinum og boriö fram á rekublaöi, þar sem lítiö haföi veriö tekiö með af boröbúnaði! (Ljósm. Mbl., Kristján Einarsson.) Ásmundur og fjóröi bíllinn í flotanum. Myndin er tekin ofan viö Bjarkarlund 1964. Bifreiðaeftirlitinu og einnig var mörgu afgreiðslufólki hjá BSÍ boðið í ferðina. Við vorum þrír bíl- stjórar sem fórum þessa ferð og voru auk mín þeir Einar Stein- dórsson og Eggert Karlsson, því vegirnir voru þá talsvert öðruvísi en nú.'við vorum 14 tíma til ísa- fjarðar og þótti því ekki ráðlegt að láta einn bílstjóra keyra þá leið alla." „Hvernig gekk ferðin, lentuð þið í einhverjum erfiðleikum?" „Nei, þetta gekk vel í alla staði. Vegurinn var nýlagður er við fór- um þarna um, og verið var að vinna við veginn á Dynjandiheiði. Þetta var fyrri part sumars, í kringum 20. júní að mig minnir, og við vorum á tveim nýjum Scania-bílum, annan höfðum við fengið um veturinn og hinn um vorið. Vegirnir voru mjög ólíkir því sem við þekkjum í dag, maður þurfti að fara mjög hægt víða, varla hægt að þekkja vegina í dag fyrir sömu vegi. Við þurftum t.d. að fara niður í fjöru í Vatnsfirðin- um og þar var ekki hægt að fara (.•*.« ■ I IJ11 mkum ■>*■■• ****■■*■* Myndin er tekin í Bjarkarlundi 1962. Þessir þrír bílar sáu um reglulegar áætlunarferöir vestur fyrstu árin. Þaö er bíllinn sem er lengst til hægri sem fór fyrstu áastlunarferöina vestur til Isafjaröar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.