Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 53 land og svo voru það þessir árs- tíðabundnu fólksflutningar. Upp úr áramótunum fór alltaf mikið af mönnum úr sveitum til sjós í ver- búðir hingað og þangað og svoleið- is var það alveg fram á stríðsárin. Þessu fólki ók maður úr sveitinni á haustin út í sjávarplássin og svo aftur í sveitina úr sjávarplássun- um þegar vertíð var lokið. Þá var oft mikil kátína í fólki. Fjör og læti. Svo fór mikið af kaupafólki úr bænum í sveitina á sumrin og kom aftur í bæinn á haustin. Þannig var keyrslan mest öll bundin við árstíðir. En svo voru það tveir þrír mánuðir sem liðu án þess að maður keyrði nokkurn skapaðan hlut. Og ekki má gleyma því að maður keyrði fólk mikið á sveitaböll." Er þér einhver farþegi minn- isstæður öðrum fremur? „Ekki get ég nú sagt það. Oft keyrði maður þó Kjarval í Svína- hraun milli Lögbergs og Kolvið- arhóls. Þá var karlinn að mála. Mér þótti gaman að Kjarval, hann var alltaf skrafhreyfinn kallinn, en þótti skrýtinn. Það er ekki hægt að lýsa því hvernig, það þekktu það allir." Fer út í hópferðir En svo hættir þú að keyra milli Flóans og Reykjavíkur. „Það var 1943 sem ég hætti því. Þá eignaðist ég rútubíl, 26 manna Ford árgerð ’41, og fór út í hóp- ferðaakstur út um allt land. Ég man sérstaklega eftir 30 daga ferðinni með honum Páli Arasyni, en það var hringferð um landið og ég held að það sé einhver skemmtilegasta ferð sem ég hef farið. Þá ókum við frá Reykjavík og norður og síðan austur og suður og loks að Jökulsá á Breiðamerk- ursandi. Við ókum yfir Horna- fjarðarfljót fyrir neðan Bjarnar- nes. Það er um fimm kílómetra breitt með smáeyju í miðju, að vísu, en annars eins og hafsjór. Vaðið var markað stikum og gætti maður þess að fylgja þeim ná- kvæmlega til að lenda ekki í sand- bleytu. Einu sinni fórum við í Kringilsárrana og þá samdi Jón heitinn á Möðruvöllum og skrifaði leiðarlýsingu handa okkur, hið skrautlegasta og merkilegasta plagg, einskonar vegabréf og var ekki hægt að hugsa sér gleggri eða áreiðanlegri leiðarvísi. Hann var merkilegur maður og ógleyman- legur, Jón í Möðrudal." Helstu breytingar frá þú byrj- aðir að aka milli Reykjavíkur og Flóans. „Því er náttúrulega ekki líkj- andi saman ástandinu nú og þegar ég var að byrja með áætlun í Fló- ann. Fyrir það fyrsta eru vegirnir núna hreinar perlur frá því sem áður var og jafnvel verstu vegir nú hafa sennilega þótt vera þeir bestu sem menn rákust á í dentíð. Og nú eru komnar brýr yfir flestar þær ár sem keyra þarf yfir. Stemmningin hefur líka breyst mikið. Nú er fólkið löngu hætt að syngja í áætlunarferðunum og ekki er manni lengur boðinn sop- inn.“ I»etta hefur verið mjög fjörugt Þú myndir fara í þetta aftur ef þú værir ungur í dag. „Já, hvers vegna ekki. Þetta hef- ur verið mjög fjörugt. Það var reyndar miklu fjörugra í þá daga, þegar maður var að byrja að keyra, en mér þykir það hafa verið gaman að keyra fram á þennan dag,“ segir Bjarni í Túni, Guð- mundsson og ber eld að pípu- hausnum. Bjarni hefur tvö síðustu árin, eftir að hann hætti með hóp- ferðirnar, verið að keyra hér og þar og hitt og þetta, eins og upp að Hrauneyjafossi með mat eða upp á Keflavíkurflugvöll til íslenskra aðalverktaka. Hvenær ætlar þú að hætta að keyra? „Það er ómögulegt að reikna það út. Meðan maður hefur góða heilsu og getur skrölt þetta, þá ætti þetta allt að vera í góðu lagi,“ segir hann og blæs frá sér stórum reyk. — ai. Fyrstu bifreiðalög á íslandi: 1. gr. Bifreið nefnist í lögum þessum hver sá vagn, sem er knúinn áfram með aflvél í vagninum sjálfum, og ætlaður til að flytja fólk eða varning. Lögin ná ekki til vagna, sem renna á spori, eða eru notaðir eingöngu af slökkviliði. 2. gr. Stjórnarráðið getur, eftir að hafa leitað álits hlutaðeigandi sýslunefndar eða bæjarstjórnar, takmarkað eða bannað umferð bifreiða á vegum eða vegaköflum með öllu, eða um tiltekinn tíma, ef slik umferð álítzt hættuleg eða til sérlegra óþæginda fyrir aðra umferð. 3. gr. Bifreiðar skulu svo gerðar, að þær geti farið eftir kröppum bugðum og auðvelt sé að snúa þeim. Sé bifreið þyngri en 350 kg., skal aflvélin geta knúið hana aftur á bak sem áfram. Ekki má nota breiðari bifreið en svo, að mesta breidd utanmáls sé 1.75 metrar: Þó getur Stjórnarráðið veitt undan þágu frá þessu að því er sérstaka vegarkafla snertir. Á hverri bifreið skal vera: 1. Tvennir hemlar svo sterkir, að með hvorum þeirra megi stöðva vagninn innan tveggja vagnlengda, þó hann renni með fullum hraða (35 km), og umbúnaður, sem varni því, að vagninn geti runnið forbrekkis, ef annar hvor hemillinn orkar ekki. 2. Horn til þess að gefa hljóðmerki. 3. Ennfremur þegar dimmt er: a. Tvö tendruð ljósker, sitt á hvorri hlið bifreiðarinnar framantil, og í sömu hæð sem lýsa svo, að ökumaður sjái að minnsta kosti 12 metra fram á veginn. b. Eitt Ijós, sem ber skæra birtu á merki vagnsins. Stjórnarráðið getur með reglugerð sett nánari ákvæði um gerð bifreiða, þar á meðal sérstaklega um þyngd þeirra. 4. gr. Sérhver bifreiðareigandi skal senda lögreglustjóranum í því umdæmi, sem hann er búsettur í, tilkynningu um bifreið sína, áður en hún er tekin til notkunar. Skal lögreglustjóri síðan láta fara fram skoðun á vagninum, og greiðir vagneigandinn kostnaðinn við skoðunina. Ef vagninn samkvæmt skoðuninni fullnægir ákvæðum þessara laga og þeirra reglugerða, sem settar verða samkvæmt þeim, skal lög- reglustjóri skrásetja vagninn og afhenda eiganda merki, sem setja skal aftan á vagninn, og ekki má taka af honum meðan hann er notaður. Verði eigendaskifti að bifreið, skal bæði hinn fyrri og hinn nýi eigandi tafarlaust tilkynna það lögreglu- stjóra. Flytjizt bifreiðareigandi búferlum úr einu lögsagnarumdæmi í annað með bifreið sína, skal hann senda tilkynningu um flutninginn til lögreglustjóra beggja umdæmanna. Skal lögreglustjóri lögsagnarumdæmis þess, er hann flyzt í, ákveða merki það, sem bifreið hans þá skal hafa, og afhenda honum það. Lögreglustjóri getur, hvenær sem ástæða er til, látið fara fram nýja skoðun á bifreið á kostnað eiganda, og komi þá í Ijós, að hún fullnægi ekki lengur ákvæðum laga og reglugerða, getur hann bannað notkun bifreiðarinnar, og tekið merkið af henni. U-* í ' '■ mv- r' 0£us£tr/eíni nr. 2 Jyrir éjreidarstjára •iu OTi\fn öA-ttrnanns. (*4artn M fjfirfiprpeJirÁ* uy <ir: /fifZ Ofetrnt/t • fj/Cid Jbv/ JuffnoHjir ififyrdum ftcim Jynr <¥- retdars/Jórn, sem seft eru i 3 yr. foya 2 nóvfr. /911 um nothun é'tfreiifa oy i s/affid í rxy fuyjörcj um ftifreiifur oy próf fyrir ftfeidarsijóru fá 26' aprif /915, er fonum mec) frjefi Jyesstt feimifad acf stýra fifetcJ. '>> 's . ffóyi ryfusþ&teeff* i JfffO VT rr/fi/cr?? r.V '<?• » , (fkuskírtcini nr z i P.cvkinrik • • Okumaður bifreiðar skal gefa merki með horni sínu í tæka tíð, þegar hætt er við árekstri Lög nr. 21/1914 — um notkun bifreiða 5. gr. Enginn má stýra bifreið, nema hann sé fullra 21 árs að aldri og hafi ökuskírteini frá lögreglustjóra, sem heimilar honum að stýra bifreið. Til þess að öðlast slíkt ökuskírteini, verður hlutaðeigandi að sýna vottorð frá lækni um að hann hafi fulla sjón, og vottorð valinkunnra manna um að hann sé áreiðanlegur og samvizkusamur. Ennfremur verður hann að standast próf, sam- kvæmt ákvæðum, er stjórnarráðið setur með reglugerð: þó má í þeirri reglugerð ákveða að sá þurfi ekki að taka próf, sem hefir skírteini frá erlendum stjórnarvöld- um. Lögreglustjóri getur svift hvern þann ökuskírteini um tiltekinn tíma eða fyrir fullt og allt, sem er dæmdur í refsingu fyrir brot á lögum þessum eða reglugerðum þeim, sem settar verða samkvæmt þeim, og sömuleiðis hvern þann, sem álitið er að hafi ekki lengur þá eiginleika, er útheimtast til þess að fá ökuskírteini. 6. gr. Ökuhraðann skal ávallt tempra svo, að komizt verði hjá slysum og ekki sé trufluð umferðin. í kaupstöðum, kauptúnum og ámóta þéttbýli má ökuhraðinn aldrei verða meiri en 15 km á klukkustund, nema Stjórnarráðið hafi leyft meiri hraða eftir tillögum hlutaðeigandi bæjar- eða sveitarstjórnar. Utan þessara staða má hraðinn vera meiri ef næg útsýn er yfir veginn og ökumaður samt sem áður getur fullnægt öllum skyldum sínum, þó aldrei meiri en 35 km á klukkustund. í dimmu má hraðinn aldrei vera meiri en 15 km á klukkustund. Þar sem ökumaður sér ekki langt fram á veginn í kröppum bugum, við vegamót eða gatnamót, þar sem vegurinn er sleipur og þar sem mikil umferð er, má ekki aka hraðar en svo, að stöðva megi vagninn þegar í stað. Sé for á veginum, skal aka svo gætilega, að ekki slettist á aðra vegfarendur. 7. gr. Ef bifreið mætir vegfarendum, skal hún halda sér vinstra megin á veginum. Bifreiðin skal þegar nema staðar, ef sá sem hún mætir gefur merki, eða ökumaður sér að hestur hræðist eða verður órór, og skal hann gera það, sem í hans valdi stendur, til þess að hestarnir komist fram hjá bifreiðinni án þess að fælast. Sömu varúðar skal bifreiðarstjóri gæta, er hann vill fara fram fyrir vegfarendur, sem eru á undan honum, en þá skal bifreiðin vera hægra megin á veginum. Hins vegar skulu vegfarendur jafnan víkja úr vegi fyrir bifreiðum sem öðrum vögnum, og aldrei tefja för þeirra að óþörfu. Ef bifreið mætir vögnum eða vegfarendum á þeim stað, þar sem vegurinn er svo mjór að hvorugir komist fram hjá öðrum, skal bifreiðin aka til baka og nema staðar þar sem hinir komast fram hjá henni. Ef ferðamenn með hlaðna vagna hafa neyðzt til að víkja út af vegi fyrir bifreið, skal bifreiðarstjóri veita liðsinni sitt, ef þörf gerist, til að koma vögnunum aftur á veginn. 8. gr. Ókumaður bifreiöar skal gefa merki með horni sínu í tæka tíð, þegar hætt er við árekstri. Hann skal þegar í stað hætta að gefa hljóðmerki, ef hestar hræðast eða verða óróir, og ekki má hann gefa hljóðmerki um leið og bifreiöin fer fram hjá hestum á veginum. 9. gr. Ef slys vill til, sem stafar af eða stendur í sambandi við notkun bifreiðar, skal ökumaður þegar nema staðar, skýra frá nafni sínu og heimilisfangi og hjálpa þeim, er slasazt hefir, ef þörf gerist. 10. gr. Óski útlendingur að nota um stuttan tíma bifreið, sem hann hefir með sér frá útlöndum, getur lögreglustjóri í því lögsagnarumdæmi, þar sem hann fyrst vill nota vagninn, veitt honum tímabundið leyfi til þess að nota bifreiðina, þó ekki lengur en 3 mánuði, með skilyrðum þeim, er þurfa þykir til þess að ná tilgangi þessara laga. Leyfi þetta getur lögreglustjórinn í hverju því lögsagnarumdæmi, sem bifreiðin er notuð í, afturkallað ef honum þykir ástæða til. 11. gr. Tvíhjóla bifreiðir og þær þrihjóla, sem ætlaðar eru einum manni, þurfa ekki að hafa nema einn sterkan hemil og eitt skært ljós í dimmu (sbr. 3. gr.) 12. gr. Brot gegn lögum þessum og gegn reglugerðum þeim, er samkvæmt þeim verða settar, varðar sektum frá 10— 500 kr., nema þyngri hegning liggi við eftir öðrum lögum. 13. gr. Hljótist slys eða tjón af notkun bifreiðar, annað hvort beinlínis af akstri hennar eða af því að hestur vegfaranda fælist, eða á annan svipaðan hátt, er sá, sem ber ábyrgð á bifreiðinni, skaðabótaskyldur, nema sá, sem fyrir slysinu eða tjóninu varð, eða einhver þriðji maður, hafi orðið valdur að slysinu eða tjóninu af ásettu ráði eða með vítaverðri óvarkárni, eða uppvíst verður að slysið hlaut að vilja til, þrátt fyrir þá aðgæzlu og varkárni, sem ökumanni er skylt að gæta. Framanskráð regla gildir þó ekki um slys eða tjón á fólki eða varningi, sem bifreiðin flytur, nema ræða sé um bifreið, sem er til nota fyrir almenning gegn borgun. Að öðru leyti fer um skaðabótaskyldu fyrir slík slys eða tjón eftir almenn- um reglum. 14. gr. Eigandi bifreiðar ber ábyrgð á henni og er skaðabótaskyldur samkvæmt 13. gr. Noti maður bifreið annars manns í heimildarleysi færist skaðabótaskylda eigand- ans yfir á notandann. 15. gr. Með framangreindum ákvæðum um skaðabótaskyldu er ekki skertur neinn sá réttur til skaðabóta, sem leiðir af almennum reglum. Eftir þessu eiga allir hlutaðeigendur sér að hegða. Gefið á Amelíuborg, 2. nóvember 1914. Undir vorri konunglegu hendi og innsigli, Christian R. (L. S.) Siy. Eyyerz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.