Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 2
50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
Bjarni í Túni Guðmundsson: „Það var oft gott aö koma í Kolviðarhól oftir arfiðan túr I kafaldsbyl og noglanda og fá hoita kjetsúpu.“
Ljóamynd Mbl. Emilía.
Búinn ad keyra í 48 ár
Það er hann Bjarni í Túni, sem
hefur orðið, en hann hefur um
langan aldur, eða í 48 ár, ekið fólki
og frakt um allt land má segja.
Hann varð einn af frumkvöðlun-
um í landflutningum þegar hann
keypti sér Ford-bifreið árið 1933
og hóf akstur á milli Reykjavíkur
og Flóans. Þetta var Ford-bíll með
hálfkassa, sæti fyrir 10 og pallur
aftur úr fyrir vörur.
Bjarni í Túni Guðmundsson er
fæddur þann 26. janúar 1908 á
bænum Túni í Hraungerðishreppi,
rétt austan við Selfoss. Foreldrar
hans voru þau Guðmundur
Bjarnason bóndi og Ragnheiður
Jónsdóttir. í Túni hafa verið með
búskap fjórir ættliðir Bjarna, en
„ég hafði aldrei hugsað mér að
vera bóndi“, sagði hann. „Ég var
lítið gefinn fyrir þennan sveita-
búskap."
En aldrei tekið
bílpróf
Bjarni býr nú í Reykjavík, í
Norðurmýrinni, og fyrir utan
heimili hans er í stæði stór og
mikill Land-Rover-jeppi, eini
einkabíllinn, sem hann hefur
nokkru sinni átt. „Ég hef ekki átt
marga bíla um æfina. Ætli þeir
séu fleiri en tíu stykki," segir hann
og kveikir sér í pípu. Hann á
nokkrar slíkar, bognar og beinar,
og tottar þær mikið. Bjarni er ekki
hár í loftinu en þykkur í vexti með
stórskorið andlit, en vinalegt. Þeg-
ar hann er spurður að því hvenær
hann hafi fengið bílprófið, segir
hann með kankvísu glotti, að því
sé erfitt að svara.
„Það er nefnilega þannig,“ segir
Bjarni, „að þó ég sé búinn að keyra
bíl af öllum stærðum og gerðum út
á flest horn landsins, þá hef ég
aldrei tekið neitt bílpróf. Já, það
er von þú hváir. En svoleiðis var
að ég átti frænda úti í Englandi,
Helgi Jónsson hét hann og var
togaraskipstjóri og þegar ég var
strákur þá heimsótti ég hann oft
til Englands. í þá daga var það
þannig að ekki þurfti annað í
Engiandinu en að fara niður á
lögreglustöð og kaupa sér öku-
skírteini og borga fyrir það 10
shillinga. Ætli það hafi ekki kost-
að sex krónur íslenskar þá, og
niður á lögreglustöð fór ég. Ekki
man ég það nákvæmlega út af
hverju í ósköpunum ég rauk til og
keypti mér bílpróf, því ekki keyrði
ég neitt úti í Englandi.“
Gamli-Ford með hæ og ló
„Síðan lá það beint fyrir þegar
ég kom hingað til íslands aftur að
fara til hans Magnúsar Torfason-
ar, þá sýslumanns Árnessýslu,
sýna honum skírteinið og fara
fram á að fá íslenskt ökuleyfi út á
það. Magnús sagði, að fyrst ég
gæti ekið bíl úti í Englandi, þá
„Maður hefur
einhvem
thna blótað
Kömbunum“
Rabbað við Bjarna í Túni sem
ekið hefur bílum í tæpa hálfa öld, en aldrei tekið bílpróf
„Það var einhverntíma á þessum árum, vet-
urinn þrjátíu og fjögur held ég það hafí verið,
að ég var að keyra einu sinni sem oftar aust-
an frá Selfossi til Reykjavíkur. Það var
blindbylur, öskrandi rok og skafrenningur og
á undan mér keyrði Baldur Guðmundsson en
hann var á rútu frá Steindóri. Hún var full af
farþegum að fara til borgarinnar og við Bald-
ur ætluðum að fylgjast að á leiðinni. Svo
mikið var kófíð að ég sá aðeins stundum
glitta í rútuna hans Baldurs og var ég þó rétt
fyrir aftan hann. Allt gekk að óskum upp
Kambana og þar til við komum að Sand-
skeiðinu. Þá var þar enginn vegur að kalla
heldur bara ruðningur, sem bílarnir höfðu að
mestu gert sjálfír. Ég keyrði þetta áfram
þarna afskaplega hægt og rólega enda
kannski ekki hægt að gefa neitt í við þessar
aðstæður. Lítið sem ekkert sást út um fram-
rúðuna og vinnukonurnar höfðu ekki undan
að skafa burt snjó. Þá veit ég ekki fyrr en allt
í einu að ég sé bfl koma á móti mér, svo litlu
munaði að við rækjumst saman. Var þar
korninn Baldur á Steindórsrútunni, sem ég
átti að fylgja til Reykjavíkur. En þarna sner
um við allt f einu hvor á móti öðrum og
skildum við ekkert í því þar sem við vorum
báðir á leið til Reykjavíkur. Höfðum við ekki
hugmynd um hvor okkar var á réttri leið,
hann eða ég, en eitt var greinilegt að annar
okkar hafði ekið í hring á Sandskeiðinu. Við
ákváðum þó um síðir að halda í þá átt sem
minn bfll sneri, og lentum við á endanum í
Reykjavík fyrir bragðið. Baldur hafði þá ekið
hring í hríðarkófínu án þess að nokkur tæki
eftir. Var mikið hlegið að þessari för okkar.“
Fyrati bíllinn sem Bjarni í Túni eignaöiat. Hann keypti Fordinn á 2.200 krónur árið 1933. Myndin er tekin í
skemmtitúr sem Bjarni (stendur við bílinn) fór í f Landmannaafráttir. ÁR-16 er númerið á Fordinum. Þá voru
bílarnir merktir eins og skip eru merkt nú til dags.
hlyti ég eins að geta það hér. Á
þeim tíma þurftu allir, og þeir
voru ekki margir, að ganga til
prófs í Reykjavík. Það var hvergi
prófað nema þar, en það gerði ég
sem sagt aidrei. Reyndar fór éfí
miklu miklu seinna á meiraprófs-
námskeið, en það voru ekki nema
tvær kvöldstundir."
Manstu hvenær þú komst upp í
bíl fyrst?
„Ætli það hafi ekki verið þegar
tveir bílar frá Vegagerðinni úr
Reykjavík voru að bera ofan í
Flóaveginn, einhverntíma fyrir
1930. Það voru Gömlu-Fordar með
hæ og ló, og manni þótti æfintýri
að koma upp í slík tæki. í fyrstu
fékk maður ekki nema að sitja
með en síðan fór maður að fá að
taka í. Svo var maður að grípa í
stýrið hjá hinum og öðrum. Ann-
ars voru afskaplega fáir bílar þá,
sem maöur sá. Bændur áttu yfir-
leitt ekki bíla.“
2,75 í Flóann
En svo keyptir þú þér einn.
„Já, 1933 keypti ég mér Ford-
hálfkassabíl, sem tók 10 farþega
og einhverjar vörur með. Þannig
voru flestir bílar sem ekið var um
landið í þá daga. Hann var árgerð
þrjátíu en ég keypti hann notaðan
og fór þegar að keyra á áætlun’
milli Flóans og Reykjavíkur. Mað-
ur var bara að skaffa sér vinnu
með því að kaupa bílinn. Þá var
mikið kreppuástand, atvinnuleysi
mikið og erfitt að fá vinnu. Bíllinn
kostaði mig 2.200 krónur. Ég átti
1.000 krónur sem ég hafði önglað
saman í gegnum tíðina, og þær
borgaði ég strax en átti að borga
restina um haustið. Það var um
vor sem ég keypti þennan fyrsta
bíl minn og aksturinn gekk svo vel
um sumarið að ég gat borgað þess-
ar 1.200 krónur sem eftir voru á
settum tíma um haustið.
Þá kostaði farið fyrir einn mann
úr Reykjavík í Flóann 2,75 krónur
og þar sem maður stoppaði í
sjoppum eins og „Heitt og kalt“,
gat maður keypt sér fiskmáltíð
fyrir 75 aura og kjetmáltíð fyrir
eina krónu. Við stoppuðum mikið í
„Heitt og kalt“. Það hefur senni-
lega verið eins og Múlakaffi er
núna. En það var yfirleitt mikið
að gera í keyrslunni á sumrin enda
áttu fáir bíl. Eitthvað annað en
núna.“
Miklir kallar
með kaskeitin
Og var ekki litið upp til ykkar
bílstjóranna?
„Jú, blessaður vertu. Það var lit-
ið hátt upp til okkar. Ætli það hafi
ekki verið litið meira upp til okkar
en sýslumannanna, sem þó voru
hátt skrifaðir í þá daga. Jú, jú, við
þóttum miklir kallar með kaskeit-
in okkar. Einhverju sinni var
hann Björgvin, þá sýslumaður
Rangæinga, á labbi niður á Lækj-
artorgi í júníforminu sínu. Þetta
var í kringum 1930 þegar fyrstu
strætisvagnarnir voru að keyra
um Reykjavík, og sem hann er
þarna á labbi vindur sér að honum
stúlkukind einhver og spyr hann
hvenær næsti strætó fari í Skerja-
fjörðinn. Hún hélt í sakleysi sínu
að hann væri einn af þessum
strætisvagnastjórum og Björgvin
sagði að það væri grátlegt að
strætisvagnastjórar væru í eins
flottu júníformi og konunglegir
embættismenn.
Á þessum árum höfðum við af-
greiðslu margir á Hverfisgötu 50
hjá honum Guðjóni Jónssyni
kaupmanni. Ætli það hafi bara
ekki verið stærsti rútuafgreiðslu-
staðurinn í Reykjavík þá. Fyrir
utan Steindór náttúrulega."
Gemsarnir þóttu góðir
„En hjá Guðjóni söfnuðust sam-
an hálfkassabílarnir margir svo
það hefur verið eins og er á BSÍ
núna. Á sumrin fórum við oftast
fjórar ferðir í viku frá Guðjóni, en
það minnkaði mikið á veturna.
Það er ekki hægt að segja að mað-
ur hafi farið margar ferðir þá.
Það hafa varla verið nema tvær
tegundir bifreiða í gangi á þessum
árum. Það var vitanlega Fordinn