Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 27
Hér oru þau Ingibjörg Olaan og Kriatinn Olsen bsaöi í Loftleiöabúning-
um. Ingibjörg var meðal fyrstu flugfreyjanna hjá Flugfélagi íslands í
míllilandafluginu, en síöar starfaöi hún í mörg ér hjé Loftleiöum.
sem félagið hætti starfsemi:
— Já, okkur leist ekki vel á
blikuna þegar Hekia fór fram af
braut. á Italíu og eyðilagðist, en
þá vorum við Alfreð í New York
og fréttum af því þangað. Fór-
um við heim í skyndi og félagar
okkar margir vildu þá athuga
með atvinnu erlendis og höfðum
við fengið þau skilaboð að
heiman. Fengum við strákana
til að halda áfram og upp úr því
var seinni Heklan keypt og síðar
keyptum við sexurnar.
Og Kristinn rekur síðan
hvernig flugið til Ameríku hefur
þróast, en á þessum fyrstu árum
tóku ferðirnar allt að 20 tímum.
Kristinn blaðar í loggbókinni,
en þar má sjá hvernig málin
þróast:
— Við vorum mikið fljúgandi
í ís og snjó, en ísingin var versti
óvinur okkar. Þegar við flugum í
ísingu var eins gott að vera vel á
verði og lýsa út á vængina til að
fylgjast með, en yfirleitt reynd-
um við að fljúga uppúr sortan-
um þegar þannig stóð á.
Lengsta flugið á þessum árum
var 20 klukkutímar milli íslands
og Ameríku. Algengt var að
flugið frá Reykjavík til New
York tæki 16 til 17 tíma. Þá var
alltaf millilent í Goose eða
Gander og stundum kom fyrir
að við yrðum að lenda á Græn-
landi. Var það kannski eftir
óvenjumikinn mótvind að bens-
ínnotkunin var meiri en við
bjuggumst við. Þá kom fyrir að
við fengum lánaða peninga hjá
farþegum, sem við greiddum
síðan við komuna til New York,
en á þessum árum var ekki um
nein lánsviðskipti að ræða í
Grænlandi, enda versluðum við
þar við herinn og komum mjög
sjaldan þarna við og hann vildi
auðvitað fá greitt í beinhörðum
dollurum.
En eftir því sem vélarnar urðu
fullkomnari styttist flugtíminn.
Næsta vél á eftir sexunum var
Rolls Royce 400 eða CL-44 og
tókum við þær í notkun kringum
1964. Létum við lengja þær vél-
ar, rákum þrjár af lengri gerð-
inni og tvær af þeirri styttri.
Tóku þær lengri 189 farþega og
voru stærstu vélar sem flugu yf-
ir Norður-Atlantshaf á þessum
árum. Þessar vélar voru vinnu-
hestar og með þeim var flugtím-
inn kominn niður í 7 til 8 tíma
milli Islands og Ameríku.
í þotuöldina 1970
Næsta skref Loftleiðamanna
var svo inn í þotuöldina, árið
1970 þegar farið var að nota
DC-8 þoturnar, sem enn eru í
notkun hjá Flugleiðum og voru
flestar 5. En Kristinn Olsen seg-
ist hafa hætt að fljúga um það
leyti sem þoturnar komu:
— Það var eiginlega alveg
óvart. Ég hafði ætlað mér á
fyrsta námskeiðið sem flug-
menn okkar fóru þegar við tók-
um þotuna, en missti af því þar
sem ég var að stússa í einhverj-
um undirbúningi hérna heima.
Á sömu leið fór með annað nám-
skeiðið, alltaf var ég bundinn yf-
ir einhverri skipulagsvinnu hér
og hef verið það síðan. Komst
ekki sjálfur í þotuöldina undir
stýri, en læt mér vel líka að
fylgjast með þróuninni.
Edward Kristinn Olsen á að
baki um 20 þúsund flugtíma og
segist hann endanlega hættur
flugi. — Annað hvort er að vera
í þessu alveg eða ekkert, segir
hann. Ekki vill hann heldur
fljúga smáflugvélum, hann er
hættur að fljúga og við það sit-
ur. Síðustu árin hefur hann haft
með höndum ýmis störf fyrir fé-
lagið. jt
þvottavélin:
Stálvélin sem stenst
túnanstöim
Nýju Candy þvottavélarnar eru með pott úr ryðfríu
stáli og utan um hann er sterk grind, sem tekur
átakið af pottinum.
CANDY þvottavélar fyrir kalt vatn
CANDY þvottavélar fyrir heitt og kalt vatn
CANDY þvottavélar með 400,500 eða 800 snúninga
vinduhraða.
Einnig bjóðum við Candy þurrkara, svo nú getið
þér þurrkað allan þvottinn í einu á meðan þvotta-
vélin er að þvo. Þannig sparast mikill tími.
CANDY GÆÐI CANDY ÞJÓNUSTA
601*9311110120 Sími 26788
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
O