Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 10
58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
WACOinn á Akurayrarpolli, «n hún »ar fyrata vél Flugfétaga blands, þM« þriðja.
Súlan, fyrsta flugvélin í almennu farþegaflugi hérlendis. Hún flaug fyrir Flugfélag íslands, hið annað í
röðinni, árin 1928—1929. Myndin er tekin fyrir framan þar sem nú stendur Tollstöðvarhúsið í Reykjavíkur-
höfn.
um árum hugsaði ég ekki svo mik-
ið um það. Þótt ég hafi hætt að
fljúga vélum félagsins, langaði
mig alltaf að halda fluginu áfram,
en það var ekki fyrr enn 30 árum
síðan, eða árið 1977, að ég keypti
mér einkaflugvél, sem ég hef flog-
ið í frístundum mínum, mér til
mikiliar ánægju."
Hverjar eru helztu breytingarnar
á farþegafluginu í gegnum árin?
„Þær breytingar, sem maður
verður mest var við, eru auðvitað
flugvélarnar sjálfar, sem tekið
hafa miklum breytingum í gegn-
um tíðina. Eins og ég sagði áður
varð mikil bylting með tilkomu
Katalína-flugbátanna og á eftir
þeim komu svo Þristarnir eins og
áður sagði. Flugvélar með jafn-
þrýstiklefum komu fyrst á mark-
aðinn á árunum 1947—1948, þegar
vélar af gerðunum DC-6 og El-
ectra komu fram, en þær komu
ekki hingað til lands fyrr enn á
árunum 1954—1955.
Áður en lengra er haldið væri
ekki úr vegi, að minnast á það, að
fyrsta millilandaflugið var farið
árið 1945, eða nánar tiltekið 11.
júlí það ár. Það var Jóhannes
Snorrason, sem var flugstjóri í
þessari fyrstu tilraunaferð, sem
farin var til Skotlands og Kaup-
mannahafnar. Það hafði staðið í
töluverðu stappi, að fá heimild til
að fljúga þetta flug og það voru
töluverð vandkvæði á því, að fá
formlegt áætlunarleyfi, þegar
sýnt þótti, að við gætum staðið í
þessu flugi. Það var ákveðið á ár-
inu 1946 að leigja flugvél frá
skozka flugfélaginu, Scottish Air-
lines í Prestwick. Flugi milli Is-
lands og Skotlands og Danmerkur
var síðan haldið uppi á þennan
hátt fram til ársins 1948, eða nán-
ar tiltekið í júní það ár, flogið var
á Liberator, fjögurra hreyfla
sprengjuflugvél, en hún var inn-
réttuð fyrir 16 farþega í upphafi,
en síðar breytt fyrir 24 farþega.
Henni var flogið héðan til Prest-
wick á Skotlandi, en þar tók við
Þristur og flutti farþegana áfram
til Kaupmannahafnar.
Það var svo árið 1948, að fyrsti
Fjarkinn kom í flotann og var
hann nefndur Gullfaxi. Með til-
komu hans má segja, að við höfum
tekið millilandaflugið fyrir alvöru
í okkar hendur. Hann var innrétt-
aður fyrir 38 farþega með lúxus-
innréttingu. Það voru í vélinni
kojur til að fólk gæti lagt sig og þá
voru í henni hugguleg borð til að
sitja við. Undir venjulegum kring-
umstæðum, hefði auðveldlega ver-
ið hægt að innrétta hana fyrir
50—60 farþega. Við töldum ekki
rekstrarlega hagkvæmt, að fljúga
skipt flug, annað til Bretlands og
hitt til Danmerkur og því var
haldið uppteknum hætti og flogið í
gegnum Skotland til Danmerkur
og sá háttur var reyndar hafður á
allt fram til ársins 1981, þegar
leyfi okkar til flugs milli Glasgow
og Kaupmannahafnar var tekið af
okkur, að beiðni British Airways.
Þeir ætluðu að hefja flug þarna á
milli og hagnast á því. Þeirra
áætlanir stóðust síðan ekki og þeir
hættu þessu flugi fljótlega. Við
sóttum þegar um, að taka það upp
að nýju og það leyfi fékkst. Áð
vísu ber þess að geta, að við tókum
upp beint flug til London og Kaup-
mannahafnar fáum árum eftir að
millilandaflugið hófst. Á þessum
árum tók það okkur um sjö
klukkutíma, að fljúga á milli ís-
lands og Kaupmannahafnar og
flogið var í um 10—11 þúsund feta
hæð, því Fjarkarnir voru ekki með
jafnþrýstibúnaði. Það var því
il bylting fyrir áhöfn og farþfega,
þegar jafnþrýstar vélar eins og
Sexurnar, DC-6, komu inn í mynd-
ina á árunum 1954—1955 eins og
ég sagði áður. Þá var gjarnan flog-
ið í 15—20 þúsund feta hæð og
fólki leið eins og það væri í 4—5
þúsund feta hæð. Þegar svona hátt
er komið er ekkert mál að fljúga í
14—15 vindstigum, en slíkt er
næsta ógerlegt í lægri hæðum eins
og þeim, sem Fjarkarnir þurftu að
vera í. Þá eru veður jafnan mun
stöðugri í hærri hæð. Það getur
t.d. verið hættulegt að fljúga inn í
Cumulus Nibus bólstraský, en
slíkt er að mestu hægt að forðast í
hærri hæð, auk þess sem radarar
vélanna hafa síðar verið notaðir
til að forðast þessi ský.“
Á þessum árum, þegar þið voruð
að hefja flugið til Kaupmannahafhar
voru Loftleiðamenn einnig komnir
af stað. Hvernig gekk sú samkeppni
fyrir sig?
„Þeir fóru sitt fyrsta flug til
Kaupmannahafnar á árinu 1947
og árið 1949 var ástandið orðið
þannig, að við ákváðum að setjast
niður og ræða málin af skynsemi.
Niðurstaða viðræðnanna varð sú,
að við ákváðum, að skipta fluginu
á milli okkar, fljúga eina ferð aðra
hvora viku yfir vetrartímann. í
sambandi við ástandið á þessum
árum, man ég einu sinni eftir því,
að einn farþegi fór um borð í
Fjarka, sem var á leið til Kaup-
mannahafnar. Á síðari stigum fór
samkeppnin svo aftur harðnandi
og þetta endaði allt saman með
því, að félögin voru sameinuð árið
1973. En í millitíðinni höfðu þau
tíðindi gerst, að við eignuðumst
fyrstu þotuna, sem var af gerðinni
Boeing 727-100 og var nefnd Gull-
faxi. Sú vél hefur reynzt okkur
mjög happadrjúg í gegnum árin og
við eigum hana ennþá. Síðar höf-
um við svo eignast vél af gerðinni
Boeing 727-200, sem er í alla staði
mjög tæknilega fullkomin, auk
þess, sem Loftleiðir áttu nokkrar
Áttur, DC-8 vélar, þegar félögin
voru sameinuð. Flugleiðir eignuð-
ust síðan Tíu, DC-10 vél, en seldu
hana aftur.“
Þegar við erum komnir inn í þotu-
öldina, langar mig að biðja þig að
lýsa örlítið nánar þeim mikla mun,
sem hlýtur að vera á gömlu vélun-
um, sem félagið var með í upphafi og
þessum nýju vélum.
„Auðvitað er þar gífurlegur
munur á. Fyrstu vélarnar okkar
voru WACO-arnir eins og ég sagði
áður. Þeir voru mjög háreistir og
strigaklæddir og því mjög við-
kvæmir fyrir öllu hnjaski. Reynd-
ar var reynslan af sjóflugvélum
ekki nægilega góð með tilliti til
viðhalds. Seltan fór t.d. mjög illa í
ýmsa hluti þeirra. Nú í sambandi
við WACO-inn þá gat hann verið
svolítið varasamur, þegar maður
var að athafna sig ef einhver bára
var. Síðan fengum við Beechcraft-
inn, sem var sterkbyggð landvél. I
kjölfar hans koma svo Katalína-
flugbátarnir, sem reyndust mjög
vel. Þeir þoldu seltuna mun betur.
Eftir Katalína-flugbátunum komu
svo einvörðungu tiltölulega sterk-
byggðar landvélar.
Með auknum og bættum flug-
vélakosti höfum við svo stóraukið
starfsemi félagsins og nú er svo
komið, að Flugleiðir fljúga til
fjögurra borga á Norðurlöndum,
Kaupmannahafnar, Osló, Stokk-
hólms og Gautaborgar. Þá er flug
á vegum félagsins til Glasgow og
London í Bretlandi. Flogið er til
tveggja borga í Vestur-Þýzkar
landi, Dússeldorf og Frankfurt og
til Amsterdam í Hollandi. Þá er
flogið til Parísar í Frakklandi og
Luxemborgar. Loks fljúgum við til
New York og Chicago í Bandaríkj-
unum, auk ýmiss konar leiguflugs
víðs vegar um heiminn. Þegar
starfsemi félagsins nær hámarki
yfir sumartímann má reikna með,
að félagið verði með í námunda við
sextán vélar í rekstri, þar af
meirihlutann afkastamiklar þot-
ur.
Innanlands hefur flugið líka
aukizt verulega. í dag fljúgum við
til Patreksfjarðar, Þingeyrar og
ísafjarðar á Vestfjörum, til Sauð-
árkróks, Akureyrar og Húsavíkur
á Norðurlandi, til Egilsstaða og
Hafnar í Hornafirði á Austurlandi
og loks til Vestmannaeyja. í
tengslum við þetta flug erum við
yfirleitt í samvinnu við minni fé-
lög á viðkomandi stöðum, sem
standa fyrir áætlunarflugi á hina
ýmsu staði í fjórðungunum. Þetta
samstarf hefur gefið mjög góða
raun í gegnum tíðina."
Að síðustu var Örn Ó. Johnson,
stjórnarformaður Flugleiða, spurður
hver væru hans aðaláhugamál fyrir
utan flugið.
„Ég hef alla tíð haft mikinn
áhuga fyrir landbúnaði og fyrir
nokkrum árum lét ég gamlan
draum minn rætast, þ.e. að eign-
ast eigið býli, Brekkur, fyrir aust-
an Hvolsvöll. Þar eyði ég orðið
stærstum hluta af tíma mínum,
þegar ég er ekki bundinn vegna
starfs míns fyrir Flugleiðir," sagði
Örn Ó. Johnson, handhafi flug-
skírteinis númer 4 og einn af
frumkvöðlum íslenzkrar flugsögu,
að síðustu í samtali við Mbl.
Þristurinn, var lengi í þjónustu Flugtélags islands og reyndist frábærlsga vel.
Sólfaxi, önnur Skymaster-vél Flugfélags íslands. Hún var fyrstu árin aóallega notiö í
míllilandaflugi. tj^mrnd Mbj. ói.k m
Fokker Friendship aó koma inn til lendingar. Flugfélag fslands hefur notaó þær í innanlandsfluginu tæp Boeing 727-200 nýjasta þota Flugleióa sem er mjðg fullkomin aö allri
síöustu 20 árin.