Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
73
Vegagerðin hugðist þá reisa gisti-
stað í Fornahvammi og báðu þeir
mig að reka staðinn og aðstoða
bílaumferð yfir heiðina, en hún
var löng og erfið og var ég heið-
inni gjörkunnugur."
Hvernig bílar fóru þama um?
„Þeir voru nú alla vega, bæði
fólksbílar, vörubílar og rútubílar.
Þarna gátu komið 20 bílar á einum
degi, þá þurfti maður að fara með
þá alla í einni lest og hjálpa þeim
svona sitt á hvað.
Fyrstu árin í Fornahvammi vor-
um við án þess að hafa jarðýtur,
þá notuðum við trukka til að
draga bílana yfir mestu ófærðina.
Ef mikið hafði snjóað urðum við
að moka þröng göng fyrir bílana,
svo þeir kæmust áfram. Fyrir gat
komið að snjórinn væri mann-
hæðarhár. Moksturinn gat því
tekið tangan tíma og stundum vor-
um við allan daginn á heiðinni."
Þið hafið aldrei þurft að dvelja
þar næturlangt?
„I þessi 12 ár, sem ég var í
Fornahvammi, kom það aðeins
einu sinni fyrir að ég þurfti að
gista í sæluhúsinu. Þá var komin
stórhríð og sást ekki út úr augum.
Þá var með mér Hrólfur Ás-
mundsson vegavinnuverkstjóri
hjá Vegagerðinni. Hann var oft í
Fornahvammi og átti að aðstoða.
Hann var kallaður Hrólfur spila-
maður, því hann dró bílana stund-
um á spili, sem var framan á ein-
um trukknum, en við höfðum 2—3
trukka þarna upp frá.
Þegar ýtan kom breyttust að-
stæður mjög, gátum við tekið
heiðina í einni sköfun og fylgdu
bílarnir á eftir."
Manstu eftir einhverju atviki frá
þessum dögum i Fornahvammi, sem
er þér minnisstætt?
„Einu sinni vorum við að koma
að norðan eftir að hafa farið með
6 bíla norður yfir. Þá mættum við
hálfkassabíl og í honum voru
nokkrar konur, karlar og börn og
ein líkkista. Bílstjórinn stöðvaði
okkur og spurðist fyrir um færð-
ina. Við höfðum ekið leiðina hik-
laust, en förin voru samt orðin
andskoti mjúk og farið var að
dimma og leit út fyrir að það ætl-
aði að fara að snjóa. Fólkið hélt
áfram. Það var ekki fyrr en dag-
inn eftir að hringt var í okkur frá
Brú í Hrútafirði, en frá sæluhús-
inu var aðeins hægt að hringja
þangað. Hafði fólkið þá ekki kom-
ist lengra en í sæluhúsið og þar
hafði það ekkert til að kynda upp
með né að borða. Þegar hér var
komið var skollin á grenjandi
stórhríð og við sáum ekki einu
sinni bensíntankana á hlaðinu,
sem voru í 5—6 metra fjarlægð og
úti var 23 stiga gaddur og var því
ekki fýsilegt að fara út. Við fórum
samt. Ekki þýddi að fara á
trukknum, sem var opinn, svo við
tókum út snjóbíl, sem hafði ekki
verið hreyfður í 2 ár og ætluðum
við að freista þess að fara á hon-
um. Við tókum með okkur heil-
mikið af mat og olíu til að kveikja
upp. Þegar við vorum á leið fram
dalinn sagði Hrólfur við mig: „Það
þýðir ekki annað en að snúa við
Palli, við höfum þetta aldrei." Ég
sagði að það yrði aldrei snúið við,
um það þýddi ekki að tala. Svo
höfðum við okkur í sæluhúsið eftir
nær átta tíma, sem við vorum van-
ir að aka á hálftíma til þremur
korterum. Fólkinu datt ekki í hug
að við kæmum, en varð harla
glatt, þegar það sá okkur. Þá hafði
það verið matar- og olíulaust í
rúman sólarhring. Seinni hluta
dags lægði svo veðrið.“
Þú hefur ekki verið gefinn fyrir að
snúa við, hvað sem á gekk?
„Ég sneri yfirleitt aldrei við. Ef
maður átti að fara eitthvert, þá
gafst maður ekki upp. Á þessum
árum var maður svo hraustur og
það var eins og kuldinn ynni aldrei
á mér. Ég var oft húfulaus og mik-
ið mátti ganga á svo ég væri með
vettlinga."
Var ekki oft kalt í bílunum á þess-
um árum?
„Nei, nei, það var ágætis mið-
stöð í þeim, meira að segja í hálf-
kassabílunum. En bílarnir, sem
við drógum á, voru opnir, en það
voru GMT-bílar frá setuliðinu, en
þá vorum við líka í olíugalla."
Hefur þú aldrei velt bíl?
„Jú, það hefur komið fyrir. Eitt
sinn var ég á leið norður á
Hvammstanga með snarlifandi
tófur í fjórum kössum, sem ég
hafði bundið upp á grind á þakinu.
Ég var að flytja þær fyrir Einar
Farestveit, en hann var með refa-
bú þar. Ég var einn á ferð og það
var asahláka og fljúgandi hálka og
afar hvasst. Rétt ofan við Hreða-
vatnsskála var dálítil hæð á vegin-
um og beygja niður með og þar
sneri vindurinn bílnum og smellti
honum á hliðina. Tófukassarnir
slitnuðu allir af. Ég var með fáa
farþega í bílnum og engan sakaði
enda gerðist þetta svo hægt. Við
ræddum meira að segja um það á
meðan bíllinn var að snúast, hvort
hann ætlaði að skella á hliðina eða
ekki. Við tíndum svo kassana sam-
an, en það þurfti að fá 10—15
karla úr Borgarnesi til að rétta
bílinn við. Það merkilega var að
bíllinn skemmdist nær ekkert."
En þú varst ekki alltaf á rútubíl-
um og trukkum, þú áttir sjálfur fin-
an bíl?
„Já, ég átti drossíu af Buick-
gerð, sem tók átta manns og þótti
einn fínasti bíllinn þá. Ég var því
fenginn til að aka Kristjáni X
Danakonungi og fylgdarliði hans
til Þingvalla alþingisárið 1930.“
Manstu eftir einhverju sérstöku
úr þeirri ferð?
„Nei, það geri ég ekki, þetta
gekk bara allt vel.“
Var nokkur metingur um það hver
ætti finasta bílinn?
„Það held ég ekki, en þegar ég
var hjá Kristjáni fékk ég alltaf
nýja bíla á hverju vori, en hinir
tóku við þeim, sem ég hafði verið á
áður.
Var einhver tegund, sem þér
fannst betri en önnur á þessum ár-
um?
„Fordinn var bestur, einnig
höfðum við notað Studebaker og
Chevrolet, en það var aldrei keypt-
ur nema einn Chevrolet, því fólk-
inu líkaði ilia við hann, það sagði
að það væri alltaf uppi í þakinu á
honum að aftan, því hann var svo
hastur.
Varð fólkið þá ekki bílveikt?
„Það bar ekki mikið á því, enda
var stoppað svo oft og farið hægt
yfir. Það fór að bera meira á slíku
eftir að hraðferðirnar byrjuðu
eins og þær voru kallaðar ferðirn-
ar frá Borgarnesi og til Akraness,
þá var ekið mikið hraðar og fór
maður verr með fólkið á því.“
Gat vinnudagurinn ekki oft orðið
langur?
„Jú, hann gat orðið það, en þá
var aldrei spekúlerað í því hvort
hann væri 5 tímar eða 18 tímar,
eins og stundum gat komið fyrir.“
Var bílstjórastarfið ekki erfitt
starf?
„Þeir þoldu þetta ekki almennt
karlarnir og margir gáfu sig á
þessu.“
Kn þú hættir akstri eftir um það
bil 30 ára starf og tókst við hótelinu
i Varmahlíð í Skagafirði.
„Já, þá sneri ég mér meira að
reiðmennskunni, en ég leigði út
hesta og fór í ferðir með fólk með-
al annars suður yfir Kjöl ásamt
þeim Sveini á Varmalæk og Bene-
dikt í Vatnsskarði.
Eftir að ég flutti hingað á
Kröggólfsstaði, hef ég verið í
hestaflutningum fyrir Sambandið.
Ég byrjaði fyrst á því að kaupa
fyrir þá hesta og fór með þá á
skipum og sýndi þá á stærri sýn-
ingum úti í Þýskalandi. Nú er ég
með 60 hesta hús og sé um að taka
hesta sem Sambandið hefur keypt
til útflutnings úti í sveitum og
geymi svo hestana hérna í húsinu
auk þess sem ég sé um þá í gegn-
um dýralæknisskoðun og svo upp í
flugvél. Þetta hef ég gert í 15 ár,
en það er nú önnur saga.“
HE.
Fyrsti flug-
dagurinn
18. júli 1938
I gær var haldinn fyrsti flug-
dagur hér á landi. Fóru flugsýn-
ingar fram á Sandskeiðinu ofan
við Lögberg við Reykjavík. Til
flugsýninganna var vel vandað af
forgöngumönnum flugmálanna.
Veður var hagstætt og sótti sýn-
inguna fjöldi fólks.
Agnar Kofoed-Hansen setti
flugmótið, en Skúli Guðmundsson
samgöngumálaráðherra flutti
ræðu. Síðan hófust flugsýningar
og voru þær margvíslegar. Svif-
fluglíkön voru látin fljúga, renni-
flug sýnt, listflug sýnt á svifflug-
um og vélflugum og að síðustu var
áhorfendum boðið í hringflug.
Mikla athygli vakti listflug
Þjóðverjans Ludwigs. Flugmótinu
var lýst í útvarp frá Sandskeiðinu.
Á sýningu þessari voru átta
flugtæki, 2 flugvélar og 6 svifflug-
ur og renniflugur.
Járnbraut í
Þingeyjarsýslu
G. september 1905
Fullráðið á nú að vera að leggja
járnbraut frá Húsavík upp að
Reykjahlíð, 6 mílur vegar. Það er
félag það enskt, er brennisteins-
námurnar leigði þar í fyrra, sem
þetta gerir. En framkvæmdastjóri
þess er nefndur Black og var þar á
ferð í fyrra og aftur í sumar. Hann
kvað nú hafa boðið Einari bónda í
Reykjahlíð 14 þús. kr. fyrir jörð-
ina, en hún hafði verið keypt á 7
þús. kr. fyrir nokkrum árum.
Hann og þeir félagar enskir halda
sig hafa fundið þar blýhvítu og
ýmsa fleiri pentliti. Og gull segj-
ast þeir hafa fundið nálægt
Kröflu. — Norðurland segir frétt
þessa eftir skilorðum manni úr
Mývatnssveit.
ÞURÆÐUR
FERÐINNI!
Allar ferðir verða ánægjulegri sé
hægt að haga þeim eftir eigin höfði. Dvelja
t.d. í orlofshúsi í fögru umhverfi og skjót-
ast í göngu- eða ökuferðir. Við bjóðum
marga slíka kosti víða um Evrópu.
Þið veljið lönd og leið. Við leiðbeinum
um akstursleiðir og útvegum flug, bíla-
leigubíla eða flutning á eigin bil og leigu á
orlofshúsi eða íbúð. Þau eru af ýmsum
stærðum og gerðum, búin eldhúsáhöld-
um, borðbúnaði, rúmfatnaði og víða eru
svalir, sólstétt og fagurt útsýni. Húsin
leigjast í eina viku eða lengur og hefst
leigutímabil alltaf á laugardögum. Verðið
er hagkvæmt vegna samstarfs okkar við
félög bifreiðaeigenda erlendis. Alls staðar
er stutt í þjónustu og verslun. Víðast hvar
eru fjölbreyttir möguleikar til tómstunda-
iðkana allt frá sundi, siglingum og golfi til
veiða og skíðaiðkana.
í vestur-Þýskalandi er framboðið fjöl-
breyttast en einnig er um margt að velja í
Noregi og Danmörku, Frakklandi, Austur-
ríki, Sviss og jafnvel allt suður til Ítalíu.
Biðjið um ferðabækling okkar:
„Þú ræður ferðinni".
SÉRSTÖK KJÖR FYRIR FÉLAGA í FÍB.
FERDASKRIFSTOFA FIB
NÓATÚN117 SÍMI: 29999