Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 9
'MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
57
Flugmenn Flugfélags fslanda áriö 1948, aftari röö frá vinatri: Skúli Magnúaaon, Sverrir Jónaaon, Aöalbjörn
Kriatbjarnaraon, Karl Eiríkaaon, Ólafur Jóhannaaon, Garöar Gíalaaon, og Jón Jónaaon. Fremri röð frá vinatri:
Skúli Peteraen, Siguröur Ólafaaon, Gunnar Fredrikaen, Jóhannea R. Snorraaon, Þorateinn Jónaaon, Höröur
Sigurjónaaon, og Anton Axelaaon.
Flugmenn Loftleiöa áriö 1948, aftari röö frá vinatri: Stefán Magnúaaon, Ólaf Oleaen, Einar Árnason, Hjalti
Tómasson, Halldór Beck, Ágúat Jónsaon og Jóhannea Markúason. Fremri röð frá vinstri: Dagfinnur Stef-
ánason, Smári Karlsson, Alfreö Elíasson, Magnúa Guömundsson og Kristinn Olsen.
fáu flugvöllum, sem þá voru
komnir til og gátum lent þessum
stóra flugbáti víðast þar sem
sæmileg hafnar'skilyrði voru fyrir
hendi.
Fram að þessu hafði aðeins ver-
ið um innanlandsflug að ræða, en
þessi Katalína-flugbátur gerði
okkur kleift að gera fyrstu til-
raunina til millilandaflugs sumar-
ið 1945. Farnar voru þrjár ferðir
til Skotlands og Danmerkur. Hér
var auðvitað aðeins um tilraun að
ræða, það þurfti að „brjóta ísinn",
en okkur var ljóst, að hæggengir
flugbátar voru ekki heppilegustu
tækin til að takast á við þetta
verkefni til frambúðar, en eins og
á stóð var ekki annarra kosta völ.
Eg er reyndar þeirrar skoðunar,
að það hafi háð flugmálum hér á
landi mjög mikið í gegnum tíðina,
hið gífurlega skilningsleysi stjórn-
valda á þörfum flugsins. Það hafa
allar fjárveitingar í gegnum tíðina
verið skornar niður við trog, þann-
ig að allir hlutir hafa verið fram-
kvæmdir af vanefnum."
Þú sagöir, aö mikill uppgangur
heföi veriö í Duginu á árunum eftir
1941 og hann hafi reyndar verið
helzt til mikill á skömmum tíma.
Hvaða áhrif haföi þetta?
„Það komu hingað til iands
margir góðir flugmenn, sem fengu
strax vinnu. Vorið 1944 stofnuðu
þrír ungir flugmenn Loftleiðir,
þeir Alfreð Elíasson, Kristinn
Olsen og Sigurður Ólafsson. Þeir
áttu fyrst aðeins eina flugvél á
flotholtum, sem gat flutt 3—4 far-
þega. Þeir hófust handa við inn-
anlandsflug og fljótlega hófst
samkeppni milli þessara tveggja
fiugfélaga, Flugfélags íslands og
Loftleiða, sem átti eftir að harðna
með árunum, fyrst hér innanlands
en síðan á millilandaleiðum.
Þeirri samkeppni lauk ekki fyrren
með stofnun Flugleiða árið 1973.
Árið 1946 verður enn eitt stökk-
ið. Þá fengum við fyrstu vélin af
gerðinni DC-3, en hana keyptum
við af hernum hér. Hún var fjög-
urra ára gömul. Þá vill það svo
skemmtilega til með hana, að hún
er enn þann dag í dag fljúgandi
hér á landi og nefnist Páll
Sveinsson. Gengur reyndar dag-
lega undir nafninu Landgræðslu-
vélin. Þetta eru einhverjar þær al-
beztu flugvélar, sem framleiddar
hafa verið í gegnum tíðina og ég er
alveg sannfærður um, að um alda-
mótin verði ennþá fjölmargir
Þristar á lofti, en DC-3 vélarnar
eru oft nefndar Þristar.
í sambandi við Þristana man ég
alltaf eina skemmtilega sögu af
þeim. Forstjóri bandaríska flugfé-
lagsins Delta, sem er starfandi
enn í dag, flutti eitt sinn ræðu á
IATA-fundi. Þar sagði hann frá
því, þegar Delta fékk fyrstu DC-3
vélarnar árið 1937. „Eg sagði við
nánustu samstarfsmenn mína:
Gentlemen, this is the biggest
aeroplane you are ever going to
see,“ sagði forstjórinn. Þessi saga
segir kannski meira er mörg orð
um viðhorf manna á þessum tíma
til flugvéla, sem stækkuðu nær
látlaust, alveg fram til áranna í
kringum 1970. Síðan þá hefur ver-
ið meira jafnvægi yfir þeim mál-
um. Vélarnar verða einfaldlega
fullkomnari og fullkomnari, en
stækka ekki að sama skapi. Það er
ekki rekstrarlega hagkvæmt, að
stækka þær endalaust. Það krefst
svo mikillar nýtni."
Þú varst í upphafi eini flugmaöur
félagsins og jafnframt framkvæmda-
stjóri. Síðan ferö þú aö halla þér æ
meira að skrifborðinu. Hvernig lykt-
aöi þeirri baráttu?
„Nú, eins og þú segir hallaði ég
mér sífellt meira að skrifborðinu,
enda stækkaði fyrirtækið mikið á
þessum árum. Það var ógerningur,
að ætla að sinna báðum störfun-
um og þessi togstreita endaði árið
1947 með því, að flugmaðurinn
varð að láta í minni pokann fyrir
skrifstofumanninum. En það ár
voru flugmenn félagsins orðnir 14
fyrir utan mig.“
Eftir á aö hyggja, séröu eftir því,
aö hafa valiö skrifboröiö?
„Það get ég ekki sagt, en á þess-
Skoðunarferðir:
Aþena: l/2dagssko3unarterð þar
sem skoðuð eru öll þekktustu mannvirki
höíuðþorgarinnar
Eyjasigling: 1/1 dags œvintýrasigling
með viðkomu d grisku eyjunum Hydra.
Poros og Aegina
Argolis: 1/1 dagslerðylirdPelops-
skagann með viðkomu m a í Kórinþu.
Mykenu. Argos. Naupliu og Epidavros
Delfi: Dagsferð til Delfi. hins helga vé-
tréttastaðar með viðkomu í mörgum
sögufrœgum þorpum og bœjum
Kvöldferð til Aþenu: piaka-hvemð
heimsótt og farið til hafnarboejarins
Nú er sólin komin hcrtt á loft í Grikklandi og
fyrsta brottförin í skipulögðum hópferðum
íslendinga loksins íramundan eftir
nokkurra ára hlé.
Grikkland er nýr áíangastaður í sjálfstœðu
leiguflugi Samvinnuíerða-Landsýnar -
ósvikinn draumastaður sól- og
sjódýrkenda sem njóta gullíallegs
landslags og fullkominnar aðstöðu á
Vouliagmeni-ströndinni.
En Grikkland á margt til viðbótar lands-
laginu sjálíu. Óvíða í heiminum er að
finna fleiri vitnisburði íornrar frœgðar og lit-
ríkrar sögu. Meyjahoíið á Akrópólis-
hœðinni, Herodeon-leikhúsið og véíréttar-
staðurinn helgi, Delíi, eru á meðal sögu-
frœgra staða sem fylla ferðamanninn
lotningu og minna á hetjulega baráttu
og glœsta sigra grísku þjóðarinnar.
White House
Nýtískulegar og þœgilegar íbúðir fast
við ströndina. Eitt eða tvö svefnherbergi.
eldhús með öllum nauðsynlegum eldun-
artœkjum og borðbúnaði, setustoía, bað-
herbergi og rúmgóðar svalir. Allar íbúðir
eru loftkœldar.
Hótel Margi House
Nýtískuleg herbergi sem öll eru loít-
kœld, búin baðherbergi, síma, útvarpi
og svölum. Rúmgóð setustofa, barir, spila-
herbergi, sjónvarpsherbergi, veitinga-
salur, diskótek, verslanir, snyrtistoíur o.fl.
eykur enn írekar á vellíðan og á íallegum
garði á þaki hótelsins er einstakt útsýni
ylir ströndina. í hótelgarðinum er sund-
laug og stutt er til strandarinnar.
Plraeus. Kvöldverður sncEddur a osvikn-
um griskum veitingastað og dansinn
stiginn framd nótt
Munið aðildarfélagsafsléttinn,
barnaafsléttinn, SL-ferðaveltuna
og jafna ferðakostnaðinn! Sumar-
bæklingurinn og kvikmyndasýning
í afgreiðslusalnum alla daga.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899