Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 Bifreiðastöð Steindórs: Fyrsta bifreiðin, fimm manna Ford, keypt 1915 Þegar fjallað er um upphaf bif- reiða á íslandi, verður ei hjá því komizt að geta þáttar Steindórs H. Einarssonar bifreiðarstjóra. Hann varð fyrstur manna hér á landi til að hefja skipulegan rekst- ur leigubifreiðastöðvar og er stöð- in enn rekin, þó um eigendaskipti hafi orðið að ræða um síðustu ára- mót. Um upphaf Bifreiðastöðvar Steindórs segir svo í bók Guðlaugs Jónssonar, „Bifreiðir á íslandi": „Steindór Helgi Einarsson fæddist í Ráðagerði í Reykjavík 25. júlí 1888. Faðir hans var Einar Björnsson tómthúsmaður, fæddur 1845 á Öxnaiæk í Ölfusi, sonur Björns Oddssonar bónda og Ingv- eldar Einarsdóttur konu hans, en kona Einars í Ráðagerði og móðir Steindórs Helga, var Guðrún Steindórsdóttir tómthúsmanns á Bjargi í Reykjavík, Matthíasson- ar, og Helgu Vigfúsdóttur konu hans. Aður en Steindór Helgi gerðist bifreiðastjóri og bifreiðaeigandi hafði hann stundað þá atvinnu að flytja fólk og varning milli skipa og lands í Reykjavíkurhöfn, sú at- vinna stóð á völtum fæti, er hér var komið, því að Reykjavíkurhöfn var þá óðum að komast í það horf, að skip gætu lagzt þar að bólvirki. Þetta hefur að sjálfsögðu verið Steindóri ljóst og hann skaut því ekki á frest að kanna möguleika nýrrar atvinnu, er hverfa mætti að, þegar fótum yrði endanlega kippt undan hinni fyrri. Og árang- urinn, er hann hefur náð, sem bif- reiðastjóri og útgerðarmaður bif- reiða, sýnir, að hann hefur ekki farið villur vegar þegar hann valdi sér hið nýja viðfangsefni. Steindór var maður harðduglegur og stjórnsamur, og má þar telja und- irstöðuna að velgengni hans, enda hefur það aldrei orkað tvímælis, að bifreiðastöð hans hafi jafnan verið rekin með þeim mesta mynd- arbrag, sem þekkzt hefur í þeirri grein hérlendis, jafnt í reglusemi og öryggi í viðskiptum, sem gæð- um og hirðingu bifreiðanna. Steindór keypti fimm manna Ford-bifreið sama sem nýja, árið 1915, og hafði fyrir bifreiðastjóra, fyrst í stað, Harald Jónsson, þann, sem fyrr var nefndur hjá Bifreiða- félagi Reykjavíkur. Hefur hann þegar haldið bifreiðinni úti sem leigubifreið til mannflutninga, al- veg á eigin hönd. Auglýsingar hans í blöðum fré þessum tíma sýna, að hann hefur verið með bif- reiðina heima hjá sér í Ráðagerði og vísað á hana þar til almennra nota, svo og talsíma sinn í því sambandi. Haraldur hefur verið með bifreiðina aðeins skamma hríð þetta ár, eða ekki lengur en þar til Grímur, mágur Steindórs, hafði öðlast ökuskírteini, en það var 2. október 1915, sem fyrr var sagt. Sjálfur hefur Steindór fengið ökuskírteini nr. 23 í Reykjavík, dagsett 22. maí 1916, en mun þó hafa lært að aka nokkru fyrr. Þeg- ar fram liðu stundir hefur Stein- dór tekið að auglýsa einstakar ferðir, aðallega austur yfir fjall og einnig suður með sjó, og hafa far- miðar þá verið seldir í verzluninni „Breiðabliki" í Lækjargötu 10. Það hús hefur nú verið burtflutt og Iönaðarbankinn hyggst reisa þar stórhýsi á lóðinni. Þáttur Steindórs H. Einarsson- ar í sögu bifreiðamálanna í land- inu er hinn merkilegasti, en ekki er unnt að rekja hann lengra hér vegna þeirra tímamarka, sem þessu riti hafa verið sett. Þó skal þess getið, að Bifreiðastöð Stein- dórs hóf göngu sína haustið 1918, eftir því sem bezt er vitað, í þröngri kompu, eða þó öllu heldur skáp, undir stiga í aðalinngangi á Hótel Island, er vissi út að Aust- urstræti, en hótelið stóð á horni Aðalstrætis og Austurstrætis og hafði sínar aðaldyrnar hvorum GEFÐU GÓÐRI MYND TÆKIFÆRI Alrammar m/möttu gleri Stærðir: 20X28 - 50X60 cm. Verð frá kr: 135,00-330,00 Trérammar mjóir m/möttu gleri Stæröir: 13X18 - 30X40cm. Verðfrá kr: 71,00-145,00 Trérammar breiðir m/möttu gleri Stæröir: 13 X18 - 30x 40 cm Verð frá kr: 91,00 -185,00 Plastrammar m/normal glerisvartir og gylltirStærðir: 28X35 -50X60cm. Verð frá kr: 90,00 -170,00 HfíNS PETERSEN HF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR AUSTURVER Umboðsmenn S: 20313 S: 82590 S: 36161 um allt land megin. Þetta hótel brann til ösku í byrjun febrúar 1944, og eftir það var jafnað yfir húsgrunninn og hann síðan hafður fyrir bifreiða- stæði. Um það bil sem Steindór tók sér aðsetur í hótelinu með bifreiða- stöðina, og næstu árin þar á eftir, var það mjög stundað af bifreiða- stjórum að vera með bifreiðir sín- ar við hótelið á kvöldin, einkum þó Austurstrætis-megin. Þar var um- ferð mest í bænum, gestkvæmt jafnan í hótelinu, og þar í útbygg- ingu kvikmyndasýning (Nýja bió) á hverju kvöldi. Þar var því lang helzt þeirra að vænta, er þurftu að fá bifreið til lengri eða skemmri ferða. Þegar svo bílunum tók að fjölga verulega gerðist oft mikil þröng af þeim við hótelið, og þar kom, að ekki þótti lengur við un- andi. Og með því að vaxtarskilyrði fyrir bifreiðastöðina voru alls eng- in í hótelinu, þá flutti Steindór sig með hana þangað sem hún er nú. Var það haustið 1919 samkvæmt þeim upplýsingum, sem fengizt hafa. Það er til marks um vöxt og við- gang Steindórs sem bifreiðastjóra og bifreiðaútgerðarmanns strax fyrstu árin, að samkvæmt Bif- reiðaskrá Reykjavíkur 1918 hefur hann þá átt 8 bifreiðir: fjórar af hvorri tegundinni Ford og Over- land. Á næsta ári hefur hann svo selt fjórar af þeim: 3 Ford og 1 Overland og bætt jafnmörgum í skarðið sömu tegunda. Og eftir sömu heimild árið 1920 hefur bif- reiðaeign hans þá verið orðin þessi: 3 Overland-bifreiðir af mod- el 4 gerð, 2 Overland-bifreiðir af model 85 gerð, 5 Overland-bifreið- ir af model 90 gerð, 1 af Willy’s Knight-gerð frá sömu verksmiðju. 11 bifreiðir samtals, allar nýjar og nýlegar. Steindór setti sér þá reglu í upp- hafi, og hefur fylgt henni jafnan síðan, að nota sem minnst slitnar bifreiðir. Telur hann að sú regla hafi gefið sér góða raun, og er sízt að efa að svo hafi verið. Mættu þeir, sem mikið nota bifreiðir að staðaldri, hugleiða og færa sér í nyt, eftir því sem við verður kom- ið, þessa reynslu hins hagsýna og þaulreynda athafnamanns í bíl- stjórastétt. 5. apríl 1942 Örn Johnson, framkvæmda- stjóri Flugfélags íslands, er nú nýlega kominn heim með nýja flugvél, sem hann keypti vestan- Kona ól barn í lögreglubíl 26. marz 1947. Um tíuleytið á sunnudagskvöld- ið var hringt til slökkvistöðvar- innar í Reykjavík og þess óskað, að hún sendi sjúkrabifreið upp að sumarbústaðnum Sunnuhlíð, rétt hjá Geithálsi, til þess að sækja konu, Sigríði Sigurðardóttur, er þar væri í barnsnauð. Slökkviliðsmenn töldu sjúkra- bifreiðirnar alltof veikar til ferða- lags í þeirri ófærð, sem þá var. Leituðu þeir til lögreglunnar. Bjuggust þegar fjórir lögreglu- þjónar til ferðar í stórum lög- reglubíl. Með þeim fór yfirljós- móðirin á fæðingardeild Landspít- alans, Jóhanna Friðriksdóttir, og nemi úr Ijósmæðraskólanum, Guðrún Ólafsdóttir. Ferðin upp að Sunnuhlíð gekk skaplega, þrátt fyrir mikla ófærð og tafir, og var búið um vanfæru konuna í bílnum. Síðan var haldið af stað til Reykjavíkur. Skrýddur lögreglukápu En ferðin reyndist nú hálfu tafsamari en áður. Skammt fyrir neðan Geitháls bilaði bíllinn, en þó tókst lögregluþjónunum að gera við bilunina. En þegar komið var skammt niður fyrir Rauðavatn, ól konan barnið, sprækan dreng, er vó 14 merkur. Hafði Ijósmóðirin tekið með sér allt, sem með þurfti, til að taka á móti barninu, og var nú sveipað um það teppi og síðan hlúð enn betur að því með kápu eins lögregluþjónsins. Ferðin til bæjarins gekk mjög erfiðlega. Var hún stöðugt að þyngjast og söfnuðust æ stærri skaflar saman á veginum. Var klukkan orðin hálfþrjú um nótt- ina, þegar mæðginin komust loks í Landspítalann. Þau lifa þar nú í bezta yfirlæti og hefur hvorugu orðið meint af þessu ferðavolki. hafs handa félaginu. Er þetta tveggja hreyfla landflugvél, sem tekur 7—10 farþega, og mun hún hefja fastar áætlunarferðir í næsta mánuði. Ný flugvél Brú á Fnjóská 1908 Ix)kið er smíði á myndarlegri steinbogabrú yfir Fnjóská á þjóðvegin- um hjá Skógum. Haf bogans er 54,8 metrar og mun enginn steinbogi vera lengri en það á Norðurlöndum. Brúin kostaði rúmlega 33 þús. kr. Brúarbygginguna annaðist firmað Christian & Nielsen í Kaupmanna- höfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.