Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 Allir fylgdust með ef bíll kom — Þú varst víðar en í Dölunum í símavinnu á þessum árum? — Já, ég var svo í Eyjafjarðar- sýslu og Þingeyjarsýslum og er síðan vel kunnugur þar. Fór í Þingeyjarsýslur margar leiðir á bíl, sem ekki höfðu verið farnar áður. Á Melrakkasléttunni sváfum við hluta úr sumri alla nóttina í glampandi sólskini, man ég. Tjöld- in okkar voru hjá Presthólum við Kópasker, en við vorum að gera við línuna frá Efri-Hólum. Það var verið að endurbyggja símalín- una á þessum slóðum og ég var að flytja símastaura. Þegar línan hafði verið lögð á stríðsárunum 1914—’18, fengust svo lélegir símastaurar, að þeir voru orðnir meira og minna fúnir og ónýtir eftir aðeins 20 ár. Línurnar frá 1906 voru aftur á móti engin stríðsframleiðsla, og staurana frá þeim tíma má enn sjá á stórum köflum, t.d. á Mývatnsöræfum. Við fórum að vísu ekki mikið á lengri fjallvegi á þessum tíma, en möguleikarnir á að komast leiðar sinnar á bíl voru allt aðrir en þeg- ar maður var að baslast þetta áfram einn heima. I símavinnunni voru svo miklir dugnaðarmenn með skóflur og haka til að hjálpa manni að komast áfram. — Þá komst þú fyrstur á bíl frá Kópaskeri til Þórshafnar, ekki satt? — Jú, það þótti merkilegt þá. Við rukum í það ævintýri á laug- ardegi beint í framhaldi af vinn- unni. Við höfðum verið að flytja staura á fjallið og vorum komnir að Einarsstöðum um það leyti sem vinnu átti að ljúka og byrja helg- arfrí. En við fengum á eftir skammir frá Björnæs-karlinum, því honum fannst við hafa farið helst til snemma. Það var nú samt bara í nösunum á karlinum, því honum þótti gaman að þessu. Við ókum sem sagt vegleysur til Þórs- hafnar. Þegar við komum þangað fór allt á annan endann á staðn- um. Okkur var frábærlega tekið, allir vildu iáta okkur gista hjá sér. Við vorum ekki komnir svo langt á framfarabrautinni að við hefðum útvarp í bílunum eða í tjaldstað. En mig dreymdi að við værum staddir heima í Múla, þar sem ég sá flugvél fljúga yfir. I Múla var komið rafhlöðutæki og það kom síðar á daginn, að einmitt þá hafði fólkið heima heyrt frásögn af þessari ferð okkar í útvarpinu. Einhver hafði komið fréttinni á framfæri. — Þegar maður kom fyrstur í bíl einhverja leið, fylgdust allir í sveitinni með því, segir Guðmund- ur til skýringar. Margir voru spenntir fyrir bílunum, en aðrir hræddir við þá. Hestarnir tryllt- ust oft alveg, þegar þessi farar- tæki komu og hlupu á fjöll. Ég man að hestarnir á Felli í Klofn- ingshreppi forðuðu sér og fundust ekki í tvo daga, þegar símamenn komu þar á bíl. En við fengum ekki bágt fyrir. Bóndinn sagði ekki orð við okkur. Svona urðu vegirnir til — En svona urðu fyrstu vegirn- ir til, Guðmundur? — Já, þannig braust maður fyrst eftir vegleysum milli staða. Og svo var farið að ýta á að fá vegabætur. Þessir menn, sem brutust áfram á bílum, voru driffjöðrin í að koma á vegasam- bandi milli staða. Til dæmis fór Indriði í Lindarbrekku fyrstur úr Kelduhverfinu um Möðrudal til Vopnafjarðar, kom niður að Kurstafelli. Leitaði færra leiða niður, þaðan sem útsýnið var best. Vegirnir liggja því enn þann dag í dag uppi á brúnum, sem nútíma- fólki virðist stundum dálítið und- arleg leið. Ég man iíka eftir því að hafa á þessum árum hitt á Húsa- vík Garðar nokkurn Garðarsson úr Hornafirði á leið heim til sín á bíl. Ætli það hafi ekki verið 1936. Og hann komst það, ætli hann hafi ekki verið hálfan mánuð á leið- inni. Að vísu held ég að hann hafi fiutt bílinn á báti yfir Berufjörð. Það var svo mikili áhugi á að kom- ast þessar leiðir. Mér þótti far- Guðmundur Jðnasson með stafinn Gríðarvöl að leita aö vaði é Þjórsá, til að komaat áfram í ferð, sem farin var til að athuga um bjðrgun á flugvél viö Báröarbungu. Ekki var leikur að komast yfir Núpsvötnin, áöur en brýrnar komu og hringvegurinn. Þarna fara þeir á fyrsta bflnum sem ekið var á yfir Tungnaá við Búðaháls 1949. Baslað yfir Holtavörðuheiöi 1931. Guðmundur leggur fleka til að kom- ast yfir skafiana. Til hliöar má sjá (horninu til hasgri pósthestaslóöina, en ekið var meðfram henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.