Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 „Hestarnir fældust er þeir mættu bílum“ og þá var þriggja daga ferð frá Akureyri til Borgarness Bæff við Sveinbjörn Tímóteusson um árdaga bílmenningar á íslandi Miðaö við hve íslenskt þjóðféíag nú er háö samgöngum í bifreiöum og miöaö viÖ hve nú er auðvelt að komast landshluta í milli ak- andi, er þaö hreint ótrú- legt hve skammt er um liöið síðan fyrstu bílarn- ir komu hingað til lands. Enn skemmra er þó síðan raunverulegir akvegir uröu til, en lengi framan af urðu ak- andi vegfarendur að láta sér nægja ógreini- lega slóða og hestvegi, eöa jafnvel að ekið var án nokkurra vega, þar sem ökumanni sýndist færiö best hverju sinni. Þá var ekki ekiö milli Reykjavíkur og Borgarness Sveinbjörn Tímóteusson er einn af fyrstu bílstjórunum hér á landi, en hann ók um skeið fyrir bændur norður í Húnaþingi, síðar á leið- inni Blönduós — Borgarnes, og varð síðar leigubílstjóri í Reykja- vík. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Sveinbjörn að máli fyrir nokkru, og ræddi við hann um ár- daga bíimenningar á Islandi og hvernig það atvikaðist að hann varð einn í hópi þeirra fyrstu til að gera akstur að ævistarfi. „Ég tók prófið norður á Blöndu- ósi hinn 30. maí 1929,“ sagði Sveinbjörn, „og við vorum þá einir fjórir eða fimm sem þreyttum bílprófið saman. Ég man þarna eftir þeim Jónasi Sveinssyni lækni, Jóni Stefánssyni á Smyrla- bergi, Finnboga Theodórssyni og Jónasi Vermundssyni. Mitt öku- skírteini er númer þrjú í Húna- vatnssýslu, mér var alveg sama í hvaða röð við fengum þau, aðal- atriðið fyrir mér var að fá öku- réttindin. Ég var siðan ökumaður hjá Magnúsi bónda og kaupmanni í Flögu, síðar hjá Kaupfélaginu og loks á leigubíl hér fyrir sunnan. Fyrst var ég við akstur með vörur innan héraðs, en síðan í förum suður, en þá var ekki farið lengra en í Borgarnes, þar tók skip við og var í förum milli Reykjavíkur og Borgarness, þar til brýr og vegir voru komnir um Hvalfjörð." Stundaöi vinnumennsku, sjóinn og fleira Sveinbjörn er annars ættaður úr Borgarfirði, þótt hann hafi síð- ar orðið einn af fyrstu bílstjórun- um í Húnaþingi. „Ég er ættaður úr Norðurárdal og Þverárhlíð, en fæddur á Brennistöðum," sagði Sveinbjörn Tímóteueson á beimili sinu (Stórholti (Reykja- vík. Á veggnum hangir olíumálverk eftir Kjarval, sem hann fssrði Sveinbirni sextugum, en Sveinbjörn var nánast einkabílstjóri Kjarvals um tíma. mmmm ■ Algeng sjón áður og fyrri: Fóiksbfl ekið yfir óbrúað vatnsfall. Svein- björn er viö stýrið, en bfllinn er Mercury, sem hann átti um skeiö. Þá þekktust allir bílstjórar Þetta sama vor og ég byrjaði að keyra fyrir Magnús í Flögu fékk Páll Sigurðsson, sem síðar var kenndur við Varmahlíð og Forna- hvamm og nú síðast við Krögg- ólfsstaði í Ölfusi, sér bíl og byrjaði að aka milli Akureyrar, Blönduóss og Borgarness. — Já, ég þekkti Pál vel, eins og svo marga aðra bíl- stjóra, þá þekktust allir bílstjórar. Þetta var svo nýtt, og ökumenn- irnir það fáir, að við þekktumst innbyrðis, og hraðinn var ekki eins mikill og nú er, og fleiri tæki- færi til að spjalla saman þar sem leiðir skárust eða í áningarstöð- um.“ — Þið voruð frumherjar á ykk- ar sviði, líkt og flugmenn urðu síð- ar. Þið hafið því vakið mikla at- hygli þar sem þið fóruð, var jafn- vel litið upp til ykkar á þessum árum fyrir það að þið kunnuð að aka bíl? „Það er nú kannski ekki mitt að segja til um það, og þó, ég er ekki frá því að svo hafi verið fyrst í stað, á meðan verulegt nýjabrum var á þessu. Bílstjórar voru fáir og langt í land með að bíllinn yrði fyrst og fremst vinna, eins og hver önnur vinna, og ferðirnar voru langar og oft strangar. En fyrst þú ert að spyrja um gamansögur frá þessum árum, þá dettur mér ein í hug, sem að vísu henti ekki sjálfan mig, heldur annan bíl- stjóra, sem í daglegu tali var kall- aður Pétur kaldi. Það var skömmu eftir að farið var að aka um Hvalfjörð, að hann var á leið suður með farþega. Þá var ekið á eyrunum innst í firðin- um, og varð að sæta lagi til að fara þar á fjöru. I þetta skipti var ekki fallið nægilega frá til að Pétur kaldi kæmist yfir með bíl sinn og farþega, og skipti engum togum að vélin drap á sér hjá honum úti í vatninu. Nú, það var lítið hægt að gera, og hættan ekki mikil, svo ákveðið var að bíða þess að betur fjaraði, áður en reynt yrði að halda áfram. Fólkið var búið að vera lengi á ferðalagi, sjálfsagt þreytt, og svo fór að allir sofnuðu þarna í bílnum hans Péturs kalda. — Svaf fólkið svo á meðan féll frá, og áfram á meðan flæddi að á ný. Vaknaði fólkið ekki fyrr en menn voru komnir að, en þá var komið Tveir góðir um. Sveinbjörn við annan mann hjá laigubfl afnum, Ford '34. Takiö aftir kaskeitinu sem Sveinbjörn er með á höfðinu, en það áttu allir leigubílstjórar að hafa í „den tid“. Sveinbjörn. „Eg ólst hins vegar upp á Hermundarstöðum í Þver- árhlið, því þá voru báðir foreldrar mínir látnir. Fóstri minn á Her- mundarstöðum dó svo er ég var sjö ára, en 14 ára að aldri er ég kominn í vinnumennsku hjá Davíð á Arnbjargarlæk. Hann var ágæt- ismaður, þótti dálítið harður, en reyndist mér vel. — Gamall? — Ég er 83ja núna, fæddur 1899. Ég vann síðan við ýmis sveita- störf og var á vertíð nokkra vetur, þar til ég fór norður í Vatnsdal 1927, og varð síðar vetrarmaður hjá Magnúsi í Flögu. Magnús var þá orðinn nokkuð aldraður og vildi ekki sjálfur læra að aka bíl, og óskaði því eftir því við mig að ég lærði og keyrði bíl hans. Það varð úr, og ég ók með vörur fyrir hann um sveitina. Þetta var Chevrolet, ágætur bíll. Það var því sjálfsagt tilviljun að ég tók prófið á þessum stað á þess- um tíma, en ég held þó að ég hefði hvort eð var tekið próf snemma, þetta var það sem hlaut að koma, en sennilega hefði ég þá tekið prófið suður í Borgarnesi. almenningseign. Við vorum því meira á ferðinni en aðrir og gátum flutt tíðindi úr fjarlægum sveitum oftar og fljótar en áður hafði ver- ið.“ Sváfu á meðan fjaraði út og flæddi að! — Þú hlýtur að muna eitt og annað skemmtilegt frá þessum tíma, var þetta ekki eitt stórt ævintýri þegar litið er til baka? „Það var óneitanlega gaman á þessum árum, en þetta var þó i: Svoinbjörn við bfl sinn (Hvalfiröi á fimmta áratugn- Ljósm.: Emilla Bj. Bjðrmdóttir háflóð á ný, og enn þurfti að bíða. Var ekki laust við að dálítið væri hent gaman af þessu á þeim tíma. Sjálfur held ég að ég hafi ekki lent í neinum stórum ævintýrum, og yfirleitt gekk þetta allt stór- slysalaust. Vegir voru vondir og veður misjöfn, en ég leriti aldrei í neinum hrakningum af þeim sök- um, og festi bílinn ekki einu sinni alvarlega það ég man.“ Hestar fældust er þeir sáu bílana — Vegir slæmir, segir þú. Hvernig voru fyrstu akvegirnir, og hve lengi voru menn í ferðum, til dæmis frá Akureyri hingað suður? „Þetta voru engir vegir, svo ein- falt er nú það, það var aðallega farið eftir hestaslóðum þar sem þeir dugðu, en annars yfir hvað sem var. Þegar ég var í ferðum fyrir Kaupfélagið, var ég aðallega í að keyra nautsskrokka suður, en árið 1930 var talið að fjögurra daga ferð væri á bíl milli Akureyr- ar og Blönduóss og aftur til baka, tveggja daga ferð aðra leiðina. Hægt var að komast á einum degi milli Blönduóss og Borgarness, en þaðan var svo siglt áfram. Brýrnar voru svo að koma smám saman, og vegirnir að batna í samræmi við það. Botnsá var held ég brúuð 1930, en Brynju- dalsá ekki fyrr en síðar, þar varð að aka meðfram vír, sem strengd- ur var neðan við fossinn. Bílarnir voru nú ekki margir á þessum árum, og oftar mættum við ríðandi mönnum og hestvögn- um en öðrum bilum. Jú, hestarnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.