Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982
Hollandsdrottning
kom við á íslandi
BEATRIX Hollandsdrottning
hafði viðdvöl hér á landi í gsr, er
hún kom til Keflavíkur á leið sinni
i opinbera heimsókn í Bandaríkj-
unum. Með drottningu í för voru
eiginmaður hennar, Claus von
Amsberg og fleira hirðfólk og
embættismenn. í Keflavík hitti
drottningin Vigdísi Finnbogadótt-
ur, forseta íslands, að máli, þáði
veitingar og skoðaði islenskar ull-
arvörur i verslun Fríhafnarinnar.
Tilefni heimsóknar Hollands-
drottningar til Bandaríkjanna
nú er það, að um þessar mundir
eru liðin 200 ár frá því stjórn-
málasambandi var komið á á
milli Bandaríkjanna og Hol-
lands. Hefur það samband verið
óslitið síðan, og er elsta stjórn-
málasamband Bandaríkjanna
við annað ríki.
Stærri myndin var tekin þegar
Vigdís Finnbogadóttir og Beatrix
drottning skoðuðu íslenzku ull-
arvörurnar.
Beatrix drottning og maður henn-
ar, Claus von Asberg, koma úr
flugvél sinni á Keflavíkurflugvelli
í gær. Þau komu hingað á einka-
þotu, hollenskri að sjálfsögðu, af
gerðinni Fokker F-28.
l.jÓNmynd KrLstján Örn Klíaimon
Stórhættulegt að
baða sig í Bláa
lóninu í Svartsengi
— segir Geir Þórólfsson, verkfræðingur
UM PÁSKANA þurfti að vísa fjölda fólks frá hinu svokallaða Bláa lóni í
Svartsengi sökum þess að það hugðist baða sig i því. Að sögn Geirs Þórólfs-
sonar verkfræðings er stórhættulegt að baða sig í lóninu þar sem það er á
sumum stöðum 70—100 gráðu heitt. Hann kvað vaktmenn á vegum Hita-
veitu Suðurnesja vera við lónið nótt sem nýtan dag, enda væri þetta einnig
vinnusvæði.
Er hann var að því spurður
hvort það heyrði til undantekn-
inga að fólk kæmi þangað í því
augnamiði að baða sig svaraði
hann því neitandi. Hann ræki t.d.
minni til þess að í aftureldingu
einn sunnudaginn hefði kóf-
drukknum unglingum verið snúið
á braut eftir að hafa ætlað að baða
sig í lóninu þar sem hiti var upp-
undir 100 gráður.
Að sögn Geirs eru skilti á svæð-
inu sem banna böðun í lóninu.
Einungis þeir sjúklingar sem eiga
við hinn ólæknandi psoriasis-
sjúkdóm að stríða væri gert kleift
að baða sig á ákveðnum stöðum í
lóninu. Til að auka enn á öryggi
við lónið væru þessir sjúklingar að
hanna nafnspjöld sem eiga að
sanna að þeir seú háðir þessum
sjúkdómi. Með þeim hætti m.a.
væri unnt að tryggja betur að við-
vaningar baði sig ekki i lóninu.
Magnús Víglundsson
kaupmadur er látinn
Látinn er í Reykjavik Magnús Vig-
lundsson stórkaupmaður og iðn-
rekandi, 69 ára að aldri.
Magnús var fæddur 24. septem-
ber 1912 í Höfða í Biskupstungum í
Árnessýslu, sonur Víglundar
Helgasonar bónda þar og konu
hans, Jóhönnu Þorsteinsdóttur.
Magnús stundaði á sínum tíma
nám við verslunarháskóla í Bilbao
á Spáni, og síðar varð hann ræðis-
maður Spánar á íslandi.
Magnús stofnaði heildverslunina
Heklu og rak hana með Sigfúsi
Bjarnasyni til 1940. Þá stofnaði
Skyldusparnaðarfrumvarp ríkisstjórnarinnar:
Þeir verða vafalaust hjálp-
legir til að fínna aðra leið
— segir forsætisráðherra um þá þingmenn sem eru andvígir frumvarpinu
hann ellefu verslunar- og iðnaðar-
fyrirtæki í Reykjavík, sem hann
stjórnaði: Magnús Víglundsson hf.,
Fram hf., Leðurverzlun M.V., Min-
erva, Sokkaverksmiðjuna, Nær-
fata- og prjónlesverksmiðjuna, Sjó-
fataverksmiðjuna, Nýju skóverk-
smiðjuna, Herkules, Iris, og Sam-
einuðu verksmiðjuafgreiðsluna.
Einnig var hann aðaleigandi
tveggja eldri fyrirtækja, Vöruhúss-
ins og Skóbúðar Reykjavíkur. Þá
rak hann bú á fæðingarjörð sinni,
Höfða.
Magnús gegndi auk þessa fjölda
trúnaðarstarfa um ævina, var m.a.
í stjórn Verzlunarráðs, í stjórn
Golfklúbbs Reykjavíkur, dagblaðs-
ins Vísis, i fulltrúaráði Sjálfstæðis-
flokksins, varaformaður Stuðla hf.,
og formaður Braga, útgáfufélags,
og í stjórn Félags ísl. iðnrekenda
um skeið.
„MÁLIÐ fer nú til meðferðar í
þingnefndum. Þeir alþingis-
menn, sem að athuguðum öll-
um málavöxtum vilja ekki fall-
ast á þessa leið, verða þá vafa-
laust hjálplegir til að finna
betri leið til þess að leysa
vandamál unga fólksins, sem
nú er að reyna að byggja í
fyrsta sinn,“ sagði forsætis-
Eggert Haukdal:
Vissi af
frumvarpinu
„ÞAÐ ER ekki rétt.að ég hafi
sagt, að þetta mál hafi ekki verið
rætt vió mig. Ég vissi um þaö fyrir
skömmu, en hitt er rétt að ég hef
aldrei Ijáð þvi samþykki mitt,“ sagði
Eggert Haukdal, alþingsimaður i
samtali við Mbl. í gær vegna fréttar
blaðsins um afstöðu hans og Alberts
Guðmundssonar til frumvarps ríkis-
stjórnarinnar um skyldusparnað.
I samtalinu við Mbl. í gær ítrek-
aði Eggert andstöðu sína og að
hann myndi greiða atkvæöi gegn
frumvarpinu. Hann vildi hins veg-
ar ekkert segja um það með hverj-
um hætti hann hefði fengið vitn-
eskju um efni frumvarpsins.
Morgunblaðið biðst afsökunar á
þessum mistökum.
ráðherra, Gunnar Thoroddsen,
er Morgunblaðið innti hann
álits á yfirlýsingum Eggerts
Haukdal og Alberts Guö-
mundssonar um að þeir séu
andvígir skyldusparnaðar-
frumvarpi ríkisstjórnarinnar.
Forsætisráðherra sagði enn-
fremur: „Orsökin til þessa frum-
varps um skyldusparnað þeirra,
sem hærri hafa tekjurnar í þjóð-
félaginu, er fjárþörf Byggingar-
sjóðs ríkisins. Þar er fyrst og
fremst um að ræða lánveitingu til
þeirra sem eru að eignast íbúðir í
fyrsta sinn, það er unga fólkið, en
það er gert ráð fyrir því í ár að
hækka lánveitingar til þeirra.
Þessi leið, sem valin var eftir ít-
arlega athugun, er ekki skattur.
Þeir, sem eru tekjuháir, eru látnir
lána í þessu skyni nokkurt fé til
þriggja ára. Þá verður það endur-
greitt með fullri verðtryggingu.
Eg legg áherzlu á það, sem raunar
ætti að vera óþarft, að skyldu-
sparnaður er allt annað en skatt-
ur.
Fordæmið fyrir þessu frum-
varpi og fyrirmyndin eru lög, sem
rikisstjórn Geirs Hallgrímssonar
Sjá ennfremur forystugreinar
Morgunblaösins í dag;
„Skattglaðir ráðherrar“ og
„10% samdráttur í smíði íbúð-
arhúsa“.
beitti sér fyrir i árslok 1977, um
skyldusparnað og ríkisfjármál, en
frumvarpið nú er mildara í ýms-
um greinum en þau lög voru. Þá
var skyldusparnaðurinn 10%, nú
6%, þá var féð bundið til fimm
ára, nú til þriggja ára. Vegna þess
að skyldusparnaður verður nú að-
eins lagður á tekjur, sem eru
talsvert ofan við meðallag, verða
það aðeins um 5% af skattgreið-
endum, sem hann lendir á. Með
öðrum orðum 95 af hverjum 100
gjaldendum sleppa."
Ragnar Arnalds um afstöðu Alberts og Eggerts;
„Skiptir engu um stöðu
ríkisstjórnarinnar“
„ÉG VEIT ekkert um stöðuna varð-
andi yflrlýsingar Alberts og Eggerts
og það kemur bara i Ijós hvort þetta
frumvarp ríkisstjórnarinnar hefur
þingfylgi eða ekki,“ sagði Ragnar
Arnalds fjármálaráðherra i samtali
við Mbl. í gær þegar blaðamaður
spurði hann hvort ríkisstjórnin stæði
ekki veikum fótum eftir þær yflrlýs-
ingar Alberts Guðmundssonar og
Eggerts Haukdals að þeir myndu ekki
styðja 6% skyldusparnaðarfrumvarp
ríkisstjórnarinnar og freista þess að
fella ríkisstjórnina ef frumvarpið nær
fram að ganga.
„Ég tel að þessi afstaða þeirra
breyti engu til eða frá um stöðu
ríkisstjórnarinnar, það hefur verið
óljóst og tvísýnt um framgang
þessa máls, en það er fyrst og
fremst áfall fyrir Byggingarsjóð ef
frumvarpið nær ekki fram að
ganga,“ sagði Ragnar þegar hann
var spurður um hvort það væri ekki
áfall fyrir ríkisstjórnina ef frum-
varpið næði ekki fram að ganga.
„Það nær ekki lengra ef frum-
ö
INNLENT
varpið hefur ekki þingfylgi," sagði
Ragnar, „en ég legg áherzlu á það
að hér er ekki um skattheimtu að
ræða, heldur það að menn veiti
Byggingasjóði lán til þriggja ára að
minnsta kosti, en talið er að tuttug-
asti hver framteljandi gæti lent í
skattinum sem er ekki á almennum
launatekjum."
Ragnar sagði að skatturinn ætti
að skapa um tíunda hluta af láns-
fjármagni Byggingarsjóðs.
Þá spurði Mbl. fjármálaráðherra
að því hvað hann vildi segja um þau
ummæli þingmannanna að þeir
myndu stuðla að því að fella ríkis-
stjórnina ef frumvarpið næði fram
að ganga. „Ég vil ekkert um það
segja," sagði Ragnar, „ég átta mig
ekki á því hvað þeir meina."