Morgunblaðið - 18.04.1982, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.04.1982, Qupperneq 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 Stefni að því að efla menningartengsl landanna: „Urðum að takmarka innflutninginn — en engu að síður þurfum við á skreið að halda" „VIÐ þurfum á skreiðinni að halda, en sökum efnahagsástands- ins í Nígeríu um þessar mundir, þá get ég því miður ekki sagt um hvenær innflutningur á skreið verður heimilaður á ný, enda eru til töluverðar birgðir í landinu,“ sagði Luke Osobase, nvskipaður sendiherra Nigeríu á Islandi, í samtali við Morgunblaðið í gær. Osobase er fyrsti sendiherrann, sem Nígeríustjórn hefur skipað á íslandi, en hann hefur aðsetur í Dublin á írlandi, og er hann einnig sendiherra lands síns þar i landi. „Ég afhendi ykkar fallega for- seta trúnaðarbréf mitt á mánu- dag, en ég hef hitt forsetann og flesta ykkar ráðamenn að máli nú þegar. Þegar ég heyrði fyrst rætt um að Islendingar hefðu kosið sér konu sem forseta, þá hélt ég, að kosin hefði verið göm- ul kona og varð ég því hissa þeg- ar ég hitti forsetann að máli. Hún er mjög aðlaðandi. Hingað kom ég á fimmtudag, og hafa allar móttökur verið frábærar. Ég átti von á, að hér yrði kald- ara, en þetta er ekkert ósvipað því, sem ég á að venjast á ír- landi,“ segir Osobase. Osobase hefur starfað í utanríkisþjón- ustu Nígeríu frá árinu 1962 og er hann 57 ára að aldri, en lítur ekki út fyrir að vera eldri en 40 ára. Hann er giftur og á 6 börn. Kona hans og börn urðu eftir í Dublin að þessu sinni. „Hingað kem ég aftur í júní næst kom- andi og verð hér með fjölskyld- una á þjóðhátíðardaginn ykkar, er hann ekki hinn 17?“ segir Osobase. „Annars reikna ég með að verða mikið á íslandi á næstu mánuðum, en það er margt sem þarf að gera til að efla viðskipti landanna. Mér er vel kunnugt um mikil- vægi skreiðarmarkaðarins í Níg- eríu fyrir íslendinga og við þurf- — segir Luke Osobase ný- skipaður sendi- herra Nígeríu á íslandi Luke Osobase sendiherra fyrir utan Hótel Sögu í gærmorgun. um líka á skreiðinni að halda. Skreiðin er ákaflega góður mat- ur og vissulega ætti vera hægt að selja meiri skreið til Nígeríu, því hún er mest borðuð í austur- hluta landsins og reyndar eins á því svæði sem ég kem frá, Benin. Hins vegar er það svo, að seðla- banki Nígeríu varð að gera eitthvað til að hægja á innflutn- ingi til landsins. Við höfum tap- að óhemju tekjum sökum sam- dráttar í olíuframleiðslu. Ef ekk- ert hefði verið að gert, hefðum við átt erfitt með að standa við okkar skuldbindingar. Undan- farin ár hefur margt verið flutt til Nígeríu, sem við höfum ekki þörf fyrir. Má þar nefna bíla af dýrustu gerð eins og Mercedes 600 og Rolls Royce, það er hreinn óþarfi og málið er, að það eru of margir bílar í stóru borgunum eins og til dæmis Lagos. Þá er alveg óhætt að stöðva margskon- ar óþarfa innflutning. Þegar bú- ið verður að skipuleggja inn- flutningsmálin á ný, á ég von á, að innflutningur á skreið verði heimilaður á ný, því hana þurf- um við eins og ég sagði. Þjóðin er svo mannmörg, að við þurfum að flytja inn mikið af matvælum. Skreiðin er einhver sú besta matvara sem við flytjum inn, sökum þess að ekki þarf að geyma hana í kæli. Hins vegar er það svo, að okk- ur finnst tímabært að íslend- ingar kaupi eitthvað af Nígeríu- mönnum. Fyrst ber að nefna olíu. Alþjóð er kunnugt, að níg- erísk olía er í mjög háum gæða- flokki. Ýmislegt annað gætuð þið keypt beint af okkur, eins og til dæmis kakó. Kakó frá Nígeríu þykir eitt hið besta í heiminum og er notað við súkkulaðigerð um allan heim. Sjálfsagt kaupið þið kakó í gegnum breska aðila, en það kakó er þá væntanlega upp- runnið í Nígeríu eða Ghana. Þá ræktum við mikinn fjölda alls- konar ávaxta, en því miður hefur til þessa ekki verið hægt að flytja mikið út af þeim, sökum þess að við þurfum sjálfir á þeim að halda. Ef íslendingar sýndu aftur á móti áhuga á að kaupa eitthvað af ávöxtum eða græn- meti frá okkur, þá yrði það at- hugað. Allur áhugi sem þið sýnið á að kaupa nígerískar vörur leið- ir til þess að auðveldara verður fyrir ykkur að selja skreiðina til okkar. Ég fór í ökuferð um Reykjavík og nágrenni í gær, og um leið og ég lagði af stað bað ég bílstjór- ann að fara með mig á einhvern stað, þar sem verið væri að framleiða skreið, því ég hafði aldrei séð og reyndar ekki vitað á hvern hátt þið þurrkuðuð fiskinn. Ég hreifst mjög af þess- ari aðferð ykkar, og hér eru ekki flugurnar, til að eyðileggja fiskinn," segir Osobase. Osobase er menntaður í Níg- eríu og í Bretlandi. Hann hefur verið sendiherra lands síns í fjölmörgum löndum, áður en hann settist að í Dublin var hann seniherra í Nairobi í Kenýa og var jafnframt sendi- herra á Madagaskar. Þá hefur hann verið sendiherra í Rúm- eníu og Búlgaríu. En það eru ekki aðeins við- skiptatengsl Nígeríu og íslands, sem þarf að efla, sem ég vonast þó til að geta eflt. Við þurfum að efla menningartengslin og mun ég stefna að því. Báðar þjóðirnar eiga sér merkilega arfleið og því þarf að kynna Island í Nígeríu og Nígeríu á íslandi. Þótt langt sé á milli landanna, er auðvelt að efla menningartengslin. Til dæmis er ég viss um að einhverj- ir nígerískir stúdentar eru til- búnir að koma til náms hér og mun ég athuga alla möguleika á að efla samskipti landanna á næstu mánuðum," sagði Osobase að lokum. BENIDROM 1982:11. MAI 1.& 22.JUNI 13.JULI 3.& 24. AGUST 14.SEPT. 15.0KT0BER BEINT FLUG í SÓLINA OG SJÓINN UMBOÐSMENN: Sigurbförn Gunnarsson, Sporthusiö hf . Akureyri — simi 24350 Helgi Þorstemsson, Asvegi 2. Dalvik — simi 61162 Ferösmióstöð Austurlands. Anton Antonsson -*■ Selas 5. Egilsstöóum — simi 1499 og 1510 Viöar Þorbjörnssonn, Noröurbraut 12. Höfn Hornafiröi — simi 8367 1=?. FEROA l!SJ!l MIÐSTODIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 Friöfinnur Finnbogason, c/o Eyjabuó. Vestmannaeyjum — simi 1450 Bogi Hallgrimsson, Managerói 7. Grindavik — simi 8119 Bjerni Valtýsson, Aóalstööinni Keflavik. Keflavik — simi 1516 Gissur V. Kristjansson. Breióvangi 22. Hafnarfirói — simi 52963 Ólafur Guóbrandsson, Merkurteig 1. Akranesi — simi 1431 mkv«"í'’9U tcröaKy____. 25 apr,‘ A8- oð 2f>- í pórscafe Sj

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.