Morgunblaðið - 18.04.1982, Side 22

Morgunblaðið - 18.04.1982, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 Hefiid Breta við Falklands- eyjar 8. desember 1914 Orrust- urnar viö Cor- onel og Falk- lands- eyjar 1914. nScharnhostH fremst, „Leipzig“, „NUrnberg" og „Dresden" fylgja á eftir, undan strönd Chile í nóvember 1914. BREZKI flotinn, sem siglir í átt til Falklandseyja þar sem hann kann að lenda í átökum við argentínska sjóherinn, háði mikla sjóorrustu í nánd við eyjaklasann fyrir 68 árum, með þeim afleiðing- um að 2.300 þýzkir sjóliðar létu lífið og Bretar gátu aftur opnað siglingaleiðir sínar á úthöfunum í fyrri heimsstyrjöldinni. Þegar Bretar lýstu yfir hafnbanni við eyjarnar á dögunum voru jafnframt liðnar réttar tvær aldir síðan þeir háðu mikla sjóorrustu við Frakka í Vestur-Indíum. Sérfræðingar telja sigur Breta þá tækni- legt meistaraverk frá dögum seglskipanna. Sigurvegarinn var Rod- ney aðmíráll. FRAKKAR TVÍSTRAÐIR Orrustan var háð 12. apríl 1782 þegar flóti Rodneys, sem var skipaður 34 skipum, mætti 29 skipum franska flotaforingjans Comte de Grasse. De Grasse hafði háð tvo bardaga við Rodney og Hood aðmírál, sem hafði stjórnað brezka flotanum í Vestur-Indíum áður en Rodney kom þangað, í janúarmánuði. Flotarnir mættust á sundinu milli eyjanna Dominica og Guadeloupe og orrustan var kennd við lítinn eyjaklasa, Dýrl- ingaeyjar (The Saintes), í sundinu. Flotarnir háðu viðureignina þegar þeir sigldu hver fram hjá öðrum úr gagnstæðum áttum, brezki flotinn sigldi í norður og sá franski í suður. Vindur var aust- anstæður, en snerist síðan til suð- urs. Frönsku skipin lentu í erfið- leikum og röð þeirra riðlaðist. Hernaðaraðferðir voru frum- stæðar á þessum tímum. Skipin sigldu hvert á eftir öðru og skip- herrar voru dregnir fyrir herrétt ef þeir dirfðust að sigla burt á eig- in spýtur og rjúfa skiparöðina. En hér gafst einstakt tækifæri, sem mátti ekki fara forgörðum. Brezku skipin rufu röð sína með því að beygja á stjórnborða og sigla gegnum glufur, sem höfðu mynd- azt milli frönsku skipanna, þótt það væri ekki samkvæmt þeirra tíma leikreglum. Brezku skipin beittu óspart yfirburðum sínum í skotkrafti. Rodney sigldi fremstur í flaggskipinu „Formidable". Franski flotinn tvístraðist og var gersigraður. Sjö herskip voru tekin herfangi, þeirra á meðal flaggskip Frakka, „Ville de Paris“, og de Grasse greifi var tekinn til fanga. Hood náði tveimur herskip- um í viðbót á sitt vald viku síðar. Frakkar voru um þessar mundir bandamenn nýlendnanna, sem höfðu gert uppreisn gegn Bretum í Norður-Ameríku og neytt þá til uppgjafar í Yorktown undir for- ystu George Washingtons árið áð- ur. Vestur-Indíur og sykurverzl- unin var mikilvæg bæði Bretum og Frökkum. Þetta svæði var aðal- vettvangur átaka Breta og Frakka, einkum vegna þess að engir alvarlegir bardagar geisuðu í Evrópu. Bretar náðu aftur yfirráðum á hafinu með flotasigri sínum á Frökkum, hinum mesta í stríðinu við þá, en sigurinn vannst of seint til þess að hann gæti haft áhrif á úrslit frelsisstríðsins í Norður- Ameríku. Sagnfræðingar telja þó að sjóorrustan hafi bætt stöðu Breta í friðarviðræðunum, sem fylgdu í kjölfarið. Sir Christopher Cradock aömíráll. ORRUSTAN VIÐ CORONEL Fyrri heimsstyrjöldin hafði staðið í fimm mánuði þegar brezk flotadeild undir forystu Sir Frede- rick Doveton Sturdee varaaðmír- áls sökkti fjórum þýzkum beiti- skipum undan Falklandseyjum 8. desember 1914. Þar með náðu Bretar aftur yfirráðum yfir sigl- ingaleiðum á úthöfunum, sem Þjóðverjar höfðu ógnað frá því þeir sigruðu í orrustunni við Cor- onel undan strönd Chile rúmum einum mánuði áður, 1. nóvember 1914. Á fyrstu mánuðunum eftir að styrjöldin brauzt út sigldu herskip Þjóðverja í Kína, Þýzka Austur- Asíu-flotadeildin undir stjórn Maximilian Graf von Spee aðmír- áls, yfir Kyrrahaf til Chile. Flota- deildin var skipuð tveimur þung- um orrustubeitiskipum, „Scharn- host“ og „Gneisenau", og tveimur léttum beitiskipum, „Núrnberg" og „Leipzig", auk þess sem létt- vopnaða beitiskipið „Dresden" kom frá Vestur-Indíum og bættist í hópinn. Skipin söfnuðust fyrst saman við Páskaeyju (12. okt) og sigldu siðan áleiðis til Valparaiso. Sir Christopher Cradock undir- aðmíráll var staðráðinn í að verja siglingaleiðir brezkra skipa hvað sem það kostaði og leitaði að þýzku flotadeildinni við Suður- Ameríku með tveimur, gömlum þungum, nánast úreltum, beiti- skipum, „Monmouth" og „Good Hope“, nýju léttu beitiskipi, „Glasgow", og léttvopnuðu kaup- fari, „Otranto", sem hafði verið breytt í hjálparbeitiskip. Þýzka beitiskipiö „Dreadan", sem Bretar króuöu af aó lokum og sökk í marz 1915. ur S í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.