Morgunblaðið - 18.04.1982, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982
Grænland nútímans: (>rein: Árni Johnsen
„Réttum fram höndina
til að staðfesta
hið sameiginlega“
Rætt vid Henrik Lund bæjarstjóra í Julianeháb á Grænlandi
Henrik Lund
„Fyrir 1000 árum, eða fyrir um 35 kynslóðum, sigldi Kiríkur rauði um
hafíð til landnáms á Grænlandi. Æ síðan hafa ísland og Norðurlönd verið
tengd Grænlandi og grænlensku þjóðinni. Ekki eru til miklar heimildir um
þessa horfnu tíma. Mannkynssagan er fremur rituð um óheiilaviðburði svo
sem styrjaldir og valdabaráttu. Samt sem áður fínnst okkur að böndin sem
tengja þjóðir okkar eigi sér djúpar rætur langt aftur í fortíðinni. Við eigum
hafísinn sa>- <-iginlega, við eigum hafíð sameiginlega, við eigum fiskinn í
sjónum sameiginlega, við eigum sameiginlega baráttuna við óblíða náttúru
og umfram allt annað, við eigum það sameiginlegt að hafa lifað af“ sagði
Henrik Lund bæjarstjóri i Junlíanneháb í upphafí samtals okkar um tengsl
íslands og Grænlands en hann var hér á landi fyrir skömmu og flutti m.a.
erindi um Grænlandsmál í Norræna húsinu.
„Island og Norðurlönd mynda
brú yfir til Grænlands og því mið-
ur fyrir mörg ungmenni, einnig
brúna brott frá föðurlandinu, tií
hins lokkandi umheims þar sem
yfirborðið getur glitrað og glóið
eins og ís í sólskini. Gagnstætt við
ísinn er oft að finna myrkur undir
geislaglitrinu þarna langt handan
við hafið.
Hvað sem öðru líður ætla ég að
láta sagnfræðingunum eftir for-
tíðina. I mínum huga merkir for-
tíðin minnisvarða um liðna tíma,
um vináttu og baráttu, um sam-
eiginlega baráttu við miskunnar-
lausa náttúru. Sagan og minnis-
varðarnir standa enn þann dag í
dag og mynda grunninn að þeim
samhug, þeim sögulega skyldleika
sem tengir Grænland, ísland og
Norðurlönd.
Með því að beina sjónum aftur í
tímann í tilefni 1000 ára afmælis-
ins verður tilfinningin fyrir því að
eiga sameiginleg örlög sterkari.
Þess vegna réttum við fram hönd-
ina til að staðfesta hið sameigin-
lega, meðan við erum á leiðinni að
verða frjáls þjóð.
Að staðfesta vináttu
og láta reyna á
Að sjálfsögðu hugum við mikið
að eigin framtíð og að sjálfsögðu
vitum við að tilfinningar og fortíð
verður að skoða í ljósi raunveru-
leikans og nútíðarinnar — að öðr-
um kosti munu böndin bresta.
Þess vegna eigum við að staðfesta
vináttu okkar og láta reyna á
hana.
Þess vegna ber okkur að vera
heiðarlegir, lýsa hagsmunum
okkar, ólíkum viðhorfum og sam-
eiginlegum sjónarmiðum. Þess
vegna eigum við að kynnast hverj-
ir öðrum miklu betur en hingað
til; við eigum að leita leiða til sam-
starfs til hagsbóta og ávinnings
bæði hér og handan hafsins. Sam-
starf milli frjálsra þjóða ákvarð-
ast ekki af pröngurum. Það verður
að gefa og þiggja miklu meira en
hagfræðingar, prangarar okkar
tíma, geta komið tölum yfir.
er talað um umfangsmikla þróun-
aráætlun um tölvuvæðingu fyrir
Grænland.
Á ævi einnar kynslóðar hefur
fólksfjöldi í Grænlandi nær þre-
faldast, sigrast hefur verið á
berklum, áfengi verið skammtað
og hass og eiturlyf eru ekki lengur
með öllu óþekkt. „Á ævi aðeins
einnar kynslóðar ...“ þannig væri
hægt að halda áfram lengi vel án
þess að endurtaka sjálfan sig.
Því er líkt farið með mannfólkið
í samfélaginu og með náttúruna.
Breytingar verða án þess tekið sé
eftir því, því að allt breytist sam-
tímis ásamt mælistikunni í
óstyrkri hendi okkar. Þar af leið-
andi getum við þá aðeins skynjað
breytinguna, þegar við stöldrum
við og lítum um öxl, þegar við ein-
földum og drögum fram í dagsljós-
ið þá áþreifanlegu hluti sem eiga
þátt í að afmarka daglega tilveru
okkar.
Breytingar eru einkenni okkar
þjóðfélags í dag. Þróun og aðlögun
sem hefur tekið hina evrópsku vini
okkar áratugi, kannski meira að
segja þær 35 kynslóðir síðan Ei-
ríkur rauði var og hét, er þjóðfé-
lagsbylting sem við höfum gengið
gegnum á ævi aðeins einnar kyn-
slóðar. Margir landa minna eru
fæddir í byggðakjörnum og á stöð-
um sem nú eru aðeins fjarlægir
minnisvarðar, nöfn á gömlum
landabréfum. Margir fæddust
frjálsir við harðvítug náttúruöfl
og búa nú á hillu í sex hæöa
steypuháhýsum sem eru sum
mörg hundruð metra löng. Margir
hafa alist upp í nær því peninga-
lausu samfélagi við hagkerfi nátt-
úrunnar. Margvíslegar venjur,
hegðunarhættir og reynslu, sem í
hugum Evrópubúa eru eðlislæg
viðbrögð, skynjum við sem af-
drifaríkar breytingar. á samfélagi
okkar, sem boðskap framandi iðn-
aðarþjóðfélags, boðskap sem við
neyðumst til að bregðast við,
boðskap sem við verðum að sann-
reyna og bera saman við okkar
heim, okkar samfélag, í stað þess
að sætta okkur við boðskapinn í
góðri trú eins og auðsveipir þegn-
Aðeins ein kynslóð
frá kajakmanninum
Á 1000 ára afmæli landnáms
Eiríks rauða er aðeins ein kynslóð
liðin síðan Grænlendingar ákváðu
að leggja út á hina óvissu braut
sem á þessu ári leiddi af sér þjóð-
aratkvæðagreiðslu um aðildina að
Efnahagsbandalagi Evrópu. Það
er aðeins ein einasta kynslóð síðan
land mitt lá fjarri nútímanum,
þar sem kajakmaðurinn hafði að-
eins heyrt af afspurn um svo
miklu stærri veröld, veröld í senn
framandi og þó lokkandi — og nú
ar.
Danir og Grænlend-
ingar lögðu grunninn
sem jafningjar
Árið 1979 öðluðumst við svo
heimastjórn. Eftir langvarandi
nefndarstarf sem bæði Danir og
Grænlendingar tóku þátt í sem
jafningjar, kom nefndarálit um
heimastjórnina út. Það hafði að
geyma bæði tillögur um nauðsyn-
lega löggjöf í innan- og utan-
landsmálefnum og drög að tíma-
áætlun fyrir uppbyggingu heima-
stjórnarinnar.
Á árunum á undan hafði stjórn-
málaafli Grænlendinga aukist
styrkur og baráttuþróttur. Líta
má á vitundarvakningu Græn-
lendinga í stjórnmálum sem af-
leiðingu hinna hröðu breytinga í
samfélaginu, en auk þess veldur
henni meðvituð viðleitni heiliar
kynslóðar ungra Grænlendinga.
Þessi unga kynslóö hafði á síðustu
árum 7. áratugsins og í upphafi
þess áttunda almennt farið að
setja spurningarmerki við þróun-
ina og hvort sanngjarnt og skyn-
samlegt gæti talist að halda áfram
að láta ákvarða um grænlensk
málefni að utan. Auk þess var ein-
kennandi að þótt svo þessi unga og
vel menntaða kynslóð hefði hlotið
menntun sina eftir danskri hefð,
hafði hún einnig til að bera orku
og forvitni til að sækja hinar
Norðurlandaþjóðirnar og Evrópu-
lönd heim. Þegar á þessum um-
brotaskeiði skipaði Island áber-
andi sess í vitund unga fólksins og
bauð upp á aðra kosti í stjórnmál-
um og alþýðumenningu en hin
allsráðandi yfirráð Dana. Við
ferðuðumst helst á eigin vegum
um fyrrnefnd lönd og fengum
margvíslega, dýrmæta reynslu —
stofnað var til vinatengsla sem
enn þann dag í dag hafa mikla
þýðingu fyrir stöðu Grænlands í
umheiminum.
Hins vegar má ekki undir nein-
um kringumstæðum skilja það svo
að á því glöggvunarskeiði sem var
undanfari heimastjórnarinnar
hafi andstæður milli Dana og
Grænlendinga skerpst neitt veru-
lega umfram það sem teljast verða
fullkomlega eðlileg og óhjákvæmi-
leg deiluefni í þjóðfélagi sem er að
taka stakkaskiptum. Umræðan
um pólitíska framtíð Grænlands
varð þannig smám saman alger-
lega eðlilegur þáttur í lífi Græn-
lendinga. Smátt og smátt tók um-
ræða þessi einnig að vekja þó
nokkra athygli í Danmörku á for-
sendum Grænlendinga sjálfra.
Þar hentu ýmsir áhugamenn um
stjórnmál, og einkum um græn-
lensk málefni, boltann á lofti, en á
sama tín.a fór smám saman að
bera á eiginlegum stjórnmála-
ágreiningi í Grænlandi sem fyrst
og fremst snerist um heimastjórn-
arhugmyndina. Stjórnmálahreyf-
ingin Atassut hélt því fram að
fresta bæri heimastjórn þar til
talið væri að grænlenska þjóðin
gæti ráðið fram úr verkefninu. Si-
umut sem í upphafi átti hugmynd-
ina að heimastjórn hélt uppi bar-
áttu fyrir því að hún yrði að veru-
leika, en Inuit Atagatigit krafðist
þess á hinn bóginn að landið hlyti
fullt frelsi frá Danmörku. í um-
ræðunum fyrir kosningar til
fyrsta heimastjórnarþingsins
myndaðist stærsti stjórnmála-
flokkur Grænlands fram að því,
SP, sem er verkamannaflokkur í
nánum tengslum við verkalýðs-
hreyfinguna í Grænlandi.
Gróf einföldun á sérstæð-
um aðstæðum í Grænlandi
Áður en heimastjórn var komið
á tóku Danir á alveg eðlilegan og
nauðsynlegan máta þátt í umræð-
um um stjórnmál og grundvallar-
Meðfylgjandi myndir eru teknar í
Qaanaaq fyrir norðan Thule og eru
dæmigerðar fyrir hinn gamla lífsstíl
Grænlendinga sem enn er við lýði á
þeim slóðum. Á Suður-Grænlandi er
hins vegar um að ræða bæði mannlíf
og náttúru sem í flestu minnir á það
sem íslendingar eiga að venjast.
Veiðimaður hyggur að þykkt íss við vök eftir að hafa skotið selinn.
atriði þessa máls. Er dró nær
hinni endanlegu ákvörðun varð
tónninn hvassari og línur urðu
skarpari, einkum í deilunum um
réttinn yfir landssökkli Græn-
lands. Þess skal getið til glöggvun-
ar að þá var byrjað að bera mynd-
un grænlenskra stjórnmálaflokka
saman við evrópsk stjórnmálaöfl
frá hægri til vinstri. Þetta er þó
gróf einföldun á hinum sérstæðu
aðstæðum í Grænlandi og eflaust
fremur villandi en fræðandi.
Það verður að teljast markverð-
asti árangur stjórnmálabarátt-
unnar að umburðarlyndi, vakandi
áhugi og vilji til að rata rétta leið
stóðst þolraunina. Heimastjórnin
varð til í anda vináttu við hátíða-
höld og í gleði um leið og mikils
var vænst af framtíðinni.
Hátíðaskapið var ekki nærri
horfið þegar efasemdir og örygg-
isleysi tók að gera vart við sig.
Eftir hina miklu hrifningu komu
fram vonbrigði þar sem ekkert var
hægt að gera þegar í stað. Eins og
ætíð í Grænlandi varð þróunin
samt næstum örari en svo að hægt
væri að fylgjast með henni. Fram
til þess er nefndarálitið um
heimastjórnina var birt opinber-
lega hafði hin umfangsmikla um-
ræða vakið upp margvíslegar von-
ir og óskir sem hvorki áttu sér
stoð í raunveruleikanum né í þeim
pólitísku samningum sem reynt
var að ná. Má vera að í hátíðar-
skapinu hafi menn gleymt að lesa
allt sem stóð skrifað á prenti; má
vera að við höfum að mörgu leyti
staðið of fjarri hinum góðu dönsku
hefðum með nefndarálit, laga-
frumvörp og meðmæli alls konar;
að munurinn á hinum harðneskju-
lega raunveruleika í Grænlandi og