Morgunblaðið - 18.04.1982, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982
33
hinum verndandi hugsjónum
Dana hafi ofur einfaldlega verið
óyfirstíganlegur sem fyrr.
Menningarlegt djúp
milli Grænlands
og Danmerkur
Undanfari heimastjórnarinnar
olli ekki aðeins töluverðri vitund-
arvakningu á stjórnmálasviðinu,
heldur varð hann og til þess að
staðfesta með greinilegum hætti
það menningarlega djúp og þá
menningarbaráttu sem á sér stað
milli Grænlands og Danmerkur
svo og hinna Norðurlandanna. Það
voru einkum andstæðingar heima-
stjórnar og þeir þjóðfélagshópar
sem síðast á tímabilinu létu berast
af eigin hrifningu, sem gerðu hvað
mest úr vonum manna. Stuðnings-
mennirnir, sem árum saman
höfðu miðað stjórnmáiastarf sitt
við að koma á heimastjórn, fóru
að sjálfsögðu ekki varhluta af efa-
semdum, öryggisleysi og hættum,
en þrátt fyrir allt voru menn einn-
ig í þeirra hópi fullir eftirvænt-
ingar, þó svo þeir væru ef til vill
örlítið raunsærri en svo margir
aðrir. Andstæðingar heimastjórn-
arinnar voru efins í trúnni á hæfi-
leika Grænlendinga til að uppfylla
allt það sem vænst yrði af þeim í
kjölfar heimastjórnar hvað snerti
vinnuframlag, afköst og fórnar-
lund. Eflaust hafa andstæðingarn-
ir einnig ofmetið sjálfa gildistöku
heimastjórnarinnar sem einstæð-
an viðburð er gæti umbreytt þeim
grænlenska veruleika er menn
þekktu líkt og hendi væri veifað.
Reyndar litu stuðningsmennirnir
á gildistökuna sem einstæðan at-
burð, einslags friðsamlega bylt-
ingu — en samt í rauninni sem
eðlilegt framhald hins umfangs-
mikla stjórnmálastarfs síðustu 10
ára. Þannig gátu þeir í gleði sinni
yfir árangri velviljaðs og heiðar-
legs samstarfs Grænlendinga og
Dana eftir sem áður komið auga á
vandamálin, hætturnar og skuld-
bindingarnar auk þeirra banda
sem gera myndu Grænland að
hluta hins danska ríkis enn sem
fyrr. Þess vegna verður að telja
það lán að það skyldi verða sá
flokkur sem mest hafði barist
fyrir heimastjórninni er náði
völdum á hinu nýja landsþingi.
Þannig var samstundis hægt að
halda starfinu áfram á sömu
grænlensku forsendum og höfðu í
aðalatriðum getið heimastjórnina
af sér. Vegna afleiðinga hinnar
víðtæku efnahagskreppu í heimin-
um gafst heldur enginn tími til að
gæla við gyllivonir. Andstæðingar
og stuðningsmenn urðu að drífa
sig í vinnugallana og komast að
raun um meðal annars hvaða þýð-
ingu það hefur fyrir lítið samfélag
að vera algerlega háð olíu til allr-
ar orkuneyslu og upphitunar.
A þessu ári eru svo í undirbún-
ingi fyrstu eiginlegu umræðurnar
um árangur heimastjórnarinnar.
Á vori komanda fara fram kosn-
ingar.
Sveitarfélögin á Suður-Græn-
landi hafa fyrir sitt leyti leitast
við að varðveita og styrkja tengsl-
in við ísland, Færeyjar og Skand-
inavíu við hátíðarhöldin vegna
1000 ára afmælis komu Eiríks
rauða til Grænlands — og verður
það að teljast greinilegt pólitískt
merki um þá reynslu og þau
markmið sem tengjast hugmynd-
inni um heimastjórn. Sem frjáls-
bornir menn rétta Grænlendingar
fram höndina til samstarfs á sviði
menningar og þjóða í millum með
manneskjulegu ívafi bæði til mót-
vægis og til viðbótar hinu skrif-
finnskukennda og formfasta sam-
starfi sem á sér stað í hinum viða-
miklu bandalögum sem um þessar
mundir blómstra úti í hinum svo-
kallaða stóra heimi.
Á vissan hátt má líta á endur-
nýjun og eflingu mannlegra,
menningarlegra og alþýðlegra
tengsla við Island, Færeyjar og
Skandinavíu sem sérstakt framlag
Suður-Grænlendinga til lifandi
heimastjórnar í Grænlandi.
Á hinn bóginn þýðir áherslan á
þetta samstarf milli þjóðanna
engan veginn að gleyma skuli
harðneskjulegum raunveruleika
hins daglega lífs við heimastjórn.
Ef styrkja á samstarfið, verður
maður líka að vera reiðubúinn að
setja sig inn í daglegt stjórnmála7'
og efnahagslíf hvors annars, alveg
eins og er að gerast með einstök-
um hætti á þessum stað. Hér er
lagður grundvöllur að skilningi og
samstarfi milli þjóðanna svo og að
bjartari framtíð.
í þessum anda langar mig til að
gera grein fyrir nokkrum megin-
dráttum í umræðunni um heima-
stjórnina frá mínum bæjardyrum
séð. í mínum augum hefur heima-
stjórnin sömu merkingu og Græn-
land og ég hef þá trú að það væri
engin framtíð fyrir ættland mitt
án hennar.
Umbætur á skipun
sveitarstjórna
Hið nýja landsþing samþykkti
þegar i stað að aflokinni gildis-
töku heimastjórnar umbætur á
skipun sveitarstjórna eins og eðli-
legt var. Þetta var gert í samræmi
við þá almennu stefnumörkun sem
fram kom í nefndarálitinu um
heimastjórn og var miðuð við
þróun síðustu ára í sjálfstjórn
sveitarfélaga í Danmörku.
Landfræðilegri skiptingu sveit-
arfélaga var ekki breytt. Hins veg-
ar var í innri skipan komið á fast-
mótaðri pólitískri stjórn með
þannig skipulagi að sveitarstjórn-
in hafði hér eftir sem hingað til
æðsta og síðasta orðið í töku
ákvarðana, en jafnframt var dag-
leg stjórnun fengin í hendur fjár-
málanefndarinnar auk starfandi
nefnda. Jafnframt lét landsþingið
greinilega í ljós að óskað væri eft-
ir að starfhæfni byggðaráðanna
yrði efld. í sem allra stærstum og
almennustum dráttum má segja
að venjulegt sveitarfélag í Græn-
landi sé gríðarstórt óbyggt land-
svæði með einum bæ þar sem
langstærsti hluti íbúanna auk
opinberrar og einkarekinnar þjón-
ustu er samankominn og þar fyrir
utan nokkur fjöldi sveitabyggða
sem eru mjög mismunandi stórar.
Þannig verður bærinn allsráð-
andi miðstöð í stjórnmálalegu og
stjórnarfarslegu tilliti sem er afar
evrópsk að allri uppbyggingu, en
sveitabyggðin er hins vegar í nán-
um tengslum við hinn grænlenska
veruleika sem mótast af náttúru-
öflunum, kunnáttu og hefðum sem
eru Evrópubúum framandi.
Byggðarráðin eru stjórnaraðilar
byggðanna í stjórnmálalegum og
stjórnarfarslegum efnum þannig
að í raun fara byggðaráðin með
hlutverk sveitarstjórnarinnar,
fjármálanefndarinnar og hinna
starfandi nefnda. Minnst einn
meðlimur byggðaráðsins, venju-
lega formaðurinn, er jafnframt
meðlimur sveitarstjórnarinnar.
Oft stangast hagsmunir byggða
og bæja á. íbúar byggðanna hafa
fyrst og fremst atvinnu sína af
veiðum og fiskveiðum, tekjur eru
venjulega áberandi lægri í byggð-
unum en í bæjunum, aldursdreif-
ing íbúanna þar sem tiltölulega
mikið er af eldra fólki er öðru vísi
en í bæjunum og loks búa sjaldn-
ast margir með æðri menntun og
því sem næst engir Danir utan
bæjanna. Ennfremur veldur skipt-
ing sveitarfélagsins í kjörsvæði
því að bak við sæti byggðafulltrú-
ans í sveitarstjórninni eru venju-
lega mun færri atkvæði en bak við
sæti venjulegra bæjarfulltrúa.
Þar eð fjármuni til þróunar í
byggðunum verður annað hvort að
taka af framlagi því sem áður fyrr
rann óskert til bæjanna eða með
því að leggja á hærri skatta, sem
íbúar bæjanna verða einkum að
borga, eru árekstrar oft afleiðing-
in.
Munurinn milli bæja og byggða
er byrði sem nýju sveitarfélögin
og heimastjórnin tók í arf frá
samþjöppunarstefnunni í Græn-
landi á sjöunda áratugnum. Á
þeim árum var það yfirlýst stefna
að safna íbúum landsins saman í
eins fáa bæi og hægt var, einkum
á hinum svonefndu strandsvæð-
um. Þannig er vandi einstakra
sveitarfélaga í stjórnun og stjórn-
málalegum efnum varðandi sam-
skiptin milli bæja og byggða I
raun merki um mun almennari
vandamál.
Samþjöppunarstefna án
tillits til grundvallaratriða
Hin svonefnda samþjöppunar-
stefna byggist í aðalatriðum á
þröngsýnum sjónarmiðum um
ágæti þess að iðnvæða öll þjóðfé-
lög án tillits til stærðar, legu og
forsendna. Takmarkið var í upp-
hafi að fá fólk til að taka þátt í
eins konar evrópsku markaðshag-
kerfi, þar sem skipulag menntun-
ar og framleiðslu miðaðist ein-
göngu við óskir um víðtæka sér-
hæfingu ásamt fleiru án þess að
tillit væri tekið til forsenda af
völdum náttúrunnar og samfé-
lagslegra og menningarlegra sér-
kenna.
Á þennan hátt myndaðist
tæknivætt, viðkvæmt og stirt
samfélag. Óátalið urðu þess háttar
forsendur af fræðilegum, evrópsk-
um toga ráðandi afl í öllu opin-
beru starfi, með þeim afleiðingum
m.a. að stór hluti íbúanna í byggð-
unum eru enn í dag og stundum
með réttu ákaflega vel á verði og
gagnrýnir á hin nýju grænlensku
yfirvöld.
Þegar tekið er tillit til yfirlýstra
markmiða landsstjórnarinnar í
stjórnmálum — að efla byggðir og
útkjálka — hefur hin gamla fé-
lagslega, menningarlega og póli-
tíska spenna samt sín áhrif í nú-
tímanum. Að sjálfsögðu bjóst eng-
inn við að breytingar á gamalli og
gróinni stefnu gætu borið umtals-
verðan og mikinn árangur í einni
svipan.
Andstæðurnar eru enn fyrir
hendi. Ríkið hefur enn útslitaáhrif
á m’kilsverðum sviðum, einkum í
húsnæðis- og atvinnustefnu svo og
á sviði vörudreifingar. Auk þess
ber allt stjórnkerfið enn sem fyrr
merki um viðhorf og mat eldri
tíma í gegnum menntun og þjálf-
un starfsfólksins.
Á grundvelli þess sem lýst hefur
verið eru grænlenskar sveitar-
stjórnir í dag pólitískar valda-
miðstöðvar sem byggja á vald-
dreifingu, þar eða sveitarfélögin
þekkja vandamál varðandi upp-
byggingu og samfélagsleg efna-
hagsmál af eigin raun á mjög svo
áþreifanlegan og beinan hátt úr
daglega lífinu. Hér veldur einnig
að stjórnmálamenn og embætt-
ismenn í sveitarstjórnum neyðast
til að eiga mjög mikið saman að
sælda í sínum daglegu störfum
með þeim gleðilega árangri að
grænlenskar skoðanir stjórnmála-
manna og hin nánu tengsl við
raunverulegt ástand mála hafa
orðið stöðugt áhrifameiri en við-
horf fortíðarinnar og hið gamla
valdakerfi.
„Byltingin étur
börnin sín“
Það er mín skoðun að þróunin
geri einkar miklar kröfur til
grænlenskra stjórnmálamanna.
Hinir beinu og stöðugu árekstrar
við andstæðurnar í þjóðfélaginu
og þörfin til að verka hvetjandi á
daglega stjórn þar sem Grænlend-
ingar eru sjaldnast í meirihluta,
skyldan til að berjast gegn hinum
auðveldu, hefðbundnu lausnum,
allt leggur þetta þungar byrðar á
hendur stjórnmálamannanna. Það
er afar erfitt að halda lífi í hug-
sjóninni í hinni hægfara þróun í
átt til grænlensks þjóðfélags. Og
kröfurnar og vandamálin láta ekki
á sér standa. Ef til vill verður
þetta best tjáð með málshættin-
um: „Byltingin étur börnin sín.“
Stjórnmálamennirnir verða að
gjalda þess í ríkum mæli sem
manneskjur að tryggja framtíð-
ina. En einnig það tilheyrir hinu
daglega lífi í Grænlandi, þar eð
merkin um marga eyðilagða
mannævina sjást út um allt frá
þeim tíma er menn fluttust úr
kunnugum heimi í lítilli sveita-
byggð til stóru bæjanna með há-
hýsum þar sem fólk fékk að búa á
steinsteyptri hillu fjarri öllu sem
það þekkti og því þótti vænt um.
Það er sárt að þurfa að verða vitni
að því enn í dag neyðast menn til
að byggja háhýsi á Grænlandi.
Það er ríkið sem reisir húsin og
sveitarfélögin sem verða að leysa
hin félagslegu vandamál. Það sem
ríkið sparar tapa sveitarfélögin og
íbúarnir mörgum sinnum.
Það er von mín um heimastjórn-
ina að fyrstu ár hennar verði ekki
um of gengið á stofninn. Við erum
ekki nein stórþjóð, en við höfum
þegið að arfi stórt land með stór
vandamál og hvað gagnar það
okkur að sigrast á framtíðinni, ef
við erum þá ekki lengur til?
Hið áberandi hlutverk sveitar-
félaganna og hraðfara þróun
þeirra hefur haft í för með sér
eðlilega og nauðsynlega spennu
milli miðstjórnarvaldsins og hins
dreifða valds. Orsakir þessarar
þróunar er að finna í því að
áframhaldandi „grænlandsering"
þýðir óhjákvæmilega að sveitaryf-
irvöld eflast, þar eð ekkert getur
komið í staðinn fyrir skilning
þeirra á aðstæðum hvers annars.
Auk þess verður það að viðurkenn-
ast að hin grænlensku og dönsku
miðstýrðu stjórnvöid leitast við að
breiða út áhrif sín. Þannig hefur
sambandið milli sveitarstjórna og
landsstjórnarinnar áhrif á þróun-
ina. Andstæðingar heimastjórnar-
innar og yfirborðsfólk heldur því
gjarnan fram að í stað fjarstýr-
ingar frá Kaupmannahöfn sé nú
tekin við fjarstýring frá Godt-
haab. í mínum huga eru andstæð-
urnar nauðsynlegar fyrir þróun
heimastjórnarinnar.
Valddreifing sveitarstjórnar-
kerfisins er í augum Grænlend-
inga alveg eðlileg afleiðing hins
gríðarlega landflæmis á Græn-
landi. Togstreita er merki um
heilbrigði og sönnun þess að
heimastjórn er án efa hið rétta
SJÁ NÆSTU SÍÐU