Morgunblaðið - 18.04.1982, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982
35
HoflemGlobetfotter/
_v______^_______________
• Curfy Neal elskar að
skemmta fólki. Hann kem-
ur öllum í gott skap með
brosinu einu.
boltanum I körfuna með
leikir eiga jú fyrst og fremst að
vera skemmtun sem allir hafa
ánægju af. Fyrir börnin eru leik-
mennirnir sannkallaðir töfra-
menn. Allir leikmenn Harlem
Globetrotters byrjuðu íþrótt sína
á leikvöllum eða á dagheimilum.
Og enn sitja í þeim öilum bernsku-
brekin og barnagamanið.
Frægustu leikmenn liðsins
Tveir af frægustu leikmönnum
Harlem Globetrotters eru Hubert
Geese Ausbie og Curly Neal. Geese
Ausbie er stjarna liðsins. Sýninga-
maður og töframaður með boltann
fram í fingurgóma. „Eg kem fram
við alla eins og þeir séu börn þegar
þeir horfa á leiki okkar. Það
skemmtir fólki og mér líka,“ segir
Ausbie. „Ef ég sé börn leika sér í
körfubolta fer ég oft og iðulega til
þeirra og leik mér með þeim. Tek
fáein skot og glettist við þau. Ég
elska börn,“ segir Ausbie sem er
mikill fjölskyldumaður sjálfur.
Geese hóf að leika með Globetrott-
ers eftir að hann lauk háskóla-
námi í Philander Smith í Little
Rock. Geese Ausbie var fæddur
körfuboltastjarna, og í gagn-
fræðaskóla skoraði hann iðulega
yfir 70 stig í leik með liði sínu.
Hann fékk meira en 100 tilboð um
skólavist frá bandarískum háskól-
um, en valdi Philander Smith
vegna þess að þar var bróðir hans
við nám. í háskólaliðinu var hann
stór stjarna og skoraði fleiri stig á
keppnistímabilinu en kappar sem
léku á sama tíma eins og Wilt
Camberlain og Jerry West og það
segir sína sögu. Eftir að háskóla-
náminu lauk gerðist Geese leik-
maður með Harlem Globetrotters,
í stað þess að gerast leikmaður í
bandarísku atvinnumannadeild-
inni. Ausbie elskar að skemmta
fólki. Hann segir: „Ég get skorað
stig hvenær sem ég vil. En það er
ekki málið. Fólkið kemur til að sjá
allt aðra hluti.“
Skapar stemmningu
með brosinu
Curly Neal getur komið öllum í
gott skap og fengið fólk á sitt band
með brosinu einu saman. Neal er
einna þekktastur af leikmönnum
Harlem-liðsins. Hann er líka án
efa vinsælasti íþróttamaður í
heiminum í dag, eftir að stjörnur
eins og Pele og hnefaleikakappinn
Ali lögðu skóna á hilluna. Neal er
heimsþekktur fyrir snilli sína,
hefur enda leikið körfuknattleik í
90 þjóðlöndum í sex heimsálfum.
„Ég get ekki sagt ykkur hversu
hamingjusamur ég er að geta
fengið fól.k til að hlæja og
skemmta sér,“ segir Curly Neal.
Það er sannkölluð fjöskyldu-
skemmtun að sjá Harlem Globe-
trotters. Þar sér maður allt það
besta í körfuknattleik ásamt
töfrabrögðum og skemmtun.
Eitt er víst, að sjón verður sögu
ríkari í Laugardalshöllinni á
morgun og þriðjudag þegar þessir
heimsþekktu íþróttamenn mæta á
fjalirnar.
ÞR.
• Lionel Garretter ekki I randræðum með að troða
báðum böndum eins og sji má.
„Ef þið eigið ekki
börn til að fara
með á leikinn
þá skuluð þið
fá þau lánuð og
bjóða þeim“
Texti: Þórarinn Ragnarsson
• Larry Rivers, snillingur I því að reka knött-
inn. Hér reynir hann gegnumbrot i hnjinum. En____________________
það er ekki oft sem körfuknattleiksmenn reyna
sttkL
í dag kemur til landsins hið heimsfræga sýningarlið í
körfuknattleik, Harlem Globetrotters. Liðið mun leika þrjá
sýningarleiki hér á landi, en jafnframt vera með sýningar
fyrir vangefna og fatlaða þeim að kostnaðarlausu. En það er
venja sem leikmennirnir í Harlem-liðinu hafa jafnan þegar
þeir eru í sýningarferðum sínum. Þeir gleyma ekki lítilmagn-
anum.
Ekkert íþróttalið í veröldinni er jafnþekkt og snillingar
Harlem Globetrotters.
ísland er hundraðasta landið sem þeir heimsækja. Síðan
liðið var stofnað árið 1927 hefur það ferðast næstum 3 millj-
ónir mílna, eða 120 sinnum kringum hnöttinn.
Alls hefur liðið tekið þátt í yfir Reiknað er með að rúmlega
15.000 leikjum og talið er að áhorf- þrjár milljónir komi til að sjá sýn-
endur á leikjum þeirra séu rúmar
100 milljónir. Allir hafa skemmt
sér jafn vel. Harlem-liðið á að-
sóknarmet hvað varðar körfu-
knattleik. Það var árið 1950 í Berl-
ín, en þá komu 75.000 manns til að
sjá liðið leika.
Nokkrir af frægustu leik-
mönnum Harlem Globetrotters
munu leika með liðinu hér á landi.
Þeir eru Geese Ausbie, Lionel
Garrett, og sá stærsti sem er sjö
fet og einn þumlungur, „Baby
Face“ Paige.
ingarleiki Harlem-liðsins á þessu
ári. Liðið sýnif í N-Ameríku, Nýja
Sjálandi, Afríku, Ástralíu og víð-
Æfingin skapar meistarann
— En hvað er það sem gerir
Harlem-liðið svona sérstakt? Jú,
eins og í flestum greinum íþrótta
er það æfingin sem skapar meist-
arann. Allir leikmenn Globetrott-
ers hafa leikið körfuknattleik frá
því þeir muna eftir sér. Og leikni
þeirra með körfuboltann er slík,
að með ólíkindum er. Það er sama
hvað er gert. Hraðaupphlaup, skot
af löngu færi, knattmeðferðin og
síðast en ekki síst allt sprellið sem
leikmenn gera á vellinum.
En hvernig má það vera að lið
sem leikið hefur meira en 15.000
leiki getur alltaf fyllt hjá sér húsið
á hverri sýningu? Er ekki farið að
slá í þessa karla? Nei, síður en svo.
Að sögn kunnugra verður liðið
alltaf betra og betra. Og aðsóknin
eykst í samræmi við það. Liðið í
heild svo og hver einstakur leik-
maður er ávallt að koma með
eitthvað nýtt.
Þá leika þeir alltaf undir tónlist
og lagið sem þeir halda mest uppá,
og er ávallt í för með liðinu, er hið
þekkta „Sweet Georgia Brown“.
Leikmenn vita að hver nýr leikur á
eftir að verða þeim eftirminni-
legur og þar eiga eftir að sjást nýj-
ar brellur. Það er nefnilega þann-
ig, að leikmenn Harlem, hver og
einn, eru alltaf að fitja upp á ein-
hverju spennandi sem gleður augu
áhorfenda.
Skemmtilegast er að horfa á
leiki Harlem Globetrotters með
0 Stjarna í Hði Harlem Globe-
trotters, Geese Ausbie. Hann kem-
ur fram við alla eins og börn. Enda
segist hann elska þau og er mikill
fjölskyldumaður sjálfur. Hér er
hanii ísamt ungum aðdíendum.
0 Robert Paige leikur sér að því
að troða aftur fyrir sig með brosi i
vör. En bros og skemmtun er vöru-
merki leikmanna Harlem Globe-
trotters.
börnum. Ef þið eigið engin börn
sjálf til að fara með á leikina, þá
skuluð þið bara fá þau lánuð og
bjóða þeim með. Það eru börnin
sem skilja leik Globetrotters mest
og best. Börnin skilja vel alla þá
skemmtun sem leikmenn Harlem
fá út úr íþróttinni. íþróttakapp-