Morgunblaðið - 18.04.1982, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982
t
Við þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför eiginmanns míns og fööur,
ÓSKARS BJÖRNSSONAR,
Laugarholti 12,
Húsavík.
Ásdía Sigurðardóttir, Sólveig Ósk Óskarsdóttir.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
SIGUROUR SIGURDSSON,
málarameistari,
Tómasarhaga 27,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 20. apríl, kl.
10.30.
Ragnheiður Ásgrímsdóttir,
Sigurður Sævar Sigurðsson,
Björg R. Sigurðardóttir.
t
Konan mín og móöir okkar,
HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR,
Hafnarstræti 39, Akureyri,
veröur jarösungin frá Akureyrarkirkju þriöjudaginn 20. apríl, kl.
13.30.
Þórhallur Pólsson
<5 og börn.
+
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
verður jarösett frá Dómkirkjunni, mánudaginn 19. apríl, kl. 1.30.
Þórunn G. Hallgrímsson,
Guömundur Hallgrímsson, Inga Guöbergsdóttir,
Margret Hallgrímsson,
Sigurður Guðmundsson, Anna Flygenring,
Sig. E. Sigurösson, Kristín Sigtryggsdóttir,
John A. McKesson
og barnabörn.
+
Faöir minn, tengdafaöir og afi,
ÞÓRHALLURBJARNASON,
verkstjóri,
Barmahlíð 7,
sem lést á Landspítalanum, veröur jarösunginn þriöjudaginn 20.
april kl. 3.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuö en þeir sem vildu minnast
hans, láti vistheimiliö Sólheima i Grímsnesi njóta þess.
örn Smórí Þórhallsson,
Matthildur Kristinsdóttir
og dætur.
+
Faöir okkar, fósturfaöir og tengdafaöir,
SÆMUNDUR ELIAS ARNGRÍMSSON,
Landakoti, Álftanesi,
veröur jarösunginn frá Bessastaöakirkju, miövikudaginn 21. apríl
kl. 2 e.h.
Halldóra Sæmundsdóttir, Einar Einarsson,
Jóanna Sæmundsdóttir, Guömundur Georgsson,
Ragnhildur Jónsdóttir,
Arngrimur Sæmundsson, Bóra Þórarinsdóttir,
Hildímundur Sæmundsson, Aðalheiöur Steingrímsdóttir,
Guðjón Brynjólfsson, Sigriöur Steindórsdóttir,
Jóhannes Hjaltested, Sigurlaug Stefónsdóttir.
+
Viö sendum okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö, vin-
áttu og viröingu viö andlát og útför fööur okkar, sonar, ástvinar,
bróður, mágs og dóttursonar,
JÓNS GUNNLAUGS SIGURÐSSONAR.
Sérstaklega þökkum viö íþúum og sveitastjórn Búöahrepps,
Fáskrf. þá virðingu er þau sýndu meö því aö kosta útför hans. Enn
fremur félögum hans úr Víkingi svo og þann trúarstyrk, er séra
Ólafur Skulason hefur gefiö okkur.
Ástbjörg Rut Jónsdóttir, Siguröur S. Jónsson,
Rakel Viggósdóttir, Sigurður S. Jónsson,
Ragnheiður Alfreösdóttir, Edda Björg Siguröardóttir,
Unnur Siguröardóttir, Þóröur Lárusson,
Eva Haraldsdóttir, Viggó Sigurösson,
Unnur Kristinsdóttir, Viggó Nathanaelsson.
Gunnlaugur Jósefs-
son — Minningarorð
Laugardaginn 19. desember sl.
andaðist í Sjúkrahúsinu í Keflavík
Gunnlaugur Jósefsson, fyrrum
hreppstjóri, Suðurgötu 38, Sand-
gerði. Utför hans var gerð frá
Hvalsneskirkju miðvikudaginn 30.
desember að viðstöddu fjölmenni.
Gunnlaugur Jósefsson var
fæddur 12. október 1896 á Syðri-
Völlum í Miðfirði. Foreldrar hans
voru hjónin Jósef Gunnlaugsson
frá Efra-Núpi í Miðfirði og Krist-
in Hansdóttir frá Litla-Ósi í sömu
sveit. Bjuggu þau síðast að Núps-
seli í Vestur-Húnavatnssýslu.
Gunnlaugur var ásamt Sigurbirni
tvíburabróður sínum næst elztur
fimm systkina, og eru þau nú öll
látin.
Gunnlaugur ólst upp í foreldra-
húsum til 8 ára aldurs, en fór þá
til frænda síns, Gunnlaugs
Björnssonar, er þar bjó í sömu
sveit, og dvaldist þar um árabil, en
vann þó á ýmsum stöðum, m.a. um
skeið að Ásgeirsá í Víðidal. Þar
þótti honum gott að vera og hélt
hann mikilli tryggð við fólkið þar
æ síðan. Þrátt fyrir fátækt á upp-
vaxtarárum og erfiðar aðstæður,
brauzt Gunnlaugur til mennta,
settist í Kennaraskólann í Reykja-
vík og lauk þaðan kennaraprófi
árið 1919. Bjó hann í Reykjavík
hjá móður sinni, sem þangað var
flutt, og Sigurbirni tvíburabróður
sínum, en þeir bræður voru ávallt
mjög samrýndir. Sigurbjörn, sem
var deildarstjóri við kaupfélagið í
Keflavík, lézt fyrir fjórum árum.
Eftir kennarapróf varð Gunn-
laugur kennari í Þorkelshóls-
hreppi í Vestur-Húnavatnssýslu í
eitt ár. Þá var hann kennari í
Hrunamannahreppi í Árnessýslu
frá 1920—1926 og í Laxárdals-
hreppi í Dalasýslu 1926—1927.
Loks var hann kennari við barna-
skólana í Miðneshreppi, bæði á
Hvalsnesi og Tjörn, en síðan í
Sandgerði frá 1927—1943. Árið
1924 fór Gunnlaugur til Noregs og
dvaldi þar um skeið til að afla sér
frekari menntunar.
Á þeim árum, er Gunnlaugur
var kennari í Hrunamannahreppi,
kynntist hann þar eftirlifandi
konu sinni, Þóru Loftsdóttur frá
Haukholtum, mikilli myndar- og
mannkostakonu. Felldu þau hugi
saman og 26. mai 1927 gengu þau í
hjónaband. Um sumarið var hann
kaupamaður í Haukholtum, en
haustið 1927 fluttust þau hjónin
suður að Ökrum í Hvalsneshverfi,
þar sem Gunnlaugur tók við
kennslustörfum í hreppnum, eins
og fyrr segir. Á Ökrum bjuggu þau
í átta ár, en þá byggði Gunnlaugur
húsið Sólbakka í Sandgerði, þar
sem þau bjuggu allt til ársins
1957, er Gunnlaugur byggði nýtt
og stórt hús að Suðurgötu 38, þar
sem þau hafa átt heima síðan.
Þau hjónin Gunnlaugur og Þóra
eignuðust fimm börn, sem öll eru
á lífi, en þau eru: Kristín póstmað-
ur, búsett í Sandgerði, Hulda
hjúkrunarfræðingur, gift og bú-
sett í Reykjavík, Loftur Haukur
lögreglumaður og Jósef Hilmar
prentari, báðir kvæntir og búsett-
ir í Kópavogi og Gylfi gjaldkeri,
ókvæntur í foreldrahúsum. Þá ólu
þau hjónin upp dótturson sinn,
Gunnlaug Hauksson járnsmið,
sem kvæntur er og búsettur í
Sandgerði, og sonarsonur þeirra,
Gunnlaugur Hilmarsson hús-
gagnabólstrari, sem býr í Kefla-
vík, var hjá þeim frá 7 ára aldri.
Eftir að Gunnlaugur kom suður
í Miðneshrepp tóku — auk skóla-
stjórnar- og kennslustarfa —
mjög að hlaðast á hann ýmis trún-
aðarstörf. Þannig varð hann odd-
viti hreppsnefndar frá 1937 til
1947. Sem slíkur lét hann reisa
+
Þökkum innilega samúð við andlát og jaröarför litla drengsins
okkar,
RAGNARS ÞÓRDAR FRIÐÞJÓFSSONAR.
Ellen Ragnarsdóttir, Friöþjófur Bragason.
+
Þökkum samúö og vináttu sýnda vegna andláts og útfarar
ÓLAFS TR. EINARSSONAR,
útgerðarmanns, Hafnarfiröi.
Dagbjört Einarsdóttir, Ragnheiöur Einarsdóttir,
Svava E. Mathiesen, Dagný E. Auðunsdóttir,
Víktoría Sigurjónsdóttir
og fjölskyldur.
+
Okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö
andlát og útför
ÁGÚSTU JÚLÍUSDÓTTUR,
Kvisthöföa.
Helga Guöjónsdóttir, Bára Steingrímsdóttir,
Margrét Guðjónsdóttir, Guómundur Guðmundsson,
Haraldur Guðjónsson, Ingibjörg Bjarnadóttir,
Síguróur Guöjónsson, Hildur Eiríksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hugheilar þakkir fyrir sýnda samúö og vinarhug, sem gaf okkur
mikinn styrk viö hiö skyndilega fráfall feöganna
SIGURBJÖRNS GUDJÓNSSONAR
°g
SIGURKARLS SIGURBJORNSSONAR
Magnea Gróa Karlsdóttir, Hrefna Siguröardóttir,
Karen Þóra Sigurkarlsdóttir,
Hanna Chriatel Sigurkarlsdóttir,
Guöjón Sigurbjörnsson, Linda Siguróardóttir,
Hildur Sigurbjörnsdóttir, Siguröur Björnsson,
Óskar Sigurbjörnsson, Sveindís Maria Sveinbjömsdóttir
og aörir aöstandendur.
nýtt skólahús í Sandgerði og lögð-
ust þá niður skólarnir að Hvals-
nesi og Tjörn. Hreppstjóri var
hann frá 1941—1972. Og eftir að
hann lét af kennslustörfum 1943
varð hann kaupfélagsstjóri hins
nýstofnaða kaupfélags í Sandgerði
og gegndi því starfi í tvö ár eða
þar til hann fór að vinna sem
skrifstofumaður há hf. Miðnesi, en
því starfi gegndi hann um fjölda
ára allt til 1971. Ýmis fleiri trún-
aðarstörf hafði hann með hönd-
um. Þannig var hann formaður
Búnaðarfélags Miðneshrepps frá
1936—1943, fjárhaldsmaður
Hvalsneskirkjú um 35 ára skeið,
einnig í trygginganefnd Gull-
bringusýslu og fræðsluráði. — Þá
er þess að geta, að hann var einn
af stofnendum Lionsklúbbs Sand-
gerðis og heiðursfélagi þar síðustu
árin, en auk þess var hann í Frí-
múrarareglunni um áratugi.
Af þeim fjölda trúnaðarstarfa,
sem Gunnlaugur hlaut að gegna
og getið hefur verið, má það Ijóst
vera hvílíkt traust sveitungar
hans og samferðarmenn báru til
hans, enda sýndi það sig, að þessa
trausts var hann fyllilega verður,
því að öll hans störf voru unnin af
einstakri vandvirkni og samvizku-
semi hins trúverðuga manns, sem
í engum hlutum mátti vamm sitt
vita. En auk þess var hann vel
menntaður maður. Á ég þá ekki
eingöngu við kennaramenntun
hans og námsdvöl erlendis, heldur
var hann stöðugt að mennta sig
með lestri góðra bóka, jafnt fræði-
bóka sem annarra. Hann átti mik-
ið og gott bókasafn og undi sér
jafnan bezt í tómstundum sínum
innan um bækur sínar við lestur
og grúsk, enda menntunarþrá og
færðimannseðli rikt í honum.
Þannig fékk hann sendar frá Þjóð-
minjasafni árlega ýmsar þær upp-
lýsingar, er honum voru hugleikn-
ar.
Gunnlaugur hafði og mikið yndi
af ferðalögum, og mun hann hafa
veitt sér þá ánægju í sumarleyfum
sínum meðan heilsa og kraftar
leyfðu.
I dagfari sínu var Gunnlaugur
einstakt prúðmenni, rólegur,
hógvær og óvenju mikið jafnvægi
yfir honum, enda hafði hann
ávallt, hvað sem gerðist, full-
komna stjórn á skapi sínu. Gunn-
laugur lét sér annt um fjölskyldu
sína og heimilið var honum einkar
hjartfólgið. Þar undi hann sér
jafnan bezt, þegar hann var ekki á
vinnustað. Gott var til Gunnlaugs
að leita með alla fyrirgreiðslu, því
að hann var í senn góðviljaður og
hjálpfús, og í öllum greinum var
hann vandaður maður, sem leggja
vildi hverju góðu málefni lið og
láta gott af sér leiða. — Aldrei
heyrði ég nokkurn mann leggja
Gunnlaugi misjafnt orð, enda vissi
ég að hann var virtur og dáður af
öllum, er þekktu hann, sem sannur
heiðursmaður.
Síðustu æviárin var heilsa
Gunnlaugs mjög tekin að bila.
Eftir átta mánaða erfiða sjúk-
dómslegu andaðist hann, eins og
áður greinir, 19. des. sl. á Sjúkra-
húsinu í Keflavík, 85 ára að aldri.
Ég veit, að Miðnesingar þakka
látnum heiðursmanni öll hans
mörgu og vel unnu ábyrgðarstörf í
þágu byggðarlags síns, og sjálfur
þakka ég tryggð og vináttu hans
og konu hans við mig og fjölskyldu
mína um áratugi.
Blessuð sé minning hans.
Guðm. Guðmundsson