Morgunblaðið - 18.04.1982, Page 42

Morgunblaðið - 18.04.1982, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 þýsku myndinni Burgschaft fur ein Jahr (Skilorðsbundið árs- frelsi). Var Katrín vel að birnin- um komin, en því miður var mynd- in ekki verðug leiks hennar. Silfurbirni fyrir bestan leik karls var að þessu sinni skipt til helminga. Betri helminginn hlaut Svíinn Stellan Skarsgaard fyrir frábæran leik í Den enfáldiga mördaren (Einfaldi morðinginn) eftir landa hans Hans Alfredson, þann sem leikstýrði myndinni Ágget ár löst fyrir sjö árum. Ein- faldi morðinginn kom skemmti- lega á óvart. Höfuðpersóna mynd- arinnar er morðinginn sjálfur sem flestir myndu kalla vitgrannan enda uppnefndur fávitinn. Fávit- inn er eftir dauða móður sinnar settur niður á herragarð stór- bónda nokkurs sem verr er inn- rættur en gengur og gerist. Vist- arvera fávitans er auður bás í fjósi og kostur hans ruður einar. Það er best að taka strax fram að myndin er ekki gerð á sænska vandamálavísu þótt hér sé til um- fjöllunar hvernig troðið er á vesl- ings vitleysingjanum. Alfredson hefur geysinæmt auga fyrir hinu fáránlega og hlálega í fari manns- ins og er hver persóna mjög heil- steypt og margþáttuð. En myndin er fyndin, já hún er á stundum geysifyndin. Verri helmingur karlleikara- verðlaunanna áskotnaðist Michel Piccoli. Pierre Granier-Deferre leikstýrði myndinni Une Etrange Affaire (Skrýtið mál) þar sem Piccoli leikur forstjóra auglýs- ingafélags sem ekki er vandur að meðulum. Starfsmenn hans fórna ást, konu, börnum, vinum, póker og jafnvel Yvette ömmu. Hvaða ástæðu hafa menn til að fórna velheppnuðu lífi fyrir nýjan yfir- mann sinn? Eftir að hafa séð myndina get ég fullvissað allflesta um að svarið er ekki forvitnilegt. Fyrir framúrskarandi öndvegis- afrek einstaklings var verðlaunað- ur með silfurbirni Ungverjinn Zoltán Fábri. Auk þess sem hann leikstýrði mynd sinni Requiem skráði hann einnig að henni hand- rit eftir skáldsögu Istváns Örkény. Veiting bangsa þessa til Fábris átti rætur sínar að rekja til und- arlegrar hrifningar á handriti hans sem lítið er í spunnið. En kannski má hugsa sem svo, að inn- anum haug nöturlegra mynda hafi dómendur fyrir örvæntingar sakir ákveðið að einu gilti hvaða ómynd hreppti hvaða bangsa. Þrjár myndir heiðraðar Þó kem ég nú fyrst að þeirri viðurkenningu hátíðarinnar sem var öldungis forkastanleg og nán- ast hneykslanleg og mega bangs- arnir hrósa happi að hafa ekki verið bendlaðir við þær þrjár myndir sem hlutu lofsamleg um- mæli dómnefndar. Tvær þessara mynda voru heiðraðar fyrir heiðarlega tilraun til að glíma við aðkallandi þjóðfé- lagsvandamál. Önnur var framlag Bandaríkj- anna til keppninnar, sem að venju var mynd reiðubúin að þeysa á al- mennar sýningar strax að frum- sýningu lokinni og bara frumsýnd á hátíðinni í auglýsingaskyni. Þetta er mynd Sidney Pollacks, Absence of Malice. Sidney þessi hefur gert ýmsar ágætar myndir og mætti þar til taka They Shoot Horses Don’t They, en einnig hef- ur hann gert ýmsar vondar mynd- ir eins og The Way We Were, Three Days of the Condor og þá nýjustu sem nefnd var að ofan. Absence of Malice (Fjarvera óvildar) er enn ein blaðamennsku- myndin, heitir á þýsku reyndar Æsifregnablaðakonan, og fer Sally Fields með hlutverk blaða- konunnar, en Paul Newman leikur fórnarlamb óprúttinnar blaða- mennsku hennar. Það verður fljótlega lýðum ljóst, að þrátt fyrir tengsl föður Mikjáls Gall- agher við undirheima, er Mikjáll sjálfur saklaus sem engill. Hann kynnist blaðakonunni og þau fella hugi saman. Þá bætist í myndina ríkisráðin leynilögga sem ákveður að nota skötuhjúin sem tálbeitu til að lokka úr grenjum sínum hina raunverulegu bófa, en blaðakonan Megan og Mikjáll Gallagher selja sig dýrt og eru ákveðin í að berjast til síðasta blóðdropa. Það má vera að aðstandendur myndarinnar hafi af stað farið með einurð, en útkoman er ekki nema sæmileg afþreying. Hin myndin sem heiðruð var fyrir tímabæra gagnrýni á maðk- að samfélag er áströlsk og ef hún telst þjóðfélagsádeila, þá er Disn- ey einhver snarpasti, skarpasti, magnaðasti og beittasti kvik- myndagerðarmaður sem uppi hef- ur verið hérna megin Múndíu- fjalla. Ráðlegg ég mönnum eindregið að vara sig á mynd þessari sem ber það auvirðilega nafn The Kill- ing of Angel Street (Víg Engla- stígs) Ieikstjóri Donald Crombie og það sver ég, bæði við hlyninn og gæsina, að maður þessi ætti að dæmast úr leik, hvar sem til hans næst. Myndinni fylgir andleg löm- un og fyrir þá sem þrauka mynd- argerpið á enda, gæti skaðinn orð- ið varanlegur. Svo virðist sem leikstjórinn hafi aldrei séð neitt sem nálægt því gæti komist að kallast bíómynd, slíkt er fúskið og kunnáttuleysið. Þetta er mynd sem fyllir mann réttlátri reiði gagnvart þeim skepnuskap, sem óhjákvæmilega þarf til að gera svona mann- skemmandi sorp. Saxófón- leikarinn friðlausi í Subway Kiders. Úr myndinni Einfaldi morðinginn — fyrir leik sinn í henni fékk Svíinn Stellan Skarsgaard hálfan silfurbjörn. Þriðja myndin var heiðruð fyrir sálfræðilegt innsæi og er sovésk. Ber hún heitið Muzhyki (Mann- fólk) og er gerð af Iskra Babitsch. Nenni ég ekki að eyða orðum í þá mynd og tel aukinheldur heilla- vænlegast að þetta verði látið nægja af þessari vafasömu keppni. Margt er brallað Hátíðin samanstóð ekki ein- vörðungu af títtnefndri keppni. Heyrði einnig til hennar viðamik- ið samansafn nýrra og nýlegra mynda hvaðanæva að úr hinum stóra heimi og er ljóst að margt er brallað þar bæði í kvikmyndalist og öðru. Það yrði helst til plássfrekt að fjalla rækilega um þennan þátt hátíðarinnar þannig að stiklað verði á stóru. Vakti þarna einna mesta at- hygli Bandaríkjamaðurinn Amos Poe, sem nefndur hefur verið Skeggávaidi nýbylgjumanna í Nýju Jórvík. Voru sýndar eftir hann þrjár myndir, The Foreign- er, sem sýnir firringu íbúa niður- suðudósarinnar Nýju Jórvíkur gegnum útlending sem þangað kemur í leit að griðastað. Önnur mynd þríleiks Poe nefn- ist Unmade Beds (Óumbúin rúm). Einhver lét þau orð falla um myndina að hún væri leitin að Evrópu í Ameríku. Látum þau orð liggja á milli hluta, en eitt er öld- ungis víst; kappinn sækir mikið til Godard, sértaklega myndar hans A Bout de Souffle, en fellur þó Amos Poe — nýbylgjumaður frá Nýju Jórvík. ekki í þá gildru að bera of mikla virðingu fyrir fyrirmynd sinni. Þriðji og feitasti biti trílógíunn- ar er myndin Subway Riders. I þeirri mynd leggst allt á eitt til að árangurinn verði frábær. Kvik- myndatakan er sú kynnglmagnað- asta sem sést hefur um langt skeið og mætti að ósekju gera nafn konu þeirrar sem stjórnar kvikmynda- vélunum að minnisatriði: Johanna Heer. Tónlist öll í myndinni er með afbrigðum góð, enda flytjendur engir aukvisar. Fremstur í flokki er Robert Fripp og einnig Ivan Kral, John Lurie og Lounge Liz- ards-flokkurinn. Myndin fjallar um saxafónleik- ara sem ekki fær frið til að blása í vistarveru sinni vegna grannanna. Heldur hann því á mannfáa staði og leikur af fingrum fram af því- líkri snilld að unun er á að hlýða. ÚRVAL býður besta verðið • Bestu gistinguna • Ðestu kjörin 0 22.april 18.mai 25.mai 8.|únl 15.júni 29.júnf J ií.júii 20.júlí 27.júli 10 agust 17.águst 31.agust 7.sept | 21.sept 28 sept 12 okt 27dagar 1og3vikur 2vikur 1og3vikur 2vikur 1og3vikur 2vikur 1og3vikur 2vikur 1og3vikur 2vikur 1og3vikur 2vikur 1og3vikur 2vikur 3vikur URVAL við Austurvöll 0 26900 25. maí 15.júní 6.júlí F 27. júlí j 17. águst 7. sept. ~j 28. sept. 2og3vikur 2og3vikur 2og3vikur 2og3vikur 2og3vikur 2og3vikur 2og3vikur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.