Morgunblaðið - 18.04.1982, Síða 45

Morgunblaðið - 18.04.1982, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 45 £sk*í Reykjavíkur, þar sem Tryggvi Gunnarsson lýsir sig mótfallinn því, að gangstéttar séu hækkað- ar, mjókkaðar og gerðar hlykkj- óttar. í seinni tíð má nefna and- stöðu gegn virkjun fallvatna, sem komið hafa fram hjá sum- um. Það var gæfa okkar íslendinga, að fyrstu skrefin á þeirri fram- farabraut, sem nú var mörkuð voru stigin undir leiðsögn hæfi- leika- og gáfumanna, sem nú komu til starfa í verkfræðinga- stétt hver af öðrum. Má þar til viðbótar Sigurði Thoroddsen t.d. nefna Jón Þorláksson, lands- verkfræðing og síðar forsætis- ráðherra og fyrsta formann Sjálfstæðisflokksins, Knud Zim- sen, fyrsta bæjarverkfræðing Reykjavíkur og síðar borgar- stjóra, Thorvald Krabbe, fyrsta vita- og hafnarmálastjórann, Olav Forberg, fyrsta landssíma- stjórann og marga fleiri. Þessir frumkvöðlar í verkfræð- ingastétt komu saman á Hótel Reykjavík þann 19. apríl 1912 ásamt þeim Ásgeiri Torfasyni, efnaverkfræðingi, Benedikt Jón- assyni, bæjarverkfræðingi, Jóni ísleifssyni, verkfræðingi, Marin- us Eskild Jessen, vélfræðikenn- ara, Paul Smith, símaverkfræð- ingi, Rögnvaldi Ólafssyni, bygg- ingameistara, Geir Zoega, síðar vegamálastjóra, og Þórarni Kristjánssyni, verkfræðing, þar sem var haldinn stofnfundur Verkfræðingafélagsins. Jón Þorláksson var kjörinn fyrsti formaður hins nýstofnaða félags, og með honum í stjórn þeir Knud Zimsen, Paul Smith og Rögnvaldur Ólafsson. Félags- menn gátu orðið þeir, sem lokið höfðu prófi í verkfræði við æðri menntastofnanir svo og aðrir fjölvirkjar, sem stjórn félagsins taldi til þess hæfa. Þetta fá- menna félag setti sér það markmið að kynna íslenzku þjóð- inni gagn vísindalegrar tækni- menntunar og efla kynni og sam- stöðu verkfróðra manna. Það er nær undravert hverju hefur verið áorkað af íslenzku þjóðinni á sviði tækni og vísinda á þessum 70 árum. í dag stöndum við framarlega og jafnfætis ná- grannaþjóðum okkar á flestum sviðum hins tæknivædda þjóðfé- lags. Á sumum sviðum erum við jafnvel í fararbroddi svo sem í nýtingu jarðvarma og fiskveiði- tækni. Þetta mikla framfaratímabil og saga Verkfræðingafélagsins eru tengd órjúfanlegum böndum. Verður það rifjað upp með frek- ari blaðaskrifum í tengslum við 70 ára afmælisfagnað félagsins, sem verður haldinn á Hótel Sögu þann 21. maí. Þess má að lokum geta, að á þessu afmælisári Verk- fræðingafélags íslands verður væntanlega hafizt handa við byggingu nýs húss fyrir starf- semi félagsins. Reykjavíkurborg hefur úthlutað félaginu lóð í svokölluðum Ásmundarreit beint á móti Hótel Esju. Er fyrirhug- að, að bráðlega verði efnt til samkeppni um hönnun hússins. Þrekmiðstöðin Dalshrauni 4, Hafnarfirði auglýsir Opnum alhliöa íþróttaaöstööu 22. apríl nk. (sumar- daginn fyrsta). Meöal annars íþróttasalur, þrektækjasalur, Ijósa- lampar, heitir pottar og sólbaösskýli (úti) gufuböö, hvíldarherbergi, nudd, þolpróf og skokkaöstaöa. Tímapantanir í sal fyrir einstaklinga, starfshópa og íþróttafélög í síma 54845. Miöasala hefst 22. apríl en þá veröur opiö hús fyrir þá sem vilja kynna sér aö- stööuna. Leirkerasmiðir Áhugafólk um leirkeragerö Höfum til afgreiöslu nú þegar frá Podmor & Sons Ltd: 2 stk. leirbrennsluofna, 122 lítra, 380 volt ásamt stjórnbúnaöi og hillu. 2 stk. rennibekki. Einnig höfum viö á lager mikiö úrval af leir til leirkerageröar á mjög hagstæöu verði. I. GUÐMUNDSSON & CO. HF. Þverholti 18, sími 24020. „að Verkfræðingafjelag ís- lands skipi 3ja manna nefnd til að safna tekniskum islenskum heitum og nýyrðum, og að í þessari nefnd eigi sæti auk próf- essoranna Guðmundar Finn- bogasonar og Sigurðar Nordals einn verkfræðingur, sem fjelag- ið kýs, og að fjelagsstjórninni verði falið að útvega nauðsyn- legt fje til framkvæmda í þessu efni.“ Tillagan var samþykkt og Geir G. Zoéga kjörinn í nefndina." Með samþykkt þessarar tillögu varð til Orðanefnd Verkfræðinga- félagsins, en nafn sitt fékk hún ekki þá þegar. Fyrir kom, að hún væri kölluð „málhreinsunar- nefnd". En í TVFÍ 1919, bls. 53—54, tilkynnir Guðmundur Finnbogason, að nefndin hafi sjálf „skírt sig“ Orðanefnd Verkfræð- ingafélagsins, og það nafn festist við hana. Orðið orðanefnd var ný- yrði, og er þetta elzta dæmi, sem ég þekki um það orð, og Orðabók Háskólans hefir ekki eldra dæmi um það. Með Orðanefnd Verk- fræðingafélagsins er þannig orðið til nýtt fyrirbæri með nýju nafni, fyrsta tilraunin til hópvinnu við nýyrðasmíð og nýyrðasöfnun. Þetta frumkvæði var og verður verkfræðingum til ævarandi sóma og veitir þeim virðulegan sess í íslenzkri málsögu sem brautryðj- endum í eflingu íslenzks orða- forða, ekki sízt í tæknilegum efn- um. Tilhögun nýyrðastarfsins — samvinna þeirra, sem þekkja hlut- ina og fyrirbærin, og þeirra, sem þekkja möguleika málsins til nýmyndana — er, að minni hyggju, frjóvænlegasta aðferðin til sköpunar íslenzks tæknimáls, sem er ein leiðin til þess að aðlaga erlend fræði íslenzkri menningu. Hugsun, sem hugsuð er á erlendu máli, er ekkl íslenzk. Til þess að girða fyrir misskiln- ing vil ég taka fram, að nauðsyn- legt getur verið að taka upp erlend orð. „En föst regla ætti það að vera, ef leitað er til erlendra heita, að móta þau fyrst í íslenskt mót, gefa þeim íslenska áherslu, ís- lenskan hljóm og íslenska beyg- ingu,“ eins og dr. Björn komst að orði í fyrirlestri sínum, þeim er á var minnzt. Hér er ekki ætlunin að rekja starf Orðanefndar Verkfræðinga- félagsins. Það höfum við Baldur Jónsson áður gert. En þó má stikla á stóru. Fyrsti fundur nefndarinn- ar var haldinn 14. okt. 1919 og hinn síðasti 13. febr. 1933. Fundar- geröarbók nefndarinnar hefir varðveizt. Á þessu tímabili voru haldnir 154 fundir, og stóð hver þeirra um þrjár klukkustundir. Fyrir voru tekin ýmis efni: sjó- mannamál, rafmagnsmál, við- skiptamál, mál á heimilum, véla- mál, aðallega um búvélar o.fl. Mikill fjöldi orða frá nefndinni hefir náð festu í málinu, ekki sízt rafmagnsorðin og búvélaorðin. En það er ýmsum dutlungum háð, hvort orð ná festu eða ekki. Verkfræðingar undu því illa, þegar starf Orðanefndarinnar lagðist niður 1933. En bót var ráð- in á jæssu 1941. Þá var stofnuð orðanefnd innan Rafmagnsverk- fræðingadeilar félagsins. í júlí 1971 skrifaði Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri mér bréf í tilefni af útkomu bókarinnar íslenzkrar málræktar. í bréfinu rekur Steingrímur uppruna Orðanefnd- ar Rafmagnsverkfræðingadeildar VFÍ og farast svo orð: „í síðustu ritgerðinni í afmælis- bókinni gerir þú minn hlut full- mikinn, á einum stað á kostnað Jakobs Gíslasonar orkumála- stjóra. Við stofnuðum að vísu Rafmagnsdeild VFÍ 1941, voru 13 stofnendur. Það var Jakob Gíslason, sem var aðalhvata- maðurinn að stofnuninni og varð fyrsti formaðurinn. Að hans tilhlutan var og, þegar í upphafi, stofnuð orðanefnd deildarinnar, af því að aðaifé- lagið hafði ekki sinnt þessu nefndarstarfi lengi. Hefir þessi orðanefnd starfað síðan undir forustu Jakobs, þótt með hvíld- um hafi verið, og starfar hún nú að 2. bindi í orðasafni því, sem Menningarsjóður gaf úr 1965. í undirbúningi til prentunar á þessu bindi hefir Jakob haft for- ustuna um að skipuleggja nefndarstörfin og að fá starfskrafta til að vinna í nefndinni, sem stundum hefir verið tvískift. Ég lagði til frum- drög að orðalistunum í upphafi. Hafa þeir sætt miklum breyt- ingum og endurbótum í meðför- unum, er margir nýir og góðir starfskraftar hafa komið til.“ Orðanefnd Rafmagnsverkfræð- ingadeildarinnar starfar enn af krafti undir forystu Jakobs Gísla- sonar, og vonandi auðnast henni að eignast jafnþróttmikla áhuga- menn eins og þá Steingrím Jóns- son og Jakob Gíslason. En vitan- lega er þessi nefnd skilgetið af- kvæmi fyrstu nefndarinnar. Og annað afkvæmi hefir þessi fyrsta nefnd eignazt innan Verk- fræðingafélagsins. Árið 1980 var stofnuð Orðanefnd byggingaverk- fræðinga. Hún starfar nú af mikl- um þrótti undir forystu Einars B. 1 Pálssonar prófessors. Hún hefir haldið og heldur vikulega um það bil þriggja tíma fundi, þegar við verður komið. Má búast við, að þessi nefnd skili miklu verki, áður lýkur. Á 70 ára afmæli Verkfræðinga- félagsins óska ég því til hamingju með hinn veigamikla þátt, sem það á i sköpun ísienzks tæknimáls.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.