Morgunblaðið - 18.04.1982, Page 47

Morgunblaðið - 18.04.1982, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 47 um öllum sparisjóðsstjórum og útibússtjórum til að eignast lek- heldan bílskúr. En ég sé aldrei eft- ir slíku, því að það var meira en peninganna virði að fá að mála og njóta návistar Dolla í fyrirseta- stólnum og eignast hann að vini. Fáir hafa haft jafn góðan og fölskvalausan dreng að geyma og einmitt hann. Adolf er innborinn Hafnfirðing- ur, sonur hjónanna Björns Helga- sonar skipstjóra og Ragnhildar Egilsdóttur. Hann gekk kornung- ur á Flensborgarskóla og varð gagnfræðingur frá Menntaskólan- um á Akureyri árið 1931. Síðan hélt hann til Lundúna og settist í þann heimsfræga viðskiptaskóla, Pittmans College, þar í borg án þess að þurfa að taka mannasiði og kurteisi sem hliðargreinar. Háttvísi er honum í blóð borin, ríkulegar en mörgum aðalsmann- inum og yfirstéttarkónanum í sjálfri heimsborginni. Hann kom aftur norður til Akureyrar fáum árum síðar og starfaði þar við úti- bú Utvegsbankans um eins árs skeið. Síðan hefir hann verið full- trúi við aðalbankann í Reykjavík. Hann var og er hvers manns hugljúfi, hvar sem hann er og hvert sem hann fer. Hann er einn afkastamesti eft- irmælahöfundur þessa lands. Hann hefir skrifað eftir á annað hundrað manns og geri aðrir bet- ur. Slíkt hlýtur að vera heimsmet hjá óprestlærðum manni og ætti að skrásetja í afrekabók Guinn- essar. Það verður fróðlegt að lesa endurminningar hans, sem hann hyggst snúa sér að sem eftirlauna- maður með mjúkhentum og mann- úðlegum pennanum. Þá gleymir hann vonandi ekki að minnast á framboð sitt til Alþingis sem von- arljós krata, líkt og Roy Jenkins og Shirley Williams meðal sósíal- demókrata á Englandi í dag. Þá bað Adolf hæstvirta kjósendur kjördæmis síns um að bera fram óskalista ef hann næði kosningu. Fundarritarinn hafði ekki undan að skrásetja. Þá gaf Adolf skrif- ara sínum þá landsfrægu ordru: „Skrifaðu líka eitt stykki flugvöll, takk!“ Það eina sem hefir angrað þenn- an dáindisdreng um dagana er ex- em eða psoriasis. Einhverjir sprenglærðir djúpvitringar nú- tímans halda því jafnvel fram, að slíkir kvillar búi og blundi í mörg- um okkar, en brjótist fram af hæfileikaskorti við að láta inni- byrgða gremju í ljós. Eftir þeirri kenningu og kokkabók hlýtur kurteisi og háttprýði að vera hættuleg og heilsuspillandi. Það er erfitt fyrir suma að vera „nice boy“ í sjötíu ár. Ekki fyrir Dolla. Aftur á móti hefir undirritaður fengið snert af útbrotum með skánandi framkomu og hegðun og það ekki að ástæðulausu. Því hefi ég hvatt Dolla til að byrja á að bíta frá sér og klóra náungann smávegis og ráðast á vegginn þar sem hann er hæstur, klóra yfir- boðarana, helzt sjálfa bankastjór- ana þegar þeir eru erfiðir viðf- angs. Þetta sagði ég við afmælis- barnið á sextugsafmælinu og ætla að leyfa mér að endurtaka það nú í örfáum línum: Dolli minn, þú værir sjálfsagt bankastjóri í dag, ef þú hefðir kunnað listina að bíta frá þér á réttum andartökum lífs þíns, klórað frá, klórað undir og klórað yfir. En slíkt ber sízt að harma, því að sennilega hefir aldrei nokkurt málverk af nokkr- um bankastjóra verið kostað af jafn einlægum samhug og hlýhug ótal starfsbræðra og starfssystra og um árið þegar ég málaði þig, af því að þú klóraðir engan annan en sjálfan þig. í því felst fölskvalaus fegurð lífs þíns. Örlygur Sigurðsson Vinur minn og starfsfélagi Adolf Björnsson, bankafulltrúi, er 70 ára í dag. En Dolli, eins og hann er ævinlega nefndur meðal vina sinna, er Hafnfirðingur í húð og hár, sonur hjónanna Björns Helgasonar, skipstjóra, og Ragn- hildar Egilsdóttur. Adolf stundaði nám við Flensborg í Hafnarfirði, eins og flestir Hafnfirðingar, þar sem hann lauk prófi 1928. Að því loknu settist hann í Gagnfræða- deild Menntaskólans á Akureyri, þar sem hann lauk prófi 1931 og brottfararprófi frá Verzlunar- skóla íslands árið 1933 en þá hélt kappinn utan til framhaldsnáms við Pittman’s College, þar sem hann dvaldi um 6 mánaða skeið. Adolf Björnsson hóf svo störf við Útvegsbanka íslands árið 1934 og hefur því starfað í bankanum í 48 ár, að mestu í aðalbankanum utan tveggja til þriggja ára sem hann starfaði í útibúum bankans á Isa- firði og Akureyri. Adolf hefur því með litríkum starfsferli og löng- um, öðlast mikla starfsreynslu, sem skipar honum í röð meðal virtustu bankamanna landsins. Einhver, sem kann að lesa þess- ar fátæklegu línur kann að spyrja sjálfan sig, hvað maðurinn sé að fara með allri þessari upptaln- ingu. Er hann ef ti! vill að skrifa minningargrein um sprellfjörugan karl, sem ennþá á eftir langt ólif- að, ef að líkum lætur. Þetta er lík- lega hárrétt og vona ég af heilum hug, að Dolli eigi eftir að verða allra karla elstur, svo við megum njóta sem lengst lífsgleði hans og frásagnargáfu. Adolf er með eindæmum vin- margur, enda maður hjartahlýr. Um daginn rakst ég á bókar- skruddu eina mikla sem lá á skrifborðinu fyrir framan hann, talsvert stærri en Webster- orðabókin mín heima, sem er reyndar engin smásmíði og ég ákaflega stoltur af. Hvar hefur þú náð í þessa miklu orðabók, spyr ég hann. Hvaða orðabók, hváir hann. Þetta eru skeytin mín innbundin frá því á sextugs afmæli mínu. Fyrr má nú rota en dauðrota, hugsaði ég með mér, er Adolf nefndi töluna 250. Adolf var snemma til forustu valinn enda prýddur helstu kost- um góðra leiðtoga. Hann er fram- kvæmdamaður í eðli sínu, og læt- ur ekki sitja við orðin tóm, ræðu- skörungur mikill og ritfær vel, enda viðriðinn stofnun og rekstur fjölmargra fyrirtækja á sínum yngri árum. Meðal annars sat hann í stjórn ýmissa útgerðarfé- laga í Hafnarfirðr. Þá var hann í útgerðarráði Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar í afleysingum. Einnig sat hann í niðurjöfnunar- nefnd Hafnarfjarðar i 18 ár og stjórnskipaður formaður í nefnd til þess að endurskoða útvegslögin 1945. Adolf er með meiriháttar fé- lagsverum þessa lands og skal hér aðeins stiklað á stóru um afskipti hans af félagsmálum. Hann átti sæti í stjórn Sambands ísl. banka- manna í 15 ár þar af 4 ár sem formaður. I fyrstu stjórn Norræna bankamannasambandsins. í stjórn Eftirlaunasjóðs starfs- manna Útvegsbanka íslands í 30 ár. Þá sat Adolf í stjórn Verzlun- armannafélags Reykjavíkur í 6 ár, þar af varaformaður í 2 ár. Form- aður í fyrstu launakjaranefnd fé- lagsins og í húsakaupanefnd sama félags. Þá var hann og stjórnar- formaður í Miðstöðinni hf. í 7 ár, ritstjóri Bankablaðsins frá 1942 til 1949, í ritnefnd Frjálsrar verzl- unar 1939. Þessi upptalning mín er þó líklega ekki nema hálf sagan sögð, svo mikil hafa umsvif Adolfs verið. Adolf Björnsson var einn af stofnendum Starfsmannafélags Útvegsbanka íslands og sat í stjórn þess í 35 ár, þar af formað- ur í 26 ár. Það hefur verið sagt um suma stjórnmálamenn þjóðarinn- ar, að þeir séu svo uppteknir af sjálfum sér og þaulsetnir við stjórnartaumana að þeir gleymi oft þeim, sem eiga að erfa landið, og ala þá upp. Þetta sá Adolf eftir 26 ára setu sem formaður og lét þá yngri menn spreyta sig, eins og vitrum leiðtoga sæmir. Adolf hreifst ungur af kenningum jafn- aðarmanna og gekk í Alþýðuflokk- inn, en kratar, eins og þeir eru kallaðir, eiga miklu fylgi að fagna í Hafnarfirði. Sem strákur í skóla munu hægrisinnaðir þankagangar eitthvað hafa angrað unglinginn, í satans mynd sem snöggvast, en orðið að láta í minni pokann. Vart er hægt að segja, að Adolf hafi orðið pólitískum hrossakaup- um að bráð, þó hann hafi setið í viðskiptanefnd og Verðlagsráði fyrir krata og þegið fyrir það væga þóknun. Það var aðeins einu sinni sem Adolf, vinur minn, gerði tilraun til að komast á þing, en varð að lúta í lægra haldi, þó hann yki fylgi flokksins um 3000%, geri aðrir betur. Þetta gerðist í Dalasýslu, þar sem hann bauð sig fram, og að ósk Alþýðuflokksins. Reyndar leit djöfullega út fyrir flokknum þarna í sýslunni og greinilegt að Dalakútar voru tregir til að með- taka boðskap jafnaðarmanna, þar sem þeir höfðu aðeins fengið tvö atkvæði í kosningunum á undan. í kvæði Davíðs Stefánssonar, Kirkja finnst engin, segir frá ung- um nýútskrifuðum presti sem út- skrifaðist með lélega einkunn og fékk brauð samkvæmt því, eða eins og segir í kvæðinu „Afdæla- sveit þótti hæfa honum". Með gamla biblíu trúlaus talinn tölti hann vígður fram í dalinn o.s.frv. Ætli Dolla hafi ekki verið svipað innanbrjósts og presti forðum þegar hann með boðskap krata upp á vasann og hugrekki ungs fullhuga lagði í stjórnmálaleið- angur sinn í Dali fram. Ekkert nema kraftaverk af himnum ofan gat rétt hlut krata í Dalasýslu. Meðfædd herkænska hans og „sjarmi“ að snúa fólki á sitt band, kom honum nú að góðu haldi. Hann ferðaðist á milli hreppa þar vestra, hélt hverja kosningaræð- una á fætur annarri og ávallt fyrir fullu húsi. Ekki er mér grunlaust um að hugnæmar ræður Adolfs hafi einkum náð hjörtum kvenna. Arangur erfiðisins urðu 35 at- kvæði, sem honum höfðu fallið í skaut, í stað tveggja atkvæða sem flokkurinn hafði fengið i fyrri kosningu. Það má telja fullvíst, að Adolf hefði flogið inn á þing vegna persónuvinsælda sinna, ef hann hefði gefið kost á sér við næstu kosningar. I kosningaleiðangri sínum hafði Adolf með sér skrifara, að heldri- manna sið. Á fundi í Búðardal, þegar Adolf hafði lokið ræðu sinni, spyr hann af nærgætni væntanlega kjósendur sína, hvort þeir eigi ekki í fórum sínum óskal- ista, því auðvitað sé hann allra frambjóðenda líklegastur til þess að geta látið óskir þeirra rætast. Þá gellur í einum bóndanum fram- an úr sal. Jú, herra frambjóðandi, einu man ég eftir svona í svipan. Það væri ekki ónýtt fyrir okkur Dalamenn að fá flugvöll í plássið. Ekki stóð einn flugvöllur í hálsin- um á Adolfi, því hann sneri sér að hjálparmanni sínum og sagði, eins og hann væri að afgreiða fimm- aura-kúlur til kjósenda: „Skrifaðu flugvöll, góði.“ Margar smellnar sögur er hægt að segja af Adolfi og skemmtileg- um tilsvörum hans þvi að af mörgu er að taka. Ég læt þó línur þessar nægja að sinni, og óska af- mælisbarninu til hamingju með afmælisdaginn og fjöldamörg ókomin æviár. Reynir Jónasson Adolf Björnsson, félagsmála- fulltrúi í Útvegsbanka íslands, á sjötugsafmæli í dag. Hann er fyrir löngu landskunn- ur maður vegna starfa sinna að félagsmálum bankamanna, sem hann hefir starfað að með ýmsum hætti nærri hálfa öld. Hann hefir haft á hendi mikilvæg forustu- hlutverk í samtökum bankamanna um langt skeið, bæði í Starfs- mannafélagi Útvegsbankans og Sambandi islenskra bankamanna og átt sæti í stjórnum beggja þess- ara samtaka, ýmist sem formaður eða meðstjórnandi og í Starfs- mannafélagi Útvegsbankans hefir hann verið formaður iengur en nokkur annar. Á vegum sam- bandsins tók hann meðal annars þátt í samstarfi norrænna banka- manna og ritstjórn Bankablaðs- ins. Við þessi tímamót í ævi Adolfs Björnssonar rifjast upp fyrir mér endurminningar um langt og án^ ægjulegt og, að mínu áliti, mikil- vægt samstarf okkar. Ég mun ekki freista þess að rekja hér ætt og æviferil Adolfs Björnssonar. Til þess skortir mig þekkingu. Hins vegar þekki ég til starfa hans á félagsmálasviðinu og mikilvægis þeirra. Fyrir þau vil ég votta honum virðingu og þakk- læti. Mér hefir nú, vegna aldurs, gef- ist tóm til að líta til baka og virða fyrir mér liðna tíð og samferða- menn á nokkuð langri ævi. Þegar ég hugleiði þetta hlýt ég að meta mikils og þakka þeim, sem sýnt hafa mér sérstaka vinsemd og drengskap í öllum persónulegum samskiptum og einnig unnið langt og mikið starf fyrst og fremst til hagsbóta fyrir aðra. Þetta á ein- mitt sérstaklega við um Adolf Björnsson. Um leið og ég þakka Adolfi Björnssyni langvarandi óbrigðula vináttu og ágætt samstarf óska ég honum heilla og blessunar á kom- andi tíð. Ginv. Hallvarðsson &KARNABÆH sUiAorhf Simi 85742 Ofl 85055 unnar. Mike Oldfield hóf feril sinn á því að skapa lista- verkið Tubular Bells, en sú plata hefur selst í 10 milljón éintökum fram á þennan dag og enn er hún að seljast. Nú hefur Mike Oldfield skapað nýtt meistarastykki, þar sem gæðin eru í fyrir- rúmi. Oldfield hefur um sig hirð góðra músíkanta á „Five Mil- es Out“ og nýtur meðal ann- ars aðstoðar söngkonunnar Maggie Reilly á titillagi plöt- Nafnið tryggir gæðin enda bregst „Five Miles Out“ ekki fremur en aðrar plötur Oldfield. " IKE OLDFIELD MILES OUT“ EGST EKKI EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ I MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.