Morgunblaðið - 18.04.1982, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 18.04.1982, Qupperneq 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 IttorjjunWfiínfc SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 Manni ógn- að með hnífi í GÆR krafðist Rannsóknarlögregla riksins gKzluvarðhaldsúrskurðar yfir tvítugum pilti vegna síbrota. Hann var ásamt félaga sínum handtekinn síðastliðið fimmtudagskvöld skammt frá Hrafnistu. Starfsmaður sá til pilt- anna þar sem þeir voru á 3. hæð elliheimilisins Hrafnistu við Laugarás og kom að þeim í kjallara hússins. Þá voru þeir klæddir í sloppa bryta, höfðu rótað talsvert í kjallaranum og var annar þeirra með kústskaft. Styggð kom að piltunum og lögðu þeir á flótta. Maðurinn tók á rás á eftir þeim og náði öðrum þeirra, þegar hann hrasaði. Þá snéri félagi hans við og barði manninn með kústskaftinu. Maðurinn snérist til varnar og brá pilturinn þá hnífi á loft og ógnaði manninum, sem lét þá undan síga. Hann gerði viðvart um piltana og var eftirför hafin og voru þeir teknir skömmu síðar. Atvik þetta gerðist um klukkan 20 en fyrr um daginn hafði sést til piltanna við Hrafnistu. Piltar þessir misþyrmdu nætur- verði á Hrafnistu á hroðalegan hátt í júní 1978. Þeir réðust á næt- urvörðinn, sem var 66 ára gamall, og börðu hann í höfuðið með tré- kylfum svo hann hlaut alvarleg höfuðmeiðsi og missti mikið blóð. Hann úlnliðsbrotnaði og fingur- brotnaði. Annar piltanna sem þarna var að verki, ruddist fyrir skömmu inn á heimili aldraðra hjóna við Berg- staðastræti, ásamt öðrum pilti. Þeir réðust á húsráðanda, sem er 81 árs, slitu síma úr sambandi og kröfðust peninga. Gömlu hjónin létu mennina fá það fé, sem þau höfðu handbært, 1.400 krónur og höfðu þeir sig á brott. Sá er RLR hefur krafist gæzlu- varðhalds yfir, var látinn laus úr fangelsi þann 9. marz síðastliðinn en hinn var á skilorðsbundinni reynslulausn og hefur hann nú ver- ið látinn hefja afplánun eftirstöðva refsidóms síns. Þeir hafa ítrekað brotið af sér frá 1978. Tíð núverandi ríkisstjórnar: Dollaraverð hefur hækkað um 157,65% SÖLUGENGI Bandaríkjadollara hef- ur hækkað um 0,6% frá því á þriðju- daginn, en þá var gengið skráð 10.288 krónur, en í gærdag var það skráð 10.350 krónur. Frá 1. apríl sl. hefur sölugengi Bandaríkjadollara hækkað um 1,20%, en þann dag var gengið skráð 10.228 krónur. Ef þróunin er hins vegar skoðuð frá því, að ríkis- stjórnin heimilaði formlegt geng- issig 4. marz sl. kemur í ljós, að sölugengi Bandaríkjadollara hefur hækkað um 5,3%, en þann dag var það skráð 9.829 krónur. Frá áramótum hefur sölugengi Bandaríkjadollara hækkað um 26,45%, en síðasta dag ársins var gengið skráð 8.185 krónur. Þá má geta þess, að sölugengi Banda- ríkjadollara hefur hækkað um 157,65% frá því að núverandi ríkis- stjórn tók við völdum í febrúar 1980, en þá var gengið skráð 4.017 krónur. LOÐNUVEIÐAR í LOÐNUVEIÐIBANNI — Loðna gekk inn á Eyjafjörð, sem og fleiri firði og flóa Norðanlands, rétt fyrir páska. Fullvaxnir veiðimenn náðu sér í loðnu til beitu og strákarnir á Akureyri létu sitt ekki eftir liggja. Þeir mættu niður á Höfners-bryggju með stangirnar sínar og kræktu síðan loðnu upp á bryggjuna og iðulega voru 3—4 loðnur á spæninum. (Ljósm. — áij). „Mikil örtröð báta með öllu landi“ Skreiðarmarkaður í Nígeríu: „Ekki vitað hvenær hann opnastá ný“ — segir Luke Osobase nýskipaður sendiherra Nígeríu á íslandi „ÞVÍ miður, þá get ég ekki sagt neitt um hvenær skreiðarmarkaðurinn i Nígeríu opnast á nýjan leik. Það eru til birgðir í landinu og við eigum við mikla efnahagsörðugleika að stríða," sagði Luke Osoba.se, nýskipaður sendiherra Nígeríu á íslandi, þegar Morgunblaðið ræddi við hann, en Osoba.se hefur aðsetur í Dublin á. ír- landi. Osobase mun afhenda Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, trúnaðarbréf sitt á mánudag. Osobase segir að seðlabanki Níg- eríu hafi orðið að gera ráðstafanir til að draga úr innflutningi um tíma og þegar búið verði að endurskipu- leggja innflutninginn verði vafa- laust opnað fyrir skreiðarinnflutn- inginn á nýjan leik. Hann segir ennfremur, að nauðsynlegt sé fyrir íslendinga að reyna á einhvern hátt að efla viðskipti sín við Nígeríu, til dæmnis með kaupum á olíu. Sjá viðtal við Osobase á bls. 20. Sigurgeir í Eyjum tók þessa mynd fyrir nokkrum dögum þar sem skipverjar á Júlíu í Vest- mannaeyjum eru að hífa pokann inn og er auðséð að aflinn er blandaður, ýsa, flatfiskur, þorsk- ur og ufsi. Gísli skipstjóri er í brúarglugganum. „ÞAÐ er mikil örtröð báta með öllu landinu á þessum slóðum, 50—60 bátar í einni kös,“ sagði Einar Sig- urðsson, skipstjóri á Arnari frá Þor- lákshöfn í talstöðvarsamtali við Morgunblaðið í gær, en hann var þá að draga grunnt út af Stokkseyri. „Það er tregt núna yfir heild- ina,“ sagði Einar, „þetta var ágæt- is fiskirí í nokkra daga eftir páska en það er að fjara út að því er virðist. Aflinn sem fékkst var upp í fjöru, ekki kvikindi á Selvogs- bankanum, en mikil umferð skipa þar sem einhver von er. Við höfð- um verið hér allt upp á 20 faðma og þetta er þorskur, nokkuð ýsu- blandaður, en það er þröngt hérna og ég byði ekki í það ef brældi í þessa veiðarfærasúpu. Hér eru bátar á heimaslóð, Grindvíkingar og Sunnanbátar og Norðanbátar hafa verið að koma sér fyrir, svo maður vonar bara að þetta fari að lagast og að flotinn dreifist þá, því það nær enginn árangri í þessari örtröð." Eyjabátar hafa verið að rótfiska í Kantinum suður og austur af Eyjum síðustu daga og í gær lönd- uðu kantbátar allt upp í 40—50 tonnum en Suðurey VE var með mestan afla og sama var að segja um Eyjabáta sem komu austan úr Meðallandsbugt, Þórunn Sveins- dóttir og Valdimar Sveinsson. Afl- inn vestan við Eyjar hefur hins vegar farið minnkandi síðustu daga og er þorskurinn nær full- hrygndur. Varnarliðið sótti veik- an Rússa á haf út KLUKKAN sjö i gærmorgun barst Slysavarnafélagi íslands beiðni frá rússneska verksmiðjutogaranum Topaz. Skipið, sem er 2433 lestir að stærð, var þá um 285 sjómílur suð- vestur af Reykjanesi. Læknir skips- ins óskaði eftir að sóttur yrði alvar- lega veikur skipverji. SVFÍ tilkynnti Skipadeild Sambandsins, sem hefur umboð fyrir rússnesk skip hér, um beiðnina og einnig sovézka sendi- ráðinu, sem lagði áherzlu á að mað- urinn yrði sóttur. Hægur vindur var af SSA og sjólítið. Um klukkan 10 lögðu björgunar- og leitarflugvél af Herkules-gerð og þyrla varnar- liðsins af stað frá Keflavíkur- flugvelli. Um klukkan 12.30 fór sjúkraliði um borð í rússneska togarann og um klukkan 13 var veiki maðurinn kominn um borð í þyrlu varnarliðsins. Þyrlan lenti svo á Reykjavíkurflugvelli um þrjúleytið og var maðurinn fluttur í Landakotsspítala.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.