Morgunblaðið - 05.05.1982, Síða 20

Morgunblaðið - 05.05.1982, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1982 Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavtk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Si9try99Ur Sigtryggsson. Baidvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, simi 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakiö. Búyörusvindl Alþýðubandalagsins Það er sama hvar borið er niður í starfi ráðherra Alþýðubandalags- ins, alls staðar stunda þeir blekkingar. Launamál opinberra starfsmanna, jafnréttismál, húsnæðismál, sveitarstjórnarmál, orkumál, iðnaðarmál og fjármál ríkisins — í þessum málaflokkum fara kommún- istar með úrslitavald og í þeim öllum svindla þeir meira og minna. í annað skipti grípur fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds, fyrrum formaður Alþýðubandalagsins, til þess ráðs að greiða niður búvöruverð rétt fyrir útreikningsdag vísitölunnar. Síðast gerði Ragnar þetta í febrú- ar sl. vegna vísitöluútreiknings 1. mars sl. Nú er verið að leika á vísitöluna, sem miðast við 1. júní nk. Úr ríkissjóði er varið um 100 milljónum króna til að greiða niður tvö stig framfærsluvísitölunnar, þar með lækka verðbætur á laun 1. júní nk. um 2%. Ríkissjóður og sveitar- félög greiða um 40% launa í landinu og með þeirri launalækkun, sem leiðir af auknum niðurgreiðslum, spara þessir opinberu aðilar sér um 100 milljónir í launakostnaði. Vinnuveitendur á hinum almenna mark- aði þyrftu að greiða 150 milljónir króna í hærri verðbótum á laun, ef niðurgreiðslur hefðu ekki verið auknar. Þar sem það er mun ódýrara fyrir ríkið að greiða niður landbúnaðar- vörur en hærri laun, geta menn leitt að því rök, að þetta sé skynsamleg fjármálastjórn hjá fjármálaráðherra Alþýðubandalagsins. En gagnvart launafólki ástundar Ragnar Arnalds svindl, um leið og kommúnistar berja sér á brjóst og segja hag launamanna ráða öllum sínum gerðum. Svindl Ragnars Arnalds verður enn hróplegra, þegar til þess er litið, aí strax eftir að laun hafa verið greidd samkvæmt hinni niðurgreiddu vísitölu 1. júní næstkomandi kemur nýtt mun hærra verð á landbúnað- arvörum til sögunnar. Menn hafa því færri krónur til að kaupa landbún- aðarvörur á hærra verði. „Ok neyslu- samfélagsins“ Iútvarpsumræðunum á fimmtudag flutti Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, þjóð og þingheimi þann siðferðisboðskap að við Islendingar „höfum selt undir ok neyslusamfélagsins þar sem dansinn í kringum vöruna eftir neysluauglýsingum er inntak, upphaf og endir alls“. Formaður Alþýðubandalagsins var þó þeirrar skoðunar, að enginn gæti keypt sér lífshamingju með peningum eða eignast hana með því að eiga stóra íbúð, stórt hús eða stóran bíl. Þennan siðferðisboðskap hafa alþýðubandalagsmenn viljað reyna í framkvæmd með ýmsum hætti. Þeir eru til dæmis þeirrar skoðunar, að það sé hentugra að búa í leiguhúsnæði en sínu eigin. Þeir vilja hafa vit fyrir þeim, sem búa í „of stóru" húsnæði með því að skylda þá til að taka við húsnæðislausu fólki. Þeir vilja, að menn hafi sem minnst fé handa á milli, enda hafa skattar hækkað og kaupmáttur launa rýrnað í stjórn- artíð þeirra. í framkvæmd þessara mála hjá Alþýðubandalaginu togast þó margt á og má taka aðflutningsgjöld á bifreiðum sem dæmi. Þrátt fyrir harma- kvein Þjóðviljans og Alþýðubandalagsins yfir „of miklum og gegnd- arlausum“ innflutningi hefur fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds, ákveð- ið að lækka aðflutningsgjöld á bílum. Þessi lækkun nú leiðir til 0,3% lækkunar á vísitölu og þar með launa um næstu mánaðamót. Hins vegar telja sérfróðir menn, að hagur ríkissjóðs muni ekki versna næstu mán- uði: Innflutningur bíla eykst, nýir bílar seljast meira en gamlir, með fleiri bílum selst meira bensín, en af verði hvers bensínlítra renna 56% í ríkissjóð. Skyldi Svavar Gestsson hafa hugað að því nýlega, hvernig Ragnar Arnalds líði undir „oki neyslusamfélagsins"? Sögufölsun Alþýðubandalagsmenn svindla, þegar þeir ákveða niðurgreiðslur, þeir svindla, þegar þeir segjast bera hag launþega fyrir brjósti, og þeir svindla, þegar þeir kvarta undan „oki neyslusamfélagsins" með mærð- arfullum svip. Auðvitað svindla þeir líka, þegar þeir skýra frá lyktum hafréttarráðstefnunnar og þróun landhelgismála okkar Islendinga. Eitt dæmi nægir. í forystugrein Þjóðviljans í gær stendur um útfærsluna í 200 sjómílur 1975: „Að því sinni urðum við að heita má samferða okkar gömlu höfuðandstæðingum Bretum ...“ Nú er það staðreynd, að síðasta þorskastríðið veturinn 1975 til 1976 var hið snarpasta og ættu til dæmis ritstjórar Þjóðviljans að muna allar þær hótanir í garð Breta, Atlantshafsbandalagsins og annarra aðila, sem þeir höfðu uppi á þeim tíma. Síst af öllu mátti þá skilja Þjóðviljann á þann veg, að við værum „að heita má samferða" Bretum. En hvers vegna sér Þjóðviljinn sig knúinn til að stunda sögufalsanir vegna 200 mílnanna? Er Þjóðviljinn að breiða yfir þau ummæii Lúðvíks Jósepsson- ar sumarið 1973, að ekkert lægi á að færa út í 200 mílur, fyrr en eftir haf réttarráðstef nu ? Deilt á fulltrúa í Verkalýðs- málaráði Alþýðubandalags Miðstjórnarfundur ASÍ: í BRÝNU sló á síðasta miðstjórnarfundi ASÍ þegar Þórður Olafsson formað- ur Verkalýðsfélags Hveragerðis og nágrennis lagði fram tillögu þess efnis að miðstjórn ASÍ mótmælti harðlega yfirlýsingum Verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins þess efnis að kjarabaráttan væri kosningamál. Kvað Þórður það hafa verið styrk ASÍ að innan samtakanna væri starfað ópólitískt og hann kvaðst ekki geta séð að kosningar til bæjar- og sveitarstjórna ættu nokkuð skylt við kjaramálabaráttu ASI, þarna væri verið að reyna að rugla saman ASI og Alþýðubandalaginu. Kvað Þórður það tvö allsendis óskyld mál. Urðu a11 snarpar umræður um málið og brást Benedikt Davíðsson, formaður Verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins, hinn versti við gagnrýni Þórðar. Eftir nokkrar umræður dró Þórður tillögu sína til baka en vakti athygli á því að ef alþýðu- bandalagsmenn ætluðu að fara út í pólitíska baráttu innan ASI þá yrði þeim mætt í þeim efnum. Benedikt kvaðst telja óeðlilegt að verið væri að ræða þessi mál inn- an miðstjórnar ASI og Asmundur Stefánsson forseti ASI bar heldur af sér og beindi málinu í þann far- veg að þetta væri samþykkt Al- þýðubandalagsins en ekki hans, en hann á sæti í Verkalýðsmálaráð- inu. Fleiri tóku til máls, m.a. Hilmar Jónsson frá Hellu, sem kvaðst vera á móti því að sam- þykkja umrædda ályktun. Þórður Ólafsson vildi lítið segja um þessi orðaskipti í samtali við Mbl. í gær, kvað málin hafa verið rædd, en hann kvað sína afstöðu í þessum málum hafa komið fram ótvírætt þegar í haust, „mér finnst kröfurnar sem nú eru gerðar óraunhæfar og ekki í neinum takti við raunveruleikann í þjóðfélag- inu, því þegar allar sérkröfur eru komnar inn í dæmið er þetta allt of hátt, allt of hátt. Það stendur ekkert þjóðfélag undir þeim og ég vil fara allt aðrar leiðir." Stjornendur BÚR: Hækkuðu laun tíl að halda fólki „KAUPHÆKKUNIN sem starfsfólk á skrifstofu Bæjarútgerðar Reykjavíkur fékk á sl. ári en búið er að afnema nú var ekki heimiluð af borgaryfirvöldum »g þetta mál er nú í skoðun og verður tekið á því,“ sagði Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri í Reykjavík, í samtali við Mbl. í gær varðandi niðurfellingu 20% kauphækkunar til 20 starfsmanna á skrifstofu BÚR og 5 verkstjóra, en um mánaðamótin apríl—maí lækkuðu laun þessa starfsfólks BÚR um 20%, en kauphækkunin hefur verið í gildi síðan í ágúst 1981 er framkvæmdastjórar BÚR og skrifstofustjóri ákváðu þessa kauphækkun án samráðs við útgerðarráð eða launamáladeild borgarinnar. Björgvin Guðmundsson, sem tók við starfi eins af framkvæmda- stjórum BÚR um síðustu áramót, sagði í samtali við Mbl. í gær að honum hefði verið ókunnugt um þessa kauphækkun þar til fyrir- spurn kom frá borgarkerfinu fyrir skömmu. Þegar kauphækkunin kom til var það vegna þess að mikil óánægja var hjá skrifstofufólki BÚR vegna launa sem voru mun lægri en fyrir sambærileg störf hjá einkafyrirtækjum og vegna mjög hárra launa ýmissa starfs- manna BÚR sem vinna eftir bónusfyrirkomulagi. Sáu stjórn- endur BÚR fram á, að þeir myndu missa allt fólk úr umræddum störfum, en í samkomulaginu um 20% kauphækkunina var ákvæði um að hækkunin félli niður í næstu kjarasamningum og væri hins vegar uppsegjanleg án fyrir- vara. Egill Skúli var spurður að því hvort stjórnendur einstakra borg- arfyrirtækja hefðu leyfi til þess að hækka þannig laun starfsmanna upp á einsdæmi. Hann kvað það gegnumsneitt að öll launamál færu í gegnum launamálanefnd borgarinnar, en hins vegar væri afgreiðsla launa BÚR undantekn- ing vegna ýmissa launaútreikn- inga í fiskvinnslu sem fyrirtæki utan við borgarkerfið sæi um fyrir BÚR og önnur fiskvinnslufyrir- tæki, þær greiðslur væru færðar í sérstakt bókhald, og væri það endurskoðað eftir ár, en í bókhaldi borgarinnar eru þessi atriði skoð- uð reglulega frá viku til viku eða mánuði til mánaðar, eftir greiðslufyrirkomulagi. Grjótið eftir Ragnar Júlíusson Stórar eru fyrirsagnir Tímans þriðjudaginn 4. maí sl. Á forsíðu er fjögurra dálka fyrirsögn: „Ekki hægt annað en að bregð- ast hart við“. Á fimmtu síðu er önnur fjög- urra dálka fyrirsögn: „Greini- lega er um misferli í starfi að ræða“. Þessar fyrirsagnir eru hafðar eftir útgerðarráðsmanni Fram- söknarflokksins, Páli Jónssyni. Ekki ætla ég að gera að umtals- efni innihald þessara stórfrétta á síðum Tímans nefndan dag. Hitt er athyglisverðara að sjá hver viðhefur þessi stóru orð. Mér virðist í fljótu bragði hér vera kastað grjóti úr glerhúsi, af þeim sem síst skyldi, og það í þá sem létu undan yfirgangi hans »em útgerðarráðsmanns. í Morgunblaðinu 29. apríl sl. var ég að ræða um afreksverk meirihluta útgerðarráðs og sagði: „En sá þriðji hefur haldið uppi atvinnu fyrir austan fjall með fiski frá BÚR.“ Rétt er nú að fara nokkrum orðum um það hvað ég átti við með þessum orð- um. Svo lengi sem ég þekki til hafa átt sér stað fiskskipti milli BÚR og hinna fiskvinnslustöðv- anna í Reykjavík. Þetta hefur úr glerhúsinu verið þannig í framkvæmd að það húsið sem hefur verið aflögufært hefur lánað því húsi fisk, sem fisklaust er í það skipt- ið. Þannig hefur verið reynt að halda stöðugri vinnu í fisk- vinnslustöðvunum í borginni. Þessi samvinna hefur reynst far- sæl. Framsóknarmaðurinn og for- stjórinn í Hraðfrystistöðinni á Eyrarbakka sá sér hinsvegar leik á borði þegar hann varð út- gerðarráðsmaður. Nú varð auðvelt að halda uppi nokkuð samfelldri atvinnu í hans fyrirtæki. Auðvitað með fiski frá BÚR. BÚR lánaði fisk, þegar hann skorti á Eyrarbakka, en honum var skilað þegar þeim sýndist, burtséð frá því hvort það hent- aði BÚR í það og það skiptið. Allir sjá að fiskur sem ekið er frá Eyrarbakka er vart betri til vinnslu, en fiskur úr kældum geymslum BIJR. Um síðustu áramót hætti nefndur útgerðarráðsmaður á Eyrarbakka og viti menn við- skiptin hættu líka. Trúlega erfitt fyrir BÚR að missa slík við- skipti! Hvernig var svo viðskilnaður- inn, ca. 250 þúsund krónur, (25 gamlar milljónir) ógreiddar frá fyrra ári. Ýmsir halda að BÚR hafi meiri not fyrir fé sitt, en stunda óarðbæra lánapólitík. Ragnar Júlíusson Eins og fram kom er viðskipt- um hætt við Eyrarbakka, en þeim er haldið áfram í Þorláks- höfn frá sl. áramótum, enda út- gerðarráðsmaðurinn tekinn við framkvæmdastjórastarfi þar. Mér er spurn: Er það ein- hversstaðar í samþykktum BÚR að reka skuli byggðastefnu eða réttara sagt hentistefnu? Voru viðskiptin við Eyrarbakka til- viljun? Hvers vegna fluttust þau frá Eyrarbakka til Þorlákshafn- ar um sl. áramót? Komu stóru orðin í Tímanum og Dagblaðinu & Vísi ekki úr glerhúsi?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.