Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1982 Sverrir Hermannsson: Blönduvirkjun skiptir sköpum fyrir Norðurland - Vantar orkunýtingarþáttinn, sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson Sverrir Hermannsson (S) mælti í gær fyrir sameiginlegu nefndaráliti atvinnumálanefndar Sameinaðs þings um mál Blönduvirkjunar. Sagði hann nefndarmenn hafa lagt sig i líma við að ná fullu samkomu- lagi í nefndinni. I»að hafi tekizt, þrátt fyrir óheppileg afskipti ein- stakra ráðherra. „Það er skoðun nefndarinnar", sagði Sverrir, „að fullt samkomulag í Alþingi um ályktun um Blönduvirkjun væri hið mikilvægasta og líklegast til að setja niður deilur manna norður þar. Sverrir vitnaði til bókunar um afstöðu ráðherranefndar frá 15. júlí 1981: „Því samþykkir nefndin Salome Þorkelsdóttir: Ráðherra brýt- ur jafnréttislög Þrír umsækjendur um starf stöðv- arstjóra Fósts og síma á ísafirði fengu meðmæli starfsmannaráðs, tvær konur og einn karl, sagði Sal- ome Þorkelsdóttir (S) á Alþingi í gær. Öll vóru þau af umsagnaraðil- um talin hæf til starfsins, en konurn- ar höfðu hvor um sig 10 ára lengri starfsferil að baki hjá stofnuninni. Engu að síður veitti samgönguráð- herra karlinum starfið. Alþingi setur lög, m.a. jafnréttislög, en hver er virðing annarra fyrir lagabókstafn- um, ef lagasmiðirnir, þ.á m. viðkom- andi ráðherrar, sniðganga þau? Salome spurði Steingrím Her- mannsson, samgönguráðherra, hvað hafi legið að baki ákvörðun hans, og hvort það hafi ekki verið honum umhugsunarefni, þegar starfsmaður segir upp starfi sínu, vegna þess að honum er misboðið við veitingu starfs innan viðkom- andi ríkisstofnunar, eftir 30 ára starfstíma, með skýlausu broti á lögum nr. 78/1976 um jafnrétti kvenna og karla? Jafnréttisráð hefur sent ráðherra tvö bréf um þetta mál, en ráðherra hefur ekki Iátið svo lítið að svara hinu síðara. Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra, sagði rangt að hann hafi ekki svarað báðum bréf- unum. Hinu síðara hafi verið svar- að 24. apríl sl. Las hann efni þess þar sem þetta mál er rakið í gróf- um dráttum. Sagði hann þá 3 um- sækjendur, sem hér kæmu við sögu, alla með yfir 20 ára starfs- reynslu, en hann hafi að vel athug- Salome Þorkelsdóttir uðu máli valið þann umsækjand- ann, sem hann hafi talið hæfastan til þess mikilvæga stjórnunar- starfs sem hér um ræddi. Salome kvað ánægjulegt að ráð- herra hefði loks, eftir mánaðar umhugsun, svarað síðara bréfi Jafnréttisráðs. Hinsvegar hafði það svar ekki borist móttakanda fyrir sl. helgi. Póstburður í Reykjavík virðist taka sinn tíma. Eftir sem áður stæði sú staðhæf- ing, að ráðherra hefði í þessu til- felli ekki sýnt jafnréttislögum þá virðingu sem bæri. að virkjun árinnar miðist við til- lögu I, þ.e. stíflu við Reftjarnar- bungu, e.t.v. með minniháttar sveigjanleika. Er samninganefnd virkjunaraðila þvi falið að vinna að niðurstöðu í samningum við hagsmunaaðila Blönduvirkjunar í samræmi við þetta. Frekari tafir og kostnaður vegna rannsókna á öðrum möguleikum við virkjun ár- innar eru því tilgangslausar." Þetta var ákvörðun áður en til samninga við norðanmenn var gengið. Þarf nokkurn að undra, spurði Sverrir, að slík vinnubrögð dragi dilk á eftir sér. Nefndin er sammála um, sagði framsögumaður, að ekki gefist ráðrúm til að gera orkunýtingu viðhlítandi skil. Nefndin leggur til að Blönduvirkjun verði næsta meiriháttar vatnsaflsvirkjun. Miðlun 220 G1 verði ekki aukin fyrr en nauðsyn beri til vegna raf- orkukerfisins. Verði ágreiningur um aukna miðlun skal honum skotið til Alþingis, að fengnum til- lögum ríkisstjórnar. Sverrir sagði meirihluta nefnd- arinnar vilja standa að bókun, þar sem m.a. komi fram: „Eins og nú standa sakir er nægilegt að vatnsmiðlun Blönduvirkjunar nemi 220 Gl. Verði þörf fyrir aukna vatnsmiðlun í 400 G1 síðar skal Alþingi úrskurða í málinu, ef ekki næst fullt samkomulag hags- munaaðila. Eðlilegt virðist að fela Landsvirkun að meta þörfina fyrir hina auknu vatnsmiðlun, en lagt er til að samið verið við Lands- virkjun um framkvæmdir." — At- vinnumálanefnd leggur áherzlu á að öll stíflumannvirki verði byggð með sem mesta hagkvæmni fyrir augum, þegar allra þátta virkjun- arinnar er gætt. Skal frá upphafi búa í haginn fyrir aukið miðlun- arrými í 400 Gl, ef nauðsyn krefur aukinnar vatnsmiðlunar að mati virkjunaraðila. Er einnig eðlilegt að fela virkjunaraðila, Lands- virkjun, að ráða mannvirkjagerð, miðað við framangreindar for- sendur." I öðrum lið tillögunnar segir að Fljótsdalsvirkjun og síðar Sultar- tangavirkjun verði næstu meiri- háttar vatnsaflsvirkjanir á eftir Blönduvirkjun. I þriðja lið er kveðið á um að samhliða næstu meiriháttar vatnsaflsvirkjun verði unnið að orkuöflunar- framkvæmdum á Þjórsár/ Tungnaársvæðinu, með Kvísla- veitu, stækkun Þórisvatnsmiðlun- ar og gerð Sultartangastíflu. Búrfellsvirkjun verði stækkuð, þannig að núverandi afkastageta Sverrir Hermannsson vatnsaflsvirkjana á þessu svæði geti aukizt í allt að 950 GWh á ári. Sverrir Hermannsson sagði m.a. í lokaorðum: „Norðurland vestra hefur um árabil átt einna örðug- ast uppdráttar í atvinnumálum og fólksflótti herjað á byggðir lands- hlutans. Bygging Blönduvirkjunar mun skipta sköpum um alla fram- vindu mála norður þar.“ Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) mælti fyrir breytingartillögu sem hann flytur ásamt Sighvati Björgvinssyni (A), sem felur í sér almenna stefnumörkun og stór- átak til hagnýtingar orkulinda landsins, m.a. um nýjan orkuiðnað til að nýta orkuframleiðslu um- fram þarfir hins almenna mark- aðar. Nauðsynlegt er að tryggja orkumarkað og arðsemi þeirra stórvirkjana, sem stefnt er að, en tillaga ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir tvöföldun á uppsettu afli í vatnsvirkjunum landsins á til- tölulega skömmum tíma. Til þess að slikar framkvæmdir verði meira en orðin tóm þarf orkunýt- ingarþátturinn að haldast í hend- ur við virkjanirnar. Þingmenn fögnuðu yfirleitt samkomulagslíkum, en síðdegis í gær var málinu enn slegið á frest um sinn, til að reyna á algjört samkomulag í nefndinni, en þá hafði ágreiningur enn skotið upp kolli. Framleiðslugjald ÍSAL: Hafnarfjörður og ríkis- vald deila um skiptingu Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, svaraði sl. þriðjudag fyrir- spurnum frá þingmönnum Reykja- neskjördæmis um hlut Hafnarfjarð- arkaupstaðar í framleiðslugjaldi ÍSAL. Hann vék að samkomulagi milli iðnaðarráðuneytis og kaupstaðar- Vilmundur Gylfason: „Haukdal gangandi siðferði Framkvæmdastofnunar“ Er Gunnar Thoroddson, forsætis- ráðherra, hafði mælt fyrir skýrslu um Eramkvæmdastofnun ríkisins í Sam- einuðu þingi sl. þriðjudag, gerði Vilmundur Gylfason (A) harða hríð að stofnuninni. Það er stofnuninni til hróss, sagði hann, að hún birtir í árs- skýrslu skrá yfir lán- og styrkveit- ingar, sem mætti vera öðrum lána- stofnunum til fyrirmyndar. Þar með er líka allt gott upp talið, sem um stofnunina er að segja. Hún er einskonar byggðamálaráðuneyti, án þess að „ráðherrar" þar þurfi að lúta því að þurfa að víkja við stjórnarskipti, eins og þó var fyrir 1976. Þetta er stofnun sem skammtar gjafafé og lán á niður- greiddum kjörum, eins og fjár- hagsráð í gamla daga. Þetta er stofnun, sem gengur þvert á gild- andi vaxtastefnu og oft stefnu og ákvarðanir stjórnvalda. Hún ráðstafar máski fjármunum til framkvæmda, sem ríkisstjórnir hafa sett til hliðar um sinn. Þetta er peninglegt skrímsli, sem lýtur ekki lögmálum í þjóðfélaginu, sagði Vilmundur, og Eggert Hauk- dal, stjórnarformaður á þessum bæ, væri „gangandi siðferði stofn- unarinnar". Inngangur Sverris Hermannssonar, „kommissars", sem fæli í sér pólitíska vörn fyrir uppbyggingu hennar, væri og í meginatriðum rangur. Stofnunin annast ekki neitt, sem ekki gæti fallið inn í verkahring deildar í Landsbankanum. Sverrir Hermannsson sagði að þeir töluðu hæst um málefni Framkvæmdastofnunar, sem minnst þekktu til starfa hennar. Vilmundur hefði ekki einu sinni látið svo lítið að heimsækja hana 1. apríl sl., sem margir hefðu þó gert. Fjölmörg byggðarlög, vítt um land, hefðu aðra sögu að segja um þýðingu þeirra starfa, sem unnin væru í Framkvæmdastofnun. Vilmundur virtist ekki vita, að fjárlög og lánsfjáráætlun hvers árs, sem Alþingi fjallar um og samþykkir, marka starfsramma stofnunarinnar um lánsfjárfyr- irgreiðslur. Ef út fyrir þann ramma væri farið þyrfti samþykki ríkisstjórnar. í upphafi hafi ætl- unin verið sú, að Framkvæmda- stofnun yrði einhvers konar yfir- stjórn fjárfestingamála í þjóðar- búskapnum. Frá þessu hafi verið horfið með grundvallarbreytingum á stofnuninni 1976, án þess að Vilmundur virtist hafa gefið því gaum. Hann hefði heldur ekki vitneskju um að í aðalatriðum væri horfið frá fyrri lágvöxtum, en yfirleitt lánað út með kjörum sem nálguðust víxilvexti. Fyrir 3 árum hafi og verið stofnuð verðtrygg- ingardeild hjá stofnuninni, sem flestir lánaþættir hennar væru að hverfa inn í. Þannig hefði stofnun- in verið að breytast til samræmis við aðra þróun í þjóðfélaginu. ins um endurskoðun á hluta hans í framleiðslugjaldi, á tveggja ára fresti, frá og með 1979, „með hliðsjón af þróun fasteigna- gjalda". Kaupstaðurinn hafi farið fram á endurskoðun 1978 og aftur 1980 og hafi viðræður þar um haf- izt um mitt ár 1980. Því miður hafi samkomulag ekki tekizt og við- ræður legið niðri um hríð. Fullur vilji er hinsvegar til þess af hálfu ríkisstjórnar," sagði ráðherra, „að taka upp þráðinn á ný með við- ræðum, sem leitt gætu til sam- komulags." Kjartan Jóhannsson (A) og Matthías Á. Mathiesen (S) fylgdu málinu eftir fyrir hönd fyrirspyrj- enda. Bentu þeir m.a. á að fram- leiðslugjald kæmi í stað annarra gjalda, s.s. fasteignaskatta og að- stöðugjalds, til kaupstaðarins. 1979 hefðu þessir skattar samtals gefið 375 m. gkr. en framleiðslu- gjaldið hinsvegar aðeins 179 m. kr. Skýr ákvæði væru um endurskoð- un. Viðræðuaðilar hefðu orðið sáttir um málsmeðferð, en leið- rétting strandað í ráðuneyti. Þess vegna væri fyrirspurn nú beint til forsætisráðherra en ekki iðnaðar- ráðherra eða fjármálaráðherra, en raunar hafi forsætisráðherra ver- ið iðnaðaráðherra þegar samið var um endurskoðunarréttinn. For- sætisráðherra talaði nú um „full- an vilja" og væri kunnur fyrir fastheldni við þau orð, að „vilji væri allt sem þyrfti". Vonandi fengjust því viðunandi málalyktir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.