Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1982 31 Þar bjó Marta til æviloka — í tæp 30 ár ásamt Svönu dóttur sinni, Arinbjörn lést árið 1957. Tuttugu og þrjú fyrstu ár sín í Reykjavík hafði Marta á hendi framreiðslustörf í Mjólkursamsöl- unni. Hún skilaði þar alla tíð fullu dagsverki, þangað til 1975, þá hætti hún. Því iengra sem leið á ævi Mörtu, því umfangsmeiri urðu störf hennar í þágu afkomenda sinna: barna og barnabarna. Móðurhlut- verkið var gildasti þátturinn í eðli hennar og innræti, og ég held hann hafi náð langt út fyrir hóp nánustu ættingja og venslafólks. Fólkið á sjúkrahúsinu fyrir norð- an, fólkið í Mjólkursamsölunni fyrir sunnan bar til hennar fölskvalaust vinarþel. Afkomend- um sínum varð hún svo ómissandi og hjartfólgin, að erfitt er fyrir þá að skilja, hvurnig þeir eigi að komast af án hennar nú, þegar hún er skyndilega horfin af vett- vangi þeirra. Mætti ég fyrir hönd okkar allra bera fram dýpstu og einlægustu þakkir til mömmu, ömmu og ömmu löngu, eins og yngsta fólkið í kringum hana nefndi hana oft. í dag fylgjum við Mörtu suður í Fossvoginn, þar sem duft hennar mun sameinast dufti Arinbjarnar. Sjálf er hún ekki þar frekar en hann, hún er horfin okkur út úr sjóndeildarhringnum, sem ég treysti mér ekki til að skilgreina. Eitt veit ég þó: hún lét okkur eftir endurminningu um frábæra manneskju — um sterka, fórnfúsa og undursamlega vakandi móður. Guðmundur Daníelsson Marta Ágústsdóttir fæddist 12. nóvember 1896 að Tjörn á Vatns- nesi í Vestur-Húnavatnssýslu, en andaðist í Landakotsspítala sumardaginn fyrsta, 22. apríl 1982. Við Marta sáumst fyrst fyrir rúmum þrettán árum, en áttum síðan eftir að kynnast vegna vensla sem stofnað var til. Marta reyndist mér og mínum með þeim hætti að ég tel það gæfu og lán að hafa kynnst henni. Við leiðarskil er því við hæfi að minnast hennar. Fyrir átta árum kom Marta, sem þá var að nálgast sjötugasta og áttunda aldursárið, á heimili mitt og dótturdóttur sinnar og dvaldist þar síðan meira og minna þar til hún fór á sjúkrahús fyrir nokkrum vikum. Marta var vel gerð, heilbrigð til sálar og líkama, og margir þeir kostir sem einkenna svo mjög hennar kynslóð leyndu sér ekki. Iðjusemi, skapfesta, góðvild, ljúfmannleg framkoma og háttvísi í hvívetna voru aðalsmerki henn- ar. I huga mínum er hún í hópi bestu heiðursmanna sem ég hefi kynnst á iífsleið minni og ekki þarf að lýsa því hversu ánægjulegt er að eiga slíka konu að heimil- ismanni. En það voru fleiri en ég og kona mín sem nutu þessa. Tvær litlar telpur voru samvistum við lang- ömmu sína öll þessi ár. Hún reyndist þeim eins og ömmur reynast bestar. Telpurnar voru varla farnar að stíga fyrstu sporin er hún vann hug þeirra allan og um leið eignuðust þær þá ömmu sem aldrei brást hvað sem á bját- aði. Árla morguns var hlaupið inn í ömmuherbergi, leikið við ömmu, hlustað á sögur hennar eða dund- að saman. Að kvöldi dags þótti telpunum oft gott að fá að koma uppí til ömmu og sofna þar. Ef mikið var að snúast hjá miðkyn- slóðinni á heimilinu, heyrði ég ömmuna stundum segja við yngri dótturina að önnur þeirra væri of ung en hin of gömul, „veldur æska þér en elli mér“. Hvað sem þeim orðum leið virtist æskan og ellin eiga góða samleið og njóta þess. Marta fylgdist vel með atburðum líðandi stundar, las blöð og bækur og hlustaði mikið á útvarp. Mörg kvöld áttum við ánægjulegar sam- ræður. Hún rakti þá oft það sem henni fannst markverðast af því sem hún hafði heyrt eða lesið. Mér fannst hún eiga gott með að greina kjarnann frá hisminu og þeim stundum sem fóru í slíkar samræður fannst mér vel varið. Marta hafði einnig gaman af að fylgjast með ýmsu sem verið var að fást við í dagsins önn utan heimilisins, og léti hún álit sitt á J>eim efnum í ljós var það gert með fáum og hófsömum orðum og fannst mér þá sannast hið forn- kveðna að oft er gott það er gamlir kveða. Frásagnir Mörtu frá æskuslóð- um hennar í Húnavatnssýslu voru notalegar og ekki leyndi sér að þar átti hún djúpar rætur, og jafnan hafði hún lifandi áhuga á öllu þvi sem snerti átthaga hennar. Einu + Eiginkona mín, ÞÓRA STEINGRÍMSDÓTTIR, Ásabyggö 13, Akureyri, lést aö heimili okkar 1. maí. Jarðarförin fer fram frá Akureyrar- kirkju fimmtudaginn 6. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Páll Einarsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför ÞÓROAR BENEDIKTSSONAR. Sérstakar þakkir færum viö sambandsstjórn SÍBS. Anna Benediktsson og börn. sinni áttum við þess kost að aka með Mörtu um Vatnsnesið og þá sýndi hún okkur túnið í Krossa- nesi. í upphafi þessarar aldar sat hún barn langar vornætur og gætti þessa túns. I Krossanesi lærði hún ung að lesa og einn starfi hennar var að lesa fornsög- urnar upphátt fyrir aðra á heimil- inu. Hefur slíkur lestur eflaust reynst henni gott veganesti. Á síðasta ári tók Marta þann sjúkdóm sem dró hana til dauða. Síðustu vikurnar var hart barist. Sátu þá hennar nánustu við beð hennar og viku þaðan hvorki að nóttu né degi. Hjúkrunarfólk og læknar Landakotsspítala veittu henni alla þá hlýju og umönnun sem unnt var að láta í té. í þessu striði hélt Marta Ágústsdóttir fullri rósemi og reisn þar til yfir lauk. Hún æðraðist aldrei og eftir að tregt var orðið tungu að hræra brosti hún enn sínu fallega brosi. Auk ytri fegurðar fannst mér ávallt einhver innri fegurð og góð- vild lýsa bros hennar og speglast í augum hennar. Við fráfall Mörtu Ájíústsdóttur er mér og fjölskyldu minni virðing og þakklæti efst í huga. Biessuð sé minning hennar. Sverrir Kristinsson + Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, UNU SIGFÚSDÓTTUR, Hávallagötu 7, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 6. maí kl. 15.00. Ámundt Óakar Stgurósaon, Kristín Helga Hjálmarsdóttir, Júlíana Siguröardótttr, PáH Sigurösson, Sigriöur Siguróardóttir, Kristján Fr. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móöir, amma, dóttir, systir og tengdadóttir, GUDLAUG KRISTJÁNS JÓHANNESDÓTTIR, Hraunbaa 41, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 6. mai kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóö Landspit- alans. Már Ktrlsson, Elín Jóhanna Másdóttir, Elín Kristjánsdóttir, Stefanía María Másdóttir, Jóhannas Hannesson, Guöný Viktoría Másdóttir, Hannes Jóhannesson, Kristján Már, Svavar Jóhannesson, Karl Ásgeirsson og aörir vandamenn. Peugeot 504 pick-up er enginn nýgræðingur — heldur þaul- reyndur vinnuþjarkur með 1100 kg. burðargetu og sæti fyrir þrjá. Einstaklega góðir aksturseigin- leikar. VERD-kr.109,000! HAFRAFELL VAGNHOFÐA 7 85211 - 85505 gengisskr.4'5 DBE6IÐIDAG! HAFFDRÆTTI VI'SQIA JP”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.