Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1982 ÆTLIÐ ÞER AÐ KAUPA IGNIS IGNIS K-12 þvottavélin er nú fáanleg aftur. Margra ára reynsla á þessari frá- bæru þvottavél jafnvel í fjölbýlishúsum sannar að þetta er vél framtíóarinnar. Veltipottur úr ryðfrfu stáli. Legur beggja megin við veltipott. Vinduhraði 600 sn/mín. Tekur 5 kg. með sparn- aóarkerfi fyrir 3 kg. RAFIÐJAN H.F Kirkjustræti 8 v/Austurvöll Sími 19294 og 26660 KEDJUR- TANNHJÓt Flestar stærðir og gerðir Einnig tengi og vara- hlutir Elite — kunn gæða- vara LANDSSMIÐJAN ^ 20680 VELA-TENGI Allar gerðir Öxull — í — öxul. Öxull — í — flans. Flans — í — flans. Tengið aldrei stál — í — stál, hafið eitthvað mjúkt á milli, ekki skekkju og titring milli tækja. Allar stærðir fastar og frá- tengjanlegar SUwiiílMiyigjMií' 'tjfinoaon Vesturgötu 16, sími 13280. Ji (Qíoj Hrottaleg morð á fé- lögum í Ananda Marga Morgunblaðinu hefur borizt eft- irfarandi frá Ananda Marga á Is- landi: 30. apríl síðastliðinn voru fram- in hrottaleg morð í Calcutta á Indlandi. 19 meðlimir yoga og þjóðfélagshreyfingarinnar An- anda Marga voru myrtir. Meðlimir hreyfingarinnar hér á landi hringdu til Indlands til þess að fá nákvæmar fréttir af atburð- inum. Kl. 6.15 að morgni var hópur manna og kvenna sem helga sig starfi fyrir AM-hreyfinguna á leið til höfuðstöðvanna í Calcutta. Á leiðinni þarf að fara yfir brú, en þar var setið fyrir þeim og þau króuð af, grýtt og stungin með hnífum og síðan bensíni hellt yfir og kveikt í þeim. 17 menn og 2 konur létu lífið, 4 lík voru óþekkj- anleg, 10 konur og 5 menn eru á spítala vegna brunasára. Beng- alski kommúnistaflokkurinn CPI(m), sem fer með völd í Beng- al, og Calcutta stendur að baki morðunum. Hvað liggur að baki hrotta- SAMBAND ÍSLENZKRA RAFVEITNA Evrópudagurinn 1982 Samband íslenzkra sveitarfélaga hefur mælst til þess aö almenn kynning fari fram á starfsemi sveitarfélag- anna í landinu og stofnana þeirra í tengslum viö Evrópudaginn 1982. Ákveöiö hefur veriö aö gefa al- menningi kost á aö kynna sér starfsemi eftirtalinna rafveitna sem hér segir: RAFVEITA AKRANESS: Opið fimmtudaginn 6. maí kl. 14—17. RAFVEITA GRINDAVÍKUR: Áhaldahús viö Skólabraut veröur opiö fimmtudaginn 6. maí kl. 14—16. RAFVEITA HAFNARFJARÐAR: Opiö fimmtudaginn 6. mai, kl. 14—17 aö Hverfisgötu 29. RAFVEITA KEFLAVÍKUR: Opiö miövlkudag til laugardags 5.—8. maí kl. 13—17 aö Vesturbraut 10a. RAFVEITA NJARDVÍKUR: Opiö fimmtudaginn 6. maí kl. 14—16 að Fitjum, Ytri-Njarövík. ORKUBÚ VESTFJAROA: býöur viðskiptavinum sínum og öör- um þeim sem áhuga hafa, aö skoöa starfsemi sína hvarvetna á Vestfjöröum, fimmtudaginn 6. maí kl. 13—18. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS: bjóöa viðskiptavinum sínum og öörum þeim, sem áhuga hafa, í heimsókn til að skoöa starfsemi sina, hvarvetna á landinu fimmtudaginn 6. maí kl. 14—18. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR býöur viðskiptavinum sín- um og öörum þeim, sem áhuga hafa, að skoöa Aðveitustöð I viö hlið Heilsuverndarstöövar Reykjavikur, og Vatnsaflsstööina við Elliöaár, fimmtudaginn 6. maí kl. 14—18. RAFVEITA MIÐNESHREPPS: Opiö fimmtudaginn 6. maí kl. 14—16 að Tjarnargötu 4. RAFVEITA SIGLUFJARDAR: Opið fimmtudaginn 6. maí kl. 14—16. legum árásum Bengalska komm- únistaflokksins á Ananda Marga? AM er hreyfing sem kennir hag- nýtar aðferðir til þess að þroska einstaklinginn, en telur það jafn- framt skyldu sína að vinna af al- efli að framþróun samfélagsins. AM vinnur að sínum félagsum- bótum með því að stofna skóla, byggja sjúkrahús o.s.frv., en kemst ekki hjá því að taka hreina afstöðu með almenningi og virkja hann gegn því óréttlæti og spill- ingu sem ríkir á Indlandi, þar á meðal gegn CPI(m) sem fer með völdin í Bengal. Þetta leiddi þegar 1967 til þess að CPI(m) stóð að baki morðum á 5 yogaleiðtogum og eyðilegging á skólum og sjúkra- húsum fylgdi í kjölfarið. Síðastliðna 6 mánuði hefur CPI(m) hafið stríð á hendur AM, þeir hrópa slagorð gegn AM og þingmenn flokksins hafa opinber- lega lýst yfir stuðningi við sér- hverja þá hreyfingu sem mun gera útaf við AM. Þeir hafa komið af stað orðrómi um að AM steli börn- um og dreift bæklingum þar að lútandi. Morðin síðastliðinn föstu- dag voru augljóslega vel skipulögð og borin voru kennsl á 10 vel þekkta félaga í CPI(m) sem hvöttu manngrúann til ódæðisverkanna, lögreglan horfði á aðgerðarlaus og AP-fréttastofan fékk fréttirnar frá lögreglunni, enginn hefur ver- ið handtekinn. Það er fáránlegt að nokkur þurfi að ræna börnum á Indlandi. Munaðarlaus börn eru þar á hverju strái og fjöldinn allur af mæðrum myndu glaðar gefa börn sín ef að þær vissu að þau fengju bara að borða. AM rekur hundruð barnaheimila og skóla fyrir mun- aðarlaus börn, m.a. styrkt af Is- lendingum, svokallað ættleið- ingarkerfi (nánari upplýsingar um Góð matarkaup Kindahakk Folaldahakk Saltkjötshakk Lambahakk Nautahakk Nautah. í 10 kg Kálfahakk Svínahakk Nauta- hamborgari Lamba- karbonaði Kálfakótilettur Amerísku pizzurnar. pakki. 29,90 33,00 45,00 45,00 85,00 79,00 56,00 83,00 kr. kg kr. kg kr. kg kr. kg kr. kg kr. kg kr. kg kr. kg 7,00 kr. st. 56,00 kr. kg 42,00 kr. kg Verð frá 56 kr. rÚÆ 05J*©OTEHDœ*» ,' c • Lf'jl, Laugalaak 2. Sími 86511. það fást hjá AM á íslandi). Hið rétta er að hér er á ferðinni gamla sagan um að þegar ungt fólk vill helga sig algerlega góðu málefni þá er það túlkað þannig að börn- unum hafi verið rænt, þetta þekk- ist á öllum tímum. AM vill fara þess á leit við al- menning og stjórnvöld að hreyf- ingunni verði veittur stuðningur í baráttu gegn ofsóknunum og að séð verði til þess að hrottaverkin verði ekki þöguð í het. Auk þess er það með réttlætið á Indlandi eins og víðar að það kostar peninga. Allur fjárstuðningur fyrir máls- höfðun á hendur árásarmönnun- um er vel þeginn. Kaffiboð hjá Félagi Snæfell- inga og Hnappdæla Sunnudaginn 9. maí nk. heldur Félag Snæfellinga og Hnappdæla sitt árlega kaffíboð fyrir eldri hér- aðsbúa, sem flust hafa á höfuðhorg- arsvæðið. Hefst það kl. 14.00 með því að fólk hlýðir á guðsþjónustu í Bústaðakirkju. Séra Olafur Skúla- son, dómprófastur, predikar. Kl. 15.00 verða veitingar fram bornar í félagsheimili Bústaða- kirkju. Þessi samkoma er orðin árviss hjá félaginu og hefur notið sívaxandi vinsælda, en um leið lýkur vetrarstarfi félagsins, sem hefur verið með svipuðum hætti og undanfarin ár. (FréttalilkynninK-) Fyrirlestur um skólastarf Væntanlegur er til landsins í byrj- un maí Bandaríkjamaðurinn John Holt — segir í fréttatilkynningu frá Kennaraháskóla íslands, sem IVlorg- unhlaðinu hefur borizt. Hann var kennari um langt ára- bil en hefur nú alfarið snúið sér að skriftum og fyrirlestrahaldi, m.a. hafa komið út eftir hann bækurn- ar How Children Fail, How Children Learn, Instead of Educa- tion, Teach Your Own. John Holt er að koma úr fyrirlestraferð um Norðurlönd, hann mun halda hér tvo opinbera fyrirlestra á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, Kennarasambands íslands og Kennaraháskóla Islands, þann fyrri í dag, 5. maí, sem mun fjalla um hina umdeildu heimakennslu- hreyfingu í N-Ameríku — fram- kvæmd hennar og afstöðu til hefð- bundins skólastarfs — í síðari fyrirlestrinum þann 6. maí mun hann fjalla um hverjar eru helstu hindranir í hreytinga- og umbóta- starfí í skólamálum. Fyrirlestrarn- ir verða fluttir í Kennaraháskól- anum við Stakkahlíð stofu 301, kl. 20.30. Iðnaðarhúsnæði Tæplega 300 fm iönaðarhúsnæði ásamt risi viö Dugguvog til sölu. Húsnæöiö skiptist í tvær hæöir. Til greina kemur aö selja hvora hæö fyrir sig. Mjög hentugt fyrir t.d. heildverslun. Nánari upplýsingar veittar í síma 43677. Á kvöldin í síma 74980. Lærið vélritun Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heima- vinna. Innritun og upplýsingar í símá 41311 eftir kl. 13. Ný námskeið hefjast fimmtudaginn 6. maí. Vélritunarskólinn, Suðurlandsbraut 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.