Morgunblaðið - 09.05.1982, Side 2

Morgunblaðið - 09.05.1982, Side 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 Sjálfsmynd, 1920—30. „Society Anonyme" ásamt Katherine S. Dreier og Marcel Duchamp. Félagsskapurinn hafði það að meginmarkmiði að kynna og breiða út framúr- stefnulist í Bandaríkjunum. Man Ray lifði og starfaði í París allt fram til ársins 1940, er hann flúði undan nazistum og kom ekki aftur fyrr en ellefu árum síðar. Hann reyndi þá eft- ir mætti að taka upp þráðinn þar sem frá var horfiö, en fyrri sköpunarkraftur reyndist þá að mestu horfinn. Þegar Man Ray lést árið 1976, lét hann ekki eftir sig samfellt lífsverk heldur litríkt samsafn af merkilegum hugdettum og uppátækjum. Auk mjög athygl- isverðrar játningar er varð strax fleyg: „í heimi Iistarinnar (en svo hafði hann sannreynt), er jafn lítið um framfarir og í ástum. — Það eru einungis til mismunandi aðferðir ...“ - O - Það var sem sagt sýning á 360 verkum snillingsins Man Ray í Pompidou-menningarmiðstöð- inni í París, er spannaði feril hans frá árinu 1915—1975. Ég, sem hef mikinn áhuga á því að sannreyna hvaðan hugmyndirn- ar koma, er listheimurinn kepp- Ein nf furðumyndum Man Raj í dada-súrreaDskum stíl. Á bordinu má m.a. sjá hinn fræga taktmæli er fáir skildu, er listamaðurinn gerdi hann. Fyrir nokkrum árum var taktmælirinn gerður að tákni listahátíðar í borg einni í Evrópu, en að sjálfsögðu stækkaður hundraðfalt. Er svo átti að taka hann niður að hátíðarhöldunum loknum, mótmæltu borgarbúar. Þannig breytast viðhorfin í tímanna rásl Páskar í París Listamaðurinn Man Ray var öllu öðru fremur hugmynda- smiður, hann útfærði snjallar hugmyndir en fylgdi þeim ekki eftir né fullkomnaði. Hann hafði ekki metnað til þess að skapa sér ákveðinn afmarkaðan stíl, forðaðist það frekar og það gerir einmitt myndir hans svo persónulegar í dag. Að þessu leyti var hann andlega skyldur Marcel Duchamp, sem aldrei út- færði hugmyndir sínar oftar en einu sinni, en hins vegar vann Man Ray á breiðari grundvelli og í myndum hans bregður fyrir meiri og heimspekilegra háði og kímni. Hann vildi gera verk sem skemmtu fólki, gerði það rugl- að, æsti það upp eða yrði til leiðinda. Tjámiðill hans var það sem hann hafði í kollinum og á milli handanna hverju sinni og það var honum nóg. Nýjar og ferskar hugmyndir komust í sjónmál, er lokið var við að af- greiða eina, og kölluðu á alla athygli gerandans. Man Ray sló í gegn sem snjall og hugmyndaríkur ljósmyndari um leið og hann kom til Parísar árið 1921, en hann vann jafn- framt að öðrum listgreinum, svo sem málverki, teikningum, kvikmyndum, skúlptúr og bjó til „objekt“-listaverk. Þá ritaði hann töluvert um listir og mun hafa haldið áfram þeirri starf- semi er hann hafði hafið árið áður er hann stofnaði félagið Gjörningur fyrir tæpum 50 árum, framinn af kúbíska málaranum Louis Marcoussis og súrrealíska málaranum Meret Oppenheim. ist við að vinna úr í dag, fann til mikils ferðaskjálfta er ég vissi af þessari sýningu. Svo vel vildi til, að ég átti gamlan flugmiða, ársmiða, sem var að renna út og hafði ég engar vöflur á en hélt til Parísar á þriðjudegi í dymb- ilviku. Hringdi fyrst í Guðmund Erró, sem merkilegt nokk kom strax í símann og sagði yfrið nóg að skoða í París fyrir for- vitinn Braga, — glás af sýning- um og bætti svo við að sjálfur væri hann í þann veginn ^ð opna sýningu í nýjum sýn- ingarsal í miðborginni! Kvenmaður, 1920. Ég kynni hér á síðunum tug mynda eftir meistarann Man Ray, en í næstu grein segir nán- ar frá Parísardvöl minni. Leyndarmál Isidor Ducasse, 1920. UTSALA - RYMINGARSALA Gott úrval af prjónafatnaöi á börn og fulloröna, einnig prjónagarn, m.a. 100% bómullargarn. Opiö alla daga frá kl. 9—18 út þessa viku. Prjónastofan Iðunn hf., Skerjabraut 1, Seltjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.